Norðurland - 13.02.1918, Blaðsíða 2

Norðurland - 13.02.1918, Blaðsíða 2
Nl. Björn Líndal er nú alfluttur búferlum héðan úr bæn- um. Hann hefir verið að láta byggja á Svalbarði, eignarjörð sinni, hinu forna höfuðbóli, nú í haust og vetur og er það svo langt komið, að hann og kona hans og börn eru sezt þar að. Ætlar Líndal að reka þar búskap og útgerð frá Svalbarðseyri, en annað bú hefir hann á Kaðalstöðum í Fjprðum og er ekki ofmælt um hann, eins og sagt var um bændur til forna, að hann er »um- sýslumaður mikill*. Er ekki vafi á njóti Svalbarð hans við um hríð, að það muni hefjast í fornan sess og brátt bera merki atorku hans og starf- semi. Björn Líndal kom hingað til Akur- eyrar vorið 1907, þá nýbúinn að Ijúka embættisbrófi í lögum við háskólann og settist hér að, ásamt konu sinni, sem er dönsk að ætt, en brátt varð íslenzk í lund og háttum og að máli. Hann var efnalaus er hann kom hing- að, en tók brátt að reka búskap og síldarútgerð og farnaðist það svo vel, að hann mun nú vera í röð hinna efnaðri borgara bæjarins. Öll þessi 10 ár sem hann hefir dvalið hér hef- ir hann tekið mikinn þátt í opinber- um málum og lagt drjúgan skerf til margra framfaramála bæjarins, enda mun flestum bæjarbúum hafa verið Ijóst, nú er hann flutti bústað sinn héðan, að bænum er á ýmsan veg mik- ill missir að honum. '4 Frá blóðvellinum. 5/2. Fullkomin regla komin á í Berlín. Almenningur hefir tekið upp vinnu aftur. Stjórnin hefir ákveðið að taka kröfur verkfallsmanna til greina. Foringjar æsingamanna hafa verið handteknir og fangelsaðir og bíða dóms og hegningar. — Frakkar hafa gert ógurleg áhiaup í Charnp- agne en árangurslítið. — Þjóðverjar tiikynna opinberlega að í janúariok hafi kafbátar peirra verið búnir að sökkva fjórða hiuta af skipastól heims- ins (að smálestatölu) peim er til var þegar styrjöldin hófst. 8/2. Þjóðverjar skutu niður á At- lantshafinu eitt mannflutningaher- skip bandanianna, er 2000 hermenn voru á, en björgunaríæki Breta eru orðin svo fullkomin að aðeins 165 druknuðu. — Rússneskir dátar ræna, brenna og myrða í Helsingfors. — Maximalistar hafa rekið aila sendi- herra erlendra ríkja burt úr Rússlandi. 9l2. Ukraine hefir gert fullnaðarfrið • við Miðveldin. Ægilegar fregnir ber- ast frá Finnlandi sérstaklega um óg- urlegt blóðbað í Helsingfors. 10/2. Rússaveldi í heiid sinni hefir sarnið fullnaðarfrið við Miðveldin.-Þjóverjar hafa nú um 3 miljónir manna á vesturvígstöðv- unum. Þar eru stöðugt afskapiegar orustur og sókn af hendi Frakka. — Allar friðartilraunir milli banda- manna og Miðveldanna eru stöðv- aðar. Yfirherráð bandamanna hefir ákveðið að halda ófriðinum vægð- arlaust áfram þar til yfir lýkur. S io ll m láð o g / ö g. — Póstafgreiðslumaður á Seyð- isfirði er settur Tryggvi Guðmunds- son kaupmaður. Björn Pálsson kand. juris sagði þvi starfi afsérumára- mótin og flutti alfari til Reykja- vikur. — Sigurjóni Markússyni sýslu- manni Skaftfellinga er veitt Suður- Múlasýsla. — „Gulltossa fór frá Reykiavik vestur um haf 30. jan. Meðal far- þega voru: Garðar Gislason stór- kaupmaður, snögga ferð til Amer- íku, Gunnar Egilson, kona hans og börn o. fl. — Gunnar tekur við er- indrekastarfi þvi fyrir stjórnina er Jón Sivertsen hejir haft á hendi vestan hafs undanfarið. — „Island“ er komið til Halifax á leið til íslands{ hlaðið matvörum að mestu. „Bothnia“ og „Sterling" eru bæði komin heilu og höldnu til Noregs. — „Islands Falk“ er ófarinn enn ftá Reykjavík og hefir nú verið breytt ferðalagi hans, svo hann fer ekki til Danmerkur heldur Fœreyja, verður þar varðskip um tima og kemur svo hingað til lands aftur. — Slys eru að tiðkast í Reykja- vik, við höfnina nýjuþar, að menn álita. Menn hverja og finnast ekki og er talið að-þeir muni hafa fall- ið út af hafnargörðunum og drukn- að en straumur borið líkin burtu. Snemma i vetur hvarf þar maður úr Stykkishólmi og nú i vikunni maður aj „Islands Falk“. — Snœbjörn Arnljótsson á Pórs- höfn lét af stjórn Örum & Wulffs verzlun þar nú um áramótin og flytur búferlum til Reykjavikur. — Verzlunarstjóri i hans stað er orð- inn fón Björnsson er undanfarín ár hefir verið á skrifstofu Ö. & W. í Khöfn og kom hann til Reykjavíkur á „Islands Falk ‘ i desbr. en þaðan norður um land á „Willemoes“. — Breiðabólsstaðarprestakall á Skógarströnd er auglýst laust. — Heimatekjur kr. 208.80. Veitist frá fardögum 1918, Umsóknarfrestur til 15. marz. — Blöðin „Austri“ á Seyðisfirði og „Vestri“ á Isafirði eru hætt að koma út í bráð vegna pnppírsleysis. Munu þar fleiri koma á eftir ef ekki rœtist úr, því pappírsbirgðir i land- inu eru mjög að ganga til þurðar. — „Dvöl“ blað það er frú Torf- hildur Holm hefir gefið út í 17 ár er og hœtt að koma út. — Yfirkjörstjórnaroddviti i Aust- ur-Skaftafellssýslu er sira Pétur fónsson á Kálfafellsstað skipaður i stað síra Jóns Jónssonar á Stafa- felli, er sótt hafði um lausn. — „Konungsgliman“ leikrit Goð- mundar Kambans hefir verið leikið oft í Rvík undanfarið, fyrir fullu húsi. — Um árarnótin var prentsmiðj- an „Rún“ i Reykjavík ásamt hinu nýja steinhúsi við Ingólfsstrœii, seld eigendum „Félagsprentsmiðjunnar“ og ætla þeir síðar að slá prent- smiðjunum saman 1 „Rúnar“-hús- inu. Par hefir til þessa verið eina setjaravélin, sem notuð hefir verið á þessu landi. En nýju eigendurnir bæta þar nú annari við, sem þeir fengu frá Ameriku, svo að þarna ris upp stór prentsmiðja. — „Frón“ heitir nýtt þjóðmála- blað sem farið er að gefa út i Reykjavik, vikublað á stærð við „Morgunblaðið". Ritstjóri er Grim- úlfur Ólafsson fógetaskrifari, en útgefendur er sagt að séu ýmsir á- kveðnustu „þversum-menn“, Sig. Eggerz o. fl. íþróttafélag Reykfa- víkur er og farið að gefa út blað er heitir „Próttur“ og á það að vekja áhuga manna á íþróttum í svipuðum stil og t. d. „Sumarblað- ið“ er sama jélag hefir gefiðútáð- ur. „Próttur“ fer vel á stað og flyt- ur ýmsar góðar ritgerðir i fyrsta blaðinu. Ábyrgðarmaður er Björn Ólafsson. — Tveir af farþegum þeim er ætluðu með „Sterling“ til útlanda frá Reykjavik, voru kyrsettir af því að á þeim fundust bréf, sem þeir höfðu tekið til flutnings til Khafn- ar. Enska stjórnin hafði leyft far- þegaflutning með skipinu, en bann- að póstflutning, og tarþegarnir höfðu allir skrifað undir skuldbindingu um að flytja ekki bréf. Sannleikanum misþyrmt. Herra ritatjóri! í sfðasta blaði »Norðurlands« bírt- ið þér greinarstúf um» framkomu mfna og annars bæjarfulltrúa á næstsfðasta bæjarstjórnarfundi, sem yður hefir fundist svo mikið um og þótt svo á- ríðandi að kæmi íyrir almenningssjón- ir, að þér skirrist ekki við að láta blaðið flytja hann út á meðal fólks- ins úrtölulaust á yðar ábyrgð. Sem betur fer er það sjaldgæft að sannleikanum sé misþyrmt og réttu máli hallað e ns átakanlega eins og gert er f þessari litlu grein. Því þarf engan að furða þótt höfundi hennar sé ekki um að láta nafns sfns getið, ekki sfzt ef svo stæði á, að eg hefði hingað til haft fulla ástæðu til að telja hann meðal góðkunningja minna og almenningur hefði skipað honum á bekk með valinkunnum sæmdarmönn- um, er eigi vilja vamm sitt vita. Manni, sem um langt skeið hefir tekist að villa á sjer heimildir undir fagurgerðri drengskapargrímu, mun fátt óljúfara en standa skyndilega grfmulaus frammi íyrir öllum almenn- ingi með ódrengsins alkunnu auð- kennum. Frá þessu sjónarmiði verður fram- koma höfundarins auðskilin. Hitt er mér nokkru torskildara að þér, herra ritstjóri, eftir alt sem okk- ur hefir á milli farið og þeirri kynn- ingu, sem þér um mörg ár hafið haft af mer, skulið geta látið blað yðar flytja þau ummæli um mig að eg af »principí«, ramskorðaðri grundvall- arreglu, *sé á móti ðllum þeim ráð- stöfunum, sem gerðar hafa verið til þess að hjálpa þeim bœjarbúum, sem í neyð eru, sökum hinnar ógurlegu dýrtlðar«. Allir bæjarfulltrúarnir og fjöldi bæj- arbúa, er sækja bæjarstjórnarfundi, vita, að eg hefi eindregið verið með ýmsum þeim ráðstöfunum, sem gerð- ar hafa verið undanfarið í þeim til- gangi að afstýra yfirvofandi neyð og vandrceðum I bœnum af vðldum dýr- tíðar og viðskiftakreppu. Eg mælti á sfnum tfma fast með þvf og greiddi því atkvæði mitt, að reynt væri af fremsta megni að birgja bæinn að sem beztu og ódýrustu elds- neyti fyrir veturinn, og að skorað væri á stjórnina, að látnar væru liggja hér svo miklar birgðir af öllum lffsnauð- synjum, sem föng væru á og nauð- synlegt teldist til vetrarforða bænum og héraðinu, til þess að firra menn vandræðum, ef aðflutningar teptust fyrir fult og alt af fs eða öðrum á- stæðum. Þegar það var bert orðið, að bær- inn hefði verið afskiftur við úthlutun dýrtíðarkolanna, samþykti eg, ásamt miklum meiri hluta bæjarstjórnarinnar, ítrekaðar áskoranir til landsstjórnar- innar, um að bæta úr því hrapallega misrétti, sem bærinn hafði orðið fyrir. En þá var það annar bæjarfulltrúi en eg, eins og þegar er alkunna, sem brá skildi íyrir stjórnina og reyndi að verja hana áskoranaskeytum bæjarstjórnarinn- ar. Höfðu menn sízt getað búist vtð því af honum, að hann veigraði sér við að krefjast einarðlega réttar fá- tæ'-dinga bæjarins, þó stjórnin ætti í hlut, en ekki vil eg geta þess til, að honum hafi hér gengið til ótti fyrir því, »að styggja þá, sem völdin haía«, eins og greinarhöfundurinn brigslar mér um f öðru sambandi. Þá má geta þess, að eg taldi sjálf- sagt að verja svo miklu fé, sem menn frekast sæju sér íært og ástæður leyfðu, til atvinnubóta f bænum, þar sem vit- anlegt var, að tekjuafgangur margra f á sumrinu var nauðalftiíl og ekki sýnilegt að hann mundi hrökkva þeim tii framfæris yfir veturinn, ekki sízt, ef hann yrði harður, sem útlit var fyrir. Sérstaklega vakti það fyrir mér, eins og fleirum barjarfulltrúum, að bærinn gœti eigi veitt fátœkum mönnum holl- ari hjálp með öðru móti en fá þeim eitthvert starf og borgaþeim það sœmi- lega. En eg verð að játa, að eg gekk út frá því sem vísu, að svo framar- lega að peningaþörfin væri brýn, sem varla gat verið efamál, þá mundi vinnu- tilboði bæjarstjórnarinnar tekið fegins hendi af verkamönnum alment, mættu þeir sjálfráðir vera. En þetta fór nokk- uð á annan veg. Kaupið, sem í boði var, þótti of lágt. Um það var svo þráttað viku eftir viku af bæjarstjórn- inni og foringjum verkamanna. Á með- an styttust dagarnir, frostið harðnaði og verkamennirnir sátu iðjulausir við lftinn kost, að ráði fotingjanna, en gagnstætt ósk meiri hluta bæjarstjórn- arinnar. Svo, þegar samningar loks komust á um »akkorðsvinnu« með bæjarstjórn- inni og verkamönnum, treystust menn eigi til að vinna, sökum frosthörku og klaka í jörðu, svb ekkert varð úr vinnu að sinni, og fátækum verkamönnum brást því miður sá búbætir, sem þeim var ætlaður. Meðan þessu fór fram, hafði bæjar- stjórn undir umsjón og eftirliti bjarg- ráðanefndar opnað dýrtfðarlánasjóð sinn, er stofnaður var með bráða- byrgðarbankaláni og svo til ætlast að það yrði borgað þegar alþingis eða dýrtíðarlagalánið kæmi. Eg viðurkenni og það kinnroða- laust, að eg lagðist á móti því að bærinn tæki dýrt bankalán til 3kifta meðal bæjarbúa, fyr en nákværa rann- sókn hefði sýnt að þessa væri brýn þörf og útséð væri um að dýrtíðar- lagalánið fengist. Þangað til fanst mér rétt að fresta dýrtíðarútlánum yfirleitt, enda Ifkindi til að þörfin fyrir þau myndi fremur aukast eftir þvf sem á liði veturinn og birgðirnar gengju til þurðar. Þó var eg því meðmæltur að bláfátæku fólki væri hjálpað til að afla sér sláturs meðan það fengist, því það mætti sízt áu vera þeirrar hollu og hentugu fæðu sem ófáanleg yrði eítir sláturtíð. Eg var þegar og er enn þeirrar skoðunar að lán þau, sem hér er um að ræða megi og eigi ekki

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.