Norðurland


Norðurland - 06.11.1915, Blaðsíða 3

Norðurland - 06.11.1915, Blaðsíða 3
Frá blóðvellinum. (Símskeyti frá Khöfn til blaðsins „Fréttir'1 Reykjavík.) 3/n. Rússar hafa tekið borgina Varna í Búlgaríu, en Pjóðverjar og Austurríkismenn borgina Kraguje- vats í Serbíu. Við kosningar í Bandaríkjum Suð- ur-Afríku liefir Botha unnið með miklum meiri hluta. 4/n. Landslýður í Rúmeníu vill óð- fús berjast með Bretum og Frökk- um. Von á að bæði Grikkir og Rúmenir segi sig í lið með þeim á hverri stundu. Svartfellingar unnu mikinn sigur á Austurríkismönnum í síðustu viku, náðu 4 fallbyssum, miklu herfangi og tóku marga til fanga. ítalir hröktu Austurríkismenn um helgina úr fjallatindum sem miklu varðar fyrir ítali að hafa á valdi sínu. 5/n. Nýlendur Breta í Suðurálfu senda 200 þúsund hermanna til þess að berjast með þeim í Frakklandi og Belgiu. Bandamenn hefja ógurlega sókn í Hellusundi og á Gallipoliskaga. Brezkir og frakkneskir kafbátar hafa komist undir víggirðingar Tyrkja inn í Marmarahaf og gera þar mik- inn usla. Pjóðverjar og Búlgarar hafa unn- ið stórsigra í Serbíu. Blámenn á dönsku eynni St. Croix hafa* gert uppreisn. Lands- stjórnin og herliðið danska statt í mikilli hættu og beiðist hjálpar frá Danmörku, 6/11. Miklar viðsjár í Grikklandi. Flokkur Venizelos hefir felt stjórn- ina frá völdum. Herinn dregur taum Breta. Grimmileg orusta geysar í Cham pagnehéraði á Frakklandi. Mannfall voðalegt af báðum, en ennþá óséð hvor aðilinn sigrar. ítalir hefja áköf áhlaup á allri herlínu sinni og verður vel ágengt. Höfuðher Rússa og Þjóðverja á austurstöðvunum berst þessa dag- ana við þorpið Czartorysh við Styr- fljótið í Rússlandi. Ýmsir telja lík- legt þar geti verið um úrslita orustu milli þeirra að ræða. Haustull kaupir Klœðaverksmiðjan G efj u n Ijæsfa verði gegn peningum út í hönd. Fataþvottur fæst í kjallaranum á *Hótel Akureyri*. 129 Nl. Framhald lífsins. „Guð vorn anda áframhald. ei fá seinna lœtur, röðulsbanda reist er tjald rétt til einnar na.tur.'' Svo kvað spekingurinn Björn Gunn- laugsson (í Njólu). Nú virðist komin fremur sókn en vörn í því heimsstríði, sem háð er af vísindamönnum jafnt sem klerkum gegn spíritistum. Fara þeir nú stórum fjölgandi, en mótstöðu- liðið fækkandi að sama skapi. Væri rúm til mundi mörgum íslendingi sýnast kátleg sú ritdeila, sem í ótal blöðum bæði á Englandi, Frakklandi, Belgíu og Ameríku nú stendur yfir um fyrirbrigðin, t d. þau við Mons á Frakklandi (þar sem fótgöngusveitir Breta voru í bráðum voða staddar og ofurefli riddaraliðs stóð búið að brytja herinn niður, en þá fældust hestar óvinanna — fyrir »loftsjón«, segja Þjóðverjar, en fyrir »Ieiftrandi englasveit*, segja Englendingar); en þó einkum og sér 1' lagi deila menn um Wilsons-skeytin. Yfir þeim stend- ur Wilson, uppgötvarinn sjálfur, stein- hissa og ráðalaus, því hann kveðst með engu móti geta fært trúnað á að nokkur sál sé til eða lff eftir þetta, og hefir nú fengið lærðan og vel skygnan mann úr fiokki spíritista til að hjálpa sér við hina nýju sfma- vél sína, því í henni segir hann að ijárinn sé laus; kveðst hann vera bú- inn að fá skeyti á 13 tungumálum, ýmist heil og vel skýr með venjuleg- um símatáknum, sem þyki standa al- veg heima eftir þvf, sem þeir full- yrði, sem þau eru send; villir hann og tryllir mest, að undir hverju skeyti sem lesin verða (því sum eru ólæsi- leg þó batnandi fari), standa nöfn dáinna manna! »Hvaðan í skollanum koma þessi skeyti?« spyr Wilson. Svarið fær hann frá spíritistum, en í hinum flokkinum koma nú færri svör, en þó hefir blaðið Light eftir nokkr- um skörpustu vísindamönnum þau um- mæli, að þetta boði stórtíðindi í ver- aldarsögunni. Eftir Sir Oliver Lodge er haft, að vél Wilsons sé ekki þýð- ingarlaus, en þó á fyrsta bernsku- skeiði, miklu meira standi til, enda verði það vísindin, og ekkert nema þau, sem finna muni full tök á þessu máli, sem eflaust verði meiri þýðing- ar en alt veraldarstríðið. Það, að þesqi Wilsons vél varð til á þessu blóðuga ári, þykir og ærið umhugsun- arverl; vissan um framhald lífsins hefir hvervetna fylt hermenuina meira guð- móði í orustum og þrautum, en dæmi finnast til síðan á tímum krossferð- anna. Matth. Jochumsson. Tekjuskattskrá Akureyrarkaupstaðar 1916. (Hér eru taldir þeir, er skráin telur hafa 1500 kr. og þar yfir í atvinnutekjur.) Aðalsteinn Kristinsson . 1800 Anna Tómasdóttir . . 1800 Anten Jónsson .... 3000 Arni Eiríksson .... 1500 Asgeir Pétursson 8000 Arni Þorvaldsson 2200 Bebensee klæðskeri. . . 1600 Bertelsen A. J . 3800 Bjarni Einarsson 2400 Bjarni Jónsson .... 2800 Björn Líndal 5000 Braunsverzlun .... 5000 Berlfn verzlun .... 1500 Böðvar Jónsson .... 2500 Christensen A 2000 De forenede isl. Forretninger 5000 E nar Gunnarsson . 4000 Eyjafjörður, verzlun 4000 Friðjón Jensson .... 2500 Fanndal Sigurður 1800 Friðrik Möller .... 1600 Geir Sæmundsson . 3300 Guðl. Sigurðsson 2000 Gudm. Efterfl. verzlun 4000 Guðmundur Pétursson . 2000 Hallgrímur Davíðsson . 5000 Hallgrímur Kristinsson 5000 Havsteen Chr 6000 Havsteen J. V 4000 Havsteen Július .... 3500 Höepfner Carl .... 25000 Halldór Skaptason . 3000 Haraldur Jóhannesson . 2000 Jakob Karlsson .... 3000 Jóhannes Þorsteinsson . 15000 Jóhann Ragúelsson . 2500 Jónas Jónasson . 2000 Jón Bergsveinsson . . 1800 Jón Stefánsson 1500 Júlíus Sigurðsson 2600 Jakob Lfndal .... 1800 Kaupfélag Eyfirðinga . 20000 Kolbeinn Arnason 3000 Kristján Sigurðsson 4000 Kristján Arnason 2000 Karl Nikulásson . 2200 Laxdal, Eggert . 3000 Magnús J. Kristjánsson 3500 Matthías Jochumsson . 2400 Oddur Björnsson 3000 Óskar Sigurgeirsson 2000 Páll Einarsson 8000 Páll V. Jónsson . 2800 Páll Skúlason 1500 Pétur Pétursson . 5000 Ragnar Ólafsson 25000 Ryel, Baldvin . . . 2500 Rögnvaldur Snorrason . 2500 Sigríður Ingimundardóttir 2000 Schiöth, Axel 3000 Schiöth, Carl .... 1500 Sigmundur Sigurðsson . 1500 Sigtryggur Jónsson . . 2000 Sigurður' Einarsson . 3000 Sig. Sigurðsson bóksali 2000 Sig. Sigurðsson kaupm. 6000 Sigurður Kristinsson 1500 Sigurður Sumarliðason . 1500 Sigvaldi Þorsteinsson . 8000 Snorri Jónsson . . . IOOOO Sófonías Baldvinsson . 2000 Stefán Sigurðsson . 4000 Stefán Stefánsson . 4700 Stephán Stephensen 2500 Steingrímur Matthíasson 5500 Thorarensen Lárus . . 2000 Thorarensen 0. C. . . 8000 Thorarensen Valdemar 2500 Thorarensen Þórður 2000 Tulinius Otto . . 13000 Sæmundsen Pétur dánarbú 1500 Sveinn Sigurjónsson 1500 Sápubúðin .... 3000 Vigfús Sigfússon 2500 Valdemar Steífensen . 4000 Þorkell Þorkelsson . 24OO Þorvaldur Sigurðsson . 2500 40 fram í, . . . þó það sé nú orðið of seint fyrir mig, verndar það þúsundir af öðrum konum gegn sorgum og hörmungum. — Þú hugsar alt af um þig . . . og um einstakl- inginn. En nú er að eins að ræða um sæmd eða skömm Austurríkis. — En er þá ekki Austurríki, þjóðin sem byggir landið, safn af tómum einstaklingum ? — Heyrðu nú barn! — Hvert ríki lifir lengra, þýðingarmeira lífi en einstaklingurinn. Þeir hverfa, kynslóð eftir kynslóð, en ríkið lifir, vex að stærð, frægð og veldi, eða það eyðist og hverfur ef það getur ekki boðið hervaldi nágrannaríkjanna birginn. Þess vegna verður hver einstaklingur að vera reiðu- búinn til, já verður að finna vegsauka og ánægju í að offra hamingju, limum og lffi, fyrir hið æðsta og þýðingarmesta sem til er á jörðunni: fyrir frægð föðurlandsins, tilverurétt þess og velferð. Eg færði þessi orð rétt á eftir inn í »rauðu heft- in» mín — dagbókina mína. Mér fanst þau lýsa svo vel öllum þeim hernaðarhug og hetjudug sem eg hafði lesið um í æsku, en sem eg hafði nú gleymt með öllu eftir brottför Arnos. En nú vildi eg reyna að festa mér þær kenningar vel í hug, til þess að finna fróun í sorg minni í þeirri trú, að ástvinur minn hefði látið lífið fyrir góða, göfuga hugsjón og því bæri mér að bera missi hans með þolinmæði án þess að kveina eða kvarta. María frænka reyndi aftur á móti að hughreysta 37 — Ó guð, ó guð, stundi hún. Lestu það sjálf. — Eg tók bréfið upp af gólfinu og byrjaði að lesa. — Síðar bað eg Lori að lána mér það, til þess að færa það orðrétt inn í dagbókina mína og þess vegna get eg nú sett það hér orðrétt: — Lestu það fyrir mig, sagði Lori. Eg var ekki búin með það. Eg las upphátt: »Elsku systir! í gær varð blóðug orusta og voða- legt mannfall. Pú munt fljótt lesa langan lista yfir særða og dauða þann dag. Svo að þú . . . svo að vesalings mamma fái ekki sorgarfréttina þaðan og til þess að þú, kæra Lori, getir búið hana undir tíðindin . . . segðu hann sé hættulega særður . . . þá skrifa eg þér tafarlaust, til þess að láta ykkur vita, að Karl bróðir okkar var einn meðal þeirra sem létu lífið í gær fyrir ættjörðina . . .« Eg hætti og grúfði mig ofan að Lori. — Pangað var eg komin sagði hún. Eg las áfram með grátstaf í röddinni. »Maðurinn þinn og eg erum ósærðir. Bara að hin djöfullega kúla hefði hitt mig en ekki Karl. Eg* nærri því öfundaði hann af hetjudauðanum! Hann féll í byrjun orustunnar og veit því ekki að við höfum beðið ósigur aftur, t*að er óþolandi. Eg sá þegar hann féll, því við stóðum hver við hliðina á öðrum. Eg ætlaði að hjálpa honum á fætur aftur, og tók í hendina á honum, en hann leit að eins á mig rólegum deyjandi augum og gaf upp andann

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.