Norðurland

Issue

Norðurland - 09.12.1911, Page 2

Norðurland - 09.12.1911, Page 2
Nl. 186 Kaupið aðeins gagnlegar JÓLAGJAFIR, og kaupið þær í BRAUN8 VERZLUjM. Svuntuefni úr silki og ull. 2.00 — 12.50. Tilbúnar ullar- svuntur við peysuföt. Kvenslipsi silkiklútar frá 0.90. Skinnbúar af mörgum tegunduin frá 1.10 — 13.00. Húfur. ... Millipils smekkleg úr Moire og ull frá 2.00—7.50. Kjólatau úr ull og bómull. Musselin frá 0.26—0.85. Stór sjöl Og Ullar-höf- uðklútar. Regnhlífar hunda dömum 1.75—5.00. Hanzkar úr hvítu skinni, ullar og atrakan- hanzkar. Alfatnaðir, frakkar, stór- treyjur. Unglinga- og drengja- föt og frakkar Smekkleg karlmanns- vesti úr »Plyds« og ull. Tau- buxur frá 3.20 — 10.00. Fallegar manchett- skirtur hvítar og mis- litar frá 3.50—6.00. Hálstau, slaufur, bindi, axlabönd. Skinnhúfur, enskar húfur af mörgum tegundum. Peysur handa drengjum og fullorðnum. Vindlar í '/2 Og 1/4 kössum. Með »Mjölni« kemur afar mikið af nýjum varningi. Símfrétiir. Reykjavík, 9. des. Loftskeyti í Svíþjóð. Það þykir stórtíðindum sæta, að Svíar hafa sagt sig úr sambandi við stóra norræna ritsímafélagið og ætla að koma á loftskeytasambandi hjá sér innanlands. Sæsíminn er slitinn einhversstaðar milli Færeyja og ís- lands. Búist er við að hann verði ekki kominn í lag fyr en að 8 — 9 dögum liðnum, í fyrsta lagi. Nafnbætur. Eiríkur Briem fyrv. prestaskóla- kennari hefir verið sæmdur prófes- sorsnafnbót, og Jensen vélarstjóri á Botníu er gerður riddari. Minningarsjóður Skúla Magnússonar fógeta. Reykvíkingar hafa gefið á fjórða þúsund krónur til minningarsjóðs Skúla Magnússonar. Eru það eink- um kaupmenn og atvinnurekendur sem mest hafa gefið. Edinborgarverzlun, „Miljónafélag- ið" og H. P. Duus verzlun hafa gefið 500 krónur hver, og Björn Kristjánsson bankastj., Th. Thorstein- son kaupm. og Quðjón Sigurðsson úrsmiður hafa gefið 200 krónur hver. Minningarhátíðin. Jón Jónsson sagnfræðingur heldur alþýðufyrirlestur um Skúla Magnús- son á 200 ára afmæli lians, næsta þriðjudag, og fjölment samsæti verð- ur haldið um kvöldið. Hannesi Hafstein var haldið samsæti í Rvík á afmæli hans 4. þ. m. Voru það einkum pólitískir fylgismenn hans, sem sam- sætið héldu. Boinia kom til Reykjavíkur í nótt. X Skutrzasvelnn. Um nýársleytið í vetur cru liðin 50 ár síðan leikritið Skuggasveinn, eftir Matth. Jochumsson, var fyrst leikið hér á Akureyri. Hefir leikendum bæ- jarins þótt vel hlýða, að sýna nú leik- inn á 50 ára aímæli hans, og er þeg- ar byrjað að undiibúa sýninguna. Skúli landfógeti. í 200 ára minningu hans hefir Sig. bóksali Kristjánsson gefið út æfisögu hins mikla manns, með mikilli snild og kostnaði. Er það 400 bls. bók á 5 kr. (í bandi); er dýrleikinn, sem þó er hæfi'egur, það eina er oss sýnist sem að henni megi finna — úr því hún átti að vera aiþýðubók — varð að vera það. Almenningur kaupir ekki í snatri svo dýra bók, en nú á að minnasi Skúla 12. þ. mán.! En hitt er satt: minning mannsins deyr ekki þótt fáir kaupi bókina, fyrir næstu jól, og það er bótin. Bókin er 2. prentun æfisögu Skúla eftir Jón sagnfrœðing, er prentuð er í »Safni til sögu íslands* og samin var fyrir 15 árum, nú auk- in og endurbætt með ýmsu, er hinum ágæta sagnameistara þótti ábótavant. Nú fylgja og sögunni 2 myndablöð— af Viðeyjarhúsum annað, en hitt af Reykjavík á dögum »Innréttinganna«; svo fylgir og sýnishorn af rithönd Skúla, svo og mjög fróðleg »FylgiskjöU : bréf og skýrslur, ádeilu og skopkvæði, sem alt bregðuF upp íyrir oss lifandi ljós- mynd samtímans, — bregður upp fyrir oss skuggsjá þjóðar vorrar fyrir rúmri öld sfðan í þá verandi hversdagsbún- ingi máls og menningar! Hvílík ger- breyting á svo örstuttum tíma — þá samanborið við nú\ Flettið upp, góðir lesendur, kaflanum C »Frietter um ís- land«, sem byrjar svo: »Forkiert vending under Færejum forþienaðe manaðarlegu i Arendal i Noreg.« Ef íslenzka á að heita, líkist það helzt hádanskri skötustöppu soð- inni í horblöðkuvatni og hnerrirót! Og þó eru fyrirtaks glepsur til fagn- aðar og fróðleiks ( og saman við! Bókin er dýrgripur og þjóðargersemí. Eg hygg og að ísland hafi aldrei fram- leitt veigameiri mann eða stórfeldari skörung en Skúla síðan Egill var vatnr ausinn. Og blessaður sé karlinn eins fyrir brestina sína! hann lagði þá ekki í lágina, og þegar út af flaut, fór hann heim og söng Hallgrímss'álma! Og vel sé meistara vorum Jóni sagn- fræðingi! Ríkir menn erum vér enn, íslendingar, að eiga að m. k. þrjá sögumenn, þá Jón, Björn og Boga, sem allir eru hafnir yfir hugmóð og hlutdrægni! Alt annað má fyrirgefa en óréttvísi gagnvart gyðju sögu og sann- oLVn0Zs7 UNIVERSAL. leika, svo sem t. d. í því, að láta pólitíska hleypidóma og erjur glepja sig svo, að viðurkenna ekki velgerðir Dana, þegar þeir eiga það skilið. M. J. Hvað er Universal? Erlend tíðindi. Höfn 22. nóv. 1911. Nobel-verðlaunin í bókmentum í ár fær Frakkinn Maurice Maeterlinck. Er hann nafnfrægur maður fyrir sjón- leiki sína (hefir samið 12 sjónleiki; af þeim er einna kunnastur Monna Sanna, sem nú er leikinn í 75 leikhúsum á Þýzkalandi, og auk þess víða annars- staðar). Auk þess hefir hann fengist mjög við þjóðfélagsfræði og ritað fjölda bóka um það efni, og getið sér mik- inn orðstír fyrir. I efnafrœði fær þau frú Curie í Par- ís fyrir radíumrannróknir sínar. Fekk hún þau einnig, ásamt manni sínum, fyrir nokkrum árum. Eoringjaskifti í afturhaldsflokknum á Englandi hafa nýlega orðið. Baíour er stjórnað hefir afturhaldsmönnum síðan 1903, lét nýlega af flokksstjórn. Kvaðst hann vera orðinn of gamall (63 ára). En orsökin mun vera klof- ningur sá, er varð í flokk hans, með- an á veto-málinu stóð, eins og skýrt hefir verið frá: Halsbury og félagar hans vildu berjast til þrautar og draga veto-málið þannig á langinn, en Bal- four vildi láta undan, eins og varð. Nú hafa Halsbury og áhangendur hans gert Balfour upp á sfðkastið ýmsar skráveifur, og hefir hann því látið undan síga. Eftirmaður hans var kos- inn af floknum Bonar Law ofursti, er vart mun skipa sætið eins vel og Bal- four, er alkunnur var íyrir dugnað sinn og stjórnmálaspeki. Á Þýzkalandi var nýlega rætt um Marokko-málið, er nú er á enda kljáð, í þinginu þar. Þykja Frakkar hafa unn- ið í þeim samningum, og réðuat ýms- ir þingmenn því á kanzlarann, v. Beth- mann-Hollweg og utanríkisráðgjafann. Hefir kanzlarinn orðið ósáttur við flokk sinn, og mun þetta hafa töluverð á- hrif á kosningarnar, er fram eiga að fara eftir nýárið. En mestum tíðindum þótti sæta, að ríkiserfinginn þýzki dró taum þeirra, er réðust á kanzlarann, og sýndi þess ótvíræð merki, meðan á deilunum stóð; sat hann í hirðstúk- unni í þinginu, kinkaði kolli til þeirra er réðust á kanzlarann, o. s. frv. Keis- aranum geðjaðist ekki að þessu og á- vítti son sinn fyrir á eftir, og segja nú þýzk blöð, að keisarinn hafi dæmt son sinn í 30 daga stofufangelsi. »Nordland♦ heitir nýtt tímarit, er gefið er út á Þýzkalandi; á það ein- göngu að flytja greinar um Norður- lönd, svipað og franska tímaritið Re- vue Scandinave. Einn er ritstjóri fyrir Noreg og Danmörku og annar fyrir Svíþjóð og Finnland. Mætti ske, að límaritið kæmi íslandi að gagni, þó . ekki sé sérstakur ritstjóri fyrir það, eins og franska tímaritið, þar eð blað- ið mun hafa þarfir ferðamanna fyrir augum, og flytja myndir hvaðanæfa að frá Norðurlöndum. Uppreisiin í kjna. Vér lukum þar sfðast við, er lýðveldinu hafði verið lýst yfir í fjölda mörgum borgum. Uppreistarmönnum gekk nú enn betur, og náðu meðal annars Kanton og Nan- king á sitt vald. í Nanking varð skæð- ur bardagi, og flúðu 70,000 manns úr borginni, meðan á þessum skærum stóð. Keisarinn var flúinn úr Peking og kominn norður til Mukden. Tókust nú samningar milli stjórn- arinnar og uppreistarmanna, og lauk þeim á þá leið, að stjórnin fól Juan- Shi-Kai að mynda ráðaneyti. Ófriðurinn milli ftala og Tyrkja. Honum heldur enn áfram, og verður ekki enn séð fyrir endalok. Lið ítala er nú dreift yfir stærra svæði. Nálægt Akaba við Rauða hafið hafa Tyrkir safnað 10,000 manns herliðs, af því þeir hafa búist þar við árás af Itölum, sem þó hefir ekki orðið enn. Tyrkir eru nú farnir að missa von um að ná Tripolis á vald sitt aftur, og hafa því enn á ný leitað friðar; kváðust þeir vilja viðurkenna yfirráð ítala í Tripolis gegn því, að þeir (ítalir) gyldu þeim álitlega fjárhæð í skaðabætur, en ítal- ir gengu ekki að þessum kostum. -— Smáorustur hafa verið háðar hér og hvar, t. d. við Manir, þar sem ítalir mistu 150 manns. Herkostnaður ítala er talinn 1'/2 miljón líra daglega (1 líri — 72 au.). Eftir síðustu fréttum búast Tyrkir við árás af hendi ítala austur frá við Saioniki; hefir ekkert spurst til flota ítala í nokkra daga, og er því búist við að hann sé á leið- inni austur og muni leggja einhverja af eyjum Tyrkja undir sig til þess að ógna þeim. X

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.