Norðurland


Norðurland - 11.10.1915, Blaðsíða 1

Norðurland - 11.10.1915, Blaðsíða 1
NORÐURLAN D. blað • I Akureyri 11. október 1915. XV. árg. 36. Vefnaðarvöruverzlun Gudmanns E f t e rfl. Stærst úrval. Lægst verð. Saumastofa Oudm. Efterfl. saumar allan klséðnað handa körlum og konum eftir nýjustu tízku. S1 á t u r t í ð i n. Sláturtíðin hjá okkur er nú langt komin. Það hefir viðrað vel svo að hvorki menn né skepnur haía orðið íyrir hrakningum eins og oft vill verða á haustin. Bændurnir sem öðr- um framar hafa >makað krókinn* mega vera forsjóninni þakklátir fyrir veðrið en skollanum fyrir stríðið. En það er önnur og meiri slátur- tíð, sem ekki er á enda kljáð ennþá. Evrópuófriðurinn geysar enn með á- kafa og blóð saklausra manna streym- ir enn á v/gvöllunum og löndin flaka í sárum. Af slitróttum blaðafréttum fáum vér íslendingar litla hugmynd um þær hörmungar sem dynja yfir fólkið úti í löndum. Slæm eru sárin undan kúl unum og byssustingjunum, en hjarta sárin þeirra sem heima sitja, sviftir ástvinum og fyrirvinnum, eru þó enn- þá tilfinnanlegri. Hér í blaðinu er símskeyti, er seg- ir að Tyrkir hafi byrjað blóðbað í Armeníu, á kristnum mönnum þar, og séu þegar búnir að slátra 800,000 manns, það er tíu sinnum fleira fólki en er hér á þessu landi. Vera kann að símskeytið sé orðum aukið eins og oftar, en Tyrkjum er trúandi til margs, því ekki eru mörg ár síðan að þeir myrtu svo tugum þúsunda skifti af Armeningum, og nú — í sláturtíðinni — er trúlegt að þeim sé ekki síður laus hendin en þá. Ólík- legt er að Þjóðverjar séu banda- mönnum sínum þakklátir fyrir þá framtakssemi. Annars er það helzt af stríðinu að segja að alt gengur í þófi ennþá. Reyndar segja símskeytin af tölu- Pjóðahnignun. í ritgerðinni «Heimur versnandi fer", sem kom út í „Skírni" 1913, var skýrt frá ýmsum hnignunar- einkennum sem sýndust óðum vera, að fara í vöxt meðal allra hvítra þjóða. Menn eru að verða tann- lausir, sjóndaprir, sköllóttir; botn- langinn og önnur líffæri eru farin að bila í mörgum á bezta aldri; krabbamein og ýmsir langvinnir sjúkdómar fara í vöxt; fæðingum fækkar og konurnar geldast svo þær ekki geta alið börn sfn á brjósti, en hinsvegar fjölgar fá- bjánum og geðveiklingum fram úr hófi. Manndauði hefir reyndar mink- að töluvert víðasthvar vegna fram- fara læknisvísindanna í að stemma Stigu fyrir næmum sjúkdómum og að varðveita líf ungbarna: en hvað verðum sigrum Frakka á vesturher- stöðvunum, en Iítið hafa þeir þó ennþá getað mjakað Þjóðverjum úr stað sfðan í september í fyrra. En frá austurherstöðvunum er það að segja að þó Þjóðverjar hafi unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum og tekið allar varnarstöðvar og kastala á landamærunum og í Póllandi, þá hefir þeim þó ennþá ekki tekist að yfir- buga Rússaher. Og þó sá her muni nú vera töluvert úr sér genginn og illa vfgfær, þá stendur hann þó til bóta og mun eflaust verða Þjóðverj- um skeinuhættur áður en lýkur. ítölum virðist ekkert miða áfram, og ekkerí gengur ennþá við Hellu- sund, svo um muni. Nú stendur allur heimurinn á önd- inni út af því hvað Balkanþjóðirnar muni gera, en líklegt þykir að Búlg- arar muni veita Þjóðverjum og fá þá Þjóðverjar öfluga hjálp, sem senni- lega verður til þess að lengja stríðið tilfinnanlega. Nýjustu fregnir segja að Frakkar hafi landsett her við Saloniki á Grikk- landi, munu þeir hafa leyft sér það þar eð öll gríska þjóðin vill fara í stríðið með þeim. Konungurinn er sagður mótfallinn vilja ráðherra sinna og meiri hluta þings, og vill engan ófrið hafa. Er það af skiljanlegum á- stæðum, því hann er mágur Vilhjálms keisara. Horfir því til stjórnarbylting- nr á Grikklandi. Þjóðverjar og Austurríkismenn hafa brotist með mikinn her inn í Serbíu. Sennilega geta Serhar ekkert viðnám veitt þar lengur, og kemst þá herinn viðstöðulaust til Búlgara og samein- ast þeim til að vernda Konstantín- ópel. Líklegt þykir að Rúmenar veiti Rússum og komi að norðan, en Grikk- ir hinsvegar að sunnan f bandalagi við Frakka og Englendinga. Er því að vænta að bráðlega dragi til stórtfðinda á Balkanskaga. % hjálpar það, ef nýja kynslóðin úr- ættast og öðrum mannameinum fjölgar svo, að seinni villan verði verri hinni fyrri? 1 útlendum tímaritum rekst mað- ur hvað eftir annað á ritgjörðir um hnignun hvíta kynflokksins og rök- ræður um hverjar séu ástæðurnar og hvernig verði komið í veg fyr- ir að alt fari norður og niður. Það sem hér kemur á eftir er að mestu leyti tekið saman til fróðleiks fyrir íslenzka alþýðu, eftir ritgjörðum Chr. Collins og Oivskov í tíma- ritunum „Tilskueren" og „Sam- tiden", og ritgjörðum eftir Kellogg o. fl. í ameríska tímaritinu »Oood Health". Af öllum hnignunareinkennum hvítu þjóðanna telja margir fækk- un íæðinga vera eitthvert versta bölið, sem önnur hnignunarmerki Mjólk! Mjólk! Vér viljum þafa mjólk! Pó hér í bænum sé um 150 kýr, þá er mestan tíma ársins tilfinnanleg vöntun á mjólk, og þar eð flestar kýr eru hafðar snemmbærar, er afar mikill mjólkurskortur í bænum alt sumarið og fram á haust. Pó búin á Glerá, Naustum, Kjarna, Hvammi og Gili sendi daglega mjólk sína til bæjarins, þá hrekkur það hvergi nærri til. Með dálitlu samkomulagi ætti það að vera vinnandi vegur fyrir bændur framan'við Akureyri, jafn vel alla leið fram fyrir Grund, að sameina krafta sína og láta mjólkurpóst ganga dag- lega til bæjarins. Duglegur ökumaður ekur þá vagni með tveim hestum fyrir eftir brautinni, en stanzar niður undir bæjunum til að hirða mjólkurbrúsana, sem þangað eru komnir. Sumir munu nú segja: »En þá þyrfti líka að vera mjólkursölubúð í bænum til að taka á móti allri mjólkinni.* — Auðvitað væri það æskilegast, en fyrst um sinn mætti þó bjargast á einfaldari hátt. Væri mjólkurpóstur, gætu bæjarbúar pantað fyrirfram ein- mitt þann lítrafjölda sem þeir þyrftu á að halda, og mjólkurpósturinn mundi færa hverjum það er honum bæri. Maður skyldi halda að það væri arðvænlegt fyrir bændur að geta feng- ið 18 — 20 aura fyrir hvern líter. Og víða mundi það þegið að mjólk- urpósturinn hefði með sér skyrslettu að auki. * 1 I s h ú s. Skrælingjar og illa siðaðar þjóðir, kunna ekki að geyma mat sinn öðru- vísi en að láta hann úlkna og skemm- ast. Það sem ekki getur þornað og harnað, ýmist maðkar eða rotnar fyrir gerlaáhrif. Við þetta rýrnar og jafnvel eyðilegst maturinn. Það var mikil framför þegar menn eigi ef til vill meira eða minna rót sína til að rekja. Það eru engin ný tíðindi í ver- aldarsögunni að þjóðum hnigni, og jafnvel detti úr sögunni, en nýjar þjóðir leysi þær af hólmi. Það er beinlínis segin saga, að þegar þjóð- ir hafa náð háu menningarstigi og haldið því um stund, þá fer þeim að fara aftur og þær úrættast. Indverjar, Egyftar, Babylóníumenn, Assyríumenn, Fönikíumenn, Persar, Oyðingar, Orikkir, Rómverjar, Spán- verjar og Portúgalsmenn — allar þessar þjóðir eiga svipaða hnign- unarsögu að segja. Með því nú að lesa vandlega veraldarsöguna ætti að vera hægt að finna svör við spurningunni: Af hverju hnignar þjóðunum? Þessa spurningu hafa menn reynt að leysa frá því í fornöld. unnudagínn 17, þ. m. verður ræða haldin yfir Halldóri sdl. Jónassyni frá Aðalstrœti 17, kl. 4 siðdegis hér i kirkjunni; jarð- arför jer fram á Munkaþverá þriðjud. þ. 19., kl. 12 á hádegi. Kransar eru afbeðnir, en ef einhverj- ir hafa œtlað sér að gefa þá, skal þess getið, að brœður hins látna hafa stofnað lítinn minningarsjóð undir nafni hans, og vœri xerð kransanna með þökk- um þegið til þessa fyrirtœkis. Þórwm Stefdnsdóttir. Jónas Jónasson. lærðu að salta matinn og sú aðferð hefir til þessa verið mikið notuð, en þó er söltun á mat farin að ganga úr móð í flestum menningarlöndum, því bæði mistekst oft söltunin og auk þess rýrnar maturinn við það að pæk- illinn dregur til sín efni úr honum og loks er saltur matur, ekki eins lystug- ur og nýr. Það er að verða almenn krafa um hinn mentaða heim, að geta neytt matvælanna nýrra og óskemdra, og þá fyrst kemst íslenzka kjötið og fisk- urinn I verulega hátt verð, þegar við getum komið þeim afurðum vorum nýjum á markaðinn. Allir vita nú að með ís og kulda má geyma matvæli óskemd um langan tima, og ekki vant- ar ísinn á íslandi. Er það nú ekki sárgrætilegt að ekkert íshús skuli vera til hér á Akureyri til almennings nota ? Þrír kaupmenn hér í bænum eiga ís- hús, en þeir treysta sér eigi að geyma á þeim neitt fyrir aðra. Hvernig í ósköpunum stendur á því að Kaupfélag Eyfirðinga, sem hefif mikla matvælaverzlun hér í bænum, skuli ekki koma sér upp íshúsi? Ætli það yrðu ekki margir bæjarbúar og skipshafnir, sem mundu vilja kaupa kindakjöt á vetrum og sumrum þegar það annars er fáanlegt? Og mundu ekki margir vilja kaupa fisk á þeim tímum árs sem ekkert fiskast? Hugsunarleysi? áhugaleysi um al- mennings þarfir? En því þá ekki að græða peninga? Oríski sagnfræðingurinn Polybi- os var uppi á þeim tíma er Qrikk- ir voru á fallandi fæti og Rómverj- ar voru að brjóta þá undir sig (en Rómverjar voru þá upp á sitt bezta). Hann svaraði spurningunni þannig: »Á þessum síðustu tímum gekk það faraldur yfir Hellas að fólk fór að hætta að eiga börn. Það var orðin fólksekla í landinu, bæ- irnir tæmdust, og jörðin lá óyrkt þó ekkert stríð eða stórsóttir gengi yfir. Menn höfnuðu í léttúð og hé- góma og brennandi auragirnd. Þeir vildu ekki lengur giftast og ef þeir giftust, þá eignuðust þeir ekki nema eitt eða í hæsta lagi tvö börn til þess að geta alið þau upp í alls- nægtum." Margir vísindamenn vorra tíma eru sömu skoðunar og Polybios. Að raannkyninu fækki er í sjálfu

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.