Norðurland


Norðurland - 14.04.1917, Blaðsíða 1

Norðurland - 14.04.1917, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri og útgefandi: jÓN STEFANSSON. Akureyri 14. apríl 1917. XVII. 14. blað. Frá blóðvellinum. Khöfn 13. apríl. Ákafar orustur á allri víglínunni í Belgíu og Frakklandi. Bandamenn bera ávalt hærra hlut og hafa náð mörgum þýðingarmiklum stöðvum. Frakkai hafa tekið sfðustu virkin við St. Quentin og Bretar fjölda af þorp- um á Arras-vígsvæðinu. þar tóku og Bretar í einu áhiaupi þriggja mílna breitt landsvæði á 10 mílna langri orustulínu og 11000 fanga. Þingið í Washington heimilar stjórninni að taka 12 miljarða doll- ara í þarfir ófriðarins til þess að byrja með. Óhemjulegar ófriðaræs- ingar um alla Vesturálfu. — Ar- gentina og Brasilia hafa slitið stjórn- málasambandi við Þýzkaland. Mik- ið af þýzkum eignum í Vesturálfu gert upptækt. Búist við að öll álfan snúist bráðlega í ófriðinn með Bret- um. Hið stóra ameríska strandferða- skip „New-York" er horfið. Brezkar og rússneskar herdeildir hafa náð saman í Mesopotamíu og unnið þar mikla sigra í sameiningu. Pjóðverjar hafa enn skotið í kaf stórt skip hlaðið matvælum til hjálp- arnefndar Belgja. Þjóðverjar hafa unnið mikinn sig- ur á Rússum við Stockhod og tek- ið þar 9500 til fanga. Mannfall ó- hemjulegt af báðum. Ágiskanir um uppreisn í Þýzka- landi, sérstaklega Prússlandi. Keis- arinn hefir opinberlega lýst yfir að stjórnskipunarlög Prússa skuli end- urskoðuð þegar ófriðinum sé lokið, en almennur] kosningarréttur lög- leiddur tafarlaust. X ll m láð og /ög. — Konan sem úti varð i Borgar- ýirði hét Sesselja jónsdóttir hús- freyja á Valbjarnarstöðum. Hún Janst tœpum sólarhring eftir að hún lagöi frá bœjum, helfrosin rétt við túngarð sinn. — Vélskipið „ Valborg* frá Rvik strandaði á Garðskaga á fimtudags- nóttina. Menn björguðust allir eftir mikið volk. — Jsland" kom til Reykjavikur á jimtudaginn með milli 90 og lOOfar- þega. „Gullýoss“ kom þangað í gær- dag farþegalaus. Bœði skipin hlað- in vörum. xGulifoss“ heldur svo á- fram, vestur og norður um land. \ . Mentaskóli á ftorðurlandi. Þegar eg í upphafi greinar minnar I blaðinu »ísl.« mintist á málfund þann sem eg nefndi málfundinn, þegar ,Norð- land' var stolnað, misminti mig um menn þá er stofnuðu blaðið og nefndi Sigurð lækni í staðinn fyrir bróður hans Einar Hjörleifsson. Eg gleymdi og að nefna hvatamenn að stofnun blaðsins, auk Stefáns Stefánssonar (nú skólameistara), þá Guðmund Hannesson og Odd Björnsson. En það sem eg einkum sé áriðandi að taka fram í þessu máli, er sú mótbára, að tveir mentaskólar f landi, sem ekki telur en fult 100,000 fbúa, mundu með því mót' skjótt ala óþarflega mörg em- bættismanuaefni. En fyrst er þess að gasta, að öll líkindi virðist vera til, að eftir örfáa mannsaldra verði þjóð vor hálfu fólksfleiri en hún er nú, og að sama skapi efnaðri. Og mundi nú þvf sá kostnaðarauki verða hverfandi, sem af mentaskólafjölguninni leiddi. Eða hvar í löndum hafa menn reist háskóla, sem ekki styðst við nema einn mentaskóla? Hið sænska skáld Báát sagði mér þá er háskólinn var stofnaður f Gautaborg, að þá hefðu borgarbúar verið lítið yfir 100,000 og talsvert margir æðri mentaskólar og stofnanir f næstu héruðum: Vestur- Gautlandi, Vermalandi og Báhúsléni — skólar sem bæði — þurftu háskóla og gátu »undirbygt« hann. Eins mundi fara hjá oss, að háskóli vor mundi þurfa úr fieirum að velja en 20—30 stúdentum á ári. Önnur mótbára, sem heyrðist framborin á stúdentafundi hjá oss (og'þó með Iftilli áherzlu) var sú, uð landið myndi fyllast af atvinnu- lausum stúdentum og kandfflum, bæði körlum og konum; en sérflagi mundi mjög vaxa málaþras og allskonar ó- regla f landi við það, að lögtrœðing- um mundi óðum fjölga —lærðum mönn- um, sem neyddust til að leita atvinnu meðmálfærztuhjáalþýðunni. Þann'g geri þeir herrar æðimikinn usla í flestum löndum, og mest sakir atvinnuleysis. Eg taldi yfir 1000 embættislausra lögfræðinga f »ríkis almanaki« Noregs, fyrir nokkrum árum. Og líkt stendur á í Danmörku, þótt tala lögfræðinga sýnist vera f rénun. Eg kann og hér litlu að svara, nema hvað eg hygg að hinir betri lögfræðingar bæði auki þekkingu alþýðu og reynslu, enda menti fólkið f lögum og réttarreglum og vari þó jafnvel við þrætum og sfn- girni. Mun þá reyndin verða sú, að hinir frekari og miður nytsömu lög- menn fari að tfna talinu. Fari svo stúdentarnir að fjölga yfirleitt, svo vart fleiri en úrvalið nái embættum á ungum aldri, þá sé eg framfarir, en engar afturfarir í þvf. Eða hvenær verður góðum dreng ofaukið f hinni miklu lffsins veiðistöð? Geta ekki atvinnuvegirnir fjölgað að sama skapi og mentuðu mennirnir? Eg fmynda mér, að hver sveit yrði þvf betur skipuð, sem fleiri búendur f henni og aðrir starfsmenn yrði fleiri. Ef vér viljum byggja fyrir framtfðina svo alt borgi sig, verðum vér að kasta öllum kotungsskap og Iftilmensku f fram- kvæmdum fyrir framtíðina. ísland er nýtt land með ótrúlegan vöxt og við- gang í vændum — hversu ilt sem út- litið sýnist nú. Brýna skal til batnað- ar. Þegar hinn varanlegi friður kemur, verða allir vegir lærir; líða varla lang- ir tímar áður en land vort sýnir aftur heiminum hvað f því og þjóð vorri liggur. Það er nýtt land (segi eg) með amerískri framtfð og með lýðveldi, eða eins og spekingurinn Hamilton sagði við Washington : »lýðveldi með sjálfs- ábyrgð fyrir atvikslögum « Þá sögðu þeir Washington og Ben. Franklin: »Hvernið getum vér gert 13 ríki lýðveldi þar sem engin slík rfki hafa enn staðist, nema borgir eða smáríki?* »Jú,« svaraði Haniilton: »vér látum öll vor ríki hafa lýðstjórn fyrir sie, en undir allsherjarstjóm, sem hefir þingræði, hæstarétt og forseta til yfir- stjórnar, kjörinn til 4 ára og af öllum rfkjum. Sjáum svo hvernig fer!« Og þetta varð upphaf stjórnarskrár Banda- rfkjanna, (Declaration of Independense) »Hamilton« — segir prófessor Höff- ding« — »var einhver mesti stjórn- vitringur, sem lifað hefir, því að hann spáði rétt um framtíðina og trúði á þjóðina, framtfð, skynsemi og frjáls- ræði.« Þvf miður eigum vér sárfáa menn, sem hugsa og skilja rétt fram yfir sfna tfð. Það sýna flest þau umbóta- mál, sem ný eru á dagskrá; vil eg einungis nefna fjárhaldsþref vort, því að þótt margt sé viturlega hugsað status quo, eða gamla horfið. Eða hvernig gengur með járnbrautarmálið og mótþróan og skamsýnina móti ráð- um og röksemdum Jóns Þorlákssonar. Oss dugar enginn smásálarskapur. Oss er alveg óhætt að halda áfram með skipakaupin, alveg óhætt að lána millión ettir millión upp á framtíð íslands, og alveg óhætt að stofna mentaskóla á Akureyri og hundrað aðra skólal Mú eg enn bæta við athugasemd ? Skáldið segir: »Starfið er margt, en eitt er bræðra bandið« I Sama skáld kallaði tfka ísland : »Álfu vorrar yngsta land« á þeim árum þegar eg efaðist mest um þess framtíð og var eg þá, eða þóttist vera »til í alt« og í hvati vetna búinn. Nú í ellinni hefi eg meir- trú á íramtíð lands og þjóðar(?) en 140 þau að eg mætti ekki reyna að lesa fyr en eg yrði hressari. Eg yrði að gera mig ánaegða með að fá að vita að Friðrik væri heill á húfi, stríðið á enda og sig- uririn stöðugt okkar megin. Nú væri ekki annað eft- ir en taka Als frá Dönum og svo kæmi Friðrik heim. Pabbi hughreysti mig eins og hann gat og María frænka fór að segja mjer söguna af sjúkdómslegu minni. Hún kom daginn sem Friðrik fór, daginn sem barnið fæddist og dó. Þangað mundi eg, en svo hafði eg legið margar vikur með óráði, lækn- arnir voru orðnir vonlausir um að geta bjargað lífi mínu og pabbi var kominn til þess að sitja við banabeð minn og vera við andlát mitt. Allar þessar sorgarfréttir, fyrir Tilling, voru símaðar til hans. En fyrir fáum dögum fóru læknarnir að fá ofurlitla von um mig og það var símað til hans í gærdag. — Ó, að hann sé nú ; aðeins sjálfur lifandi og ósærður, stundi eg. — Drýgðu ekki synd Martha, með því að efast um guðs hjálp og vernd, sagði María frænka. Guð hefði ekki frelsað þig frá dauðanum ef Friðrik væri dáinn eða ætti bráðléga að deyja. Eg hefi einnig sent honum verndargrip sem eg er viss um að dug- ar og svo beðið fyrir honum á hverjum degi. Já, vertu óhrædd! Heilsubót þín ber afli bænarinnar vitni, því þegar þú varst greinilega í helgreipum dauðans ákallaði eg verndarengil þinn, hina heilögu Mörthu óg . . . — Já, sagði pabbi ákafur, og eg skrifaði til Vínar- 137 Þegar hann var ferðbúinn, kom hann aftur, greip báðar hendur læknisins og sagði með ákefð: — Læknir, þér lofið mér, þér ábyrgist mér, er ekki ekki svo? . . . þér ábyrgist mér að alt gangi vel? Og þér símið til mín — hann nefndi járnbrautar- og símastöðvarnar, sem hann ráðgerði að koma við á, á leiðinni — ef hætta er á ferðum. En hvað hjálpar það? Þó hið voðalegasta færi að, gæti eg ekki snúið við. — Þetta er þungt aðgöngu, herra barón, sagði læknirinn, en verið rólegur. Og eftir nokkrar klukku- stundir verður alt búið. Símskeytið gerir yður glaðan f hug. — En þér verðið að síma mér sannleikann, hrein- an sannleikann, læknir! Gefið mér drengskaparheit yðar fyrir þvf, og aðeins með þeim skilmála getur símskeyti frá yður gert mig rólegan. Sverjið það, læknir, eg bið yður. Annars held eg að skeytið fari með tóma lygi og trúi engu. — Vesalings maðurinn, hugsaði eg. Ef þú fengir nú frétt í kvöld um að Martha þín væri að deyja, hvernig mundir þú bera það? Þú yrðir frávita. Þú mundir tafarlaust snúa við aftur til þess að loka aug- um hennar. Og svo kallaði eg hátt: Friðrik! Hann þaut að rúminu til mín og samtímis sló klukkan. Við áttum örfáar mfnútur eftir, en gátum ekki notið þeirra, því eg fekk nýja þrautakviðu og í stað skilnaðarorðanna komu kvalastunur og vein, sem eg réði ekki við.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.