Norðurland


Norðurland - 14.04.1917, Page 2

Norðurland - 14.04.1917, Page 2
M. eg nokkru sinni hef áður haft. Og því segi eg: »ír.land er nýtt land«. En vió orðið þjóð set eg þó ofurlitið spurningarmerki. Hversvegna f Ekki af því, að eg fulltreysti ekki hasfileikum þjóðar vorrar og efist um að oss hafi stórum farið aftur að hreysti og vits- munum sfðan á Sturlungaöld; því síð- ur efast eg um það, að lýðírelsið sé hið eina rétta stjórnarform hjá oss, eins sjáifsagt allri þjóðinni cins og frjálsraeðið hverjum sérstökum manni. En — »nema yðar réttlaeti,« o. s. frv , sagði Jesús af Nasaret, — nem- um vér haerra réttlaeti, en þjóð vor hefir enn numið í sín iooo ár. »Mein- galli lýðstjórnar og lýðfrelsis er« (seg- ir hinn mikli kennimannaskörungur Ameríku dr. Channing*) — »Meingalli líttmentaðra þjóða er sundurlyndi, ofsi og sveitardráttur — í sveitum, á fund- um, f dagblöðum og lögþingum.« Og svo lengi sem meðan meiri hluti þjóð- anna bera ekki samúð og þjóðfylgi verð- ur ósamlyodið hverju lýðveldi Þrándur- Í-Götu. Aðalreglur japana eru þessar: »Sefið sfngirni og sjálfleika, en Iserið þýðlyndi, samúð og siðgseði.* Og þá fyrst blessast lýðstjórn og lýðtrelsi, þá fyrst ex óhætt að »elska, byggja og treysta á landið.« » Vakni von og kvikni varmur neisti í barmi vilji, von og elja vinnu saman tvinni. Þá mun hefjast brú til betri tíöa, b’ú til vonarlanda /rónskra lýóa, brú til Jrelsis, brú til mentahœða, brú til mannfélagsins œöstu gœöa«. [fi. M. »Ölfursárbrúin«.) Matth. Jochumsson. * Sjá: »Sjálfsmentun« í Tímariti Bókmfl. 1896., sem hver ísiendingur sstti að laera í barnaskóla, -eins og lög heimta baeði í Ameríku og á hinu >hálfheiðna< Frakklandi. Heilsa og langlífi. Ryk og rusl. Nú, þegar vorraesting hfbýla f«r í hönd, þvottakonurnar koma og um- turna öllu í herbergjunum til að geta komist að öllum krókum og kimum, þá mun mBrg húsmóðirin furða sig á öllu því ryki og rúsli sem safnast hefir uppi á skápum og undír skápum bak við skápa og undir rúmun og leg- ið þar friðsamlega langan tfma. Þvf fæstum vinnukonuua dettur í hug að beygja sig svo eða teygja, að þær sjái hvar rykið er mest, enda er þeim vorkunn því þær vanta líka hentug áhöld til að ræsta burt undan hús- gögnum eins vel og skyldi. Það er ekki meining mfn að skarnma vinnukonurnar. Þær eru ekki «inar í sökinni. En bczt væri að koma því svo fyrir að ekkert ryk né rusl þyrfti að safnast fyrir undir húsgögnum né uppi á þeim né bak við þau. Eg sá uppástungu frá dönskum lækni (Dr. Tvedegaard) sem mér Ifk- ar vel. Hann ræður til að húsgagns- smiðir annaðhvort hætti að smíða fætur undir skápa og aðrar stórar hirzlur og láti þær hvíla með flötinn á gólfinu án þess bil verði á milli, eða þá að tfa fæturnar svo háar að auðgert sé að sjá og komast að öllur usli, sem safnast fyrir til að ræsta það burtu. Ennfremur leggur bann til að skápar og aðrar háar hirzlur séu þannig gerð- ar ofantil að þar *é enginn flötur né geilar sem safnað geti ryki, heldur séu þær apnaðhvort typtar lfkt og rjáfur á húsi eða hvelfdar með tölu- verðum bratta. Þessar tillögur danska læknisins finnast mér svo gagniegar að eg vil bera þær upp fyrir fólki hér á landi og hvetja alla húsgagnasmiði til að fylgja þeim. Það er alkunnugt hvflík óhollusta getur stafað af ryki (sbr. heilsufræðí- mína) svo um það þarf ekki að íjý yrða hér. En allar húsmæður munu viðurkenna hvílíkur bannsettur óþverri er að rykiau og ruslinu í herbergj- unum í skúmaskotum bak við, undir og ofan á ýmsum húsgögnum. 34 Reg'lugerð um aðflufta kornvöru og smjörlíki. Samkvæmt heiinild í lðgum 1. febrúar T917 um heimild fyrir landsstjórn- ina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfuófriðinum eru hér með sett eftir- farandi ákvæði: 1. gr. Allan rúg, rúgmjöl, hveiti, maís, maísmjöl, bankabygg, hrísgrjón, völsuð hafragrjón, haframjðl og smjðrlíki, sem til landsins er flutt hér eftir, tekur landsstjórnin til umráða og setur reglur urn sölu á vörunum og ráðstöfun á þeim að öðru leyti. 2. gr. Þeim, sem fá eða von eiga á siíkum vörum frá öðrum löndum, ber í tækan tíma að senda stjórnarráðinu tilkynningu um það, svo það geti gert þær ráðstafanir viðvíkjandi vörunum, sem við þykir eiga í hvert skifti. í tilkynningunni skal nákvæmlega tiltaka vörutegundirnar og vðru- magnið. 3. gr. Lögreglustjórum ber að brýna fyrir skipstjórum og afgreiðsiutn skipa, sem flytja hingað vörur þær, er getur í 1. gr., að eigi megi af- henda slíkar vörur inóttakendum fyr en stjórnarráðið hefir gert ráðstafan- ir viðvíkjandi þeim í þá átt er að framan greinir. 4. gr. Brot á móti ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum alt að 5000 kr. og fer um mál út af þeim sem um önnur lögreglumál. 5. gr. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Þetta er birt öllum þeim til eftirbreytni, sem hlut eiga að máli. . • í stjórnarráði íslands 11. apríl 1917. Sigurður Jónsson. Jón Mermannsson. 138 — Farií nú, herra barón, sagði læknirinn. Sjúkl- ingnum er hættuiegt, að skilnaðurinn vofi lengur yfir. Friðrik þrýsti síðasta kossinum á varir mínar og hentist svo út úr herberginu. Skerandi sársaukavein var það síðasta, sem hann heyrði til mfn. — — — Hvaða hugblær var yfir herdeildinni, þegar hún fór? »01mutz dagblað* sagði svo frá daginn eftir: »Sjötta herdeild hélt héðan úr bænum í gær, norður á bógitin, til ófriðarstöðvanna, til þess að prýða sig og krýna nýjum lárviðarsveig. Herdeildin kvaddi bæ- inn með blaktandi fánum og lúðraþyt. Sigurvonin fylti brjóstin og bardagalöngunin brann úr augum ailra hermannanna.* * * * Friðrik hafði símað til Maríu frænku áður en hann fór, að mér lægi mjög mikið á hjálp hennar. Hún kom rétt eftir að hann var farinn. Eg var þá með- vitundarlaus og í mikilli hættu. Barnið dó skömruu eftir að það fæddist, og eg var milli heims og helju og barðist við dauðann í margar vikur. Læknirinn varð samkvæmt loforði sínu að senda vesalings manninum mínum símskeyti um hvernig komið var: að barnið hans var dáið og konan í lífshættu. Eg var með mikla hitaveiki sólarhring eftir sólarhring og hafði stöðugt óráð svo eg þekti engan og vissi ekkert um hvað gerðist. »í rauðu heftin* hefi eg skrifað frá óráðstímabilinu: »Eg grautaði stöðugt satnan ástandi mínu og orustunum. Verkfæri 139 læknisins voru í augum mínum sverð og skotvopn. Eg þóttist »!iggja á sæng« milli tveggja herdeild, sem geystust yfir mig hver á móti annari. Arno var mað- urinn minn og var hjá mér, er Friðrik hjúkraði mér klæddur búningi hjúkrunarkonu og klappaði silfur- storknum á bréfapressun.ii. Á hverju augnabliki bjóst eg við sprengikúlum sem tættu Arno, Friðrik og mig sjálfa í sundur, til þess að það barn gæti komið í heiminn, sem ákvarðað var að yrði stjórnandi Dan- merkur, Slésvíkur og Hoisetalands. En samt var þetta alt til ónýtis og kvalafult. Einhver hlaut samt að geta hjálpað mér og heiminum. Og eg tærðist í óráðinu af lðngun eftir að kasta mér niður fyrir fætur hins almáttuga hrópandi: Hjálp! í nafni mann- kærleikans og réttlætisins, hjálp! hjálp! Niður með vopnin! Leggið vopnin! . . .« Með þetta neyðaróp á vörunum vaknaði eg svo til lífsins einn góðan veðurdag. Pabbi og María frænka sátu bæði við rúmið og pabbi sagði hægt og blíðlega: »Já, vertu róleg barnið gott. Vopnin verða fljótlega lögð niður og . .,.« Það var nota- legt að vakna upp af löngum svefni, til þess að fá þá frétt, en kaldur veruleikinn gægðist jafnframt til mín: Þú ert hin sjúka Martha Tilh'ng. Barnið þitt er dáið og maðurinn þinn er í stríðinu! — Er hann lifandi? Hefir hann skrifað mér? voru fyrstu spurn- mgar mínar. Þau sýndu mér þykkan bunka af bréf- um og símskeytum. Efni skeytanna var að mestu fyrirspurnir um hvernig mér liði, en bréfin sðgðu Eg hef áður ritað um þi óhollustu, sem fylgir gömlum undirsængum, heyi sem hatt er undir í rúmum eins og vfða er siður hér á landi. Og Cg hef hvatt menn til að fá sér fjaðurbotna ( rúm til að spara sér undirsængur og iyk. Eg hef beðið kaupmenn (Jóh. Þorsteinsson og Sigmund Sigurðsson) að útvega mönnum lausa fjaðrarúm- botna til að setja í gömlu rúmin sín. En vegna stríðsins befir þeim ekki heppnast að fá þessa þöríu hluti senda hmgað. Vonandi lagast þetta bráðum og þá aettu menn að fhuga þetta nauðsynjamál. Föstu rúmin ættu al- gerlega að leggjast niður þvfaf þeim leiðir óþrifnaður. — í stað þeirra eiga að koma hreyfanleg rúm, sem hægt sé að ræsta undan, rúm með háum fótum svo hæglega verði séð og kom- ist undir þnu til að ræsta burt 6- hreinindi. Þessháttar rúm eru orðin algeng á sjúkrahúsum, en þau eiga ekki síður heima á venjulegum heim- ilum. Steingr. Matthíasson. % Smérlíkia-framleiðsla (margarini-gerð) mun bráðlega ger- samlega stöðvast í Danmörku vegna hrávöru-vöntunar, segir símfrétt til Reykjavfkur.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.