Norðurljósið - 23.10.1888, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 23.10.1888, Blaðsíða 1
ÐURLJÓSIÐ. Stærö: 20 arkir. Yerö: 2 krónur. Borgist fyrir iok júlím. 15. blitð. Akureyri 23. októker. 1888. 3. ál* KIN AIJ A8MUHDSS0N. Með þessum árgangi „Norðurlj “ fylgir mynd (gjörð eptir ljósmynd, er tekin var fyrir tíu árumjaf dannebrogs- manni Einari Asmundssyni í Nesi 1 Höfðahverfi. þykir oss því rétt að láta blað vort fiytja lesendum vorum helztu æfiatriði hans. Einar Asmundsson er fæddur 21. júní 1828 á Yögl um í Fnjóskadal, þar sem faðir hans Asmundur Gíslason frá Nesi og móðir hans Guðrún Bjarnardóttir frá Lundi bjuggu þá. Vorið 1832 fluttu þau hjón sig búferlum að Rauðuskriðu, og þar dó Guðrún þrem árum síðar. Var Einar þar svo hjá föður sínuin, þar til vorið 1843 að hann fór að Víðivöllum í Fnjóskadal, til Indriða gullsmiðs |>or- steinssonar, til að læra smíði hjá honum. Að fjórum árum liðnum hafði hann aflokið námi sínu. Haustið 1847 sigldi hann til Kaupmannahafnar og dvaldi þar næsta vetur. Fékkst hann þar við smíðar, en gekk einnig um tíma á skóla, sem kallaður var „Politeknisk Læreanstalt”, lielzt til að læra uppdrátt og fleira þess háttar. Hafði hann þá í huga að dvelja lengur erlendis. En vorið 1848 hófst hinn alkunni ófriður milli Danmerkur og hertogadæmanna, enda var þá og víðar róstusamt í Norðurálfu. Bæði fyrir at- vinnuleysi, er leiddi af styrjöld þessari og af því hann var mjög heilsutæpur síðari hluta vetrarins og vorið, þá fór hann um sumarið 1848 heim aptur til íslands. Dvaldi hann þá til næsta vors á Víðivöllum. En síðan fór hann austur í Múlasýslu og var þar til vorsins 1853. Hafði hann þar helzt fyrir stafni að segja til unglingum á vetr- um. Vorið 1853 kvæntist hann þar eystra Margrétu Gutt- ormsdóttur frá Vallanesi, og fór síðan að búa á hálfri J>verá í Dalsmynni móti föður sínum, sem hafði fiutt sig þangað fyrir nokkrum árum. J>ar bjó Einar 2 ár og ffutti sig vorið 1855 að Nesi i Höfðahverfi, þar sem hann hefir bú- ið síðan. J>ar dó Margrét kona hans 1863. Áttu þau sam- an tvo sonu, Gunnar og Guttorm. 1868 kvæntist hann í annað sinn, Elisabetu Sigurðardóttur frá Möðrudal. Sem bóndi hefir Einar Asmundsson verið fyrirtak fiestra annara samtíðamanna sinna hér norðanlands. J>eg- ar hann kom að Nesi var bygging þar fremur hrörleg og jörðin talsvert niðurnídd. En þar hefir hann byggt reisu- legan bæ og nú nýlega stórt timburhús. Jarðabætur hefir hann og gert miklar og komið upp allmiklu æðarvarpi. er þar var ekki áður. Enda fékk hann árið 1883 þóknun úr styrktarsjóði Kristjáns IX. Hann hefir og fengizt meir en flestir aðrir bændur við þjóðmál og félagsmál. Hann var þingmaður Eyfirðinga á 6 löggjafarþingunum fyrstu, og kom þar jafnan frjálslega og viturlega fram; mundi liann því sjálfsagt hafa haldið þvi starfi enn, ef heilsa hans hefði leyft það. 1878 var hann í utanþingsnefnd þeirri, sem fjallaði um klerka og kirkjumálið. — 9 ár var hann í stjórnarnefnd Gránufélagsins; liann var og með að stofna hið Eyfirzka ábyrgðarfélag (1S67) og var nokkur ár í stjórn þess framanaf. Hann var og með að stofna fram- farafélag eða búnaðarfélag Grýtubakkahrepps, fyrir 21 ári, og hefir verið formaður þess síðan, einnig lestrarfélag, sem hann var formaður fyrir í 12 ár og sömuleiðis sparisjóð, sem hann hefir verið gjaldkeri við frá byrjun í 10 ár. Hann er og helzti frumkvöðull og styrktarmaður alþýðuskóla, er fyrst var í Laufási og síðan í Hléskógum — Frá því svcit- arstjórnarlögin fengu gildi hefir hann verið í sýslunefnd og í amtsráði. Mun hann vera sá eini maður, er í amts- ráði hefir setið frá upphafi þeirra. Hreppstióri var hann áður í 8 ár og sáttamaður alllengi. — Síðan 1882 hefir hann verið umboðsmaður Möðruvallaklausturs og nú um eitt ár settur umboðsmaður Eyjafjarðarsýslu jarða. Talsvert hefir hann fengizt við blaðamál, og skrifað margar ágætar greinar í ýms blöð, einkum hin norðlenzku. Fyrstu 4 eða 5 árin hafði hann talsverð afskipti af „Fróða'-', enda þótti Fróði þá gagnlegt og gott blað. Fyrir nærri 20 árum skrifaði hann alllanga ritgjörð um framfarir ís- lauds, er þótti afbragðs vel rituð, og nú nýlega samdi hann mjög fróðlega ritgjörð um landbúnað Islands að fornu og nýju, sem prentuð er í „Búnaðritinu“ þetta ár. Af ofanrituðum línum sést að það er talsvert margt, er Einar Ásmundssen helir haft að gegna um dagana. En hann hefir allstaðar sýnt, að hann er afbragð annara manna bæði að viti og starfsemi, enda mundi enginn meðalmaður hafa leyst jafn fjöibreyttan starfa eins vel af hendi og hann hefir gert. Af núlifandi leikmönnum hér á landi er hann óefað hinn langfjölfróðasti, og kann líka manna bezt að færa sér í nyt hverskonar fróðleik, er hann hefir átt kost á að afla sér. Hann er einn af þeim fáu mönn- um, er geta með jöfnum dugnaði snúizt við búskap og bók- menntum í einu. Sem dæmi uppá bóknám hans má geta þess. að hann hefir að raestu leyti tilsagnarlaust numið, auk Norðurlanda, mála ensku, þýzku og frakknesku og talsvert i latinu og fleiri málum. Höfðhverfingar eiga honum mikið að þakka menning sina og framfarir á síðari árum, að sögn þeirra manna, er þar eru nákunnugir. Ætti hver sveit á Islandi einn bónda honum jafnsnjall- an í öllu, mundi þeim meiri framfaravon af því en af sumum skólum vorum. Nokkur orð um skólamál. * Eptir Guðmund Hjaltason. I. Um kvennaskólasjóð. Eg hefi áður í Norðanfara ritað margt um kjör og menntun kvenna og verð eg því fáorður í þetta sinn. Eg er ennþá, að minnsta kosti í aðalatriðunum samþykkur þvi, sem eg þá ritaði um efni þetta. Bæði áður, en þó einkum þessi seinni ár, hefir mikið verið talað um þetta mál_ Og allir sem það hafa gjört,* munu játa að kjör kvenna þurfi að bæta og að menntun þeirra þurfi að auka. En þótt mikið sé ritað og rætt, þá er samt lítið gjört í þessu efni. J>að er ónóg, þótt konum yrði veittur kosninga- réttur og jafnvel kjörgengi. J>að er ónög, þótt þeim yrði veittur aðgangur til opinberra lærdómsstofnana. J>etta getur að vísu gefið þeim andlegt sjálfstæði og þekking, en það er ekki sagt að það gefi þeim meðalið til að ná sjálfstæði og þekking. En meðal þetta er fé, eð*i staða • fl

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.