Norðurljósið - 06.01.1887, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 06.01.1887, Blaðsíða 2
38 — það. að oinn maður í 300 mílna fjarlægð, sem aldrei hefir seð ísland, skuli geta borið vit fyrir öllum þorra þing- manna vorra í alinnlendum málum. Og þó verður eigi með sanngirni heimtað af almúga manna, að geta samið stjórnarlagafrumvarp. Yildi einhver bíða þangað til að almenningur væri kominn á það stig, færi farlaust svipað fyrir honum og kerlingunni, er keypti hrafninn; hún vildi sjálf komast að raun um, hvort hann gæti orðið 200 ' ára. En — hér er nú reynd sú orðin á, að sundrung með- al þjóðarinnar hefir eigi orðið stjórnarskipunarmálinu að farartálma. Allur þorri hennar hefir hneigst að hinu sama fyrirkomulagi, að frumv. því er nú er samþykkt á tveimur þingum. Yitnisburður sá, er þjóðin var krafin um með nýjum kosningum 1—10 júní þ. á. hefir fyllilega staðfest gerðir alþingis 1885.* En þá er spurning: Er með frumv. gerð fullnægja hverjum einasta fylgismanni þess í smærri og stærri atriðum? — Yér þorum fullkomlega að segja nei. Erumvarpið fer í mörgu skemmra en sumir hefðu kosið, ef allt væri i lófa lagið með staðfestingu þess, því margir liafa slakað til, og af tveimur ástæðum: í fyrsta lagi til þess, að koma á samkomulagi innbyrðis og í örðru lagi til þess, að sýna stjörninni tilhliðrun. |>annig voru t. a. m. á þinginu 1885 útilokaðar úr frumv. ákvarð- anir, er þingvallaf. 27, júní s. á. fylgdi fram, sem sé um frestandi neitunarvald, um alþingi á hverju ári o. fl. TJnnu fylgismenn þeirra á þinginu það til sátta við samþingis- menn sína, að sleppa þeim. |>á var og farið eptir bend- ingum landshöfðingja, þar sem nú stendur í frumv. „konung- ur eða landstjóri“. J>ótti mörgnm breyting sú leiðinleg og óþörf. En mikið má til mikils vinna. |>ingið 1885 vildi eigi láta það vanta, að það rétti stjórninni fram hönd sína til sátta og samkomulags. J>að kemur til stjórnarinnar kasta, hve mikla hún vill gera sæmd þings og þjóðar. J>að er nú þannig auðsætt, að það er eitthvað eitt, eitthvert eitt, mikilsvert og afarhugleikið atriði, er knýr menn til samkomulags og tilhliðrunar í hinu, sem mftma er umvert. Menn myndi eigi lækka seglin í kappsmálum sínum, eigi sýna þá sjálfsafneitrn, sem nú er augljós orð- in af margra hálfu, ef eigi væri um það að tefla, sem er öndvegisatriðið, sem er mergurinn málsins. Að fá stjórn vorra sérstöku málefna dregna inn í landið, með fullkominni ábyrgð fyrir þingi og þjóð, það er atriði er menn, svo sem verðugt er, hafa skipað í önd- vegið. J>ráin eptir þessu, hefir allajafna og ótalsinnum lýst sér í röddum þjóðarinnar frá dögum gamla sátmála, er sagt var: „Jarl viljum vér hafa yfir oss“, og þar til nú að sagt er: „landstjóra viljum vér hafa vfir oss“. J>að er lika hvorttveggja, að eins og þetta er ósk þjóðarinnar, seint og snemma, með yfirlögðu ráði, samkvæmt helgum, sögulegum rétti, svo er þetta einnig óviðráðanlegt eðlis- lögmál. Étlend stjórn samrýmist aldrei þjóðinni. Yrðu þjóðirnar þess um komnar, að varpa af sér ofbeldis oki, eða kæmist þjóðirnar á það menningar og manuúðarstig, að sýna eigi lítilmagna þjóð ofbeldi, þá myndi það skjótt sjást, að hjer yrði innlend stjórn sjálfsögð, en útlend stjórn brottræk. Eðli hlutanna og rás viðburðanna myndi skjót- lega kveða upp dauðadóm yfir útlendu og óþjóðlegu drott- insvaldi. pióðliði. Fra Ameríku. ---0--- 1. Kafli ur bréfí, 10/10—86. |>ær eru fréttir beztar að nú er fyrir alvöru byrjað að byggja Hudsonsflóa-brautina, sem svo *) f’að voru> eins °e tunnugt er, einungis tvö af tjördæmum lands- ins, er eigi vildu bera þjóðviljanum vitnisburð með kosningun- um. En eptirtektavert er, að úr hvoru þessara kjördæma voru tveir menn mættir á þingvallafundinum 27. júní 1885 og voru þeir hinir áköfustu með breytingum þeim, er hin endur- skoðaða stjórnarskrá inniheldur. þeim var mjög umhugað, að íara hvorki lengra né skemmra en þar er gert. margt hefir verið talað um á seinni tímum. Hún byrjar við Winnipeg, og á að leggja hana meðfram austurströnd Manitobavatns, um 50 mílur fyrir vestan Nýja-ísland, og þess vegna þeim, sem þar búa alveg til óuýtis bæði í bráð og lengd. 40 mílur af brautinni skulu byggjast í haust, og hafa þar allir vinnu, sem vinnu vilja hafa .* Kaup- ið er sagt að sé 1 dollar 75 cents til 2 d. á dag. Eg er að vona, að sá spádómur mínn muni rætast, sem eg gjörði fyrir fjórum árum, þó að þá væri hlegið að honum, að þess sé ekki langt að bíða, að víð verðum færir um að flytja ís- lendinga frá íslandi til Ameríku, gegnurn Hudsonstíóann, og skilja þá eptir með búslóð sína, lifandi og dauðo, á sléttunum milli Manitoba og Winnipeg vatnanna. J>etta verður að líkindum ekki fyrir 1890, en úr því ætti það að geta orðið. Eg gat þess við þig i bréfinu, er eg sendi þér um daginn, að eg hefði ferðazt um nýlendu íslendinga í Suð- ur-Manitoba. Af þeirri ferð hafði eg gagn og góða skemmt- un, af því fyrst, að eg fékk borgun fyrir „túrinn11 og í öðru lagi af því að eg sá framfarir hjá bændunum, sem allir eru duglegir og ráðsettir menn. 1 nýlendunni eru 80 bændur íslenzkir, sem með fjölskyldum sínum eru alls 350 manns. Einstöku menn hafa verið þar í 5 ár, aðrir í 4, 3, 2, 1, og ár, svo eg tel að jafnaði hafi fólkið verið þar tæp 3 ár. Samt eru 2713 ekrur af landi plregð- ar, þar af eru 1203 ekrur undir hveiti, 41 ekra undir grjónum, 262 ekrur undir höfrum; þess utan hafa allir bæði jarðeplagarða og kálgarða. J>ar eru 670 nautgripir og eru þar á meðal 210 kýr og 130 uxar; liitt eru ung- viði á ýmsum aldri. Ennfremur hafa þeir 36 hesta, 300 svín, um 200 kindur, og allir hafa bændur þar margt af hænsum og öðrum og alifuglum, sem gefa af sér góðan arð. |>eir hafa hoyjað þetta sumar um 2000 tons (4 milj. pd.) af heyi. Akuryrkju verkfæri þeirra eru um 15.000 dollara virði, að mestu leyti skuldlaus. J>eir eru óðum að fjölga skepnum sínum og eru í uppgangi, og eiga fagra íramtíð fyrir höndum. Eru þeir í miklu áliti meðal inn- lendra manna fyrir dugnað sinn og ráðdeild. |>að erhyggja mín að þessi nýlenda sé að öllu samtöldu á sterkarigrund- velli og blómlegri en nokkur önnur íslenzk nýlenda í Ame- ríku. 2. Fundur í Winnipeg. Hinn 15. okt. héldu hin ýmsu þjóðfélög í Winnipeg sameiginlegan fund, til að ræða um innflytjanda mál. A fundinum mættu 26 fulltrúar fyrir 9 félög. Fyrir íslendinga mættu þeir Einar Hjörleifsson, F. B. Anderson og B. L. Baldvinsson. Tilgangur fundarins var að reyna að auka innflutn- ing, og var það álit hans að í Manitoba og Norðvestur- landinu væru innflytjendum boðnir ágætis kostir, að landið væri ágætt, loptslagið heilnæmt, járnbrautarsamband hver- vetna, borgaralegt frelsi o. s. frv. Fulltrúar hinna ýmsu þjóðfélaga þar saman komnir skyldu því benda löndum sínum á föðurlandinu á þessa kosti. Fundurinn hafði trú á því að betur mætti gera ef sambandsstjórnin, fylkis- stjórnin og hin ýmsu járnbrautarfélög og landeigandafélög legðu krapta sína saman og ynnu að innflutningum í sam- einingu með hinum ýmsu þjóðfélögum, og eins ef þau þjóðfé- lög þar saman komin skuldbindu sig til að útbreiða meðal landa sinna þekkingu á landinu, heilnæmi loptsins, jafn- rétti og frelsi manna, sem standa undir lögum Car.adarík- is. af hvaða helzt þjóðflokki, sem þeir eru. Ekki skyldu aðrir hvattir til innflutninga en góðir, nýtir menn, að áreiðan- legum og yfirgripsmiklnm landlýsingum skyldi útbýtt meðal manna, að ekki skyldu aðrir menn sendir til Norður- álfu, sem agentar, en þeir, sem persónalega væru kunnug- ir landinu, sem hafa búið þar og eru í kringumstæðum til að vita hvað þeir segja viðvíkjandi frjóvsemi jarðarinnar, þjóðfélaginu, og siðum manna; að einungis velrituð inn- *) Nokkrum dögum siðar en þettu bréf er ritað er þess getið í „Heimskringlu11 að við brautina ynnu þá 700—800 menn og 400 til 600 bestar.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.