Norðurland

Tölublað

Norðurland - 15.02.1913, Blaðsíða 1

Norðurland - 15.02.1913, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. 4. blað. Akureyri, 15. febrúar 1913. Hrynhenda um Jón í JVIúla. Eftir Suðmund fyiðjónsson. Innlent eimskipafélag. JVlikil gleðitíðindi. Vörpulegum og vœnum garpi varð eg feginn á bernsku-degi, — þjóðkjörnum í þingmannsstöðu, — þá er hann i fyrstu sá eg; höfuð bar og herðar yfir hversdagsmanna flokk í ranni; eygður svo, að I mig lagði ægibál úr speglum sálar. Átti eg ferð og orti á hurðir arftakanda Héðins djarfa. Undi hann þá að elda-lendi Uxahvers með skapi hersis. Höndum tveim og hreifum anda hann tók mér og leiddi i ranninn ástúðlega með œrnum kostum, — ungan dreng með rlm á tungu. Braga æitar, brúna-léttur brýndi hann mig á Ijóða-stigu. Síðan hafa símar góðir sálir okkar tengt að málum. Býð eg þvi hins bezta kvæðis bragarhátt, er geymir saga, — hljóm, er sœmir horskum guma, — hrynhenduna látnum vini. Börmum jóns er búinn harmur, beygðum jöður kjarkur deigður; eldmóð vöxnum skarð fyrir skildi; skygði að' systrum efni hrygðar; skáldum sorg að horfnu haldi; harmur konu mestur að vonum; börnum skörungs bilaðar varnir, bringu-hlifar Austfirðingum. Hann var sinum heimamönnum hald og traust og gleðivaldur; rismikill, ef rak að þrasi, röggsamur og starfaglöggur. Undan gekk í iðjuvændum anna liði á sláttu-miðin. Lýður fræva ei lögum náði, Ijárinn hans þegar gerði skára. Minnast lengi munu grannar Múla-skörungs, risnu-öra, aftan slð, er önnum slepti, yjir glóðum vins og Ijóða. Skálda-frœndi andans elda, orna lét i hverju horni. Lengi verða lýðnum unga leiftrin þau fyrir hugskots-augum. Verður seinfylt skjaldar-skarðið skyldmennum hins öra og milda; flokkinum, sem forysturakkur fullhugi mála sœmdi gulli. Kvikmyndaleikhúslð. Þar er sýnd um þessar mundir, mynd er sýnir áhrif morfíns á þá er neyta þess, svo að notkun þess verður að þungri óviðráðanlegri ástrfðu, eins og °ft ber við erlendis. — Myndin er annars langur atburðaþráður er lýsir asfiferli ungrar stúlku, sem lendir í ástaræfintýri með giftum manni er hún heldur að sé ógiftur og ætli að eiga sig, en verður svo örvingluð er Undan gekk i viðsjár vanda vaðbergsmaðurinn langt úr hlaði; fljótur að sjá, hvar fiskar lœgju faldir i leyni undir steinum. Einn var hann af óðalsmönnum andans, bœði til munns og handa, snjall í máli og snar i öllum snilligreinum og vann sér hylli; hvass i bragði og oft i essi, orðskilmingum vanur á þingi, víkinglegur i sókna sökum, sáttfús maður í öllum háttum. Svört var brún, en heitt var hjarta; hafði’ ann œ i brúna-lœgi lýsigull, sem leijtrum olli, Ijóðkynjuð frá andans glóðum. Reyndur maður i beyglum bœnda bragfýst kæfði æskudaga; — elskur að list, þó anna fölskvi að honum kyngdi sinum dyngjum. Pingeyingur! langt og lengi Ijómar af þinum skörungdómi Héðins snild, þó hamingju glaður hvorigur stigi efstu sporin. Voru svo og enn þá eru örlög þeirra, er flestum meiri, gerðir eru að bragði og burðum. Brestur nokkuð á hamingju flestra. Harðmannlegur til hinztu ferðar horfðirðu, fram á brúarsporðinn, þann er visar yfir ósinn ár, sem tveimur skiftir heimum. Hermöðs leið er höll t spori; hvarma-regn að sjá i gegnum; Gjallarbrú meö grind, sem fellur. — Goðaland er þar fyrir handan. Hetjulegur i hinzta máti hljóður kvaddirðu fóstru góða, hana, er var i huga þinum hverja stund, I vöku og blundi. Þyrnigróður og þverúð barna þreyttrai móður gerir hljöðan dreng, er skal frá dáðum ganga, dœmdur i mold Jrá starfi sæmdar. Leikur söngva tjúfa og kvika Laxár-hulda i skini og kuldum. Vetur hverjan vakað lætur vegleg Á i mötli bláum. Hreima gráts i hennar ómi heyrði eg þá, er fón var dáinn. Helluvaðs i álum öllum eru tár i hverri báru hún kemst að því, að hún er táldreg- in, að hún sleppir sér enn dýpra í lauslætislifnað og er þar margt áhrifa mikið. Að lokum getur hún hefnt sín grimmlega á þeim er tældi hana frá meyjar-sakleysi sínu. Myndin endar með sjálfsmorði. Kirkjan. Hádegismessa á morgun. Með símanum hefir borist sú fregn, að Thor Jensen hafi skýrt frá því á fundi sem Stúdentafélagið í Reykjavík átti um samgöngumál- ið að nokkrir kaupmenn þar og aðrir væru að undirbúa stojnun innlends gufuskipafélags Þetta eru mikil tíðindi og góð — . meiri gleðitíðindi hafa mér eigi bor- ist lengi, því eg tel víst að ráða- gerð þessi leiði til skjótra fram- kvæmda, úr því annar eins atorku- maður og Thor Jensen á hér hlut að. Mér og sjálfsagt mörgum fleirum hefir sárgramist, að horfa upp á það ár eftir ár, að nálega hvert einasta pund væri flutt að og frá landinu af útlendum skipum, erlendum gróða- félögum til arðs og ávinnings. Eg hefi oft átt tal um þetta við kaupmenn, því þeim stendur næst og þeir eiga hægast með að kippa þessu í lag. En svörin hafa venju- legast verið á þá Ieið, að fjármagn væri hér eigi fyrir hendi til þess að koma -upp innlendum eimskipastól, enda óhugsandi að keppa við hin útlendu félög, sem nú héldu uppi samgöngum hér viðland, þau mundu vafalaust kosta kapps um, að drepa allar slíkar tilraunir þegar í fæðing- unni. Þetta hefi eg talið og tel enn firrur einar og víl. Fé er jafnan hægt að fá til arð- vænlegra fyrirtækjá. Ekki þarf ann- að en benda á botnvörpungaflotann okkar, sem sprottið hefir upp úr sjónum, ef svo mætti að orði kveða, og aukist og margfaldast á fáum árum. Hvað ætti að vera því til fyrir- stöðu, að innlend eimskipaútgerð til vöru- og fólksflutninga beri sig, úr því erlendum fjelögum þykir það arðvænlegt að hafa hér skip í för- um og vitanlega græða á því drjúg- um. Eitt, og einungis eitt, getur orðið slfku fyrirtæki að fótakeíli, en það er óhagsýn og áhugalítil stjórn, og því verður mjög til hennar að vanda. Oss skortir eðlilega alla verulega reynslu í þessum efnum. Þórarinn Tulinius er vitaniega eini íslending- ingurinn, sem hefir víðtæka þekk- ingu og reynzlu í öllu, sem hér að lýtur, og honum væri fyllilega treyst- andi til að stjórna ísl. eimskipafé- lagi og verja það áföllum. Því mið- ur eigum við sjálfsagt eigi völ á honum, en illa trúi eg því, að eigi séu þeir menn til, meðal innlendra kaupsýslumanna, er fulltreysta megi í þessu efni. Um samkepnina við erlend félög er það að segja, að oss ætti að vera innanhandar að bera hærra hlut í XIII. ár. henni, og sigra til fulls þegar fram í sækti. Ef kaupmannastétt landsins og kaupfélög taka höndum saman um stofnun innlends eimskipafélags og allur almenningur veitir þeim örugt fylgi hlýtur öll útlend samkepni að verða máttvana. Hvað ættu útlendu skipin að flytja, þegar allir sem við kaupskap fást, gerðu sér það að reglu að nota sín eigin skip. Og þótt ein- hverjir skærust úr leik, sem sjálfsagt má gera ráð fyrir, ættu þeir jafnan að verða í algerðum minni hluta, svo mikillar þjóðrækni ætti að mega vænta af mönnum. Auðvitað má ekki búast við því að innlenda félagið geti þegar í byrjun fullnægt öllum viðskifta- og samgönguþörfum vorum, en að því marki á það að keppa og neyta allra krafta til þess að ná því sem fyrst. Meðan félagið er að koma fótum undir sig, er sjálfsagt að styðja það af almannafé. En því ríður lífið á að fara gætilega af stað, taka þær ferðirnar fyrst sem arðvænlegastar eru og færa sig svo upp á skaftið. Strandferðirnar verður félagið þó að taka að sér, auðvitað með svo ríf- legum styrk, að af þeim geti eigi stafað nein fjárhagsleg hætta. Þing og stjórn ætti ekki að sjá í skild- inginn til innlendra strandferða, það væri lítið annað frá landshagslegu sjónarmiði, en að taka úr öðrum vasanum og láta í hinn, þar sem aftur styrkur til erlendra félaga er beint útlagður og eyddur eyrir. Fyr- ir mitt leyti myndi eg með ljúfara geði greiða atkvæði með 100 þús- und króna styrk til innlendra strand- ferða en 60 þúsund krónum til út lendra. Strandferðir með íslenzkum skipum og íslenzkum mönnum yrðu oss líka margfalt hagfeldari og nota- drýgri en með útlendum skipurn og skipshöfnum, enda er það bláber þjóðarminkun að láta það spyrjast um oss, að við getum ekki svo mik- ið sem haldið uppi skipaferðum hatna á milli, án erlends fulltingis. Þess má með engu móti verða langt að bíða, að við önnumst sjálf- ir allar strandferðir, flytjum allar vörur vorar á heimsmarkaðinn og sækjum þangað sjálfir á vorum eig- in skipum allar nauðsynjar vorar.— Arðurinn af þessum flutningum, hver einasti eyrir, verður með tím- anum að renna í vorn eigin vasa. Það mundi ekki þykja forsjáll bóndi, sem byggi allstóru búi upp í afdal langt frá öllum mannabyggð- um, en ætti ekkert flutnings tæki né Byggingarbréf jarða, Húsaleigusamningar og Hjúasamningar fást í prentsmiðju Gdds jBjörnssonap.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.