Norðurland


Norðurland - 14.11.1914, Qupperneq 2

Norðurland - 14.11.1914, Qupperneq 2
 KL aftur á bak, en þeir gera samt enn áköf áhlaup. Rússaher á ófarnar að eins 20 enskar mílur til Krakau. London, fin’tudag 12. nóv. Þýzkur neðansjávarbátur réðst að breskri flotadeild við Englandsstrend ur skamt frá Deal og gat skotið brezkan fallbyssubát „Niger" í kaf áður en hans varð vart og flýði síðan. Skipshöfninn af „Niger« varð allri bjargað. í Frakklandi og á vestur-herstöðv- unum er háður sami hildarleikurinn. Við Newport og þar fyrir norðan hafa Bandamenn unnið á og hrak- ið Þjóðverja, en í morgun tóku Þjóðverjar Dixmuyden eftir voða- legt mannfall. Að öðru Ieyti er her- línan óbreytt. Höfuðher Rússa er á Ieið til Krak- an. Áður en Þjóðverjar hörfuðu undan, hafði verið hvíldarlaus or- usta í 12 sólarhringa og hersveit- irnar skutust á í níðamyrkri nótt eftir nótt. Mannfallið er ógurlegt. Rússar tóku 52 fallbyssur og mikið annað herfang þegar Þjóðverjar flýðu. Ennfremur tóku þeir 22 þúsund þjóðverja til fanga. Þjóðverjar auka her sinn móti Rússum af öllum kröftum. % J'Jýjar bœkur Páll borkelsaon; Frtkknesk - íalenzk orða- bók. Rvfk 1914, Af því hinn heiðraði höf. hefir sýnt mér þann sóma að senda mér bók þessa, verð eg að minna á hana, þótt eg kunni lítt þá tungu, sízt að tala hana, — minna á hana, segi eg, og mæla fram með henni, sem ódýrri og hentugri handbók fyrir byrjendur. Að mörg orð, jafnvel algeng, vanta í hana, er ekki að furða, því sá sami galli fylgir öllum litlum orðabókum. Fyrir mitt leyti hefði eg heldur kosið enn þá færri orðin, hefði vísbending um framburð helztu orða fylgt, þvf byrjendur, sem enga munnlega tilsögn hafa, geta hvorki lært franska né enska tungu numið að nokkru ráði ella. Einkum villir p' frönskunni) að endastaf orða, s., t. o. s. frv., er oftast slept í frb., og er því nauðsyn- legra, að þess sé minst a. m. k., hvenœr sá stafur sé látinn heyrast. Þarf og slíkt lítið að lengja slfka bók. Væri því æskilegt, að sú bót fengist bætt, ef bók þessi yrði aftur prentuð. Að flestu leyti finst mér bókin vel samin og réttum málfræðisreglum ná- kvæmlega fylgt; og orðaþýðingar, það sem þær ná, heppilegar, og jafnvel skemtilegar, svo fágætt er um orða- bækur. Höf. er vfða smellinn og fynd- inn að hitta á tilsvarandi orðskviði og dæmi úr voru máli móts við frönsk- una, þótt hann stundum sé þar heldur djarftækur; kemur þar eitthvað fram, sem bendir á móðurfrænda hans, skáld- ið bráðskarpa frá Bægisá, því að Guð- rún amma hans (ljósmóðir mín) var dóttir hans. Eg ætla þeim, sem færari eru, að meta og dæma orðabók þessa, svo gagn sé að, en sómi er það íslend- ingum, að óskólagenginn maður skuli tilsagnarlaust (upphaflega) ná fullri kunnáttu og leikni f jafnfjarskyldri tungu sem franskan er voru máli, og 164 loks koma slíkri bók á prent. Bókin er vel prentuð og með skýru letri; á útgef. hr. Guðm. K’ Guðmundsson þakkir skilið, enda er bókin seld með bezta verði. Matth. fochumsson % Mannfallið í stríðinu. Eftir Steingrím lækni Matthíasson. Niðurl. Látum oss nú íhuga, hvað margt manna rr.uni, eftir þessu að dæma, . falla í valinn og verða óvígir i styrj- öldinni, sem nú stendur yfir. Hve margir hermenn berast nú á hana- spjótum í Norðurálfunni f Um þetta vita menn ekkert með vissu enn þá, því flestar þjóðirnar reyna að halda sem lengst leyndum herafla sfnum. Við byrjun stríðsins hefir danskur vís- indamaður, Markus Rubin, gert laus- lega áætlun um liðsaflann hjá ófriðar- þjóðunum. Hugleiðingar hans eru á þessa leið: í fransk-þýzxa stríðinu höfðu Þjóðverjar 12 hundruð þúsund manns und r vopnum. Á þeim tfma var manntal Þýzkalands, svipað og Frakklands nú, eða 40 miljónir En nú eru Þjóðverjat orðnir 68 miljónir. Eftir þeirri fólksaukning, geta þeii nú dregið saman her, sem nemur tveim miljónum, með jafnhægu móti og 1870. En nú gera þeir sér miklu meira far um að auka her sinn, en þá. Senni- lega geta þeir nú safnað saman þrem miljónum manna undir vopn, og senni- lega er þeim eigi fært að fara lengra. Allir karlmenn á milli tvítugs og fer- tugs á Þýzkalandi eru að eins nálægt 9 miljónir. Af þessum 9 miljónum er hugsanlegt, að helmingur standi her- stjórninni til boða; en þegar á á að herða, mun tæplega meira en þriðj. ng ur koma að gagni til herþjónustu á vígvöllunum. Gerum nú ráð fyrir, að Frakkar safni liði að sama skapi sem Þjóðverjar, þá er sennilegt, að þeir geti safnað tveim miljónum liðs- manna. Rússar heldur hann, að muni tæplega geta mætt með fleiri liðsmenn en Frakkar. Og Austurríkismenn heldur hann, að geti mætt með hálfa aðra miljón. Englendingar, Serbar og Mont- enegrómenn, heldur hr. Rubfn, að vart muni geta fengið fleiri menn hervædda, en hálfa miljón samtals. Og þannig reiknast honum, að samtals muni sam- bandsmenn að eins geta haft hálfa fjórðu miljón manna á móti hálfri fimtu miljón Þjóðverja og Austur- rfkismanna, eða að alls verði níu miljónir manna undir vopnum. En sennilega er þetta alt of lágt reiknað, því allar líkur benda til þess, að sér- staklega Rússar og Englendingar hafi þegar safnað miklu meira liði, en hann gerir ráð fyrir. Og liklegt þykir, að Þjóðverjar hafi enn meiri her yfir að ráða, en hann gizkar á. En setjum nú svo, að að eins níu miljónir manna lendi í strfðinu, hve mikið verður þá mannfallið, ef vér eins og áður var getið um, gerum ráð fyrir að 4 % falli og tala særðra og fallna, verði samtals 14 0/0. Svar; 350 þúsund manns láta lífið, og rúm- lega 1 !/4 miljón falla og verða særðir. Hryllilegur er sá valköstur og þær limlestingar, sem þessi hópur verður að líða. Ofurlítil huggun er i því að vita, að a/io hluti hinna drepnu hefðu Uppboð. Laugardaginn þ. 21. þ. m. kl. 1. e. h. verður húseign dánarbús Ouðlaugs sýslumanns Ouð- mundssonar, nr. 59 við Hafnarstræti, boðin upp á ný við opinbert uppboð, er fer fram í húsinu, sem selja á. Uppboðsskilmálar sömu og áður. Einnig boðið upp grjót i fjörunni fram undan lóðinni. Uppboðsráðandi Eyjafjarðarsýslu, 13. nóv. 1914. Pál/ Einarsson. Góða og hieina Haust- iHlt Ull kaupir hœsta verði í alt haust dáið, hvort sem var, á sama tfma, samkvæmt manndauðaskýrslum á frið- artímum. En ekki eru öll kurl komin til grafar með þeim, sem falla á víg- vellinum, því reynslan sýnir, að í öllum stríðum deyja langt um fleiri hermanna af ýmsum sjúkdómum, sem stríðunum 'ylgja, en úr sárum á vígvellinum. Og hér við bætist, að hallæri og alls konar ólán og eymd, sem strfðunum ylgir, eykur manndauða að miklum mun í öllum þeim löndum, sem þátt eiga í stríðinu, einnig meðal þeirra manna, sem ekki eru undir vopnum. Hins vegar má segja, að ekki þurfi Norðurálía að kvíða fyrir fólksleysi, þó eins margt falli og gert var ráð fyrir. Tala þeirra, sem nú eru at- vinnulausir í Evrópu, mun verða langt um meiri en þeirra, sem falla og verða frá verkum, svo nóg er í skarðið. Og þar sem að Norðurálfan sendir árlega meira en I */4 miljón manna f aðrar heimsáifur, þá sést, að mann- tjónið þolist furðanlega vel frá hag- fræðislegu sjónarmiði. En enginn skyldi þó halda, að með þessum bollalegg- ingum sé nándarnærri gerð grein fyrir því feiknatjóni, sem stríðin hafa í för með sér. Alt það verðmseti, sem verður fyrir eyðileggingu,sársaukinn og sorg!í!> sem af stríðunum leiðir, er svo miklu meiri, en menn fái með orðum lýsL Stefán P. Björnssofl frd Veðramóti dng Var lézt á Vffilstaðahælinu fyrra fim!° 5. þ. m. eftir 27 mánaða legu- það tvent sem þjáði hann, sull'rgu lifur og berklar f lungum, og ^ hann seinast f gröfina eftir Þn®a °^. hraustlega vörn af hans hend'- lengi eigi milli sjá hverjir sigra mU þó hann ætti við ofurefli a^ e<^n svo mikið var þrekið, lffsÞr6tt^rfa og lífslöngunin, löngunin 0* * stið og verða að liði. En upp a SjaUða« var það ljóst að hersveitir »hvítS ^ og bandalið hans, mundu s'^. ,* , , „ . , buist v.o lokum, og flestir munu ha"1 að það yrði fyr en raun var^ as Stefán sál. var rúmleg3 sept. aldri þegar hann dó, 3,„önd, ,880 að Háagerði ■ j6(, sonur Björns Jónssonar . og dbrm. frá Háageroi, yknfl3' skeið hefir búið á Veðramó gtcf' firði og konu hans ÞorbJarga

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.