Norðurland - 17.12.1910, Blaðsíða 1
NORÐURLAND.
Ritstjóri: Sigurður Hjörleifsson, læknir.
52. blað. | Akureyri, 17. desember 1910. | X. ár.
MUNIÐ EFTIR ÚTSÖLUNNI Á
á-l-n-a-v-ö-r-u
/ Edinboig.
,MarineIli‘
er bezti vindillinn í bænum, fæst aðeins í verzlun
Sig. Sigurðssonar.
s i § i § i § i 11
Jólahugleiðingar húsbóndans. m
„Julen varer længe, koster mange Penge,“ (Jólin standa lengi yfir og margan skildinginn ••
kosta þau), segir gamalt danskt máltæki. Að kaupa
ónýtt rusl aðeins til pess að gefa pað í jólagjöf, það geri eg aldrei framar, en eg kaupi handa kon-
w- unni minni og dætrunum annaðhvort tau í fallega
svuntu, kjól eða blúsu. Höfuðklútur eða fallegt sjal mundi líka verða þegið með pökkum. Annars sá
eg hjá Braun hérna á dögunum ljómandi fallegar svartar kvenregnkápur með flauelskraga. Pær 'kost- uðu aðeins 10 kr. Já, vel á minst. Eg get keypt
allar jólagjafirnar hjá Braun, handa allri fjölskyld- unni. Drengirnir purfa pó að fá ný föt og sjálfur parf eg að fá mér vetrarbuxur. Reyndar er eg ekki
w viss un hvort eg á að taka, nórskt vaðmál eða aðra tegund, en pað vita þeir víst bezt hjá Braun. Peysu og hlýjan nærfatnað verð eg líka að fá mér nú, úr
pví farið er að kólna aftur og gott væri líka að fá sér svo sem tvö ullarteppi og svo má ekki gleyma
vetiarhúfunni. Braun fekk um daginn nýjar birgðir
Wíkm af peim og pær eru svo makalaust ódýrar. Og ef mig pá vantar flibba eða slaufu pá kaupi eg pað
um leið. Betri og ódýrari jólagjafir en í Brauns verzlun „HAMBURG“ ■masnv
er hvergi hægt að fá. ^^Wv:.v.
m i i 1 1 i 1 i St-
jlHar húsmæður
keppast um að hafa sem bezt brauð á jólunum,
en til þess þurfa þær að hafa gott hveiti.
,Caledonia‘
tekur áreiðanlega öllu öðru hveiti fram.
Fæst í verzlun
Sig. Sigmðssona/.
Konungkjörnir
á næsta þingi.
Lengi má togast á um lagalegan
rétt konungkjörnu minnihlutamann-
anna til þess að sitja á næsta þingi.
Leiðsögn laganna reynist oft ótrygg
þegar ræðir um þá viðburði, sem
þau hafa ekki beinlínis gert ráð
fyrir, og slíkt á við heimastjórnar-
blöðin. í því trausti krafsa þau í
bakkann og halda að þau bjargi
sér loksins á þurt land. En fótfest-
an verður minni við hverja nýja at-
rennu. Því betur sem gögn þeirra
eru rannsökuð og íhuguð, því veiga-
minni reynast þau, því vafasamari
og ótryggari verður þessi lagaréttur.
Nl. hefir áðíir íhugað þessi rök að
nokkru og enn skal stuttlega dreþið
á helztu deiluatriðin til skýringar.
En hvað sem lagalega réttinum
viðvíkur, þá er engfnn vafi um sið-
terðislega réttinn. Hann er enginn.
Þingræðið heimtar það að vilji kon-
ungkjörinna þingmanna sé því ekki
til hindrunar, að meirihluii þjóðar-
fulltrúanna fái komið fram vilja sín-
um á þinginu. Án þess verður þing-
ræðið að ómynd og afskræmi og
því er það siðferðisleg skylda allra
þeirra manna í landinu, sem unna
þingræði, að mótmæla því að vilji
þjóðarfulltrúanna sé borinn ofurliði,
að mótmæla þingsetu konungkjör-
inna minnihlutamanna á næsta þingi.
Hinsvegar er sjálfsagt að viður-
kenna það í rökfærslu andstæðing-
anna, sem rétt er, eins fyrir það þó
þá skorti sýnilega vilja og líklega
einnig líka hæfileikann til þess að
gjalda í sömu mynt. Þessvegna ber
líka að taka fult tillit til þess, sem
ekki var gert sem skyldi í næstsíð-
asta blaði, að opnu konungsbréfin
frá 8. maí 1908 eru tvö, en ekki eitt.
Með síðara bréfinu er þingið leyst
upp. Aðalatriði bréfsins hljóðar svo:
„Þareð Vér með opnu bréfi, dagsettu i
dag, höfum fyrirskipað, að nýjar atmenn-
ar kosningar til alþingis skuli fram fara
10,'dag septembermánaðar þ. á. höfum
Vér allramildilegast ákveðið, að leysa upp
alþingi það, sem nú er, frá 9. sept. s. á.“
Fyrra bréfið er þá orsök slðara
bréfsins. í fyrra bréfinu eru teknar
fram ástæðurnar til þessarar ráðstöf-
unar og þær ástæður eru teknar fram
með þessum orðum:
„Með þvi að lög nr. 41, 20. október
1905 hafa feert til daginn, er hið reglu-
lega alþingi á að koma-saman, frá l.júlí
til 15. febrúar og með þvi að þrjú reglu-
leg þing hafa þegar verið haldin á yjir-
standandi kjörtimabili . ... þá höfam vér
ákveðið að almennar kosningar til alþingis
skuli fara fram 10. dag septembermánað-
ar þ. á.“
Engin önnur ástæða er færð fyrir
þessu í konungsbréfinu.
Ástæðan til beggjá þessara ráð-
stafana, líka til þingrofsins, var sú,
að pingið hefir verið fært fram og
8ökum vörukönnunar verður
sclubúð Kaupfélags Eyfirðinga
lokuð frá L —13. janúar n. k.
Félagsstjórnin.
að þrjú regluleg þing hafa verið
haldin á kjörtímabilinu. Öll ráðstöf-
unin er því ómótmælanlega fram-
kvæmd í þeim tilgangi að afstýra
því, að sömu þjóðkjörnu þingmenn-
irnir sitji á 4. reglulega þinginu.
Er það ekki móðgun við Hannes
Hafstein að vera ao neita því að
hann hafi bygt á þessum rökum
árið 1908, og er það ekki líka móðg-
un við heilbrigða skynsemi? Hann
hefir talið þjóðkjörnu þingmönnun-
um óheimilt að sitja á 4. þinginu,
þótí hann til vonar og vara leysti
upp þingið, til þess að tryggja sjálf-
an sig sem bezt gagnvart ákvæðum
stjórnarskrárinnar. Ráðstöfunin um
nýjar kosningar er líka framkvæmd
á undan þingrofinu og er það eftir-
tektavert. Sú ráðstöfun er alveg sér ■
stæð, gerir ekki ráð ^fyrir að nein
önnur ráðstöfun, því máli viðvíkj-
andi, fari á eftir. Ráðstafanir þessar
geta alls ekki talist hliðstæðar, síð-
ari ráðstöfunin byggir á hinni fyrri.
Eftir kenningu heimastjórnarblaðanna
nú ætti H. H. þá að hafa drýgt ó-
tvírætt stjórnarskrárbrot á þeirri stund,
sem hann fekk konunginn til þess að
undirskrifa fyrri ráðstöfunina. Eftir
þeim skilningi hefir það verið skylda
hans, að fá fyrst undirskrift konungs
undir þingrofið.
Undarlegt að þessi blöð skuli,
þrátt fyrir þetta, ekki geta talað um
það með jafnaðargeði og sæmilegri
kurteisi, hvort ekki sé réttast og eðli-
ast að sama gangi yfir konungkjörna
menn eins og þjóðkjörna af þessum
ástæðum, er voru svo mikilsverðar
í augum H. H. árið 1908, að hann
þessvegna stofnaði til nýrra kosninga
og leysti upp þingið.
Þau byggja mótmæli sín á þvf
ákvæði stjórnarskrárinnar að umboð
konungkjörinna þingmanna gildi eins
fyrir það þó þing sé leyst upp.
Engum manni hefir dottið í hug
að véfengja þetta ákvæði. H. H. hefði
ekki haft leyfi til þess að leysa upp
konungkjörnuþingmenninaárið 1908,
jafnframt þeim þjóðkjörnu, þótt hann
hefði viljað.
Jóla-ognýárskort
stnekklega prentuð fást hjá
Oddi Björnssyni.
Hásetasamningar
— eyðublöð, hentug fyrir útgerðar-
inenn, — fást hjá
Oddi Björnssyni á Akureyri.
Nafnspjöld
með áprentuðu nafni fást í
prentsmiðju
Odds Björnssonar.