Norðurland

Tölublað

Norðurland - 21.07.1913, Blaðsíða 1

Norðurland - 21.07.1913, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Akureyri. 21. júlí 1913. XIII. ár.t Cai Isbei g Btyggei Lme mæla með Carlsberg ML£sk Skattefri — — — — áfengislítið — efnisvandað — bragðgott — endingargott. — — — — Carlsberg Skattefri Porter efnismestur af öllum Porter-teguridum Carlsberg Mineralvand áreiðanlega bezta sódavatn. Ráðherrafrú Ragnheiður Hafsfeii) andaðist aðfaranótt 18. þ. m. á heimili sínu í Reykjavík. Hún hafði verið veik af liðagigt tvo síðustu mánuðina, en svo fékk hún svæsna lungnabólgu 14. þ. m., sem varð henni að bana. Ráð- herrafrú Ragnheiður Hafstein var fædd 3. aþríl 1871, dóttir Stefáns þrests Helgasonar biskuþs Thordersens og Sigríðar Ólafsdóttur jústisráðs Stephensens í Viðey. Á barnsaldri fór hún til þeirra hjóna, Sigurðar lektors Melsteðs og föðursystur sinnar, Ástríðar dóttur Helga biskups. Ólst hún upp með þeim, þar til hún gift- ist Hannesi Hafstein 15. okt. 1889. Þeim hjónum varð 10 barna auðið, þar af lifa nú 8, 7 dætur og 1 sonur, sem ekki er enn orðinn ársgamall. Tvö börn mistu þau stálpuð. Ragnheiður sál. var afbragðs gáfum gædd og hafði fengið afar- fullkomna mentun á æskuárunum, bæði utanlands og innan, enda kunni hún mæta vel að hagnýta sér kunnáttu sína sér og öðrum til gagns og ánægju. Það varð þeim þegar ljóst, er við hana töl- uðu að hún var sannmentuð og göfug kona. Heimili þeirra hjóna höfum vér heyrt svo lýst af þeim, sem vel þektu til, að það hafi verið sönn fyrirmynd á alla vegu, húsmóðirin vissi ætíð hvað við átti, hvort heldur hún starfaði að uppeldi barna sinna, eða tók á móti stórmennum með manni sínum fyrir hönd íslands. Ragnheiður sál. var einkarfríð sýnum og kvað mikið að henni og sómdi hún sér ágætlega í þeirri stöðu, sem hún var. Hún var trygg og hugheil og vandamönnum sínutn ástrík og umhyggjusöm. Það er þung sorg, sem ráðherra H. Hafstein og börn þeirra hafa orðið fyrir við fráfall hennar, en hin bjarta og hugljúfa minn- ing hennar mun draga úr sárasta sviðanum. „Norðurland" vottar ráðherranum innilega samhrygð fyrir hönd sína og Eyfirðinga. Landhelgissjóðurinn. Eins og »N1.« hefir áður skýrt frá, flutti sr. Sig. Steíánsson frv. nú á þingi, þess efnis að 2h hlutar þess fjár, er inn kemur fyrir sektir fyrir landhelgisbrot, renni í sérstakan sjóð, er verði svo iátinn kosta landhelgis- varnir svo fljótt sem sjóðurinn verður þess megnugur. Nefnd sú er efri deild alþingis kaus til þess að athuga frum- varpið, leggur nú eindregið til að það verði samþykt, og má telja víst að svo verði gert. Er það vel ráðið, því skýrsla sú, sem nefndin hefir haft með höndum, frá stjórnarráðinu um upp- hæðir þær, er inn hafa komið fyrir sektir sfðan um aldamótin, sýnir, að Cf við j)á hefðum byrjað á svipuðu fyrirkomulagi og frv. þetta gerir ráð fyrir, hefði okkur nú verið fært að fá okkur sjálfir eitt landvarnarskip. Það eru kr. S22,i 37.33 sem sektirnar hafa numið síðastliðin 12 ár. Reynslan hefir sýnt oss, að strandvarnir hér við land- ið verða aldrei annað en kák, fyr en vér verðum sjálfir menn til að annast þær. X Kr. Linnet yfirdómslögm. hefir tekið við ritstjórn Reykjavíkur. Að sefnu tilefnl biður fótboltafélagið »Sleipnir« þess getið, að engin hæfa sé fyrir því, að nefnt félag hafi neitað að þreyta knatt- spark við »Fálkamenn«, þar eð slíkt hefir alls ekki komið til orða. Ferðamenn. Eitthvað kom af útleodum ferða- mönnum með Botnfu þ. 8. þ. m. og fóru þeir norður um Þingeyjarsýslu að Mývatni, Dettifossi og Ásbyrgi. Með henni kom og hinn alkunni fjall- könnuður, H. Erkes frá Köln, sem manna mest og bezt hefir kannað Öskju, Ódáðahraun og Melrakkasléttu, og gefið út um það ágæt rit. Hann fór þegar af stað suður á fjöll og var nú aðalerindið að leita uppi og finna upptök Þjórsár, sem enn eru ófundin, svo að nokkur nákvæmni sé á. Síðan ætlaði hann austur f Ódáðahraun. Von er á honum aftur um miðja næstu viku. Með hringferðinni 5. ágúst kemur Karl KHchler hingað með dóttur sinni. Hann hefir í hyggju að fara gangandi norður í Þingeyjarsýslu og skoða hana betur en hann gerði 1908. Dóttir hans ætlar með honum. Vér viljum óska þess að menn tækju honum vel og yrðu ódýrir á greiða við hann, því að enginn hefur vakið aðra eins eftirtekt á Þingeyjarsýslu meðal útlendinga eins og hann með bók sinni: »Wiisten- ritte und Wulkanbesteigungen«, og hinum ágætu myndum, sem í henni eru. Með Botníu var og á leið til Reykja- víkur Herman Thaning, yfirtoilgæziu- maður. Hann hélt hér fyrirlestur um þá kenningu trúspekinga, að menn fæðist að nýju, til þess að fullkomn- ast f lífinu hér í heimi, alt þangað til þeir hafi náð þeirri fullkomnun, sem til verður ætlast hér á jörðu. Fyrir- lesturinn var vel fluttur og ljós. — Thaning er hinn helzti meðal trúspek- inga (teósófa) Dana, en það félag nær um allan heim og eru félagsmenn tuttugu þúsund. 'Félagið gefur sig við trúarheimspeki og rannsókn allra trúar- bragða, og fellur margt í kenningum þeirra saman við kenningar hinnar »nýju guðfræði«, sem kölluð er. En efstan á stefnuskrá sína setja þeir bróðurkærleikann og samúðina til alls, sem lífsanda dregur, og er það aðal- krafan til félagsmanna, að þeir sé þeirri hugsjón trúir og kappkosti að gera hana að lifandi veruleika í dag- legu líferni sfnu. Aðallega hafa ment- aðir menn og hugsjónaríkir snúist að fjelagi þessu, og mörgum vantrúar- manni hefir það snúið til trúar, enda er fræðikerfi þess fagurt mjög og há- fleygt, en þó bygt á vísindalegum, djúpum grundvelli og ransókn og skiln- íngi á undirstöðusannindum tilverunnar. X Carl F. Schiöth sem undanfarin ár hefir verið fram- kvæmdarstjóri fyrir »D. D. P. A.« hér á Norðurlandi lætur nú af því starfi 1. ágúst n. k. Við það starf hefir hann getið sér bezta orðstír sakir dugn- aðar og lipurleiks við viðskiftamenn sína Schiöth hefir nú gengið inn í um- boðsverzlun þá er hér hefir áður rekið á íslandi F. C. Möller. Ganga má að því vísu, að þetta starf láti Schiöth vel, hann hefir þá hæfileika góða, er það útheimtir, og það f viðbót, að hann er maður afarvinsæll. »N1.« ósk- ar honum til hamingju með hið nýja fyrirtæki hans. Vlctoria Lulse. skemtiskipið þýzka kom hingað á þriðjudaginn var. Með því voru 480 farþegar. Flestir fóru þeir hér í Iand og skoðuðu sig um í bænum og grend- inni. Litla verzlun gerðu þeir hér, að undanskildu þvi, að þeir keyptu feikn- in ÖIl af bréfspjöldum. Victoria Luise er afarskrautlegt skip. Má kalla hana fljótandi lystihöll; þar eru öll þægindi fáanleg sem maður óskar eftir. T. d. má geta þess, að þar er stór sund- laug með sjávarvatni í fyrir þá, sem vilja taka sér sundsprett! Skipstjórinn heitir M. Meyer. Hann hefir verið á ferðum hér til landsins um nokkur undanfarin ár. Slys, Um fyrri helgi datt barn þeirra hjónanna Benedikts Steingrímssonar skipstjóra á Oddeyri og konu hans út af bryggju á Oddeyri og druknaði. Það var 5 ára gamall drengur, er Hjalti hét, mjög efnilegt barn. Mannstát, Húsfrú Björg Jónsdóttir, kona Sig- urðar bónda Péturssonar á Hofsstöð- um í Skagafirði andaðist nýskeð. Var mesta merkis og sæmdarkona. Afmœll. Kaupm. M. Sigurðsson á Grund 3. júlí, bæjarfógeti Júl. Havsteen 13. júlí, bankastjóri Júlíus Sigurðsson og prent- smiðjueigandi Oddur Björnsson 17. júlí, konsúll og lyfsali O. C. Thorar- ensen 23. júlí. Vinnubækur, tvenskonar, bæði fyrir vinnuveitendur og verkamenn, Vinnusamningar, Vinnuskýrslur, Vikuseðlar fást í prentsmiðju Odds Björnssonar,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.