Norðurland

Tölublað

Norðurland - 21.12.1916, Blaðsíða 2

Norðurland - 21.12.1916, Blaðsíða 2
Hl. 212 Alþingistíðindi. Samgöngumálanefnd. í Efri deild: Guðjón Guðl., Sig. Eggerz, Halld. Steinsen, Kr. Daníelsson, Guðm. Ólafsson. — f Neðri deild: Pórar- inn Jónsson, Björn Stefánsson, Bened. Sveinsson, Porst. Jónsson, Magnús Pétursson. Sjávarútvegsnefnd. í E. d.: Kr. Daníelsson, Magnús Kristjánsson, Halldór Steinsen. — í N. d: Bj. Stef., Matth. Ól., Pétur Ottesen, Sv. Ólafsson, jörundur. Fjárhagsnefnd. í E. d.: Hafstein, M. Torfason, Sig. Eggerz. — í N. d.: Pétur á Gautlöndum, Stefán í Eagraskógi, Einar Árnason, Porleif- ur, Skúli. . ' Fjárveitinganefnd. í E. d.: Eggert Pálsson, Hjörtur, Jóhannes, Karl, Magnús Kristjánsson. — í N. d.: Sig- Sig., Gísli Sveinsson, Matthías, Björn Kristj., M. Pétursson, Jón Hvanná. Landbúnaðarnefnd. 1 E. d.: Sigurð- ur Yztafelli, Eggert, Hjörtur. — I N. d.: Einar Geldingalæk, Stefán, Pétur Pórðarson, Jón Hvanná, Einar Árna- son. Mentamálanefnd. I E. d.: Sig. Jóns- son, Guðjón, Magn. Torfason. I N. d.: Gísli Sveinsson, Bjarni Vogi, Einar Geldingalæk, Magnús Guð- mundsson, Sveinn Ól. Allsherjarnefnd: I E. d.: Hafstein, Jóhannes, Karl. — I N. d.: Jón Magn., Þórarinn, Hákon, Porleifur, Þor- steinn. X Hvernig er hljóðið í ófriðarþjóðunum? Eg fékk með póstinum þrjú bréf frá vinum mfnum, sem eg skrifast á við erlendis, og er einn enskur, annar franskur, og sá þriðji þýzkur. Af því að þessi bréf sýna Ijóslega hvernig hugaað er hjá hverri þjóðinni fyrir sig, set eg hér lítinn útdrátt úr þeim almenningi til fróðleiks. Englendingurinn skrifar þannig » . . . Systur mínar tvær eru hjúkr- unarkonur, en bróðir minn læknirinn og tveir systursynir eru læknar í stríðinu, og lfður þeim ðllum vel, en einn systursonur minn liggur á sjúkra- húsi á Egyptalandi. Tveir frændur mfnir eru fangar á Þýzkalandi, og sendum við þeim bögla með ýmsu góðgæti öðru hvoru. Ekki álftum við að allir Þjóðverjar séu jafn slæmir, en þeir hafa farið miklu ver roeð okkar fanga en nokkur skyldi ætla; þeir hafa ekki einasta svelt þá, heldur hafa þeir stundum vanrækt að bjúkra þeim í veikindum, hafa skilið þá eftir alls- lausa, aðframkomna af útbrotatauga- veiki, án meðala og umbúða. Eg held að okkar þjóðar menn mundu heldur leggja lífið f sölurnar en gera sig seka í svo glæpsamlegri vanrækslu. Við látum okkur ekki lengur mjög bilt við verða, þegar Zeppelins loftskipin eru á ferðinni. Blessuð gamla konan, hún mamma, er alls ekki smeik við þau, heldur sezt út við glugga tíl að horfa á þau og sjá skothrfðina. Svona fer lfka flestum, en auðvitað skjóta þau sumum skelk f bringu, þvf ætfð vinna þau eitthvert tjón og verða ein- hverjum að bana. Þegar seinasta Zeppelins loftskipið var skotið niður gekk mikið á og voru mikil fagnaðarlæti, þegar sá dólp- ungur vsr að velli lagður. Alstaðar eru særðir hermenn. Börnin í skólanum, þar sem sýstir mín kennir, fara einu sinni á viku til að heimsækja hermannaspftala, hér f grendinni, og þau hafa meðferðis sæl- gæti — ávexti og »cigarettur«. Þar eru einnig 250 þýzkir hermenn, en þeir eru hafðir sér og geta börnin aðeins séð þá af þeim, sem á fótum eru, en þau mega ekki heimsækja þá eða færa þeim neitt. Börnin bera samt hlýjan hug til þeirra og langar oft til að gera þeim einnig úrlausn af góð- gætinu. Það er voða dimt á kvöldin af því engin götuljós eru kveykt. Mat- væli eru orðin dýr, en nóg er af öllu, nema sykri, hann er orðinn af skorn- um skamti. Á flestum heimilum er sorg og söknuður, því svo margir ágætir dreng- ir hafa orðið að láta líf sitt. Það var gott að við vissum það ekki í byrj- uninni hvflíkt hræðilegt lfftjón mundi verða samfara þessu strfði, en — spyrjum að leikslbkum, og þú munt sjá að bandamenn skulu sigra. Við höfum altaf fundið það á okkur, en nú erum við að fá meiri og meiri vissu fyrir því. . . .« Frakkinn, sem er læknir, skrifar þannig: » . . . Nú er ég skipslæknir á stóru spítalaskipi, sem flytur særða og veika hermenn frá Saloniki til Toulon. Skip- ið er stórt farþegaskip, 162 metra langt, svo að herskipið »Lavoisier« er harla lítið f samanburði við það. Það tekur átta hundruð sjúklinga. Ferðirnar geta ekki heitið hættulegar, en þó gæti komið fyrir að þýzkir kaf- þátar reyndu að sökkva okkur, því f Svartahafinu hafa þeir sökt tveimur slíkum skipum. Allir hér á Frakklandi eru sann- færðir um sigur, og vilja alt á sig leggja með allri þeirri þolinmæði, sem á þarf að taka. En vfða er sorg og harmur f hljóði. Stöðugt eigum vér einhverstaðar sigri að hrósa, einkum nú upp á síðkastið. Hvað segirðu um sigurinn við »Verdun«, þegar vér á 4 kl.t. tókum alt það land, er Þjóðverj- ar höfðu verið að taka í 4 mánuði? Eg sendi þér úrklippu úr blaði um þetta þrekvirki. Og þó er þetta ekki nema byrjun sigursíns. Eg sagði þér það í fyrra og eg segi það enn, að við munum ekki sigra þá með svelt- unni, heldur með vopnum f höndum, en við verðum að hafa þolinmæði enn þá. Dr. Lemarchand sem svo mörgum er kunnugur á íslandi er við stór- skotaliðið. Hann skrifar mér viðl og við og er mjög hrifinn af hve nýju risabyssurnar eru stórvirkar. Ef til vill kemur hann til íslands í sumar, en þangað til er spítalaskipið hans, »La France«, látið eltast við kafbáta í Miðjarðarhafinu. Það þykir fremur vanþakklátt verk, því oftast er eifitt að finna þá syndaseli, en enn þá erfiðara er að sökkva þeim, en oft tekst að koma þeim tii að hafa hægt um sig og það er þó fyrir miklu. Þjóðverjinn, sem reyndar er íslend- ingur en skrifar á þýzku, er búsettur f Berlín og skrifar hann þannig: »Eg las bréf þitt í ísafold, sem þú hafðir skrifað um dvöl þína í Berlín, en mér mislíkaði ýmislegt, sem þú skrifar þar. Eg nenni nú ekki að týna til öll atriði, aðeins vil eg drepa á það, sem mér féll verst, en það er að þér fanst »ógæíusamlegir« ásýnd- um þýzku hermennirnir, er þú sást ganga um götuna, því það tel eg þig sagt hafa eingöngu af því að þú hefir verið fullur fordóma. Það hefir til þessa verið annað ofan á teningnum en að þýzku hermennirnir væru »ógæfusam- legir«, því -fyrir ágæta æfingu og aga hefir sigurinn fylgt þeim alstaðar og þeim verður það að þakka aðcbráðum kemst friður á. Þetta eru engar öfgar heldur hreinn sannlcikur. Þegar Rúmenía var dregin fram f strfðið í sumar, héldu flestir að þá væri úti um Þýzkaland og Austurríki. Rúmenía var hinsta hjálparhella Rúss- iands. En hvað hefir skeð? Rúmenía hefir fengið makleg málagjöld heimsku sinnar, Pólland er orðið konungsríki og allir vona að Rússlsnd hætti alveg að treysta sínum bandamönnum og semji sérstaklega frið við Þýzkaland. Hér f Berlía er alt við það sama og alt f sömn skorðum og þú sást með eigin augum í fyrra. Þegar mað- ur geugur um göturnar dáist maður að því Iffi og fjöri, sem þar er að sjá, þó margur hafi um sárt að binda. Alt er uppljómað á kvöldin og ekki verið að spara Ijós eins og í Kaup mannahöfn, þar sem aðeins er kveikt á öðru eða þriðja hverju götuljósi. Veitingahúsin, leikhúsin og aðrirskemti- staðir eru tíoðfullir. Annað veifið sér maður örkumla menn og konur f sorg- arbúningi, en það breytir ekki þeirri skoðun, sem verður aðallega niður- staðan, og er sú að Þýzkaland hljóti að bera sigur úr býtum og að hinu dýra blóði hafi ekki til einki's úthelt verið. Vér, sem erum útlendingar hér í Berlín, verðum ekki fyrir neinum ó- þægindum. Einu sinni kom það fyrir mig, þegar jeg sat inni á veitingahúsi, að roskinn maður horfði lengi á mig, kom síðan til mfn 04 sagði: »Hvers vegna eruð þér, ungur og hraustur maður, ekki í strfðinu? Ég svaraði hor.um að eg væri útlendingur og það lét hann sér nægja og bað mig for- láta. Matvæli sum eru auðvitað af skornum skamti, en vel er það við- unandi og manni lfður vel Fyrir ágætt skipulag og stjórnsemi þarf ekki lengur að óttast að Eng- lendingar geti svelt okkur. Tilraun þeirra í þá átt hefir aðeins orðið til þess að kenna allri þjóðinni að treysta á eigin mátt og megin. . . .« Akureyri 14. des. 1916. Steingrímur Matthíasson. X Opnið augun fyrir fóðuraukning. Framh. Þótt ekki deyi nema eitt einasta lamb af hverjum hundrað fyrir fóður- skort, þá fullyrði eg, að með því verði er var á lömbum í haust er leið, hefði það eina lamb að hausti getað borgað rentuna af mánaðar heyforða. Trúið þið þessu? Nei, það er ekki von, þið hafið ekki athugað þetta nógu vel. En dæmið er einfalt og er svona: JOO kindur þurfa f einn mánuð 1400 pd. af rúgmjöli, það kostar 210 kr. (30 kr. t.) renta af 210 kr. með 6% gera 12 kr. 60 aur. — Gcrði ekki margur dilkurinn þessa upphæð í haust ? Það er ekki til neins fyrir einstaka menn »gamla f tíðinni«, að halda þvf fram, að ekkert vit sé í þvf, að fóðra búpening á öðru en heyi, því það eru ósannindi. Allar menteðar þjóðir fóðra búpen- ing meira og minna á mat, til hagn- aðar, heilsubótar og heydrýginda. Það er því engin skömm, og getur ekki verið skaði fyrir okkur íslendinga, að kaupa fóðuraukning og fóðurbæti frá úllöndum, ef ekki fœst innanlands, og láta f staðinn ffnasta kjöt með all- háu verði. Það lftur út fyrir enn þann dag í dag, að öll lög, öll skrif og skraf manna um heyleysi hafi lftið sem ekkert að þýða eða hafi að litlu gagni orðið úr því emi getur orðið fellir. Eu hvað er annað til ráða, en auka heyin, fóðrið með fóðurbæti úr því að menn geta ekki lifað sómasamlegu Iffi á svo fáu fé sem þeir geta trygt Vort innilegasta þakklæti vottum við öllum þeim, sem með nærveru sinni við jarðarför konu minn- ar, tengdamóður og móður, Kristínar M. Benediktsdótt- ur, eða á annan hátt heiðruðu minningu hennar. Björn fóhannson. Jenny Björnsdóttir. Pórhallur Björnsson. Tómas Björnsson. fóður með heybirgðum og neyðast þvf til að setja »á vogun«. Er því ekki sjálfsagt að framkvæma, og það strax á þessu ári; »af beztu mönnum hverrar sveitar,« það eina sem vel er hægt að gera, að sveit- arstjórnirnar og allir skepnueigendur komi saman fyrir slátt, semji sér lög og reglur, er aliir skrifi undir, sem hetðu þessar eðasvipuðar höfuðgreinar: 1. gr. Að mjólkandi kú séu ætlað- ar 80 v., geldneyti 40 v., hestum 20 v., trippum 15 v., lambá 3—4 v., geldri kind 2 — 3 v , hrútum 7 v., og að auk eins mánaðar aukafóðui* (t. d. lýsi, sfld, sfldarmjöl, hafra, maís- mjöl og hey). 2. gr. Forðagæzlumenn hreppsins hafi fyllra vald en lög nú ákveða, til þess að skipa fyrir, og framkvæma f slát- urtfð á haustin, og endranær að fækka á fóðrum ef þeim.f samráði við hrepps- nefndina þætti þess þörf, samkvæmt heyásetningsreglum þeim er gilda í hreppnum. 3. gr. Að allan veturinn á V2 mán- aðar fresti séu vigtuð tfunda hver kind, og forðagæzlumönnunum fengin vigtarskýrslan, þegar þeir óska þess. 4. gr. Að enginn hreppsbúa megi, hvorki búandi né búlaus, eða í félags- skap, sá sem á skepnur, selja eða lá'ta af hendi hey út úr hreppnum sem f honum er heyað. Ekki heldur taka á fóður, gripi eða fé utanhrepps- búa, nema með fullu leyfi forðagæzlu- manna og hreppsnefndar. 5. gr. Að hreppsnefndin sé skuld- bundin til þess, að koma upp einu eða tveimur forðabúrum, og að ábyrgj- ast f eitt til tvö ár, lán fyrir fóður- auka hreppsbúl. 6. gr. Forðagæzlumenn og hrepps- nefnd sé skyld að sjá um kaup á fóð- uraukanum, fyrir sem lægst verð, og að hann sé til f kauptúninu á hanstin eða um veturnætur. 7. gr. Samþykt þessi gildi f næstu 5 ár. Hver sem brýtur hana vfsvit- andt, hlýði dómi 5 valinua manna, og sé lægsta sekt ákveðin 500,00 kr. er geti hækkað upp í 2000,00 kr. eftir atvikum, og renni sektin í sveitarsjóð. Sé nokkur alvara eða heil brú í hugsun manna, um velfetð lands, sveita og einslaklingsins, þá sé eg ckki ann- að eu þannig lagaðar frjálsar samþykt- ii meirihlutans, væru hið ódýrasta, tryggasta og réitasta sem hægt er að gera. Það á að koma hverjum þeim manni sjálfum í koll, sem skorast und- an að setja traustan fót undir vel- megun hvers sveitarfélags, og með þessu er hægt að láta svo verða. Það verður þá, ef þttta dugar ekki, að knýja þá fáu sem yrðu þessu mót- fallnir með hœrra, já, langtum hærra svei/arútsvari, en í fljótu bragði virð- ist sanngjarnt að leggja á »eftir efn- um og ástæðum*. Það fyrsta sem við vitum um héy- ásetning hér á landi er, að Blund- Ketill vildi skera af fóðrum. Torfi f Ólafsdal komst seihast að þeirri niðurstöðu, að bændur söfnuðu alment heýfyrningum, hefðu rækilega forðag 1 zlu, fóðurforðabúr og vátrygg- ingarsjóð. Guðmundur landlæknir og biskup- inn okkar vilja láta leggja járnbrautir. Einn helsti maðurinn f höfuðstað lands- K

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.