Norðurland - 12.09.1916, Blaðsíða 1
ö?i
NORÐURLAND.
41. blaö. j
Vefnaðarvöruverzlun
GUDM. EFTERFL.
N ý j a”r v ö r u r
með[ hverju skipi,
sem ern valdai 'af trúnaðarmönnum verzl-
unarinnar í stærstu verksmiðjum Norður-
álfunnar.
Stærst úrval. Lægst verð.
Sápubúðin ^
á ODDEYRI.
Munið að ' þær vörur sem Sápubúðin
verzlar með eru ódýrari þar en jafngóðar
vörur í öðrum búðum.
BÆKUR & RITFÖNG
kaupa menn ávalt ódýrast í bókaverzlun
■ • Kr. Guðmundssonar,
Oddeyri.
Útlendar bækur, tímarit og blöð útveguð.
FLJOT AFGREIÐSLA.
Tóbaksverzlun
JOFI. RAGUELSSON-,
VINDLAR—Havana—Brazil
—Sumatra—Java og Manilla.
Vindlingar (Ctgarillos & Ogaretter).
REYKTÓBAK frá Englandi, Hol-
landi. Noregi og Danmörku.
VONDUÐ VARA. SANNGJARNT VERÐ.
Ú r s m i ð j a
Kristjáns Halldórssonar,
. Hafnarstræti 35, Akureyri.
Gullstáz, úr, keðjur o. fl.
Aðgerðir á úrum og klukkum leystar
fljótt og vel af hendi,
Bezta Y—-£----1---Ð er frá
Horniman.
Biðjið því kaupmann yðar ætíð um það.
Einkasalar til íslands:
Carl Sœmundsen & Co.
Reyk/avik •— Akureyri.
Prentsmiðja
Öc/cls Björnssonar
leysir af hendi alla
P-R-E-N-T-U-N
fljótt - vel - ódýrt,
Talsími 45.
Símnefni Oddbjörrj.
Kebenhavns Mar9ari'nefabrik
framleiðir hið vandaðasta smérllki sem
unt er að fá, notar aðeins hreint og
óskemt efni, og litar alls ekki marga-
rínið, en selur það hvítt eins og á-
sauðasmér, svo allir geti fullvissað sig
um að engu misjöfnu sé blandað I það.
Margarínið fæst í 1 og 2 punda skök-
um, 5 og 10 punda öskjum og stærri
dunkum og er þrátt fyrir gæði sín hið
ódýrasta smérlíki sem flutrfer til lands-
ins, enda fer neyzla þess vaxandi ár
frá ári. Areiðanlegir kaupendur fá lang-
an gjaldfrest. Pantanir sendist annað-
hvort beint til verksmiðjunnar, Bro-
læggerstræde 9 Köbenhavn, eða Jóns
Stefánssonar Akureyri.
Ritstjóri og útgefandi: JÓN STEFANSSON.
Akureyri 12. september 1916.
V i 1 1 i g ö t u r
Böðvars Jónssonar.
Framh.
Og þá ætti eftir kenning höf. að
takmarka framleiðsluna, og setja hana
I landseinokunarviðjar, og er. það
skemtileg tilbugsun, eða hitt þó held-
ur, fyrir allan þann fjölda manna,
eldri og yngri, sem álfta að framtíð
þessa lands sé að miklu leyti bundin
við framleiðslu úr sjónum og sigling-
ar, og sem búast við að gera þá at-
vinnu að lífsstarfi sfnu. — Nei, slík-
ar aðferðir, sem höf. bendir á, duga
ekki til þess að tryggja atvinnuvegi
og koma í veg fyrir verðfall á vörum.
Til þeirra hluta verður hin frjálsa
samkepni bezt eins og til annars.
Þegar framleiðsla vörutegunda verður
of míkil, þá fækkar framleiðendunum
af sjálfu sér; þeim sem úr hóp ganga
taka sér önnur störf fyrir hendur,
aðra framleiðslu, eða annað, eftir þvf
sem við þeim horfir, og framleiðslan
færist aftur í eðlilegt horf, og svo
verðið. Sá gangur á framleiðslu og
sölu afurða er einn eðlilegur, þó höf.
og ýmsir aðrir utan lands og innan
hafi gert tillögur um og tilraunir til
þess að hefta eðlilega rás viðburð-
anna að þessu leyti, með einkaverzl-
un, verndartollum og allskonar »kúnst-
ugurn* brögðum, sem fávizka þeirra
og vanþekking hefir blásið þeim I
brjóst.
Ekki skil eg það,— og eg býst við
að svo fari fleirum — hvað unnið er
við það, að takmarka framleiðslu á einni
vörutegund til þess að hún haldist í
hærra verði en ella; að minsta kosti
mætti framleiðendurnir ekki standa at-
vinnu lausir eftir, ef það fyrirkomulag
ætti að vera betra heldur en það, 4ð
láta menn vera frjálsa að því, að veiða
svo mikið, sem hvern lysti, þó verðið
yrði heldur lægra. Annars dettur mér
í hug út af þessari hrossalækning, sem
höf. vill haía á verðfallinu, ráð það,
sem kryddprangarar hér í álfu höfðu
nú fyrir 200—300 árum til þéss að
geta okrað sem mest á varningi sínum.
Þeir tóku það til bragðs, þegar þeim
þótti verðið of lágt, en þeir lágu með
birgðir allmiklai, að þeir brendu heila
skipsfarma til ösku. Af þessu leiddi
að neytendurnir urðu að borga rán-
verð fyrir kryddið, og kom fyrir að
þeir fengu ekki eins mikið af þvf og
þeir vildu og þurftu, en aftur er mjög
óvíst að Kaupahéðnar þessir hafl grætt
hið minsta á þessu, f stað þess að
selja kryddið með skaplegu verði, og
selja meira at því En þeir hafa nú
bitið sig í það, að réttast væri og
arðvænlegast að láta kaupendurna
verða sem haiðast úti, og gæti maður
leiðst til að ætla, að eitthvað þessu
Ifkt vekti fyrir höf. um síldarverzlun-
ina.
Það sem höf. segir um »landhelgis-
brot« og »ieppmensku« snertir eigiu-
lcga ekki tillögur hans, enda munu
þær hvorugt hindra, þó á kæmist, en
þvf sem hann talar um »tjón að veiðum
útlendinga«, er svarað hér að framan
með því sem eg hefi sagt um síldar-
fækkunina og verðfallið vegna of mik-
illar veiði. Eyði eg ekki fleiri orðum
um þetta. — Aftur verð eg að taka
nokkuð til íhugunar áætlun höf. um
tekjur landssjóðs af sfldarverzluninni,
og er þar töluvert athugavert.
Höf. virðist binda sig mjög fast við
að landssjóður flytji út árlega 250000
tunnur sfldar, og hvorki meira né
minna. Sýnist hann miða þetta við út-
flutninginn áður en stríðið hófst, því
það sem flutst hefir út fram yfir þetta
hin tvö ófríðarár, sem liðin eru, þakkar
höf. eða kennir ófriðnum. Og hann
býst við að landssjóður græði að meðal-
tali á hverju ári 2 miljónir króna á
þessum 250000 tunnum. Og allan út-
reikning sinn byggir hann að mestu
leyti á því, sem var fyrir ófriðinn, eða
með öðrum orðum á því að markaðs-
horfur á sfld og framleiðslukostnaður
muni verða mjög lfkt eftir ófriðinn og
fyrir, og þó getur hann þess, sem rétt
er, að í. Vesturheimi er kominn mark-
aður fyrir sfld, er ekki var áður. —
Mín skoðun er sú, að varlegast sé að
spá sem fæstu um horfur eftir styrj-
öldina; fyrst og fremst veit enginn
enn, hve lengi hún kann að standa,
og því sfður hvernig umhorfs verður f
álfunni eftir hann. En samt má þó
telja nokkurnveginn víst, svo sem það,
að erlend kol muni árum saman verða
miklu dýrari en fýrir ófriðinn, því þó
ekki komi til þess, að Iagður verði
mikill útflutningstollur á kol f ófriðar-
löndunum, svo sem fyllilega má þó
búast við, þá er það öldungis víst, að
vinnulaun bæði hér á landi og erlendis
hljóta um langan aldur eftir ófriðinn
að verða miklu hærri en fyrir hann.
Er það óumflýjanleg afleiðing mann-
fækkunar þeirrar, sem verður f álfunni
af völdum ófriðarins á allan hátt. Og
f ófriðarlöndunum verða geysileg störf
fyrir hendi um fjölda ára við það að
lagfæra og bæta um það, sem unt
verður af þvf sem eyðilagt hefir verið
og spilt f ófriðnum. Til þess verða
menn teknir frá öllum atvinnugreinum
framleiðslu og iðnaði ekki síður en
öðrum störfum; hljóta því vinnulaun
að haldast há framvegis, og flestur
erlendur varningur, sem framleiddur
verður hér í álfu, að haldast lengi í
miklu hærra verði en fyrir ófriðinn.
Farmgjöld er líklegt að lækki eitthvað,
að vísu, þegar ófriðnum er lokið, en
langt mun þess að bíða, að þau verði
jafnlág og fyrir ófriðinn. Af öllu þessu
má fullyrða, að áætlun höf. um fram-
leiðslukostnað sfldarinnar, verð á henni
hér og kostnað við hana, er miklu
lægri en nái nokkurri átt, og að á-
góði landssjóðs af þessari sfldarverzl-
un hans verður miklu minni en höf.
gerir ráð fyrir, nema unt verði að
selja síldina miklu hærra verði en höf.
vill láta nægja. Skal eg færa frekari
rök fyrir þessu. Höf. býst við að
landssjóður fái ferska sfld fyrir kr.
4.50—5.00 tunnan, eins og hann segir
að hafi gerst áður. Um það er að
segja, að það var mjög sjaldan, að
sfld væri seld svo ódýrt; venjulegast
verð á henni var 6 krónur tunnan og
græddu útgerðarmenn sárlftið á þvf,
og stundum ekkert, eða urðu fyrir
tjóni. — Nú hefi eg bent á að yinnu-
laun og megnið af útlendum varningi,
þar á meðal kol, hlýtur alt að verða
miklu dýrara eftir styrjöldina en áður,
svo það eru ekki hinar minstu lfkur
til þess, að nokkrir menn fáist til þess
að veiða sfld með þeim kostum, að
fá svo lítið verð fyrir síldina, sem höf.
ætlast til. Söm mun raun á verða um
XVI árg.
annan kostnað við sfldina, svo sem
tunnuverð, verð á salti, söltun o.s.frv.,
að þetta hlýtur alt að verða miklum
mun meira en höf. gerir ráð fyrir. Að
vísu býst höf. við því, að gróði lands-
sjóðs kunni að verða minni en 2 milj-
ónir, ár og ár, og að hann geti kom-
ist niður f eina miljón króna, en hann
býst við þessu meðaltali, þvf gróðinn
gæti orðið miklu meiri, stundum upp
í 3 miljónir; sýnir þetta að höf. álítur
þennan gróða landssjóðs ekki eins ör-
uggan, eins og hann lætur þó í veðri
vaka oftast nær.
Þá er höf. kominn að framkvæmd
málsins, er hann fer mörgum orðum
um og greinir í marga liði, svo sem:
»stjórn og rekstur«, »söltunarpláss«,
»rekstursfé« og fleira. Hann álítur að
enn megi fá nóg ný síldarverkunar-
pláss hér við Eyjafjörð, og sömuleið-
is á Siglufirði, og má vel vera að
þetta sé satt, að fá megi nóg pláss
fyrir þær eilífu og óumbreytanlegu
250,000 tunnur, en gott hefði verið
að höf. hefði gert grein fyrir hve
mikið fé þyrfti til þess að koma upp
slíkum stöðvum; er mér grunur á að
það mundi verða ekki alllftið fé, og
skifta mörgum tugum eða hundruðum
þúsunda, sem landssjóður yrði að
binda þannig, og hvað ætti hann svo
að gera við þær stöðvar, ef svo færi
— sem mjög er liklegt — að bráð-
lega kæmi þeir agnúar í ljós á þessu
fyrirkomulagi, að síldveiðin og sfld-
verzlunin yrði gefnar frjálsar aftur. —
Þetta er þó ætlan höf. þvi hann tel-
ur æskilegast að komist verði hjá því
að kaupa mikið af nýum stöðvum í
byrjuninni, meðan verið sé að fá raun
á hvernig fyrirtækið gangi; en hann
býst við því að eigendur mundu vilja
leigja stöðvar sínar eða selja fyrir
sanngjarnt verð, en vilji þeir það ekki
megi taka stöðvarnar lögnámi gegn
»fullu endurgjaldi«. Eg lít alt annan
veg á þetta. Eg álít engan skyldan
til þess að leiga stjórninni eða selja
stöðvar sínar, og þykist viss um að
eigendur stöðvanna mundu als ekki
leigja stöðvarnar eða selja þær, nema
fyrir allra fylstu leigu, eða allra fylsta
verð. Gæti sú leiga orðið til þeas að
auka kostnaðinn við sfldina talsvert
meira, en höf. gerir ráð fyrir, eða, ef
kaupa þyrfti stöðvarnar, að binda
drjúgum fé landssjóðs. Ekki mun það
rétt vera hjá yfirdómslögmanninum,
að landssjóður geli'tekið stöðvarnar
eignarnámi gegn endurgjaldi. »A1-
menningsheill* þarf að vera um að
ræða til þess að slfks verði krafist,
en hér getur tæplega verið um slíkt
að ræða eftir því sem vanalega er við
það skilið, og ekki mundi þeð styrkja
kröfurétt landssjóðs til eignarnámsins,
ef eigendurnir gæti sannað það að
mikill þorri manna áliti að hér væri
um »almenningsdA«7/« að ræða. Aftur
tel eg það sjálfsagt að allir þeir, sem
nú eiga síldarstöðvar, mundu geta
krafist þess, að landssjóður keypti
stöðvar þeirra fullu verði, eða eins
og þær hefði kostað nýar, eða mundu
kosta nýar, þegar þær væri seldar.
Það liggur f hlutarins eðli, að ef hið
opinbera ætlar sér að banna heilum
flokk manna í landinu afnot mann-
virkja sinna og annara eigna og at-
vinnutækja, þá er landssjóði skylt að
kaupa þessar eignir fullu verði, og
má þakka fyrir að sleppa með það t