Norðurland

Tölublað

Norðurland - 22.04.1916, Blaðsíða 2

Norðurland - 22.04.1916, Blaðsíða 2
w. Frá blóðvellinum. Ráðaneytið í Orikklandi hefir sagt af sér og er búist við að nú dragi brátt til stórtíðinda aftur á Balkan. Pýskur hershöfðingi sem dvalið hefir í Noregi um hríð sér til heilsu bótar segir að í júlí eða ágúst verði Þjóðverjar búnir að koma sér upp herskipaflota sem geti óhikað mætt flota Breta og telji hann víst að stærsta sjóorusta veraldarsögunnar muni fara fram í september í haust. Frakkar hafa enn hrundið af sér áhlaupum Þjóðverja við Verdun (5. áhlaupinu). Þjóðverjar sækja fram á 60 kílómetra breiðu svæði í grend við Verdun en vinna lítið á. Ann- ars hvíldarlausar orustur á öllum vestur-vígstöðvunum. Bandamenn flytja Serbaher Iand- veg frá Korfu til Saloniki. Miðveld • in lýsa yfir að þeir telji málamynda- mótmæli Grikkja gegn peirri aðferð sama sem fullkominn fjandskap gegn sér. Grikkir eru í mestu vandræðum og talið fullvíst að þeir verði nú að leggja í ófriðinn með Bretum. < Ferðapistlar. Eftir SUingrím Matthíasson. Særðir hermenn. Á hverjum degi gekk eg á spftala meðan eg dvaldi í Berlfn og Dresden, og sá fjölda af særðum mönnum úr ófriðinum. Eg hafði haldið að særðir dátar væru einungis á hermannaspftöl- um, en að komast þangað vissi eg að þyrfti umsókn til hermálaráðaneytisins. Þegar eg leitaði upplýsinga og með- mæla bjá danska sendiherranum (þvf enginn útlendingur getur náð viðtali hermálaráðaneytis eða annara hárra embættismanna nema fyrir milligöngu sendisveitar sfns lands), heyrði eg mér til mikillar hrygðar að leyfi til að sækja hermannaspftalana fcngist aðeins með miklum erfiðleikum — umsóknarbréfin gengju frá Pflatusi til Heródesar og væru að minsta kosti 3 vikur til mánuð á því ferðalagi. — Mér þótti langt að bfða eftir þessu, en komst fljótt að rauu um að eg gat tekið því með jafnaðargeði, þvf særðir hernaenn voru einnig á al- mennu spftölunum, en þangað var greiður aðgangur fyrir mig. Þar fékk eg Ifka að sjá særða hermenn svo mörgum hundruðum skifti, alla vega særða og limlesta, suma mjög þungt haldna, en suma aðeins lftið meidda. Eg gekk með læknunum og hjúkr- unarkonunum á þeirra daglegu morg- unvitjun gegnum sjúkraherbergin, frá einu rúminu til annars. En sá sægur af vesalingum, mönnum á bezta aldri. Og hugann sundlar við að hugsa um öll þau þúsund og aftur þúsund og bundraðþúsund af særðum mönnum þýzkum, rússneskum, enskum, frönsk- um o. s. frv. vfðavegar um alla Norð- urálfuna, austur f Asíu og suður f Afrfku. Hér f Berlfn eru öll venjuleg sjúkrahús meira en full og ótal ný sjúkrahús stofnuð. Fjöldamargar op- inberar byggingar, veitingahús og gististsðir, hafa verið gerð að sjúkra- húsum. Og í öllum bæjum Þýzkalands stærri og smærri, og þeir eru marg- ir, úir og grúir af særðum og sjúk- um hermönnum. Því svo er í þessum ófriði eins og áður hefir tfðkast í styr- jöldum, að tala sjúkra hermanna sem veikst hafa af allskonar umgangsveik- indum og óáran sem strfðum fylgir, er ekki lægri en tala særðra — venju- lega deyja fleiri á sóttarsæng en á vígvöllunum eða af völdum vopnanna Þegar eg gekk gegtium þessa stóru sali, eins og t d. f einu sjúkrahúninu rauða krossins, sem eg sá f Dresden, þar sem voru 8oo særðir hermenn samankomnir, varð mér f huganum fyrst fyrir alvöru starsýnt á þá feikna- fyrirhöfn, tilkostnað og íyrirhyggju, sem landstjórn og læknar verða að leggja fram. — Þarna var skrautlegt stórhýsi sem hafði verið reist fyrir stórkostlegaiðnaðarsýningu fyrir nokkr- um árum, en sfðan notað sem sam- komuhús, skemtistaður, veitingastað- ur o. fl Nú hafði þvf öllu verið breytt í sjúkrahús. Öllu haíði verið rutt út sem óþarft var og í snatri flutt þang- að 8oo járnrúm af beztu gerð með ágætum dýnum og rekkjuvoðum og öllum nauðsynlegum sjúkragögnum. — Á líkan hátt hafa veitingahús, vöru- hús, já, hallir og listasöfn verið gerð að særðrahælum hingað og þangað á Þýzkalandi. Það er eina bótin að verksmiðjurnar eru margar á Þýzka- landi og vörubirgðirnar nógar. Þess vegna verður þeim ekki skotaskuld úr^því að útvega nóg af rúmum, borð- um, brekánum o. s. frv. — þegar á þarf að halda. Á morgungöngunni gengur yfirlækn irinn fremst, þá yfirhjúkrunarkonan en svo hópur af undirlæknum og hjúkrunarkonum Læknarnir eru allir í hvítum frökkum, en hjúkrunarkon- urnar í bláleitum kjólum með 'hvíta skuplu á höfði. Vér göngum frá einu rúminu til annars. Mikill fjöldi rúm- anna stendur auður, en við fótagaflinn stendur sjúklÍDgurinn — handlaus, íót- laus við hækju eða staf, eða með hendi í fatla, eða vaf um böfuð. Þessir eru allir fótaferðafærir. Hinir líggja — sumir af því þeir eru lima- lausir og ekki færir um að komast nokkurntfma á fætur eða eru enn ekki búnir að læra að staulast, en aðrir dauðvona, brennandi af hitasótt, með flakandi sárum, og enn aðrir að mestu grónir, en ekki græddir, þvf mænan er sundur eða heilinn skadd- aður svo þeir eru máttlausir, sumir mállausir o. s. frv. — Hjúkrunarkon- urnar leysa frá sárunum og sýna læknunum, og læknarnir þvo þau eða ráðleggja smyrsl og græðilyf, setja inn kera eða gjöra að þeim á ýrnsan hátt. Og ljót eru sárin sumra. — Mest eru þetta sprengikúlnasár. Brot úr sprengiskeytum tvístrast víðsveg- ar, og alt eftir fjarlægðinni, stærðinni o. fl. valda svo margvíslegum sárum að ekki er unt upp að telja. Ömur- legt er að sjá unga, hrausta menn, að öðru leyti heiibrigða en þvf, að sáldur úr sprengikúlum hefir blindað þá, en Ijótara þó, að sjá andlitið alt afskræmt, máske aðeins litill hluti þess óskertur. Neflausii eru sumir, aðrir kjálkalausir og gfn við eitt op- ið s.ír, með ógurlegri rauf að barka o« vélindi. Margar sannar sögur hafa verið sagðan af þannig særðum mönn- um sem fengu félaga sína til að stytta sér stundir, en þarna sjást ýmsir menn lifa enn og bera sinn kross, og það með ró, máske með þó nokkurri von um að hinir fjölkunnugu læknar geti enn bætt úr skák — eitthvað. Það er annars stór furða furða með hve miklu jafnaðargeði menn mæta sfnum meinum. Flestir munu halda að þessi eins og reyndar önnur sjúkrahús séu hreinir táradalir, þar sem sé grátur og gnfstran tanna. En það er langt frá því að svo sé. Menn venja sig svo furðanlega fljótt við sitt hlutskifti þótt hart sé í svipinn. — Þegar mað ur hefir umgengist sjúklinga um hrfð, þá verður niðurstaðan sú að þeir séu yfirleitt ekki óánægðari en margir sem eiga að heita heiíbrigðir, þ. e. a. s. svo framarlega sem þeir ekki kvelj- ast af sársauka. Suma mun furða að heyra þetta og kalla það fjarstæðu, en þeir geta spurt aðra lækna en mig. — Og hvar sem eg kom meðal særðu hermannanna þýzku sá eg oftar glaðleg andlit, nema auðvitað þar sem sársauki kvaldi og gaf ekki nema stöku sinnum viðþol; en þess- konar sársauka má þó oft deyfa og venjulega líður hann þá hjá eftir við- eigandi aðgjörðir eftir vissan tíma. Jafnvel þeir sem sviftir voru stórum lfk- amshlutum og voru illa útleiknir, gerðu að gamni sínu og báru sig karlmannlega. Þeir sem voru fótlausir eða hand- lausir höfðu gaman af að sýna leikni sfna ( að nota gerfilimina, hækjur og stafi. En þeir sem voru minna örkuml- aðir hlökkuðu til að komast til her- stöðvanna á ný. Og þeir sem maður talaði við og spurði um atvik og á- stæður er þeir særðust, komust venju- lega allir á loft og urðu harla skraf- hreyfir er þeir fóru að sýna ör sín og segja frá bardaganum, hvenær og hvar það var. »Þetta sár fékk eg við Wilna; sprengikúlubrot, og þarna annað, það var nú bara rispa af gaddavírnum, þegar eg var að skrfða undir hann. Þessar skeinur gréru á 3 vikum. Svo fór eg til Flandern, þar fékk eg þetta skot í hnéð Það var verra. Kúlan sit- ur þar enn, en nú á að taka hana á morgun. Eg vona eg fái að hefna mín.« Algeng sagan sú að fyrst særast þeir á einum vígvellinum, sfðan á öðrum. Eftir vitjunina á sjúkrastofunum byrj- aði venjulega starfið á skurðarstofun- um. Þar var algengt að sjá saumað- aðar saman sundurskotnar sinar og taugar, teknar út kúlur og sprengi- kúlnabrot, gert við líkamskekkjur og beinbrot, útæðahnúta o. s. frv. Og minnistætt er mér hve glaðir þeir voru sumir eftir operation er lækirinn gat afhent þeim þá kúlu eða það kúlubrot, sem svo iengi hafði kvalið þá, en nu var náð. Röntgensgeislarnir höfðu lýst fyrir lækninum hvar fleinninn lá i hold- inu, ella helði hann aldrei fundist. Fróðlegt var að sjá hve vel og fram- ar vonum sumum læknunum tókst að skapa ný nef á neflausa, með því að græða beinflfs úr sköflungnum inn í holdflipa á upphandle gnum og því næst sauma flipann fastan framan á andlitið á nefsins stað. Auðvitað stóð þessi nefskapnaður langt að baki guðs handaverkum, en f stað >neflausrar ásýndar* var þetta mikill ávinningur, sjálfum sjúklingnum þótti það að minsta kosti >harla gott«. Svo var að sjá, sem hið ýtrasta væri gert til að gera hinum særðu lífið þægilegt. Á hinum stóru sjúkra- húsum þar sem er fjöldi særðra manna, eru venjulega margir fótaferðafærir. Þeim er leyft að vera úti á daginn í trjágörðunum í kring og jaínvel fá þeir sem lengra eru á batavegi leyfi til að fara út um bæinn á vissum tím- um. í sérstökum stofum eru allskonar sjúkraleikfimistæki til að liðka með stirða limi og iiðamót. — Þar geta sjúklingar æft vöðva sína á ýmsan hátt — t. d. sezt á hjólhest sem er staðbund- inn, en sem hreyfir fætur þeirra líkt og þegar ekið er á venjulegum hjól- hesti. Þar er róðrarvél sem æfir þá í róðrarhreyfingum. Þar er tréhestur sem hossar þeim og hreyfist lfkt og hesíur á stökki, skeiði o. s. frv. Að þessu er bæði gagn og gaman. í sambandi við þetta fara fram nudd- lækningar og böð. Á hannyrðastofum læra þeir margskonar hannyrðir og föndur sér til dægrastyttingar og þar læra emnig handlausir menn að hag- nýta sér gervihendur sínar. Þykir það stórmerkilegt, hve gervihendur þær er amerískur maður, Carnes að nafni, hefir uppfundið, geta komið að góðu gagni og það svo að fáa grunar ann- að en að um lifandi hendur sé að ræða. Særðu dátarnir voru yfirleitt furðu lítið óánægðir með sinn hlut; jafnvel þeir sem orðnir voru örkumlamenn æfiiangt sýndust taka þvi með jafnað- argeði. En þeir sem höfðu fengið full- an bata og báru aðeins meinlaus ör til menja um sár sín, þeim þótti sóaii að þessum örum og höfðu gaman af að sýna þau öðrum og segja frá at- vikum öllum. Þeir skoðuðu örkuml síii sem óafmáanleg heiðursmerki og þess vegna meira virði að þau vöktu öfund hjá öðrum. En þó var enn þá ákjósanlegra að njóta þess heiðurs í tilbót að mega bera járnkrossinn ut- anklæða. Það ber þó meira á honum. Og ekkert heiðurstákn er öfundsverð- ara og eftirsóknarverðara nú á tímum á Þýzkalandi en járnkrossinn, sem kemur frá keisaranum sjalfum, eins og góð og fullkomin gjöf. Þó úrjirni sé, er létt að bera hann og honum fylgir sú náttúra að hann gerir þann krossinn léttbæiari sem fyrir var og örðugt var að bera. Alt er hégómi! sagði prédikarinn — en hvað skal segja? Það er þó gott að eitthvað er til, sem getur glatt og gert dálítið til að hugga menn og hressa, sem orðið hafa fyrir ýmsu böli, sorg og söknuði — þó það sé járnkross og dinglum-dangl. En það er sárt að sjá svo góðum kröftum, svo miklum dreng- skap og dugnaði varið til ónýtis í þessari óhamingjusöinu heimsstyrjöld. »Den tyske Nation er en bedre Sag værdig,« sagði danskur fræði- maður nýlega og þótti mér vel sagt. Þjóðverjar væru sannlega maklegir betri málstaðar — en sama má sagja um allar þjóðiraar sem nú berast á banaspjótum.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.