Norðurland


Norðurland - 27.01.1910, Blaðsíða 3

Norðurland - 27.01.1910, Blaðsíða 3
Jarðskjálftar. A laugardagsmorguninn síðastliðinn voru hér allmiklir jarðskjálftar. Að því er menn vita, byrjuðu þeir á 8. tímanum f. h. En kl. 7,50 kom afar- snarpur kippur, er talið er að staðið hafi yfir nálægt >/2 mínútu- Jsrðskjálfta- aldan virtist koma frá suðaustri. Hús- in nötruðu og brast í hverju tré, munir köstuðust sumstaðar niður af hillum og ofnar höíðu hrunið að minsta kosti 1' 3 húsum. Skemdir á tréhús- um eru hér engar, eða ekki teijandi, en sprungur komu nokkurar í stein- steypuveggi. Allan þenna dag voru menn að' finna hér kippi og jatnvel 2—3 daga á eftir. Veit víst enginn tölu á öllum þeim kippum í Reykjavík hafði jarðskjálfti þessi alls ekki gert vart við sig. í Hrúta- firði höfðu menn orðið hans varir, en á Húsavfk álíka og hér. í Þingeyjar- sýslu yfir höfuð hefir hann orðið mjög snarpur. Hafði hann valdið skemdum á húsum á Eyjadalsá, Öxará, Ljósa- vatni og Landamóti. A Skarði í Dals- mynni hafði kjallari undir húsinu hrun- ið niður til stórskemda. A Öxará hrundu göngin saman. Fólk var inni, en börn komin út. Óttuðust menn að þau heíðu orðið undir veggjunum, en þau fund- ust rétt á eftir heil á hófi. í Mývatns- sveit hefir ekki frézt um skemdir. Þykkur ís á Mývatni hafði allur sprung- ið sundur og óljós frétt um að jörð hafi eitthvað raskast þar í sveitinni. Líklegt er að víða að fréttist um smá skemdir, en hvergi munu bæir hafa hrunið, eða stórskemdir orðið, né held- ur slysfarir á mönnum eða skepnum. X yjir/ýsing bankastjóranna. Bankastjórarnir, sem frá var vikið, sendu út svohljóðandi yfirlýsingu þeg- ar þeir heyrðu útdráttinn úr niður- stöðu bankarannsóknarnefndar, þann sem prentaður var eítir símskeyti í síðasta blaði Norðurlands: Til almennimrs. Skýrsla bankaransóknarnefndarinnar er ekki enn komin út, oss hefir eigi gefist kostur á að sjá útásetningar rannsóknar- nefndarinnar. En þrátt fyrir það hefir ráð- herrann hvað eftir annað látið »ísafold« auglýsa ýmislegar sakargiftir gegnjoss. Þetta sæmir ef til vill ritstj. »ísafoldar« en ekki ráðherra íslands. í »ísafold« á laugardaginn er var, eru enn á ný bornar sakir á oss, og fyrir þeim borin skýrsla rannsóknarnefndar. Að svo vöxnu máli látum vér oss nægja að mótmæla þessum sakaráburði, og sér- staklega staðhæfingunni um 400,000 kr. tap bankans, sem er hrein fjarstæða, um leið og vér mótmælum fastlega öllu atferli stjórnarinnar gagnvart Landsbankanum, og bendum almenningi á hið ósæmilega háttalag, að láta >ísafold« á blaðsins á- byrgð birta sakargiftir gegn oss, undir því yfirvarpi, að það séu útdrættir úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar, í stað þess að birta skýrsluna sjálfa. Vér munum á sínum tíma, ef skýrslan nokkru sinni kemur fyrir vor augu, tjá almenningi andsvör vor gegn sakargiftum þeim, sem stjórn og rannsókn- arnefnd vili vera þekt fyrir að bera fram í sínu eigin nafni, sér og framkomu sinni til réttlætingar. Tryggvi Gunnarsson. Eiríkur Briem. Kristján /ónsson. Asökun bankastjóranna til ráðherra og ísafoldar er ekki á rökum bygð. Það eru einmitt þau málgögnin, sem telja sig málsvara þessara manna og eru það líka, sem látlaust hafa borið \ 15 Nl. lognar sakagiftir á ráðherra, síðan bankamálið hófst. Furðanlegt að full- tíða menn skuli kvarta undan því, að ráðherra verji sig fyrir þeim sakar- giftum og rangfærzlum. Annars málið þess eðlis, að óhjákvæmilegt var, að um það yrði rætt í blöðunum. Þá rugla þeir einkennilega saman þvf, sem komið hefir fram við þá sjálfa og því sem komið hefir fram við bankann, rétt eins og þeir væru bankinn. Flestir munu lfta svo á, að þeir séu það ekki. Og hafi bankinn tapað stórfé við stjórn þeirra og ráð- stafanir, sýnist það ekki verulega hættulegt fyrir bankann, að þeir fari frá honum. Aðdróttunina um að skýrslan muni aldrei koma fyrir augu þeirra, hefir verið drepið á nægilega á öðrum stað hér í blaðinu. En hvað mótmæli þeirra gegn niður- stöðu nefndarinnar sneitir og sérstak- lega að því er snertir 400,000 kr. bankalánatapið, er 1 angskynsamlegast að gera ekki of mikið úr henni, þang- að til menn hafa séð rannsóknar- skýrsluna. — Það hefir komið fyrir áður, að menn eru ekki beztir dóm- arar í sinni eigin sök. X Sjónleikur. Hér hefir verið sýndur sjónleikur í 3 kvöld samfleytt, sem nefnist Sherlock Holmes og verður víst sýndur nokkr- um sinnum ennþá, því áhorfendurnir skemtu sér mæta vel. Manni liggur við að furða sig á, hve mikið er af sæmilegum leikkröft- um í svona litlum bæ. Væri valið úr þeim kröftum með smekk og eftir hæfileikum hvers leikenda, væri hægt að sýna hér fjölda ágætra leikrita og fá til þeirra sæmilega leikkrafta. I þessum leik taka um 20 manns meiri og minni þátt. Náttúrlega eru hlutverkin leyst misjafnlega vel af hendi en ekkert svo, að lýtin séu stórkost- leg. Langmest kveður að leik Guðmund- ar Guðlaugssonar, sem leikur höfuð- persónu leiksins og ber leikinn á herð- um sér yfir leiksviðið. Honum tekst sumstaðar sérlega vel að lýsa, með leik sínum, þeim yfirburðum, sem Sherlock Holmes á að hafa yfir alla þá, sem hann skiftir við í leiknum. Honum tekst ekki alstaðar jafnvel, en oftar en hitt er ánægja að horfa á leik hans. Glæpamannakongurinn er annað hlut- verkið, sem bezt er farið með. Það gerir Jónas Þórarinsson, óvanur leikari, sem sýndi þó ótvíræða hæfileika í vet- ur, er hann lék Glob í Hermanna- glettum. Hlutverkið er alt annað en aðlaðandi, maðurinn sem hann á að sýna er samvizkulaus fántur, $n allir hafa þó ánægju af að horfa á hann. Þá leikur Margrét Valdemarsdóttir frú Larrabee að mörgu leyti vel, en þó einkum síðast í leiknum, þar sem mest reynir á hæfileikana. Fleiri leikenda verður ekki getið f þetta sinn, vegna rúmleysis í blaðinu. X Siðustu jarðskiálftafréttir segja að jarðskjálfta hafi orðið vatt á laugardaginn bæði í Árncssýslu, á lsa- firði og á Seyðisfirði, og gera meira úr jarðskjálftanum í Hrútafirði, en gert er á öðrum stað hér í blaðinu. Við vöggu drengsins míns. Eg hafði oft og einatt átt tal við bindindismenn um málefni það, er þeir berjast fyrir: Utrýming áfengis- nautnar með aðflutningsbanni. Og altaf hafði eg verið á annari skoðun en þeir í aðalatriðinu. Raunar var eg ekki á móti því, að menn gerðust bindindis- menn, þó eg teldi það óþarft fyrir þá, er annaðhvort alls ekki neyttu víns, eða þá svo lítið, að það gerði þeim engan skaða. Eitt viðurkendi eg þó fúslega með bindindismönnunum: að ofdrykkjan væri lands og lýða tjón og með henni sköpuðu einstakir menn sér þrautir og þjáningar og eyðilegðu sjálfa sig. »Já, en þessum mönnum viljum við bjarga« sögðu andstæðingar mfnir, »en sumum þeirra að minsta kosti verður ekki bjargað með öðru en að- flutningsbannslögum.* Eg gat ekki mælt á móti þessu, því eg þekti nokkra menn, sem var ekki sjáanlegt að mundu láta af drykkjuskap á meðan þeir gætu náð í dropann. En svo svaraði eg á þá leið, að þcssir veslings drykkjubjálfar yrðu þá að eiga sig, þvf alveg væri fráleitt að fara að leggja persónulegt haft á alla þá menn, er neyttu víns í hófi, vegna þessara fáu ræfla, sem létu freisting- arnar leiða sig f gönur, í stað þess að hafa vald yfir þeim. »Þessi skoðun byggist á engu öðru en kœrleiksleysi til meðbræðranna* sögðu bindindismennirnir, og svo héldu þeir oft langar ræður fyrir mér um það efni, en þá var mér oftast nóg boðið og kvaðst eg þekkja æsingarnar og öfgarnar í templurunum þegar um mál þetta væri að ræða. Eg mótmælti því harðlega að þessi skoðun mín bygðist á kærleiksleysi, heldur væri hún sprottin af kærleika til persónu- legs frelsis meðbræðra minna. Svo þegar við slitum talinu, voru vanalega báðir gramir. Andstæðingar mínir yfir því að hafa ekki getað sannfært mig, og eg yfir kærleiksleysisáburðinum, sem eg þá var sannfærður um að væri með öllu rangur. Seinna komst eg á aðra skoðun og skutuð þið nú fá að heyra, hvernig það atvikaðist. Dag einn sat eg í svefnherbergi mínu glaður í skapi og horfði á fall- ega litla drenginn minn, sem svaf vært í vöggunni sinni. Enn var hann ekki nema fárra mánaða gamall. Þarna svaf hann svo vært og sakleysisblærinn hvíldi yfir litla andlitinu. Eg fann glögt, að þetta var ofurlítill engill, sem eg átti, laus við alla synd og sorg og óspiltur af hinu illa í heiminum. Hann var sakleysisins blóm, sem eg vildi verja öllu lífi mínu og kröftum til að vernda. Svo var einsog alt í einu syrti að í huga mínum. Eg veit ekki enn hvern- ig það atvikaðist. Eg fór að hugsa um þá mörgu óhamingjusömu menn, er eg hafði kynst á Kfsleiðinni og sem eg fann að höfðu verið orðnir spiltir og illir. Einhverntíma hefðu þeir nú samt verið saklausir englar, einsog litli drengurinn minn var núna og ein- hverntfma hefðu að líkindum foreldr- ar þeirra setið við vöggur þeirra fullir af von og gleði. Og vonirnar þeirra hefðu svo ræzt á þennan hátt. Einhver skelfing gagntók mig allan. Hvað skyldi liggja fyrir þér elsku barn, ef þér verð- ur lífs auðið? hugsaði eg. Mér flugu í hug allir drykkjuræflarnir. sem eg hafði þekt, sem orðnir væru að afhrök- um veraldar og gjörspiltir af völdum áfengisins. Eg sá í anda drenginn minn vera orðinn að. fullorðnum manni, sá hann slást í flokk með drykkjumönnum og súpa úr fyrsta staupinu, hálfnauðugan þó, svo úr öðru með betri lyst, og svo sá eg hann halda áfram, fyrst sem hófdrykkjumann og svo sem ofdrykkju- mann og seinast verða einn af þessum afhrökum, sem enginn gæti hjálpað. Það sló köldum svita út um mig allan og eg hafði ekkert viðþol. Hvaða sönn- un hafði eg fyrir því, að þetta gæti ekki komið fyrir Iitla drenginn minn? Eg fann að mér mundi þykja það sárt að sjá hann fölna og deyja svona ung- an og saklausan og þó væri það eins- og leikur hjá hinu fyrnefnda. Hvað gat eg gert? Nú fann eg að eg vildi leggja alt í sölurnar fyrir barnið mitt, jafnvel líf mitt, ef því hefði verið að skifta. Persónulega frelsið mitt varð létt á metunum, þegar kærleikurinn til barnsins míns var annars vegar. Og nú skýrðist alt fyrir mér á auga- bragði. Bindindismennirnir höfðu haft rétt að mæla. Það var af kærleiksleysi til meðbræðranna að eg ekki var að flutningsbannsmaður. Hefði eg hugsað um alla á sama hátt og eg hugsaði um barnið mitt, þá hefði eg fyrir löngu verið orðinn bindindismaður og þá hefði eg líka verið eindreginn aðflutn- ingsbannsvinur. Og nú er eg hvoru- tveggja- Og nú ann eg þeim málum mest allra mála. Nú er skap mitt komið í ró aftur. Barnið mitt sofandi í vöggunni gat óafvitandi sannfært mig um það, sem bindindismennirnir aldrei gátu. En kyn- lega þykir þeim viðbregða, að eg skuli vera orðinn ötull liðsmaður þeirra og innilega glaðir eru þeir yfir því og þó hefir enginn eins mikla ánægju af breytingunni eins og eg sjálfur. Sóltýr. X Aukaþingsmeirihluti í Skagafirði! Ekki sýnist mjög mikið af honum að láta, eftir því sem til fréttist. Á fundinum á Sauðárkróki greiddu 15 atkvæði með aukaþingi, en 11 á móti. En aðgætandi var, að einn hreppurinn sendi engan fulltrúa á fundinn, af þvf kjósendur þar voru andvígir þessu aukaþingsbraski. En nú bætist sú fregn við, og er hún hér höfð eftir skilorðum manni, sem vel mátti um það vita, að 4 af þessum 15 aukaþingsfylgjendum hafi verið kosnir í því skyni, að mótmæla aukaþingshaldi. Þeir voru þessir: Full- trúarnir úr Staðarhreppi Jón Jónsson á Hafsteinsstöðum og sonur hans Árni Hafstað í Vík og fulltrúarnir úr Haga- neshreppi síra Jónmundur Halldórsson á Barði og Páll Árnason á Mói. . Þeir hafa þá skilið þjóðræðið uppá sína vísu, fulltruarnir þeir. X Veðursímskeyti til JMIs frá 16. til 22. jan. 1910. Ak. Gr. Sf. Bl. ís. Rv. Þh. s. -2.0 - 4-8 , 0.6 0.7 - 2.8 0.2 5-5 M. i-5 - 2.4 1.6 1.6 0.7 - 1.2 4-7 Þ. - i'S 0.0 0.6 - 1.4 - 2.S i-S 4.4 M. - 6.3 -12.0 - 3-2 - 5-5 - 6.7 - 7.0 2.2 F. - 7-0 -12-5 - 4-9 -13-4 - 5-4 - 9-4 - 1.2 F. -14-5 -14.0 - 7-6 -17.0 -11-3 - S'O - 3-0 L. -15.0 -16.0 - 8.7 -10.0 -10.0 - 3-5 - 4.5 Kl. (f.h.) 7 — 7 — 6 — 7 — 7 — 7 — 6

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.