Norðurland - 24.07.1920, Blaðsíða 2

Norðurland - 24.07.1920, Blaðsíða 2
66 NI. 17 tbl. Verzlun Ef þið vitjið fá mörg egg, og að' hænsin verði feit, þá ' kaupið híimsins besta Hænsafóður sem nú fæst hjá mér. Blikkbalar og vatnsfötúr hefi eg stærri og ódýrari, en nu tíðkast. — GAMALT VERÐ. „Besí Bokers Potent” H V E I T I, er álitin hin bezta tegund hveitis sem til landsins flytst. Haframjöl, rúgmjöl, rís, hálf- og heilbaunir, heilan kandís. Karlmannafatnað, kápur, rykfrakkar. Sterk og ódýr stígvél, tauskó með gummi- sólum, gummisóiar sérstakir. Fatatau, stúfasirz, kjólatau, lasting einbr. og tvíbreiðan, nærfatnað, lérept hvít og mislit, ein- og tvíbreið. NIÐLRSOÐNAR VORUR: Marmelade, berjasylta, apricots, fiskbollur, súputeningar. Purkuð epli apricots, asparges, súpujurtir. Rjómi í dósum og flöskum. Olíufatnað, fiskilínur, línuöngla o. fl. Stefán Sigurðsson. SULTUTOJ margar tegundir, og ávaxasaft nýkomið í|verzlunj Otto Tulinius. »NORÐURLAND,« XX. árgang- ur, kemur út á hverjum laugardegi til ársloka og aukablöð þegar þört er á og kostar 5 krónur árgangurinn. Gjald- dagi fyrir 1. júlí. Uppsögn ógild, nema komin sé, sRrifleg, til útgefanda fyrir 1. október. Auglýsingar kosta kr.: 1,50 hver cm. dálksbreiddar. Reir, sem auglýsa mik- ið í biaðinu, fá mikinn afslátt. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Finnur Nie Is s o n Hafnarstrœti 102. Simi 59. Prentsmiðja Björnsjónssonar Norðurgötu ,17. Sími 24. Auglýsingum má skila til afgreiðslu- mannsins og í prentsmiðjuna. Nær- sveitamenn eru beðnir að vitja blaðs- ins, hjá afgreiðslumanninum, þegar þeir eru staddir í bænum. Búnaðarbálkur. Vinnutæki. Niðurl. Að hinu leytinu er bændum vork- unn á þótt þeir noti ófullkomin vinnu- tæki. Abyggilega reynslu á nothæfi stærri verkfæra hafa bændur ekki haft að styðjast við fram að þessu. Hér eru þannig staðhættir, að fátt af þeim vinnutækjum, sem aðrar þjóðir nota við landbúnaðinn getur komið hér að notum nema með meiri eða minni breytingum. Einstakir áhuga- menn er komist hafa að því, hvernig nútímabúskapur nágranna þjóðanna er rekinn, hafa reynt meira og rriinna af þeim vinnutækjum, sem þar eru notuð, en af áðurnefndum ástæðum. þá hafa slík verkfæri ekki getað komið nema að nokkrum notum. Samt getum við sagt að upp úr þessu hafi hafst all- mikil reynsla er komið geti bændum alment að notum. Þó er óvíða svo, að bændur eigi hin stærri tæki til jarð- vinslu, svo sem plóga, herfi moldrek- ur, og er þó komin fullkomin reynd á nothæfi ákveðinna tegunda af þess- um verkfærum. Nú kosta slík verkfæri allmikið og er því varla að búast við að hver ein- stakur bóndi eigi þau öll, en þá ættu nokkrir að kaupa þau í félagi og þann ig geta fengið full not af þeim. Petta mun þó óvíða vera svo og má heita næsta undarlegt Pá er annað sem kemur til greina, og það er með val á þeim vinnuvél- um, sem nothæfar eru hér vjð bún- aðarstðrf. Leggjum vér þá spurningu fyrir bændur, hvaða sláttuvél, plógur eða herfi sé best, þá verða svörin að jafn- aði eins mörg og mennirnir, sem að eru spurðir. Flestir teija þá tegundina bezta, sem þeir hafa notað. Nú er það víst, að langt er frá því, að þær vélar, sem hér eru hafðar á boðstól- um, séu slíkar að gæðum, hvort sem litið er á efni, smíði eða verk það, er þær afkasta með sama tilkostnaði. Ná- kvæmur samanburður á gæðum þeirra véla, sem hér ganga kaupum og söl- um er ekki til. Menn verðá því ekki ósjaldan ginningafífl einstakra vöru- bjóða (agenta) og kaupa því ekki all- sjaldan »köttinn í sekknum*. Á þessu sviði tel eg sjálfsagt, að hið opinbera hafi eftirlit með því,hvaða vara það er, sem mönnum er boðin 'til k?ups. Heppilegustu leiðma tel eg vera þá, að sett veroi á stofn sérstök stofnun, er framkvæmdi rannsókn á gæðum allra þeirra véla og verkfæra, sem hér væru notuð. Öllum þeim er með slíka vöru verzluðu, væri skylt að senda til nefndrar stofnunar sýnis- horn af hverri tegund, og niðurstaða slíkrar rannsóknar síðan vera birt al- menningi til leiðbeiningar. Stofnun þessi ætti ekki að reyna eingöngu þær vélar, sem koma land- búnaðinum við, heldur og sem flest af þeim vélum og verkfærum, sem aðrar atvinnugreinar vorar nota. Kostnað þann, sem af slíkri stofnun leiddi ætti að greiða að nokkru leyti af hinu opinbera, en að nokkru leyti af þeim, sem með vélarnar og verk- færin verzla. Með slíku fyrirkomulagi fengist nokk- ur trygging fyrir því, að ekki yrði ffutt til landsins annað en vönduð verkfæri og vélar, sem almenningi væri hagur af að kaupa. Óbeinn hagur yrði því ómetanlegur að slíku eftirliti, enda hefir það reynst þannig, þar sem slíkt fyrirkomulag hefir veiið tekið upp. Vér þurfum að fá nýrri og betri vinnutcekí á öllum sviðum atvinnumála vorra, og ekki sízt við landbúnaðinn. Á þvi byggist framför og trygging atvinnuvegarins. co Um láðoglög. - f Pálmi Pálsson yfirkennari við mentaskólann í Reykjavík andaðist í Kaupmannahöfn a miðvikudaginn var Hann mun hafa verið rúmlega sex- tugur að aldri. — Tíðarfar kalt og vætusamt. — Eitt skip á Siglufirði hefír feng- ið rúmar 100 tn. síld. Annars næst síldin ekki fyrir kulda og óstillingu. — Handfærisfiskur nokkur á Eyja- firði þá gefur. Mótorbátar hafa fiskað talsvert síðan þeir náðu í beitu. — Ura 130 þúsund tómar síldar- tunnur nothæfar er nú talið að séu í landinu frá því í fyrra. Er það fyrir- ætlun íslendinga að reyna að fiska í þær. — Síldarbræðslnverksmiðjan í Kross- anesi ætlar að starfa í sumar. Hefir sent hingað verkamenn frá Noregi. — Verð á blautum fiski mun nú hjá kaupmönnum ekki vera meira en 20 au. kilóg., en á fiski upp úr salli 55 — 65 au. kilógr. co AKUREYRI. Kennarastöðurnar við Akureyrar barna- skóla eru nú veittar. Steinþóri Quðmunds- syni er veitt skólastjórastaðan, en kennara- stöðurnar þeim Pali Árdal, Ingimar Eydal, Ingibjörgu Benediktsdóttur, Kristbjörgu Jónatansdóttur og Kristjáni Sigurðssyni á Dagverðareyri. Seglskip (sum með mótor) hafa nokkur komið til Akureyrar fyrirfarandi meðal annara skip með timbur til Sameinuðu verzlánanna og annað timburskip iil Sig- urðar Bjarnasonar. Tvö skip með stein- olíu, annað til Ragnars Ólafssonar hitt til Karls Nikulássonar, Eversen síldarútgerðarmaður er kominn hingað, ætlar að stunda síldveiði frá Odd- eyrartanga með tveim stórum enskum tog- ururn. T. Watne læturstunda síldveiði frá Odd- eyrartanga á einu skipi í sumar. Godtfredsm heldur og út einu skipi í sumar til síldveiða frá Oddeyrartanga. Borg kom hér á miðvikudaginn, hafði nokkuð af vörum hingar. Fór héðan til ísafjarðar og ætlaði þaðan til útlanda. Með Borg komu þeir frá Kaupmanna- höfn Jón Stefánsson, ritstjóri þessa blaðs, og Björn Sigurbjarnarson cand. merc. Til Kaupmannahafnar tók sér far með skipinu Jón Helgason íþróttakennari.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.