Norðurland


Norðurland - 26.05.1917, Blaðsíða 1

Norðurland - 26.05.1917, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri og útgefandi: JÓN STEFANSSON. Akureyri 26. maí 1917. j XVII. árg. Svínafeiti ágæt til að steikja úr fæst í verzlun Péturs Péturssonar. 20. blað. H e i 1 s u f a r í y\kureyrarhéraði 1916. (Útdráttur úr skýrslu til landlæknis.) Fólksfjöldi héraðsins var í árslok 5335. Héraðsbúum fjölgaði um 67 á árinu. í Akureyrarprestakalli fjölgaði í- búum um 109, en í sveitum héraðs- ins fækkaði fbúum um 38. Er þetta Ijóst dæmi þess, hvernig straumurinn gengur úr sveitinni til kaupstaðanna eða í grend við þá. Sjúkleiki var töluverður og mann- dauði sömuleiðis. Alls dóu 71, þar af 28 í Akureyrarprestakalli, en í skarð þeirra fæddust 111 lifandi börn, en 12 andvana. Vér læknarnir (Vald. Steffen- sen, Friðjón Jensson og undirritaður) skráðum alls 4962 sjúklinga (V. St. 2240, F. J. 1327, eg 1394). Fyrstu 3 mánuði ársins var eg fjarverandi og var þá Sigurjón læknir Jónsson í Dal- vík skipaður héraðslæknir, en dagleg- um störfum mínum gegndi Friðjón læknir Jensson. — Út um héraðið fór eg 49 ferðir. Farsöttir sem gengu voru þessar helstu: Mislingar bárust hingað með skip- um frá Suðurlandi í maf og breiddust smámsaman út um héraðið. Veikin varð skæð á sumu eldra fólki en á unglingum var hún væg, og yfirleitt vægari hér en annarstaðar 'eftir frétt- um að dæma. — í skýrslum prest- anna eru 60 taldir dauðir beinlínis úr mislingum, en í rauninni munu misl- ingar hafa óbeinlínis valdið dauða fleiri manna með eftirköstum sfnum, einkum lungnakvefi og lungnabólgu. Mörg sveitaheimili vörðust mislingun- um, einkum frammi í Eyjafirði, í Öxnadal og Hörgárdal. Farsóttin hélt þó áfram að slæðast út um sveitir eftir áramót. Af hálfu hins opinbera var engra sóttvarna gætt. Rauðir hundar komu fyrir á ein- staka heimilum meðan mislingarnir voru að ganga og má vera að sum- staðar hafi þeim verið gefið mislinga- nafn, þar sem læknis var ekki vitjað. Taugaveiki kom fyrir á tveim heim- ilum í Hörgárdal en breiddist ekki frekar út. Hér á Akureyri hefir ekki borið á veikinni síðan nýja vatnsveit- an kom. Kveýsótt og lungnabölga var alltíð fyrri helming ársins. Iðrakvefsótt kom fyrir alla mánuði ársins, en mest um sumarmánuðina. Holdsveiki kom fyrir á einum sjúkl- íngi, ungri konu, og fór hún suður á holdsveikraspítalann. Berklaveiki. 38 nýir sjúklingar leit- uðu læknis úr héraðinu og ennfremur 8 utanhéraðssjúklingar. En alls töld- ust vera 65 berklaveikir heimilisfastir í héraðinu í árslok, Sullaveikí. 3 sjúklingar leituðu læknis. Samrœðissjúkdómar. 18 sjúklingar leituðu læknis. Af þeim voru 6 út- lendingar. Slysfarir voru þessar helstar: Maður varð á milli báts og skips- hliðar og fór úr liði um mjöðm. Barn fór úr liði um olboga og brotnaði upphandleggur. 8 beinbrot komu fyrir á handleggs- beinum. 4 brutu fótleggi, en aðeins þó aðra beinpípu leggsins í öll skiftin. 1 maður nefbrotnaði. Drukkinn Svíi rak hníf í norskan sjómann hér í bænum um nótt. Skar hnífurinn 3 þuml. langan skurð gegn- um síðuvöðvana neðan við herðablað og nam við beini. Var það djúpt sár og Ijótt, en greri þó vel eftir að vera saumað. 5 manneskjur biðu bana af slysum: 2 urðu úti; piltur og stúlka á Vaðla- heiði. 2 drukknuðu — annar á Akureyr- arhöfn, hinn í Eyjafjarðará. 1 maður danskur hrapaði úr skips- reiða og dó samstundis. Konur í barnsnauð. 17 sinnum var okkar læknanna vitjað við fæðingar, en verulegar erfiðar voru aðeins 2 þeirra. í aðeins eitt skifti þurfti að taka barn með töng. Konunum öllum heilsaðist vel, en fimm af börnunum komu andvana. Sjúkrahúsið. Aðsóknin var mikil, svo að oft var erfitt að rúma sjúklingana, nema með því að fylla fordyri og gang. Sjúkl- ingar voru samtals 188 og legudagar þeirra 4906. Af sjúklingunum voru 31 héðan úr kaupstaðnum, 79 úr sýslunni utan kaupstaða, 64 úr öðrum sýslum lands- ins og 14 útlendingar. 13 sjúklingar dóu. Dauðameinin voru þessi: 3 dóu úr lungnatæringu, 3 úr berklum annarstaðar í líkaman- um, 1 úr ellihrumleika, 1 úr heila- bólgu, 1 úr krabbameini í maga, 1 úr æðastíflu, 1 úr mislingum, 1 úr hjarta- bilun, 1 úr brjósthimnumeini. 44 meiri háttar skurðir voru gerðir og 40 minni háttar skurðir og að- gerðir. Af sjúklingunum dóu 2 — annar úr berklum, hinn úr brjóst- himnumeini (ígerð í brjóstholi). Hin- um sjúklingunum heilsaðist vel. Akureyri 31. marz 1917. Sleingrimur Matthiasson. Frá blóðvellinum. Bandamenn ræða ýmsar breyt- ingar á væntanlegum friðarskilmál- um eftir ósk Rússa. Brezki ráðherr- ann Henderson segir að þar eð Þjóðverjar hafi ekki enn látið af á- formi sínu um að reyna að kúga allan heiminn eða séu ekki enn vonlausir um að það takist, hljóti friðargerðin að eiga langt f land. Háværar raddir gera vart við sig meðal þýzkra jafnaðarmanna um að stjórnarbreyting verði gerð í Þýzka- landi og þar sett á stofn lýðveldi. Svíar láta mjög ófriðlega við Þjóð- verja út af því að þýzkir kafbátar söktu þremur stórum kornflutnings- skipum sænskum. Mikil kornmatar- ekla í Svíþjóð. Sænsk blöð heimta, að allir Þjóðverjar, þó búsettir séu í Svíþjóð, verði tafarlaust reknir úr landi. Þjóðverjar hafa sökt spánska fólks- flutningaskipinu »Capri". Fjöldi 148 þó það ef til vill komist ekki til þín og þá veit eg að hugsanir mínar og skoðanir á hörmungum ófrið- arins eru ekki dauðar þó eg sé úr sögunni. »Eg hefi sagt það« skal vera huggun mín þegar eg verð að kveðja Iffið. Það voru fimm dagar síðan þetta bréf var dag- sett og tveir dagar síðan það kom. Hvílíkar hörm- ungar geta ekki skeð þar sem orustur geysa á fimm sólarhringa tímabili? — Hversvegna hefir ekkert bréf komið frá Friðrik í gær eða dag? Ef að hann er lifandi hefir hann nú að öllum líkindum fengið fregn- ina um að eg sé úr allri hættu fyrir veikindunum, en ef hann — — Pabbi varð að fara heim til Grumitz því hann átti, mjög annríkt þar og þegar eg yrði ferðafær áttum við Rudolf að flytja þangað til hans svo eg gæti notið hins heilnæma sveitalofts fjarri bæjarglaumnum. María frænka varð eftir hjá mér til þess að gæta þess að eg færi gætilega og gerði enga heimsku, en systur mínar Lily og Rósa fóru báðar með pabba. María frænka lagði ferðaáætlun okkar í ró og næði án nokkurra andmæla frá mér, en með sjálfri mér var eg þó fastlega ákveðin í að fara til Slésvíkur jafnskjótt og eg yrði ferðafær. Enginn vissi um þessar mundir hvar herdeild Friðriks var. Það var þvf alveg ómögulegt að senda bréf eða símskeyti til hans. Heilsa mín batnaði hægt því hin stöðuga angist sem eg var í út af Friðrik tafði fyrir batanum. Og einusinni þegar eg var að 145 sem menn fengu til þess að safna kröftum, áður en blóðbaðið byrjar í dag. Eg hefi litið til hinna særðu í smérgerðarhúsinu. Við verðum þvf miður að yfir- gefa þá nær hjálparlausa og þar voru þó margir sem mig dauðlangaði að gera sama gustukaverkið á eins hestinum. Það hefði verið góðverk gagnvart þeim, því ekkert nema dauðinn getur linað kvalir þeirra, en hann kemur oft svo seint, þar sem hans er mest þörf. A einum var neðri kjálkinn alveg skotinn burt, á öðrum —nei, eg get ekki lýst, hve hörmulega þeir voru útleiknir.------Svona^er það. Dauðinn hefir svo mikið að gera, að hann má ekki vera að því að finna þá, sem óska komu hans tafarlaust. Mun hann þá ekki hlífa þeim, sem biðja hann vægðar af hug og sál? Ó, hlífðu mér, því heima bíður mín elsku- leg og hjartfólgin eiginkona! Eg verð að hætta. Lifðu heil og sæl, Martha! — Lifðu heil og sæl — ef þú lifir! Þinn Friðrik.« Til allrar hamingju fann eg í pakkanum bréf, sem var dagsett síðar en þetta. Þar skrifar Friðrik:, »Við sigruðum og eg er ósærður. Það eru gleðilegar frétt- ir, önnur fyrir pabba þinn og hin fyrir þig. En hve mörgum þúsundum manna, kvenna og barna sá dag- ur hefir flutt takmarkalausa sorg og aðrar hörmung- ar, er ekki rannsakað.* — í öðru bréfi sagði Friðrik mér, að hann hefði séð Godtfreð, einkason Kornelíu móðursystur sinnar. »Hann reið frerastur í flokki einnar hersveitarinnar, glaður og ánægður á svip. En

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.