Norðurland


Norðurland - 04.07.1917, Blaðsíða 1

Norðurland - 04.07.1917, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri og útgefandi: JÓN STEFANSSON. 26: blað. MagnúsSigurðsson kaupmaður og óðalsbóndi á Grund hinn þjóðkunni atorku- og fram- kvæmdafrömuður varð sjötugur að aldri í gær, fæddur 3. júlf 1847. Eyfirðingar og margir Akureyrar- búar heimsóttu hann, til þess að færa honum hamingjuóskir sínar og þakklæti fyrir liðna tímann, fyrir hinn langa og dáðríka starfsdag hans. Hér í bænum var flaggað af- mælisbarninu til virðingar. »Norðurl." óskar Magnúsi Sig- urðssyni allra heilla og vonar að hann eigi enn langt líf fyrir hönd- um. Hann er hraustur óg ern lík- amlega og andlega og hefir óbil- aða starfskrafta, svo mikils má enn vænta af honum þótt aidurinn sé þegar orðinn nokkuð hár. X Vélbáta-útgerð. Grein sú er hér fer á eftir er tekin upp úr »Ægir« og er eftir Sveinbjörn Egilsson ritstjóra »Ægis«. Þykir »NI.« sem hún sé injög þess verð að sjómenn taki eftir henni og lesi hana og vill því gera sitt til að fjölga lesendum hennar. — »Menn,viIja ekki skílja það, að vélarnar á velreiddum bátum eru hjálpartseki, sem nota á þegar segl verða einhverra hluta vegna ekki notuð, en þau ber að nota hvenær sem færi gefst, og með notkun þeirra á að spara hina dýru vöru, olfuna — til þess eru seglin. Séu þau ekki til þess, þá er það bein hugsunar- villa, að taka ekki möstur úr hverj- um einum einasta bát og hafa engin segl, því að möstur taka vind, það stendur f þau og í hverjum túr fara nokkrir pottar af c-líu til að yfirvinna mótstöðukraft þann, og þeir pottar geta orðið að tunnum. Segl þau, sem aldrei eru leyst úr böndunum, fúna fljótt og vel, svo að það getur aldrei orðið neinu vátryggingarfélagi huggun að vita að bátar hafi segl, sem þeim geti orðið til bjargar bili vélin, eigi það að verða algeng regla hér að ndta þau aldrei nema þegar mest ligg- ur á, enda er það búið að sýna sig hvað þau duga, þegar í nauðir rekur, seglin fúin, hnútar á íölum (dragreip- uro) og illa »benslaðar« fclakkir. — Eitt at þvf marga, sem gerif mót- orbátaútgerðina dýrari en þarf, eru hinir of kraftmiklu mótorar, sem sett- ir eru f bátana, eflaust án þess farið sé þar eftir nokkrum reglum. Hinir aflmiklu mótorar eyða miklu meiri olíu en hinir, og þótt dregið væri 20 hkr. af t. d. 6o hkr, vél, þá eyðir hún meiri olíu með hinum notuðu 40 hkr. en 40 hkr, mótor mundi gera og mun vart gefa jafngóða ferð, í það minsta ekki meiri. Þar sem 40 hkr. vél er nægileg fyrir bát, þá er alt þar fram yfir óþarft og aðeins til eyðslu Það þarf enginn að hugsa það, að gefi 40 hkr. mótor 6 mflna hraða, að þá hljóti 80 hkr. mótor að knýja hinn sama bát áfram 12 mflur. Við vissan hraða bátsins sem fer eftir byggingarlagi hans, er takmark sett, þann hraða Akureyri 4 júlí 1917. XVII. árg. kemst hann en ekki hraðara, hverjum brögðum sem beitt er, og svo er eitt ennþá. Útgerðarmaðar, sem einnig er skip- stjóri og mótoristi, og sem sjálfur hefir verið formaður á bátum sínum hefir sagt mér, að á mótorbát sem er eign hans og í hverjum er 36 hkr. vél var olfueyðsla 2 föt á sólarhring, en hann lét hann aldrei ganga fyrir meira afli en 26—28 hkr. þ. e dróg af honum 8 —10 hestaöfl, og með þvf gekk báturinn ágætlega, en ef hann notaði alt afl mótorsins þá eyddi hann 3 fötum af olíu á sólarhring en hrað- inn sem þetta 3ja fat og hin io hest- öfl gáfu fram yfir hina vanalegu ferð var aðeins lU úr mílu; sýnir þetta dæmi það Ijóst, að það er ódrjúgt að láta mótora ganga fyrir öllu því afli, sem þeir geyma, en hjá óvönum mönnum mun það altítt, að svo sé gert, þar bætist við að segl eru aldrei og þá er ekki að furða þótt þessi liður útgerðarinnar verði álitleg upp- hæð. — Bátar, sem stunda eiga alskonar veiði, sem eiga að vera tilbúnir hve- nær sem er, að geta breytt um veiði- aðferðir, verða á endanum svo dýrir, að enginn rís undir og því sfst, séu ekki þeir menn á skipum, sem kunua til hlýtar hverja aðferðina fyrir sig, og þurfi ekki að byrja lærdóminn þeg- ar nota á þau tæki til veiða sem kosta of fjár. Hugsum oss t. d. 40 þús. króna mótorbát. Hann á að vera tilbúinn í alt, og til hans eru keyptar lóðir, þorskanet, snurpinót, reknet, máske botnVörpur, hákarlaveiðarfæii, svo sem drekar, sóknir, pertlína m fl. auk breytinga á sjálfum bátnum og snurpi- báta Hvert er ekki verð bátsins orð- ið þá, hvflfka upphæð þarf ekki hér að renta, og hvflfkir snillingar f veiði- aðferðum þurfa þeir skipstjórar ekki að vera. sem trúað er fyrir þannig útreiddum bátum, með það fyrir aug- um, að úthaldið verði ábati en ekki halli. — Þegar nú hingað er komið, þá ættu menn að reyna að koma sér saman um eitthvað ákveðið um veiðiaðferðir, útveganir til útgerðar, mynda einhvern lélagsskap milli eiganda skipa, þar sem þeir, sem þekkja hvað er að gera út skip styrkja þá, sem ekki kunna það, áður en öll útgerð mótorbátanna fer f kalda kol. í félagsskap og samvinnu geta þeir sem eru allri útgerð óvanir, fengið þær bendingar hjá þeim, sem kunna sem geta bjargað miklu; en þar sem einn og einn er að þreifa sig áfram fyrirhyggjulftið þar getur oft farið illa. —< X V é 1 s k i p i ð »S t e 11 a« eign Snorra kaupmanns Jónssonar, kom frá útlöndum á miðvikudaginn. Rögn- valdur Snorrason kaupm. er dvalið hefir ytra síðan f haust og kom heim á »Stellu« gat loks fengið leyfi Breta- stjórnar til þess að »Stella« fengi að fara heim án þess að koma við í Bret- landi, en undir margar skuldbindingar og skilmála varð hann að skrifa f sam- bandi við það, og hvorki mátti hann Kviðslitsumbúðir eru nýkomnar í Lyfjabúð Akuieyiat. r Agœfar rullupilsur og saltkjöt af fé að norðan, fæst hvergi eins gott og ódýrt eins og í verzlun J. V. Ha vsieen Öllum þeim mörgu, sem hafa tekið þátt f okkar þungu sorg við fráfall og jarðarför okkar elskaða eiginmanns og föður Friðfinns Pálssonar, vottum við okkar innilegasta þakklæti. Skriðu 28. júní 1917. Steinunn Jónsdóltir. Pálína S. Friðfinnsdóttir. Jón Steinberg Friðfinnsson. Adólf Friðfinnsson. hafa blöð né bréf meðferðis til íslands. »Stella« fór frá Kaupmannahöfn (hlaðin nauðsynjavörum, mest matvörum) 3. júnf og hélt þegar yfir Eyrarsund, und- ir strendur Svíþjóðar og svo norður með þeim til Gautaborgar. Þar stans- aði hún nokkra daga og fór svo enn með ströndum fram (nema þvert yfir Kristjanfufjörðinn norðarlega) til Man- dal, þaðan til Bergen og svo enn norð- ur með Noregi til Aalesund. Þaðan lagði hún á haf út og var aðeins rúma þrjá sólarhringa til Norðfjarðar, lékk gott veður yfir hafið en þó nokkurn mótbyr alla leió og sá hvorki þýzka kafbáta né brezk herskip. Skipstjóri á »Stella« heitir Þórður Þórðarson og skipverjar eru flestir ís- lenzkir. Farþegi var, auk Rögnvaldar Snorrasonar, Theodor Jakobsson kand. phil. frá Svalbarðseyri. Vel hreinar alullar PRJÓNATUSKUR, og vel hreinat ónýtar Skóhlífar (og annað úr gúmmí) eru keyptar hæsta verði kontant. Bald. Ryel. selur milliveggjapappa, loftrós- ettur af fleiri stærðum, veggfóð- ur (betræk), trélím, portiera-kúl- ur og hringi o. fl. Sig. Bjarnason. Norðmenn 02 bannlðain. í »Nationaltidende« 26. f. m. er birt símfregn frá Noregi, um að norska stjórnin hafi lagt fyrir þingið frumv. til laga um að nema úr gildi leyfi skipa að flytja brennivfn úr landi »til eigin þarfa«, án þess að greiða toll af, þegar ákvörðunarstaðir skipanna eru lönd þar sem aðflutningur á brenni- vfni er bannaður. — Það er látið fylgja fregninni, að tilgangurinn með þessari ráðstöfun sé að koma f veg fyrir að brennivín verði flutt frá Nor- egi til íslands. (Vfsir.)

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.