Norðurland - 12.06.1920, Side 4
11. tbl.
Nl.
44
Gaddavír • vatnsleiðslupipur
fást í verzlun
Sn. Jónssonar.
Nýr fiskur
fæst vanalega í verzlun
Sn. Jónssonar.
M.b. Sindri
fer til Grímseyjar beina leið fimtudaginn 17. þ.
m. kl. 9 að kveldi, stanzar þar þann 18. og
. kemur aftur að morgni þess 19.
í verzlun
J. V. Havsteens
, er nú á boðstólum allmikið af manufactur t. d.
Rúmteppi afarfalleg og ólík þeim, sem áður hafa gengið í
verzlunum hér.
BORÐDÚKAR ENSKIR.
Riflað silkiflauei, blátt og rauðbrúnt í kápur dragtir.
Margskonar lérept, óbleyjað, medíum o. fl.
Tau í Drengjafatnaði (smekklegt.)
Molskinn grátt, og brúnt, sterkt.
Flónel alskonar, Tvististau, Kamgarn,
Fata og vinnubuxnatau og síðast en ekki síst
Stumpasirs,
meira úrval en áður hefir sést hér.
Regnkápur, Vasaklútar, Handklæðadregill o. m.'fl.
Ennfremur:
sænst skipa kex og fínt kex.
Forhandlere for
Michelin Automobil Ringe antages
í de störste Islandske Byer.
MICHELIN
pneumatik general agentur.
Köbenhavn.
Kjöbenhavns Margarinefabrik
framleiðir hið vandaðasta smérlíki sem
unt er að fá, notar aðeins hreint og
óskemt efni og litar alls ekki marga-
rinið, en selur það hvítt, eins og á-
sauðasmér, svo aliir geti fullvissað sig
um, að engu misjöfnu sé blandað í
það. Margarínið er, þrátt fyrir gaeði
sín, hið ódýrasta smérlíki, sem flutt er
til landsins, enda fer neyzla þeiss vax-
andi ár frá ári. /\reiðanlegir kaup-
endur fá langan gjaldfrest Pantanir
sendist annaðhvort beint til vörksmiðj-
unnar, Brolæggerstræde 9 Kebenhavn
eða Jóns Stefánssonar, Akureyri.
7in.7Ar.“ Iang^ezta
skósvertan.
- ■ — ■■ ■ — Fæst í öll-
um sölubúðum, sem hafa fjölbreyttar
og góðar vörubirgðir.
Hin ágæta sapa m
OGSTON & TENNANT
i Aberdeen og Glasgow er orðin al-
þekt meðal íslendinga og vill enginn,
sem notað hefir hana einusinni, vera án
hennar. Einkasölu á íslandi hefir
Heildverzlun Garðar^ Gíslason?!
f Reykjavík, er ennfremur hefir á boð-
stólum flestar útlendar vðrur og kaupir
íslonzkar afurðir.
Nærsveitamenn
eru Ivinsamlega beðnir að taka
blaðið á afgreiðslunni.
heim f hagann og húsin, eðá ef hann sjálfur er
vánkaður þá út í fen og foræði, þar sem hún
ferst og týnist.
En tiú á tímum vitum við, að hver þjóð hefir
þá stjórn, sem hún á skilið. Við getum nú sagt:
Hungursneyð tneðal manna er ekki guði að kenna,
eins og Gamla testamentið kennir. Mönnunum er
um að kenna, af því að guð eða náttúran er löngu
búin að íræða oss um, hvernig komið verði í veg
fyrir hungur. Pað er fyrirhyggjuieysi sem fyrst og
fremst veldur hungri. Menn nota góðu árin til
að leggjast í sællífi, hætta að vínna og safna ístru.
En hvað mikil setn ístran safnast, hjálpar hún ekki.
Sagan um mögru kýrnar hans Faraó, sem átu upp
þær feitu, endurtekur sig, og dæmi Jóseps taka of
fáir sér til fyrirmyndar. En svo er annað sem veld-
ur hungrinu. Pað er að menn eru svo seinir að
aðhyllast kenningu meistarans um að elska hvern
annan. Og þó eru einkum þjóðirnar seinar að læra
það heilræði. Hungur og styrjaldir (og ef til vill
drepsóttir) stafa af því, að hið illa fær að drotna
um of í mannheimi — mannhatur og þjóðahatur,
auragirnd, metorðasýki og leti eða hóglífi.
Pað vantar hungur á móti hungri. Það vant-
ar hungur og þorsta eftir réttlœti. Með þesskon-
ar hungri mætti koma í veg fyrir allar hungurr-
sneyðir og hverskonar plágur aðar. '
Pað mun mega óhætt fullyrða, að rnörg hung-
ursneyðin hefði að engu orðið, ef menn hefðu lært
»aö bera hvor annars byrðar*; ef efnamennirnir,
sem nóg áttu að bíta og brenna, hefðu miðlað
bræðrum sfnum, sem ekkert áttu. Eg veit að svo
hefði verið í margri hungursneyðinni, sem okkar
saga hér á tandi getur um. Og eg þori að full-
yrða, að nýafstaðna hungrið á Þýzkalandi hefði
orðið afstýrt, ef samtök hefðu orðið með öllum
höfðingjum og auðmönnnm að spara við sjálfa sig,
þó ekki hefði verið annað en að þeir hefðu viljað
hlýta ráðum þeirra vísindamanna, sem bezt höfðu
vit á að ráða búskaparlaginu.
Það eru ískyggilegir tímar, sem við lifum á.
Sjálfræði og stjórnleysi gengur sem faraldur. Allir
vilja verða ríkir og allir vilja ráða, heimskir jafnt
sem vitrir, vondir jafnt sem góðir; iiðléttingjar gg
lehngjar vilja hafa jafnrétti við atorkumenn og iðju-
menn. Menn hafa steypt af stalli hverju goðinu
á fætur öðru og viðurkenna ekkert vald lengu.
»Yfir ræður enginn, fjöldinn, | aliur fer með völdin.c
Pað er, að mér finst, álíka illa ástatt í heimin-
um nú, og var á skipi Ólafs pá. 0rn hét stýrimað-
ur. Skipið lenti í hafvillum. Skipverjar »kváðu Örn
allan villast ok sögðu þá ráða eiga er fleiri váru.
Síðan var skotið til ráða Ólafs, en Ólafur segir:
»Pað vil ek, at þeir ráði sem hygnarieru; því verr
þykkir mér sem oss muni duga heimskra mahna
ráð, er þau koma flehi samau.« Pótti þá ör skor-
it er Ólafur mælti þetta ok réð Örn leiðsögu það-
an f frá.«
Mér finst það afsakanlegt, þó sumir vilji tapa
trúnni á góðan »guð í alheimsgeimi.* Hann virðist
svo langt burtu og kaldur eins og vetrarbrautin
cða geisiarnir frá Siríus.
En það er annar guð — en þó sá sami — sem
stejndur okkur nær. Pað er guð í sjálfum oss.
Honum getur enginn afneitað, þvi allir þekkja tneira
eða minna rödd hans í síuu hugskoti. Ef menn
hlýða rödd þessa guðs, rödd samvizkunnar, rödd
hins góða í okkur, sem samsinnir jafnvel boðorð-
inu mesta, »elska skaltu náunga þinn eins o^ sjálf-
an þig«, þá held eg að engar hungursneyðir, styrj-
aldir né drepsóttir sé framar að óttast. Pví jafnvel
þó þær kæmu, þi væri sætt sameiginlegt skipbrot.
Góðum guði eins og hann birtist í olikur sjálf-
um og þeim náungum, sem okkur eru vitrari og
betri, eigum við að hlýða. Við eigum að velja
okkur þá forustumenn, sem ekki einungis eru vitrir
heldur líka góðir. Og eg tek undir með Ólafi
pá: — »Því verr þykkir mér sem oss muni duga
heimskra manna ráð, er þau koma fleiri saman.*