Norðurljósið - 31.12.1887, Qupperneq 2

Norðurljósið - 31.12.1887, Qupperneq 2
— 78 * vart, af pví liann hafði áðnr látið sér lynda að geyma þenn- an króa sinn þangað til í þinglok, og sagt að orðið <strax» í grundvallarlögunum (þar sem ákveðið er að bráðabirgðarlög skuli strax leggja fyrir næsta þing, er það komi saman) þýdiii að eiits „einhvern tima“. En nú var þetta tiltæki skýrt svo af hæ*ri blöðunum, að Estrúp hefði viljað láta það eptir þinginu að lofa þeim nú að fá fjárlögin strax. Meiri hluti vinstri manna hafði talað svo mikið um, að þeir vildu vera sanngjarnir við ráðaneytið. og koma miðlun á, og nú kvaðst ráðaneytið því ætla að láta þetta eptir þeim. En nú urðu vinstri menn annaðhvort að fella þessi bráðabirgðarlög og þá varð að slíta þinginu á eínhvern hátt, til þess að gefa út ný bráðabirgðarlög, eða þeir urðu að samþykkjast þessum versta fjanda sinum, og með því falla ráðaneytinn til fóta. feir kusu hið fyrra. Jæir felldu þau, og sama dag var fundum þingsins frestað þangað til í desember, og ný bráða- birgðarfjárlög geíin út daginn eptir. Nú þegar þingið kem- ur saman aptur í desember, verða þau lögð fyrir og ef þau verða líka felld, má til að leysa upp þingið, til þess að fá einhverja fjárlaga heimild til þess að krefja inn skatta og borga út úr ríkissjóði almenn gjöld. Hvað verður, er ekki gott að segia. Allir búast helzt við nýjum kosningum og eru nú í óða önn farnir að halda fundi um land allt. Eru nú flokkaruir þrír, hægri menn, Bergs flokkur og meiri hluti vinstri manna á þingi. Vinstri menn eru þannig klofnaðir í tvo andstæða flokka, og eru lítil líkindi til að þeir geti jnokkurntíma sameinazt aptur. Kússakeisari befir dvalið hér slllengi með skylduliði sínu, bg miklu lengur en til var ætlað í fyrstu. Kom það til af því að rétt áður en h*un ætlaði af stað, fengu krakkar hans mislingasótt. Sömu veiki fengu ensku prinsainir og prin- sessurnar og yfir hölui mikil hluti af öllu því konunglega fólki, sem um þessar mundir dvaldi á Fredensborg hjá kon- ungi vorum. Jafnvel gamli Hans konungsbróðir fékk ekki að vera í friði fyrir þeim, og hefir hann þó haft þá áður. Keisarinn varð því sem sagt að fresta Krðinni þangað til börnin yrðu frísk, og senda lystiskip sín heim, áður ísa legði. Hann er nú nýfarinn og fór héðan til Jpýzkalands og þaðan til Rússlands. Noregur. Enn situr Sverdrúp og hans ráðaneyti við völd- in, en misjafnt erú menn nú ánsegðir með hann. Gera vinstri blöð Norðmanna mjög harðar árásir á ráðaneytið, og kvað svo rammt að því, að fyrir skömniu setti6t allt ráðaneyt ið á rökstöla — þeir ráðgja^ar, aem aitja í Stokkhólmi, voru kallaðir heim til skrafs og ráðagjörða — til þess að ráðgast um. hvort það ætti að fara fiá, annaðhvort allt eða nokkrir al' ráðgjöfunum. Varð nú mikil sundruug I ráðaneytinu og vildu sumir iara frá, og varð meiri hluti ásþví, og sendu nokkrir af ráðgjöfunum bónarbréf um lausn til konungs. |>ó gáfu þeir kost á sér að vera kyrrir, ef Jakob Sverdrúp, bróð- urson Jóbanns Sverdrúps færi frá, en það er einmitt hann, sem öll óánægjan er risin útaf. En gamliSverdrúp vildi ekki sleppa bróðureyni sínum. Var nú komið í óvænt efni og send hraðfrétt til óskars konungs og bann beðinn að koina til Noregs. Hann kom, og gat hann fengið alla ráðgjáfana til að vera kyrra. Við þetta situr nú, en óánægjan vex dag frá degi. þýzkaiand. Nú ber það heizt til nýlundu, að bæði keis- arinn og krónprinsinn eru veikir. Keisarinu er nú kominn á tíræðis aldur. og því kominn á fallanda fót. Er því eigi kynlegt, þótt hann sé eigi ávallt vel hraustur. Krónprins- inn er nú kominn uudir sextugt, og eru nú litlar líkur til að hann nokkurn tíma verði keisari. Hann betir í allt sum- ar verið mjög lasinn. J>að sem að bonum gengur, er kýli í kokinu. í sumar var það numið burt af enskum lækni heimsfrægum. Dr. Mackenzie, og var krónprinziun nokkurn veginn frísknr eptir pað. j>egar fór að hausta, flutti krón- prinsinn suður á Ítalíu eptir ráði fyr nefnds læknis, og hefir bann nú verið þar um bríð. En nú fyrir skömmu fór hon- um svo að versna aptur, sð hann sendi eptir Dr. Mackenzie. Hann kom og leizt nú ekki á blikuua. Var nú komið ann- að kýli i öðrum stað I kokinu, og er það að sögn miklu ill- kynjaðra en hið fyrra. Voru nú kallaðir allir hinir mestu „laryngológar“ eða kokfræðingar heimsius til Ítalíu, til þess að ráðgast um livað gera skyldi. f>eir sitja nú á rökstúlum þar þessa dagana, og eptir þvi, sem hraðfréttirnar segja, eru þeir allir i standandi vandræðum, og geta ekki orðið á eitt sáttir. Lítur helzt út fyrir að kýlið muni ætla að verða krónprinsinum að banaineini, eptir þvf sem orð íer af. England. Stjómiu beitir hinni mestu kúgun við íra, eu þeir trássat við, halda fundi þrátt fyrir allt bann og ervarp- að i dýflizu unnvörpum. Gladstone gamli heldur hverja ræð- una á fæturannari á móti þessari aðferð stjórnariunar, ogír- um í vil, og það sama gera margir hinna merkustu) stjórn- skörunga Englands af hinum frjálslynda flokknum. Frakkland. þingið er fyrir skömmu komið saman. J>að fyrsta, sem það gerði, var að skipa nefnd til þess, að rann- saka ákærur, sem færðar hafa verið fram á móti Vilson, tengdasyni gamla Grevýs forseta. Hann ersakaðurumaðhafaút- vegað mönnum „orður“ og selt liðsinni sitt við háu verði. Enu fremur að hann liaíi brúkað stimpil Grevys, tengdaíöður sins, t'l þess að stimpla með bréf sín, og þanuig Kngið frí- an flutning á þeim með póstum. Vilson er nú fluttur burt úr lor8etahölliuni, þar sem banu bjó áður. En þó margir sé nú sannfærðir um að Vilson sé sekur, eru menn mjög hræddir við að fara langt út i málið vegna Grevys gamla. Eru menn hræddir við ad hann kunni þá að segja af sér, ea bann vilja menn fyrir engan mun míssa úr forsetatigninni, og kveður svo rammt að, að allir flokkar eru þ&r á ein méli. Menn þykjast engan forseta geta fengið annan eina. „Nordurljósið”. Norðurljésið telur ér sitt frá nýári til nýárs. Næata ár koma út minnst 20 arkir og kosfca 2 krónur, er borgist fyr- ir lok iúlím. næstkomanda. Söluskiimálar. {>eir, sem selja 10 eint. eða fleiri, og standa skilum á andvirðinu á réttum tíma, íá % hluta þess í sölulaun, en þeir, sem selja 4—9 fá */«• j>eir kaupendur, sem borga blaðið í tíma, fá í kaupbæti sérprentaða mynd stóra og vandaðaaf einum hinum merkasta núlifaudi íslenzkum bónda. Uppsögn á blaðinu er bundin við áramót, og ógild nema bún komi skrifleg til ritstjórans fyrir nýár. Auglýsingar eru teknar í blaðið fyrir 15 aura, hver heil líua eða partur úr línu, af vanalegu letri, eða 90 aura hver pumlungur dálks. Engin auglýsing kostar þó minna en 25 aura. Hið lama gildir um þakkarávörp æfiminnmgar og eríiljóð. j>eir, sem útvega 5 eða fleiri nýja kaupendur að Norð- urljósinu og ibyrgjast skilvísa borgun áandvirði þess, fá, ef þeir æskja þess, auk ákveðinna sölulauna, ókeypis eitt eða tvö eiut. (eptir því hvað margt þeir selja) af 1. og 2. árg. Norð- urljóssins. * Eins og ofanrituð augl. ber með sér, höfum vérákveðið að gefa NerðurljÓ8ið út næsta ár í þeirri von að menn veiti því enn sem fyrri góðar viðtökur. Allir skynberandi menn munu á þeirri skoðun að nauð- synlegt sé að eitt blað að minnsta kosti, komi út á Norður- landi. Vér vonum því að menn almennt reyni að styrkja blsð vort með því að kaupa það og útbreiða, en sérstaklega viljurn vér leyfa oss að mælast til að allir góðir Norðlend- ingar reyni «ð styðja og efla þetta eina blað, sem þeir eiga nú sem stendur. J>rátt fyrir það þótt illa gangi að innheimta borgun fyrir blaðið, og litlar líkur sé enn til þess að það beri sig í peningalegu tilliti, þá höfum vér ákveðið að láta skilvísa kaupendur fá geíins með næsta árgangi sérprentaða mynd af nú lifandi íslenrkum manni, sem óhætt má telja einn hinn helzta íslending um flesta hiuti. Myndin verður prent- uð í Kaupmh. og vel vönduð. Höfum vér hugsað oss að senda bana í vor eða snemma sumars til útsölumanna Norð- urljóssius til útbýtingar meðal kaupendanna. j>etta hlýtur að verða oss ærið kostnaðarsamt, en aptur á hinn bóginn get- um vér ekki betur séð en þetta sé talsverð hlunnindi^ fyrir kaupendurna, og því góð meðmæli með blaði voru. Er það ætlun vor, að kaupendum muni geðjast betur að þessu, en að fá mynd í blaðmu sjálfu, og enda þótt fleiri væru. J>ær hljóta að taka af talsvert rúm, og það, sem verst er, verða aldrei vel góðar, því bæði vantar hér hæíilegan pappír, áhöld og enda kunnáttu til að prenta myndir. Að svo mæltu kveðjuin vér alla kaupendur Norðurljóss- ins, og aðra góða menn, er lesa það eða heyra, og þökkum þeim fyrir gamla árið og óskum að þeim verði gott og far- sælt hið nýja. Páll Jónsson. Ábyrgðarmaður cg ritstjöri Páll Jónsson. Prentsraiðja'. Bjöms Jónssoaar

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.