Norðurland - 14.11.1914, Blaðsíða 4
Nt.
166
)i
J
Nýkomið í verzlun
V Havsteens
Oddeyri
miklar birgðir af allskonar OFNUM og OFN-
RÖRUM frá »Hin sameinuðu járnsteypufélög« í
Kaupmannahöfn. Alt selt með verksmiðjuverði að
viðbættu flutningsgjaldi.
Hátt verð
L
i
Haustull
03
Rjúpur
Prjonasaumurl
■§'
er keypt háu verði í alt haust við verzlun
Offo Tulinius-
\Prjónasaumu\
og herklæði og hélt heim til bæjarins,
ánægður yfir feng sínum. En ánægjan
varaði ekki lengi. Það greip hann ó-
stjórnleg hræðsla við það, hvernig
Pjóðverjar myndu hegna honum, sem
ekki var hermaður, fyrir drápið, ef
þeir yrðu þess vísir. Þegar hann sagði
bæjarbúum frá hreystiverki sínu, var
Þjóðverjinn og hestur hans strax graf-
inn, en vopnin falin.
Eg hefi verið á þessum slóðum
áður og er hér nokkuð kunnugur,
segir Oibbs ennfremur. Augun lokast
nú í höfði mínu fyrir yndisleik nátt-
úrunnar, en hræðileg sýn líður fyrir.
Eg sé hér í anda hreyfingar hins tröll-
aukna hers, eg sé skotin, vígahnettina
og sprengikúlurnar. Eg sé menn og
hesta steypast um, suma deyjandi, graf-
kyrra, aðra iðandi af kvölum og sárs-
auka. Eg sé hjálparsveitir »Hins rauða
kroák« voga sér inn í skothríðina, líkna
og hjúkra hinum hálfdauðu, helsærðu
vesalingum, sem liggja hjálparlausir og
einmana á blautri jörðunnr. Eg sé her-
sveitirnar, nær því örmagna af þreytu,
nálgast hvora aðra til þess að drepa
— drepa. Og yfir öllu þessu sé eg
fallbyssukúlurnar fljúga, og finn hve
loftið er þrungið af hinum ógurlega
loftþrýstingi drápstólanna, sem nú hafa
Ieikið sinn hildarleik síðustu sex dægur.
Grafarinn tók í handlegg minn og
vakti mig úr þungum hugsunum.
»Líttu á, hérna jarðaði eg frakkneskan
varðmann, sem hélt vörð þarna við
skógarhornið. Þýzkur herflokkur kom
ríðandi og líkami hans varð skotdepill
20 — 30 riffilkúlna, en hann gat samt
gefið merki áður en hann varskotinn.*
Og grafarinn stráði lifandi trjákvistum
yfir nýorpna gröf, hróðugur á svipinn.
»Þú varst góður og trúr Frakki og
mér þykir vænt um þig, þó eg þekti
þig ekki,« sagði hann, þegar við geng-
um áfram frá gröfinni.
En vegurinn lá fram hjá nýjum
gröfum, því hvar sem maður leit,
Þakkarávarp.
Þegar eg varð fyrir þeirri þungu sorg
að missa eiginmann minn Kristján Hclga-
son urðu ýmsir nágrannar mínir til þess,
að rétta mér hjálparhönd í bágindum
mínum. ftlest og stórhöfðinglegast hefir
konsúll Otto Tulinius og frú hans gefið
mér. Bið eg góðan guð að launa öllum
mínum velgerðamön'num. Að þeir fái
ríkulega umbun hjálpsemi sinnar við bág-
stadda.
Akureyri 10/u J914.
fielga Bjarnadóttir.
Svipa tapaðist seint ( júli s. I.
á Torfunefinu merkt VILH. Skiiist á
afgreiðslu Norðurlands.
Síðasfliðið hausf var mér undirrituðum
dreginn hvíthníflóttur lambhrútur með
mínu marki. Sneitt fr. haegra og sneitt fr.
vinstra. Lambhrút þenna á eg ekki; rétt-
ur eigandi getur vitjað hans til mín, og
borgað áfallinn kostnað.
Vöglum á Þelamörk °/n T4.
Þórður Guðvarðsson.
voru þær. Blóðug jörðin, grafkyr og
alvarleg, bar vott um þær hörmungar
og eyðilegging, er hrottaleikur mann-
anna hafði orsakað. Sprengikúlubrotin
og byssukúlurnar lágu á jörðunni, eins
og haglhríð hefði geysað, og í kál-
görðunum lágu hjálmar Þjóðverja
víð og dreif, innan um næpur og
gulrófur. Eg tek einn þeirra og skoða.
Ef til vill hefir einhver deyjandi dát-
inn kastað honum frá sér, á síðustu
augnablikum sínum, jafnframt því, að
hann bölvaði ófriðinum, sem drap
hann í blóma aldurs síns. — — —
I hug mér skýtur upp nýrri von;
Verður þetta ekki síðasti ófriður ver-
aldarinnar? Sigrar nú ekki menningin
til fulls? Og um leið og eg hraða
mér upp í bifreiðina, sem ber mig
burtu frá hinum mikla kirkjugarði,
reyni eg að stökkva á burt þeim öm-
urleik og angist, sem hefir fylt hug
minn, og gert mér þungt fyrir hjarta.
Jlrchimedes
I aj
er mótor sem á þrem mín-
útum má setja á hvaða bát
sem vera skal. Hann hefir
hlotið ágætis meðmæli allra
þeirra sem hafa reynt hann,
en hér skal þó sérstaklega
bent á ummæli hr. J
Esphólíns, sem er sérfræð-
ingur í öllu sem lýtur að nú-
tíma mótorgerðum.
Mótorinn fæst í tveim stærðum:
Tveggja hesta afl á kr: 400 —
og fimm hestaafl á kr: 600 —
Aðalumboð fyrir ísland hafa
Hinar sameinuðu íslenzku verzlanir.
Offo Tuiinius
Akureyri.
Undirritaður
hefir haft tækitæri til að reyna »Archimedes«-mótor og hefir hann þá ætfð
gengið jafnt og alveg áreiðanlega og þar sem hann hefir tvo »cylindra« sem
verka samtímis hver gagnvart öðrum og hefir þar að auki vatnsþétta »mag-
net.-kveikingu, ber að álíta þessa mótorgerð betri en allar aðrar f sinni röð
og get eg því ráðlagt öllum sem þurfa á þessum þægilegu og ódýru mótor-
um að halda að taka »Archimedes« (remur öðrum mótorum af líkri gerð.
Akureyri 10. ágúst 1914.
J. S. Esphólin.
Miklar birgðir af alskonar
ofnum og
eidaoélum
eru nýkomnar i
Carl Höepfner-S
verzlun.
VERÐ og GÆÐI þolir saman-
burð í hvívetna.
1
Bátamoloia
af öllum gerðum útvegar með verksmiðjiFer^
Sn- Jónsson.
Ritstjóri: Jón Stefánsson, Prentsmiðja Odds Björnssonat-