Norðurland


Norðurland - 26.02.1910, Blaðsíða 1

Norðurland - 26.02.1910, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjórir Sigurður Hjörleifsson, læknir. ¦* ¦ ¦¦*¦ »*w^>^-^m 9. blað. Akureyri, 26. febrúar 1910. X. ár. * ^^^¦¦^***i"™»^^" Snjóflóð i Hnífsdal. 20 manns biða bana. 8—10 stórmeiddir. Húsum sópað burtu. Margir, sem siglt hafa fram með ströndum landsins, hafa séð frá sjó hið blómlega þorp, er risið var upp í Hnífsdal, skamt frá ísafirði, en færri eru þeir miklu, sem þangað hafa komið. Þaðan er að segja hin hörmuleg- ustu tíðindi. Hinn 18. þ. m. hljóp snjóflóð á nokkurn hluta þorpsins, ofan úr fjalli og olli feiknamiklum skemdum og líftjóni. Það var um morguninn kl. 8,45 að flóðið kom. Sá dagur er hörmungadagur í sögu Iands vors. Fyrir réttum 25 árum hljóp þann dag snjóflóðið mikla a Seyðisfjarðarkaupstað, sem varð 24 mönnum að bana, en fjöldi manna íneiddist og 12 beinbrotnuðu. Það flóð tók af 16 íveruhús í kaupstaðn- um. Bæði flóðin, í Hnífsdal og á Seyðisfirði, hlupu frám á sama klukku- tímanum og er það næsta einkenni- leg tilviljun. Fréttirnar úr Hnífsdal eru ekki sem greinilegastar enn og örðugt að fá þær greinilegar vegna síma- slita. Flóðið sópaði burtu þremur íveruhúsum og auk þess ýmsum smærri húsum og er fjártjónið sagt mikið, en engar tölur munu enn vera tilnefndar. Nítján manns (karlar, konur og börn) fðrust í sjálfu flóðinu, en hinn 20. andaðist rétt á eftir af meiðsl- um. Sagt er að Iíkin hafi öll fund- ist, nema eitt. Eins manns var strax getið, þeirra er farist höfðu, Sigurð- ar, bróður Guðmundar Sveinssonar, kaupmanns í Hnifsdal. Nákvæmar sagnir af meiðslum manna eru ókomnar, en 8—10 eru taldir stórmeiddir og sumir hættu- lega, en fleiri höfðu meiðst eitthvað. í sumum húsunum, sem eftir stóðu, höfðu gluggar brotnað og hurðir lokist upp við þytinn af flóðinu. í 25 ár hafa Seyðfirðingar látið veifur sínar blakta í hálfri stöng 18. febrúar. Héreftir hafa íbúarnir í Hnífs- dal ástæðu til þess að gera hið sama. En eftir stórslysið á Seyðisfirði voru Seyðfirðingum sendar 10,000 kr. af nefnd þeirri, er stóð fyrir hallærissamskotunum 1882, en inn- anlands var skotið saman handa húsviltum mönnum tæpum 3 þús- undum króna. Nú er eftir að vita hve drenglynd og örlát þjóðin reyn- ist til pesss að rétta Hnífsdælum h'knarhönd. Jaröarför ungírú Ingveldar Matthíasdóttur fór fram hér í gæri ( viðurvist mikjls fjöl- mennis. Afsetningar-heimildin. Hún er nógu skrítin fundarályktunin, sem samþykt var hér 18. þ. m. um afsetningu gæzlustjóranna. Hún segir að ráðherrann hafi farið lengra en lög leyfa við þá afsetningu. En hún segir ekkert um það, að hverju leyti ráð- herrann hafi þá farið lengra en lög leyfa. Ályktunin byggir á þessu sem aðalatriði, sem þó er ekkert annað en órökstudd orð og sleggjudómur. F>ó lögin frá síðasta þingi, um breyt- ingu á lögum um stofnun landsbanka, segi það hvergi með berum orðum að ráðherrann hafi rétt til þess að víkja gæzlustjórunum frá, þá er fyrir það ekkert sannað um það, að hann hafi ekki þann rétt. Pó þingið eigi að kjósa gæzlustjórana, þá er ekkert sannað með því um það, að ráðherrann hafi ekki rétt til þess að víkja þeim frá. Ráðherrann hefir ekki rétt til þess að víkja þeim starfsmönnum bankans frá, sem bankastjórarnir bera einir á- byrgð á. Vanræki þeir starfsmenn störf sín, svo skaðlegt sé eða hættulegt fyrir bankann, þá hefir ráðherrann aðgang- inn að bankastjórunum. En þessu er alt öðruvísi varið með gæzlustjórana. Þeir fara með sjálfstætt vald, eru skipaðir bankastjórninni til ráðaneytis, en jafnframt bankastjórunum til höfuðs, til frekari tryggingar. Petta vald er þeim falið af þinginu, einsog bankastjórunum er falið vald þeirra af ráðherranum. En nú fer ráðherrann með vald þingins, á milli þinga. Petta eitt er næg sönnun fyrir því, að hann hafi lagalegan rétt til þess að víkja gæzlu- stjórunum frá. En auk þess hefir ráðherrann æðstu yfirstjórn bankans. Honum er líka heim- ilað í lögum að láta skoða allan hag bankans, hvenær sem honum þykir ástæða til. Eftir slíka rannsókn á bank- anum hefir hann rétt til þess að víkja bankastjórunum frá. En eftir kenningu stjórnarfjenda á hann að vera skyldur til að horfa upp á það að gæzlustjór- arnir vanræki skyldur sínar, þangað til þingið getur vikið þeim frá, þó þeir væru miklu sekari en bankastjórarnir. Slíkt er bersýnileg lokleysa. Það væri skrítið framkvæmdarvald, sem hefði heimild til þess að láta rann- saka allan hag bankans, en hefði þó ekki leyfi til að gera þær ráðstafanir, sem það teldi nauðsynlegar, nema að því er snertir suma stjórnendur bank- ans, og það ekki einu sinni, þótt það fari með vald rétts hlutaðeiganda — þingsins. Enginn véfengir rétt þingsins til þess að kjósa gæzlustjórana. En ef gæzlu- stjórum væri vikið frá meðan á þingi stendur, þá væri tæplega hægt uð gera það, nema með samþykki meirihluta þingsins. Frá formsins hlið væri þó ekkert því til fyrirstöðu, en hver þingræðis- ráðherra mundi að sjálfsögðu tryggja sér samþykki þingsins til þeirrar ráð- stöfunar En ráðherrann mundi framkvæma afsetninguna, en ekki forsetar þingsins. En á milli þinga víkur ráðherra gæzlustjórum frá, þangað til þing kem- ur saman. Petta virðist vera ofurauðskilið mál. Alt staglið um að ráðgjafinn hafi ekki haft lagaheimild til þess að víkja gæzlustjórunum frá er ekki annað en æsingahjal, sem engin sennileg rök hafa verið færð fyrir og engin sæmi- leg rök verða færð fyrir. £ántökur handa landssjóði. Pað er algengt að sjá snuprur í blöðum heimastjórnarflokksins til síð- asta þings fyrir það, að það gaf stjórn- inni heimild til þess að lána fé erlend- is, til þess að kaupa vaxtabréf Lands- bankans, gaf stjórninni heimild til þess að hlaupa undir bagga í peningavand- ræðunum, sem þá voru og ætluðu að sliga þjóðina algerlega niður. A þing- málafundum á undan þinginu var þeirri áskorun líka beint til þingsins, að það greiddi eftir mætti fram úr peninga- vandræðunum. Þeirri áskorun beindu að minsta kosti kjósendur Akureyrarkaup- staðar til þingsins og var hún samþykt í einu hljóði. Náttúrlega er þessum snuprum sér- staklega beint til ráðgjafans, Björns Jónssonar, til þess að reyna til þess að ófrægja hann í augum alþýðu. En því gleyma þessi blöð að geta þess, að málið var alls ekki flokksmál á þingi og aðeins 3 atkvæði voru greidd á móti því í öllu þinginu er það var afráðið þar, að veita stjórninni þessa lagaheimild, og þessi 3 atkvæði voru víst flest svo undir komin, að þeir sem þau greiddu, létu óánægju sína yfir því, að íslandsbanki var ekki keyptur, bitna á Landsbankanum. Annars fer því fjarri, að ritstjóri þessa blaðs telji ekki lántökur handa landssjóði viðsjárverðar. Lán má ekki taka handa landinu nema brýn nauð- syn sé til og vandlega sé íhugað hvort það borgi sig að taka það. Þessvegna er það líka að hann benti á það nýlega hér í blaðinu, að sú regla gilti víða í Bandafylkjunum, að þingunum væri bannað að taka lán, nema lántakan væri áður samþykt með alþýðuatkvæði. Pá reglu ættum við Is- lendingar að taka upp. Heimastjómarblöðin, sem eru að illskast út af þessu, gleyma því alger- lega, að stjórn Hannesar Hafsteins tók líka lán og tók það meira að segja hjá ríkissjóði Dana. Það lán var tekið þegar ágætlega lét í ári, til óarðvænlegs fyrirtækis. En alt öðru vísi horfir við um lán- ið, sem heimilað var að taka í fyrra vetur. Það lán er neyðarlán, tekið til þess að bæta úr peningakreppu þjóð- arinnar. Og enn er sá munur á þessum lán- um, að lán Hafsteinsstjórnarinnar á að borgast af framtíðartekjum landssjóðs, en lánið, sem heimilað var í fyrravetur á að borgast af Landsbankanum, er ekki annað en lán handa honum og á í engu að auka við útgjaldabyrði alþýðunnar. Áður en það lán fellur í gjalddaga á Landsbankinn að vera bú- inn að greiða landinu hvern eyri af láninu, og þá vexti sem landið þarf að borga af lánsfénu, fær það árlega hjá bankanum. Það eina sem hægt væri að finna þessari lánsheimild til foráttu er það, að hún kynni eitthvað að skerða láns- traust landsins, ef það vildi fara að steypa sér í eitthvert stórlánabrask. En þeir munu verða æði margir, sem ekki taka það verulega nærri sér. Og auk þess gæti það varla komið til mála. Bankinn á að varðveita fulla tryggingu fyrir láninu. Peir sem eru að angra sjálfa sig og aðra út af þessari lánsheimild, ættu víst helzt að vera angraðir yfir heimsku sjálfra sín og skilningsleysi — séu þeir þá ekki vísvitandi að skrökva um þetta. Alþýðufyrirlestrar. Meistari Ágúst Bjarnason hefir ný- lega ritað um þetta efni í eitt af Reykja- víkurblöðunum, og virðast það orð í tíma töluð ¦— að hvetja fræðimennina til að setja ekki ljós sitt undir mæli- ker, heldur láta það lýsa öðrum mönn- um. Þó Reykjavíkstandi allmikið betur að vígi en Akureýri, er til þessara hluta kemur, virðist þó engan veginn ókleyft að koma hér upp ódýrum fyrir- lestrum fyrir almenning. Það vill svo vel til, þó bærinn sé ekki mannmarg- ur, þá á hann ekki allfáa ágæta krafta til þessa starfa, náttúrufræðinga, lækna, lögfræðinga, sögumenn o. fl. o. fl. Hægðarleikur mundi einnig að ná í menn sem talað gætu um ýms verkleg störf af þekkingu. Umtalsefni þyrfti ekki að þrjóta. Að vísu vanta hér ekki skemtanir fyrir fólkið, en þær eru oftast svo dýrar, ef nokkuð er í þær varið, að alþýða getur ekki veitt sér þær, enda er það jafnaðarlega sama fólkið, sem sækir skemtanirnar. í sambandi við þetta má geta þess, að skemtanir hér sýnast oft vera óþarflega íburðarmikl- ar, það er söngur, hljóðfærasláttur, leikur, upplestur, fyrirlestur. Þetta er of mikið í einu, og verður þreytandi, þó það sé i sjálfu sér ágætt, hvert útaf fyrir sig. Maður fer á skemtan- irnar sér til hressingar og hvíldar frá öðrumstörfum,enerorðinnuppgefinn,er alt er búið, og óskar að »programið< hefði verið helmingi styttra. Þetta eyðir líka altof löngum tíma frá öðr- um störfum, og sýnir eins og svo margt annað, að okkur er ekki sárt um tímann, íslendingum. í fyrra voru skemtanir hér legió,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.