Norðurland


Norðurland - 10.04.1915, Blaðsíða 1

Norðurland - 10.04.1915, Blaðsíða 1
I NORÐURLAN D. 13. blað. Kaupfélag Eyfirðinga hélt aðalfund sinn hér í bænum 26. og 27. f. m. og voru á honum nokk- uð á annað hundrað félagsmenn. Formaður félagsins hr. Hallgr. Kristinsson, lagði fram reikninga fé- lagsins fyrir síðastl. ár og gaf skýrslu um starfsemi þess á árinu. Reikning- arnir báru með sér að hagur félagsins stendur með miklum blóma. Útlendar vörur voru seldar fyrir rúmlega 200 þúsund kr. og verzlunararðurinn nægir til þess að úthluta meðal félagsmanna 12% uppbót á úttekt þeirra af út- lendum vötum, auk þess sem lagt er í varasjóð. Innlendar vörurvoru yfirleitt seldar með háu verði, t. d. fengu félagsmenn 58 og 60 aura pr kilo fyrir meginhlutann af kjöti sínu og seldi formaður það í utanför sinni t haust. Sláturhús samþykti fundurinn að láta byggja á Dalvík og Grenivík, ef einhver ófyrirsjáanleg atvik af völdum strfðsins, hamla ekki þeim framkvæmd- um á þessu ári Kaupfélagi Eyfirðinga hefir vaxið svo fiskur um hrygg, á hverju ári st'ðan Hallgrímur Kristinsson tók við forstöðu þess, að slíks eru ekki dæmi hér á landi Aður en hann kom til sögunnar, mátti heita að það væri að lognast út af og hverfa úr sögunni, en hann hefir hafið það svo til vegs og virðinga að það er nú vfst hin stærsta verzlun á Norðurlandi. Siðastliðin 10 ár hefir hann helgað því alla starfskrafta sína, með óþreyt- andi elju og áhuga. Hann átti við margt að stríða, og þurfti fyrir mörg sker að synda, meðan félagið var í barndómi, en með lipurð, gætni og verzlunarhyggindum hefir honum tekist að sigra alla örðugleika, svo sem raun ber vitni um. Svo sem kunnugt er, hefir verið stofnað verzlunarerindrekastarf erlend- is fyrir fslenzk samvinnufélög, með styrk úr landssjóði, samkv. fjárveiting alþingis 1913, móti jöfnu tillagi frá félögunum sem erindrekinn starfar fyrir. Þetta starf hefir nú Hallgr. Kristinsson tekið að sér og fer utan til þess næstu daga, að heita má. Enginn vafi er á, að hann er mæta- vel til starfsins fallinn og lfklegur til að leysa það af hendi samkvæmt þeim vonum sem samvinnulélagsmenn gera sér um það. Ymsir kaupfélagsmenn ætluðu að halda honum fjölment sam- sæti, áður en hann færi og ennfrem- ur höfðu nokkrir bæjarbúar ákveðið að kveðja hann sameiginlega, en Hall- grfmur baðst undan hvorutveggja. — *Norðurland« óskar honum gæfu og Sengis f starfi sínu og f hvívetna, °8 veit að það mælir þar fyrir munn ^gra, en vonar að hann setjist aft- Ur »ð hér heima og starfi hér áfram, en mörg ár líða. S'gurður Kristinsson, bróðir Hall- grfms, Sem um mörg ár hefir verið Akureyri 10. önnur hönd hans í kaupfélagsstarf- seminni, tekur við formensku >Kaup- félags Eyfirðinga« þegar Hallgrímur fer. X Sjúkrahús á Siglufirði. >Den norske Sömandsmission< ætl- ar að láta byggja í sumar mikið og veglegt stórhýsi á Siglufirði. Það á að standa rétt hjá símastöðinni þar, verður tvflyft með portbyggingu, 30 álna langt og 22 al. að breidd Hús- ið skiftist í deildir. í þvf verður rúm til guðsþjónustu eða einskonar kirkja og herbergi fyrir tvo presta. Annar hluti þess er ætlaður fyrir veitingasal með lestrarherbergi og skrifstofu, þar sem menn eiga hægan aðgang að geta skrifað bréf og annað smávegis, en í veitingasalnum verða á boðstól- um með vægu verði, kaffi, óáfengir drykkir og matur. — Þriðji og mesti hluti hússins verður sjúkrahús. í þeim hluta þess verður bústaður fyrir yfir- umsjónarmann alls hússins, herbergi fyrir hjúkrunarkonur, skriístofa og lyfjabúð fyrir lækni, skurðarstofa, vand að baðrúm eftir nýjustu t/zku, sem almenningur fær aðgang að gegn sanngjörnu verði, og sjúkrastofur með samtals 20 rúmum Allur frágangur og útbúnaður hússins verður hinn vandaðasti, vatnsveita um það alt, skolpræsi frá nær því hverjq rúmi, vatnssalerni nægilega mörg o. s. frv. Umsjón með byggingu þessa stór- hýsis og atla yfirumsjón með fram- kvæmdum er að því lúta, hefir hr. O. Tynes kaupmaður á Siglufirði, norskur maður að ætt, en búsettur á Siglufirði nokkur síðastliðin ár, kvænt- ur íslenzkri konu og íslenzkur orðinn í orði og verki. Það mun áreiðanlegt að það er eingöngu hr. Tynes að þakka, að þetta komst í framkvæmd, og ennfremur hefir »N1.< heyrt að hann hafi fyrstur hreyft hugmyndinni um það. Bygging slfks húss og þetta er hið mesta þarfaverk og óskar »Nl.< Sigl- firðingum til hamingju með það. Allir sjúklingar fá aðgang að sjúkradeild- inni meðan rúm leyfir, hverrar þjóð- ar sem eru. Fyrst um sinn mun þó húsið aðallega tfterða opið til afnota fyrir almenning yfir sumartímann, meðan sfldveiðin varir, en ef nauð- syn krefur verður hægt að fá sjúkra- herbergi til aínota á hvaða tíma árs sem er. * lirafnairll selt. Stjórnarráðið hefir að sögn selt jörðina Hrafnagil í Eyjafirði með öll- um húsum og mannvirkjum ábúand- anum þar, séra Þorst. Briem, fyrir 4550 kr. Maður hér í bænum, er vildi fá jörðina, kvaðst mundi hafa keypt hana fyrir alt að 10 þús. kr. hefði hann átt kost á. Fullyrt er að fyrv. ráðherra hafi synjað um að selja jörð- ina, en núverandi ráðherra ganað í það viðstöðulaust, og telja margir söluna endemum sæta. 1915. Styrjöldin mikla heldur stöðugt áfram en engin úr- slitatíðindi gerast og má alt heita ó- breytt á vígvellinum. Síðustu símskeyti fiytja þessi tíð- indi markverðust: Bandamenn leggja stöðugt mikla á- herzlu á að ná Miklagarði. í gær gerðu herskip þeirra harða atlögu að virkjunum við Hellusund en ókunnugt um árangur. í fyrradag var skotið á Husseyn Egiftasoldán en hann sakaði ekki. Símskeyti frá »Bergen< til afgreiðslu »Bergenska< í Rvík segir að »Flóra< hafi snúið aftur inn til Haugasunds í gær, vegna þess að mikil sjóorusta hafi geysað úti fyrir suðvesturströnd- um Noregs. Talið víst að flotadeildir Breta og Þjóðverja hafi háð þar hild- arleik. X Símfregnir í dag. — „Gullfoss" hefir verið i Leith siðan á páskadag, en fer þaðan i kvöld. Englendingar œtluðu að leggja hald á nokkuð af þýskum vörum sem þeir fundu i skipinu og varð úr þvi mikil rekistefna er svo lauk að „Gullfoss“ fær að halda leiðar sinnar með það er hann hafði innan borðs. — Alþingismennirnir þrir, er fóru á konungsfund koma heim aftur á „Gullfoss“. Sögur ganga i Reykja- vík um að alt hafi fallið i Ijúfa löð með konungi og þeim, Sveinn Björnsson taki að sér ráðherraem- bættið og stjórnarskráin og fána- málið verði staðfest. — Sigurður Eggerz ráðherra hefir veitt grískudósentsembættið, það er siðasta þing stofnaði til, — Bjarna fónssyni frá Vogi. — Pung kvefsótt geysar í Reykja- vik og liggja margir allilla haldnir. — Látinn er 6. þ. m. Jakob bóndi Guðmundsson á Hnausum, bróðir Magnúsar sýslumanns Skagfirðinga, eftir þunga legu i lungnabólgu. — Varðskipið „Islands falk“ er á Reykjavikurhöfn. Yfirmaður á þvi heitir Prom. — Guðmundur Hannesson pró- fessor hefir talað margt um stjórn- mál og stjórnarfar á íslandi við danska og sœnska blaðamenn. Dönsku blöðin „Politiken“ og „Ho- vedstaden“ jlytja frásagnir um lang-, ar samræður við hann og þykirþar kenna margra grasa. X Ur höfuðstaðnum. Embœttaveitinyar: í Skaftafellssýslu er Sigurjón Markússon skipaður sýslu- maður. Hann hefir verið þar settur nú um hríð. Pálmi Pálsson er skipaður yfirkennari við Mentaskólann en Böð- var Kristjánsson fastur kennari við XV. ár. sama skóia, hafði áður verið áuka kennari. Guðm. Thoroddsen er skip- aður héraðslæknir á Húsavíkurhéraði. Opinberunarbók Hallgrímur Tulinius verzlunarmaður og ungfrú Hrefna Lár- usdóttir bæði í Rvík. Qaldra-Loftur Jóhanns Sigurjóns- sonar er kominn út á íslenzku í Rvík. Fær einróma lof. Hans verður nánar getið þegar »N1.< hefir fengið bókina. Landssjóðsvörur ónýtast. í s. 1. mánuði sendi ráðherra norskan vélar- bát af stað til kjördæmis síns, Skafta- fellssýslu, hlaðinn 200 sekkjum af landssjóðshveiti, en er báturinn var rétt kominn frá Völundarbryggju rakst hann á sker og brotnaði gat á hann svo sjór féll í vörurnar og eyðilagð} þær að mestu. Vðruverð i Bretlandi. Etazráð J. V. Havsteen fékk í byrj- un þ. m. símskeyti frá viðskiftavin sfnum í Glasgow þar sem honum eru boðnar ýmsar vörutegundir með á- kveðnu verði og eru þessar helztar: Rúgmjöl pr. iookilokr.: 34.50 Rúgsigtimjöl — — 42.25 Haframjöl — — 42.00 Hafragrjón völsuð — — 44.00 Baunir gular — — 53-70 Baunirgræn. klofn. — — 63.35 Bankabygg — _ 42.25 Hveiti — _ 36-38.50 í þessu verði er reiknaður flutnings- kostnaður til Akureyrar og vátrygg- ingargjald og verðið miðað við borg- un gegn farmskfrteini. Akureyri. Aðkomumenn undanfarna daga:Pét- ur Jónsson alþm. á Gautlöndum, Sig- urður Jónsson dbrm. í Yztafelli, Jón Guðmundsson verzlunarstjóri og Frb. Níelsson kaupmaður á Siglufirði, Ed- vald Möller verzlunarstj. á Haganes- vík. Sumarfagnaður verður að Grund á sumardaginn fyrsta og þar margt til skemtunar. Vald. læknir Steffensen og Kristján Möller verzluharm. ætla að syngja þar og Jónas rithöfundur Jón- asson flytur fyrirlestur og séra Þor- steinn Briem á Hrafnagili annan. Þilskipið »0li< eign Ottó Tulinius konsúls, rakst á sker 29. f. m. skamt fyrir austan Horn. Fór skipið nær landi en ella, sökum hafíshroða er þar var. Skipstjóri beindi skipinu, er það losnaði af skerinu, upp að landi og ætlaði að ná til lands, en það sökk áður, og fóru skipverjar á skipsbátn- um í land, með það af dóti sínu er þeir gátu og eru þeir nú komnir til ísafjarðar. Skipstjóri á »Óla< var Sæ- valdur Valdimarsson á Svalbarðseyri en stýrimaður Stefán Magnússon. Tul- inius konsúll verður fytir allmiklu tjóni við þetta og skipverjar einnig. »Súl- an< fer vestur á morgun og tekur skipshöfnina af »Óla<, og leggur svo út til þorskveiða. Sigurður Sumarliða- son er skipstjóri á »Súlunni« en alls verða' skipverjar 31. Verkamannafélagið samþykti á fundi 5. þ. m. að hækka lágmark kaupgjalds meðlima sinna, upp f 35 aura fyrir klst. á virkum dögum og 5 aurum hærra í »eftirvinnu«. En á helgum j

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.