Norðurland

Eksemplar

Norðurland - 12.09.1916, Side 3

Norðurland - 12.09.1916, Side 3
»SI NI. Cólf dagsláttur af túni, rétt við Akureyri, eru til sölu, ásamt h ú s r ú m i fyrir menn, hesta, kýr og hey. Borgunarskilmálar mjög aðgengilegir. Lysthafendur semji við Sig. Sigurðsson járnsmið á Akureyri. Skipsfarmur af sænsku timbri er nýkominn í verzlun Offo Tulinius Akureyri. Peir sem purfa á timbri að halda ættu að kynna sér verðlag á þessum trjávið áður en peir kaupa hjá öðrum. Horwifz & Kaffenfid % Köbenhavn búa til beztu vindlategundir, þar á meðal hin mikið þektu merki: Phönix, Lopez y Lopez, Dessert, Times o. m. fl. Aðalumboð fyrir Island Sigurgeir Einarsson Reykjavik. Kennara vantar næsta vetur 6 mánaða tíma við barna- skólann í H'rísey. Laun samkvæmt fræðslulög- unum. Umsókn sendist skólanefnd Hríseyjar hið allra fyrsta. inum 13. ág., sem hann þykist muna svo nákvæmlega eftir. Þá segir Ingimar að hann haldi, að eg »hafi ekki verið vel heima hjá mér á umrseðufundinum 13. þ. m.< (það er næsta miðvikudag!). Annað- hvort hefir hann séð »á dularfullan háttc, hvað átti að koma fyrir næsta miðvikudag, eða þá hann á við 13. ágúst. En ef svo er, þá sýnir hann enn betur, hve ónákvæmur og eftir- tektarsijór hann er. Þessi þriðja tilraun Ing. til að lýsa umræðum okkar E. Kv. fer ekki bet- ur en hinar tvær. Hún er öll í tugl- ingi. Það mundi taka of langan tfma að »sortera< grautinn, og eg vil ekki þreyta lesendur á því. En þess skal getið, að E. Kv. nefndi mig alls ekki á nafn, eins og I. E. heldur fram, f hinum fögru og merkilegu ágizkunum sfnum um blóðmör, svínakjöt og hór- konur. Hann sagði að til vceru menn, sem færu ekki ettir Móselögum f þessa sambandi, og að þessir sömu menn vildu ekki leita frétta hjá önd- unum vegna þess að Móselögin bönn- uðu það. Þetta sagði hann í jyrir- lestri sínum, en mig nefndi hann ekki þar. Nú segir Ingimar f þessari síðustu grein sinni, að eg hafi vitnað til Stointon Moses, sem er vel þektur > spiritisti <, f umræðum mfnum. Ekki er hægt að útskýra lokleysur Ingi- mars á annan veg, en að hann hafi ruglað saman þessum Stainton Moses og Mósesi spámanni, þvf það er satt að eg vitnaði oftar en einu sinni til Stainton Moses, en alls ekki til Mó- sesar spámanns. Ing. heldur þvf fast tram, að eg hafi vitnað til Mósesar, þrátt fyrir yfirlýsingu fundarstjórans og þverneitun mlna. Þess vegna hlýt- ur það að vera Stainton Moses, sem hann á við. Hvflfkt dæmalaust skiln- ingsleyii 1 Framkoma hans f öllu þessu máli bendir á, að hann komi bráðum á það þroskastig, sem Olcott ofursti, annar stofnandi >Guðspekisfélagsins<, náði. Sálarrannsóknarfélagið (Society for Psychical Researcb) hóf rannsókn á gerðum Olcotts, en vildi ekki dæma hann sekan að svikræðum, vegna »hinnar frábæru trúgirni hans og ó- nákvæmni þeirrar, er hann sýndi f athugunum og ályktunum sínum<. En Ingimar verður að skerpa eftir- tekt sína og yfirleitt sýna meiri dugn- að, ef hann vill fá sama vitnisburð og frú Blavatski (meðstofnandi »Guð- spekisfélagsins*) hlotnaðist hjá sálar- rannsóknarfélaginu. Það sagði f skýrslu sinni um hana: »Vér álítum að hún verðskuldi ævarandi minningu, sem ein af þeim gáfuðustu, Jiugvitsamleg- ustu og merkilegustu svikurum, sem sögur fara af.< Mr. A. P. Sinnett, velþektur »guð- spekingur<, hefir sagt: >AIt, sem vér þekkjum um guðspeki, kemur frá henni (frú Blavatski).< Af þessu vita menn hvaða iyrirmynd Ingimar hefir haft fyrir sér. 9. seft. 1916. Arthur Gook. IZommööa og baöker óskast ** til kaups. Ritstj. vísar á. Druknun á /\kureyrarpollL Föstudaginn 1 þ. m kom togarinu »Ingólfur Arnarson< trá Reykjavik inn á Akureyrarhöfn undan stórviðri og lá hér þangað til aðfaranótt sunnu- dagsins 3. septb. að hann ætlaði út aftur til síldveiða. Létti atkeri nálægt kl. 1 um nóttina og hélt af stað. Var þá mjög gott veður, blíðalogn, en dimt af nótt, og því ekki vanda- laust, að komast út af höfninni fyrir Oddeyrartangann enda vildi skipstjór- anum á »Ingólfi Arnarsyni< þá það slys til, að hann sigldi beina leið upp í sand, rétt austan við Gránufélags- bryggjuna á Oddeyri/svo skipið »stóð< þar fast. Var þá ekki annars kostur en að bfða háflæðis um miðjan dag á sunnudaginn og tók skipstjóri það ráð. Þegar hallaði að flóðinu, var varpakk- eri flutt aftur af skipinu, en skipið dróg það að sér án þess að það sjálft hreyfðist af grunni. í þeim svifum kom póstskipið »Gullfoss< inn með Oddeyrartanganum á leið inn að Torfu- nefsbryggju og gáfu þeir á »Ing. Arnarsyni< þá »Gullfoss< merki um að koma sér til hjálpar. Var bátur sendur með sjö mönnum til þess að flytja vírstreng frá »Ingólfi< yfir í »Gullfoss< en við þann vfrstreng var varpakkerið fest og fullyrðir skipstjór- inn á »Ingólfi< (fyrir lögreglurétti Ak- ureyrar) að hann hafi kallað til bát- verja að leysa akkerið tafarlaust frá vfrstrengnum, en áður en það yrði, losnaði »Ingólfur< og komst á flot með hjálp vélaraflsins er stöðugt var beint aftur á bak. í því var kallað til skipstjóra að vfrinn mundi lenda f skrúfu »Ingólfs< ef hann færi lengra aftur á bak og gaf hann þá þegar vísbending frá stjórnpalli niður í vél- arrúmið, um að stöðva skyldi vélina, en áður það yrði, kræktist ' akkerið einhvernveginn í hlið bátsins og hall- aði honnm svo að hann fyltist af vatni, en jafnskjótt og skipstjórinn varð þess var stöðvaði hann eða lét stöðva »spilið<. í bátnum voru sjö skipverjar: Elías Pálsson, Sigmundur Jóhannsson, Stef- án Magnússon, Jón Guðmundsson, Árni Ólafsson, Nikulás Jónsson og Hallvarður Árnason. Fjórir þeirra héldu sér í bátinn (er ekki sökk) og var bjargað úr honum, en þrfr féllu f sjóinn: Jón Guðmunsson, Nikulás og Stefán. Bátur var þegar sendur frá skipinu til þess að bjarga og annar bátur kom frá »GuIlfossi< í sömu er- indum. Varð þeim Nikulási og Stefáni bjargað, en Jón druknaði. Kyndari á >Ingófi< sem er góður sundmaður, kastaði sér þegar f sjóinn og ætlaði ■ að bjarga Jóni, en hann sökk áður en kyndarinn næði til hans. Lfk hans var slætt upp um kl. 2 á mánudaginn og flutt á lfkhúsið og jarðað í kirkju- garði Akureyrar á fimtudaginn. Sigmundur, sá er bjargað var, segir að Jón Guðmundsson hafi sagt að »ekki væri til neins að vera f bátn- um< og hann hafi kastað sér út úr honum og f sjóinn og sokkið þegar. Aðrir segja að honum hafi þó skotið upp tvisvar, sem allra snöggvast, en svo sokkið að fullu. Það er fullsann- að, að alt var reynt sem unt var, til þess að öllum mönnunum yrði þegar bjargað og að engin handvömm hefir átt sér stað f þeim efnum. Um þetta slys hafa gengið margar og miklar slúðursögur hér f bænum og hefir þeim mest verið beint að skipstjóranum á »Ingólfi< er heitir Pétur Bjarnason. Hefir verið fullyrt að hann hafi siglt skipinu á land í ölæði og hann og skipverjar flestir verið meira og minna lullir er slysið vildi til. Við réttarrannsókn er bæjarfóget- inn hóf í málinu þegar á mánudaginn sannaðist að allar þessar sögur voru gersamlega tilhœfulausar. Enginn átti sök á að báturinn fylíist, eða ekki svo hægt sé að gefa einum sök á. Jón sál. Guðmundsson hefir kastað sér út f fáti, lfklega f þeirri trú að þarna væri grunt vegna þess að það var rétt framan við flata sandfjöruna, en verið hræddur við að báturinn lenti í skrúfu skipsins. Það er eins og hvert annað raunalegt slys, að það varð að fjörtjóni. En hitt er víst að allir við- staddir, sem sáu hann ( lífsháska, gerðu það sem hægt var til þess að bjarga honum. Qiöf til slúkrahússlns »Guðmanns Minde< að upphæð 50 kr. hefir hr. A. Holdö verksmiðju- stjóri í Krossanesi, afhent mér frá stjórn hlutafjelagsins »Ægir<. Fyrir þessa rausn hlutafélagsstjórnarinnar þakka eg hér með fyrir hönd sjúkra- hússtofnunarinnar, Steingrímur Matthíasson.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.