Norðurland - 12.06.1920, Page 3
11. tw.
Nl.
43
Frá útlöndum.
Rússar setja gulltrygging fyr-
ir viðskiftum við Svía.
17. júní fagnaðarsamkomur
um alla Danmörku útaf samein-
ingu við Suður-Jóta.
Fjóðverjar biðja um frest til
að undirrita Slesvíkursamning-
ana.
Hamborgarlínuskipin Ieigð
skipaeigendum Bandaríkjanna í
10 ár.
Bretar takmarka kolaútflutn-
ing á mánuði niður í l3/i milión
smálesta.
t
Friðrik Einarsson
útgerðarmaður hér í bænum, andað-
ist í nótt. Hans verður getið nánar
hér í blaðinu.
CO
AKUREYRI.
Smd ísuafli fyrrihluta vikunnar var
all mikill í fyrirdrátt og netakvíar hér
á firðinum. Reytingur hefir verið af
milli síld að öðru hverju. Er hún mest
seld á fristihús sameinuðuverslananna.
Rað eru nú til 50 tn. af frystri beitu-
síid.
*
Fiskiveiðaskipin, scm stundað hafa
færafiskveiði vestur við strandir hafa
verið að koma hingað með afia sinn,
sum fyrir nokkru og sum nýlega. Ressi
skip hafa verið um 15 talsins og hafa
veitt um 30 til 70 skpd. (reiknað þurt)
Allan þennan fisk á að þurka hér og
nokkuð af fiski frá f. á. Lóðfiski á
mótorbáta, sem venjulcga byrjar í þess-
um mánuði er ekki byrjað enn. Fisk-
ur ekki genginn á lóðamiðin
Hákarlaveiðiskipin sem ganga til
hákallaveiða frá Akureyri eru ekki ncma
3 eða 4. Hafa þau komið inn með
góðan afla. Verð á lyfrartunnunni er
50 kr. C. Höepfner kaupir.
Sigvaldi Þorsteinsson, kaupm. hér
í bæ kom úr utanför sinni með mót-
orskipinu »Leóc frá Reykjavík.
•
Aðalsteinn Kristinsson, umboðsm.
Nathans & Olsens hér í bæ er fluttur
til Rvíkur, og starfar fyrir Samvinnu-
félags Sambandið. Jakob Karlsson tek-
ur hér við starfi hans fyrir Nathan &
Olsen.
Fjölment samsœti ætla Akureyrar-
búar að halda frú 0nnu Stephensen,
sem ílytur bráðlega búferlum héðan
til Reykjavíkur. Hún hefir verið bú-
sett hér í træ um 40 ár og þótt ávalt
hin mesta sæmdarkona.
Um láð og lög.
— »Borg« kom í gær með kolafarm
til Reykjavíkur.
— »OuIIfoss« fer á morgun frá Khöfn
til Rvíkur, þaðan vestur og norður um
land, kemur við á Isafirði, Akureyri og
Seyðisfirði. Fer síðan til Khafnar.
— »Sterling« fer á mánudaginn
kemur í strandferð vestur um land.
— Mannalát. Svafar Pálsson (Bergs-
sonar í Hrísey andaðist á heilsuhæli
Vejle í Danmörku. Verður hans getið
nánar í næsta blaði.
Ouðmundur Gunnlaugsson óðalg-
bóndi á Ærlækjarseli druknaði i Brunná.
Var þar við silungsveiðar. Var hann
vellátinn og í betri bændaröð.
í Hafnarstræti 102
f æ s t:
Gúmmístígvél, Skósverta (Shinóla),
Brúnn skóáburður, Legghlífar brúnar
og svartar, Skrifpappír ótal sortir,
Handklæði, Manchettskyrtur, Reyktó-
bak, Cigarettur, Vindlar, Skraa, Rjól,
Kaffi, Sveskjur, Döðlur, Niðursoðnir
ávextir, Chocalade og m. fl.
Finnur Níelsson.
Yitjunartími héraðslæknis
Eins og að undanförnu er mig bezt
áð hitta
kl. 1-2 e. h.
Steingr. Matthíasson.
Uýkomið!
Fiskilínur af öllum stærðum.
Línubelgir.
Öngultaumar.
Línuönglar,með nýju lagi, sem allir fiskimenn ættu að
nota, og munu reynast íniklu betri, en þeir sem nú eru alment
notaðir.
Gummístígvél handa börnum og unglingum.
Cigarettur: Embassy, Capstan, Three Castle og Gold Flake.
H.f. ,Hinar sam. ísl. verslanir,* Oddeyri.
Einar Gunnarsson.
Auglýsing,
Allir, sem sem eiga gamlan svörð á mólandi
bæjarins, verða að hafa hreinsað hann burt um
næstu helgi.
Ella verður móleifum þessum rutt í grafirn-
ar eða brendar, þar sem þær eru.
x Páll /. Árdaí.
bæjarverkstjóri.
Áðkomumenn.
sem óska að fá haga fyrir hross sín, meðan þeir
dvelja í bænum, snúi sér til Þorsteins Porsteins-
sonar, Kaupfélagi Eyfirðina eða næturvarðar
Olgeirs Júlíussonar, Caroline Rest.
Bæjarstjórinn á Akureyri 9. júní 1920.
Jónas Porbergsson.
settur.
kjöt. En alt yrði þetta þungt á meltunni og óholl
fæða til lengdar. Hvar er nú allur harðfiskurinn
sem áður var? Ffvar öll málnytin úr kúm og á-
sauðum, skyrið og ostar og snijör, sem alt var til-
tölulega langtum meira þá enn nú. Og hvar eru
fjallagrösin í búrinu, þó nóg sé til af þeim á fjöll-
unum? Satt er það, að kartöflur og rófur höfum
við fengið að nokkru leyti í þeirra stað, en mikið
vantar á að nóg sé. Árið 1918 fluttum við inn
í landið ca. H/z miljón kílógrömm af kartöflum,
(las eg í grein eftir Hannes Thorsteinsson banka-
stjóra hér í blaðinu nýlega).
Við erum orðnir því svo vanir að senda vorn
eigin mat til útlanda og fá útlerldan mat í staðinn,
að erfitt er að láta af þeim vana í fljótu bragði.
Kornmatur er orðinn okkar aðalfœða. Og ekki
lasta eg það meðan nóg er til af honum í land
inu. En teppist aðflutningur hans skyndilega! Rá
komumst við í hann krappan.
Breytingin er orðin mikil á högum landsmanna
frá því sem áður var. Margt er að vísu orðið
margfalt betra. En ein breytingin er varhugaverð.
Framleiðendur matvæla eru orðnir tiltölulega langt
um færri enn þá. Flestir framleiddu- eilthvað sjálf-
ir, sér og sínum iil Iffsnæringar og þurftu lítið í
önnur hús að venda, og þetta gekk vel meðan
vel áraði.
Rað var einkum þurrabúðaifólkið í fiskiverunum
sem komust á vonarvöl þegar fiskur brást. Rá fór
það á vergang út um sveitir.
Nú eru kaupstaðir komnir í stað fiskiveranna og
þurrabúðarfólkið orðið fleira. Nú búa rúmir þrir
hlutar landsmanna t kauptúnum, og flestir þeirra
í þurrabúð.
Pó nú vonandi sé ekki nýrrar styrjaldar að vænta
í bráðina, þá er ástandið í heiminum svo ískyggilegt
og verslun öll að komast í það ólag, að lílið er
betra enn á einokunartímum. Og ofan á óáran í
mannfólkinu, sem nú geysar víðsvegar um lönd,
getur margt annað ilt steðjað að. Óþekt er t. d.
ekki, að yfir hafa dunið hallæri vegna uppskeru-
brests, sýki í korni og kartöflum o. s. frv.
Kornlausir megum við ekki verða. Látum oss
'vanta ýmislegt af því skrani, sem lengi hefir fluzt
inn í landið, áfengi og kaffi og ýmislegt fleira. En
landsstjórnin þarf 'eins og göður bóndi að tryggja
londsbúum á hverju hausti, að minsta kosti heilan
ársforða af kornmat. Öldungis eins og allir munu
orðn:r sammála um þörfina á heyforðabúrum í
hverri sveit handa fénaðinum, eins þarf að vera
vís matarforði handa mannskepnunum sjálfum.
Ef þessu verður ekki komið í kring, verðum
við aftur að fara að herða fiskinn, safna fjallagrös-
úm og sölvum og mjólka ærnar alt fram að jólum.
X.
Nú gjöri eg ráð fyrir, að kærir áheyrendur (og
lesendur) séu orðnir saddir af hungrinu hjá mér.
Skal eg því fara að syngja seinna versið.
Eg trúi því ekki bókstaflega að guð hafi nokk-
urntíma refsað Davíð konungi með ægilegri drep-
sótt, sem feldi sjötfu þúsundir ísraelsmanna, konur,
börn og gamalmenni. Og heldpr ekki trúi eg þvi
bókstaflega, að guð hafi leyft Davíð að velja á
milli hverja pláguna hann léti ísraelsmönnum að
höndum bera. En eg trúi því þó, því alvöruþrunginn
sannleikur er fólginn í þessum orðum ritningarinn-
ar hér sem víðar. »Innblástur« eins og í öllum
góðum skáldskap.
Hver þjóð er sinnar hamingjusmiður að miklu
leyti. Ef léttúð og siðleysi, fyrirhyggjuleysi og var-
menska fær tnestu að ráða, þá kemur fyr eða síðar
að skuldadögunum. Refsidómurinn skellur yfir eins
og reiðarslag og þegar verst lætur ýmist sem styrj-
öld, hungur eða drépsótt. Menn hafa sjálfir svo í
haginn'búið. Pað er náttúrulögmál.
Og þó okkur þyki það hart, að Jahve lætur alla
ísraelsmenn líða fyrir konung sinn, þá sannar það
aðeins málsháttinn, að »gtísir gjalda er gömul svín
valda*, því »vatidi fylgir vegsemd hverri*. Pað er
mikið á valdi þess, sem stjórnar einni þjóð, hvort
þegnunum Ifðttr vel eða illa. Hann getur líkt og
foiustusauðurinii leill hjörðma úr hríðardimmunni
i