Norðurljósið - 30.08.1887, Blaðsíða 1
*
*
D TJ R L j q
1887
/
Stærð: 20 arkir. Verð: 2 krónur.
Borgist fyrir lok júlím.
l)!að.
Akureyri, 30. ágúst 1887.
2. ár.
13.
Kveðja
til
séra Matthíasar Jochumssonar.
Sungin af nokkrum ungum mönnum þegar hann fór um borð á
„Lauru“ frá Rvík til Akureyrar 1887.
Lag: Yift stolt pá Kodans bölge.
Er skáldið hörpu hrærir
og hreimblið kveður Ijóð,
pá andans eygló færir
sinn undrageisla pjóð;
pá bugast beiskur grátur,
pá bugast harmur sár;
pá vaknar hjartans hlátur
og hugljúf gleðitár.
|>á svellur hetjum hugur
og hugsjón lifnar ný;
pá lifnar dáð og dugur
æ drengja brjóstum í;
« og upp úr deyfðar-dvala
rís dyggð og ástin hrein
við ægi, upp til dala
og andans bætir mein.
Svo stór er skáldsins starh,
svo sterk er, skáld, pín raust.
f>ú ræður andans arfi;
og eins og sól um haust
með hreinni himinbliðu
fær hrími vikið braut,
pú munar máli pýðu
æ mýkir lífsins praut.
»
J>ú skáld, sem bylgjan bláa
nú ber úr vinahóp,
pú vaktir hugsjón háa,
er hug í brjóstum skóp.
jpinn þróttur, afi og eldur
oss aldrei fyrnast má. —
Nú hafs um leið þú heldur,
vor hollvin, burt oss frá.
þú sumar-blærinn blíði
úr björtum himingeim
á skipi um skæran víði
nú skáldi fylgdu heim.
Og vinmál, blær minn, berðu
nú blítt í eyra hans,
sem flytur pú. er ferðu,
oss frá til Norðurlands.
B. J.
Fáein orð um þilskipasmíðar
eptir Einar Guðmundsson á Hraunum.
—o—
í «Fjallkonunni» 20. bl. 1886 er frásögn um nýtt fiski-
skip, er hinn mikli og heppni úthaldsmaður, kaupm. Geir
Zoege í Reykjavík lét byggja erlendis veturinn 1885—86, og
er par farið nokkrum orðum um pað, hversu miklum mun
hyggilegra pað sé að kaupa ný skip úr góðu efni pó dýr séu,
helátrr en að kaupa greui- eða furuskútur, sem farnar eru að
eldast og enginn getur vitað hvað áreiðanlegar séu. eður hve
lengi til trambúðar. þetta er heilagur sannleikur, og er pað
aldrei nægilega brýnt fyrir mönnum, hve viðsjált pað getur
verið að kaupa gömul skip, pví fvrst og fremst stendur vana-
lega mikið verð í pilskipum eptir vorum mælikvarða, og svo
getur lífi. hinna uppbyggilegustu manna verið háski búinn
af pví.
j>að er pannig langtum vissara fyrir pá, er hug hafa á
að eignast pilskip, að láta beinlínis smíða pau handa sér, og
sé pað gjört erlendis, pá að eiga við vissan og áreiðanlegan
maun með pað; pó meira fé purfi til pess í bráðina pá vinn-
ur pað sig vel upp, og aö pví loyti sem einn maður ekki
treystist til að leggja út í pann kostnað, pá geta pó fleiri í
félagi gjört pað. En pó pað sé nú gott og blessað að láta
byggja skip handa sér erlendis, pá er pó hitt langtum ákjós-
anlegra að pau sé byggð hér í landi, pví nógir eru smiðir
orðnir til pess og góð tök á pví að öðru leyti, pá lendir öll
atvinnan við pað í landinu sjálfu, og pað er stórmikið í pað
varið, ekki sízt pegar hagur landsmanna er eins og hann er
nú, pví hún (atvinnan) er mikill hluti af skipsverðinu. j>ar
eð blöðin gefa sjaldan upplýsingar um pess konar þá skal eg
leyfa mér með fám orðum að skýra frá skipsbyggingu, er við
nokkrir menn I félagi (eigendurnir eru fiestir unglingar og er
pví skipið nefnt «Æskan») létum gera á Siglufirði í veturmeð
tilstyrk af lánsfé úr landsjóði samkvæmt ályktun alpingis 1885.
Veturinn 1884—85 lét hinn mikli framkvæmdar- og
duguaðarmaður, verzlunarstjóri Chr. Havsteen á Siglufirði, á-
samt fleirum í félagi, smíða fiskiskip í Rudkjöbing í Dan-
mörku, algjört úr eyk og vandað mjög að öllum frágangi. Skip
petta, sem nefnt er «Vonin», er 24 tons að stærð og kost-
aði eigendurna hingað til landsins komið með öllum útbún-
aði til hákallaveiða rétt við 12000 kr. Hið nýja skip okkar
«Æskan» er alveg jafnstór og eins að lagi og byggingarformi,
að eins er byrðingur að utan og innan («klæðning» og «gar-
nering») úr furuvið, en allt annað úr eyk (að undanskildu
pilfari og öðru, sem vanalega er haft úr furu í eykarskipum).
Mestallt efnið létum við kaupa í Danmörku og fengum allan
trjáviðinn fluttan með gufuskipi. í kjöl úr brenni 12“—8“
og kj ölsvíni úr eyk, 9“ á kant var alin hver í innkaupi4kr.
og kostuðu pær spítur báðar 176 kr. 15 þilfarsbitar úr eyk
120 kr. 2 mastursefni 27 álna löng 130 kr. bæði. Liðug
700 kubikfet af eyk komu í innviði, stefni etc. (af pví urðu
hér um bil 200 kubikfet afgangs) og kostaði fet hvert 1 kr.
60 a. 3500 fet 2“ plankar og 420 fet 3“ plankar kostaði
samtals 620 kr. Allur pessi efuiviður til skipins kostaði
pannig i innkaupi hér um bil 1900 kr. (ótalið pað, sem af-
gekk), og réttur þriðjungur bættist við fyrir fragt með gufu-