Norðurljósið - 06.07.1889, Blaðsíða 4
48
NORÐURLJÓSIÐ.
1889.
var stiptprófastur Þorkell jafnglaður og rólegur; enginn
heyrði liann kvarta um neitt, heldur en allt léki í lyndi,
ekki öfunda neinn, ekki hallmæla neinum. Las liann iðu-
lega i bókum og var manna minnugastur. Glaptist hon-
um ekki heldur stórum sýn til dauðadags. Hann er tal-
inn mesti söngmaður sinnar tíðar í Hólastipti, máske og
þó víðar væri leitað hér um land, bæði að raustu og
kunnáttu, og var eitthvert hið mesta spak- og góð-
menni“.
Bréí
frá alræmdum núlifandi sveitaflæking til sýslumanns.
Háæruverðugi herra sýsluraaður N. N.
t>ar eð mér liggur nú mjög þungt á lijarta út af því fjártjðni,
sem eg hefl orðið fyrir hjá óráðvöndum mönnum, þá dirfist eg að fram-
bera mál mitt fyrir yðar hátign. Þar eg trúi þvi staðfastlega að þér
séuð gott og kristilegt yfirvald, sem ekki hallið rétti þess niðurþrykkta,
þá kæri eg þessa menn fyrir yður, sem nú skal greina: Er þá fyrst
að nefna N. N. á Gauksmýri, N. N. á Vigdisarstöðum, N. N. á Torfa-
stöðum, N. N. á Auðunnarstöðum, N. N. á Króksstöðum, N. N. á
Reinhólum, N. N. á Búrfelli. Alla þessa manndj..... angef eg fyrir
yður, velborni herra sýslumaður, fyrir ranga meðferð á eigum mínum
og þjófnað, og áskil eg mér í skaðabætur i það minnsta hjá hverjum
fyrir sig frá 60—70 krónur, þar eð eg hefi lesið í Móseslögum, að
hver sem stæli ætti að gjalda ferfalt aptur. Eun fremur kæri eg fyr-
ir yður séra d.....N. prest á ......stað; og er þá svo mál með
vexti og allur texti, þar eg var á minni gömlu visitatsíu-ferð, þá bar
mig að Reynhólum og gisti hjá húsfreyju N. N. Siðan var eg 1 dag
i vegabót hjá signor N. N. á Helguhvammi, en fyrir að ófært var veð-
ur, fór eg út að......stað. Þegar eg var kominn upp í miðja tröð- |
ina, þá kemur sá, sem sagt er að kunni 18 eða 19 tungumál á móti
mér með is og þys og segir mér að koma inu i bæjardyr, og offr-
ar mér þar ónýtum kaffibolla og skelþunnri köku, grárri af sméri. Síð-
an skipar hann mér upp í forarskurð til að kasta hnaus úr skurðinum.
En fyrir það að eg var mjög blautur og kalt veður, þá hljóp í mig
óþolandi verkur. Þá gekk eg heim, en á miðri leið, þá mæti eg þar
satans höklameið og tilkynni honum veikleika minn. En hann snýst
illa við og segir mig óðara ljúga það, og þrifur af mér mína voldugu
veldisspíru, það fjandans fúlmenni, og lemur mig með henni miskunnar-
laust, svo tvisýnt var um líf mitt, og fór eg að hugsa að þetta væri
fantur og illræðismaður, en ekki guðsþjónn, og fann það lika síðan.
Segi eg honum að a.............megi hjá honum vinna í minn stað,
þeim d........ fanti; og skildum við með það, að hann stal af mér
priki, skóm úr leðri og vetlingum fullum með ull. Siðan fundumst við
á Barkastöðum og minntist eg á fornan fjandskap og lýsti eg hann
þjóf að gripum mínum, en hann kvað prikið geymt og það sem það
gæti útilátið. Síðan spyr hann mig að, hvort eg mundi ekki
taka mér til þakkar, að eiga vísa vist í h......, heldur en vera á
þessum hrakól. Þá óskaði eg mér að vera Skarphéðinn Njálsson og
halda á öxinni Rimmugýgi.
Staddur á Litlu-Þverá 18/i0—'81.
N. N.
Athugas.: Nöfnum þeirra manna, sem i bréflnu eru nefndir, er sleppt, þvi þeir
eru flestir eða allir lifandi enn.
lega niður allan bæinn og sjálfan sig með. Síðan hefir þorpið verið
hringjaralaust.
Sltrltlur.
Einu sinni mætti maður konu, er rak á undan sér marga asna.
„Góðan dag, asnamóðir11, sagði maðurinn við konuna. „Góðan dag,
sonur minn“, svaraði konan.
Mjög hégómagjörn öldruð kona var einhverju sinni spurð að því,
hvort það vissulega væri satt að sonur hennar væri fangavörður í
hegningarhúsinu. „Já, reyndar er það satt“, sagði konan, „en það er
bót í máli, að í þvi hegningarhúsi eru einungis glæpamenn af góðum
ættum“.
N orðurljósið
er frjálslynt, stefnufast og einart blað, er fullkomlega þor-
ir að segja sannleikann hver sem í hlut á.
Norðurljósið
berst einbeitt fyrir frjálsri stjórnarskipun, meiri launa-
jöfnuði en nú er meðal embættismanna, lækkun of liárra
launa, greiðari samgöngum á sjó og landi, menntun alþýð-
unnar o. s. frv.
Norðurljósið
kostar 2 krónur um árið, en þeir sem nú gjörast kaup-
endur að þessum árangri fá allan árganginn fyrir aðeins
eina krónu. Þeir sem útvega nýja kaupendur og standa
skil á andvirðinu fyrir lok októbermán. n. k., fá'ókeypis
auk vanalegra sölulauna eitt eintak af Norðurlj. frá byrj-
un (1., 2. og 3. árg.), en þó því að eins, að þeir útvegi
minnst 5 nýja kaupendur.
Útsölumenn og liaupendur Norðurljóssins á Suðurlandi
mega borga andvirði þess til bóksala SigurSar Krist-
jánssonar í Reykjavik.
Kaupendur Norðurljóssins, er enn skulda fyrir fyrri
árganga þess, eru vinsamlega beðnir að borga hið allra
fyrsta. — Komi Norðurljósið ekki með skilum til kaupand-
anna, eru þeir beðnir að gjöra ritstjónanum aðvart um það
við fyrsta tækifæri. En nákvæmlega verða þeir að til-
greina hvaða tölublöð árgangsins þá vanta.
I tsölumenn Norðurljóssius eru vinsamlega beðnir
að senda ritstjóranum við allra jyrsia tœkifœri, allt sem
þeir kunna að hafa óselt af þessum árg. blaðsins.
VIÐBÆTIR
VIÐ
Hringjarinn,
Einu sinni fyrir löngu siðan tók hringjari í þorpi nokkru upp á
þvi, að deyja svo gjörsamlega, að ómögulegt var að nota hann fram-
vegis við hringjarastörfin. Þorpsbúar komust í dauðans vandræði, því
enginn maður i öllum bænum var álitinn því vaxinn, að gegna þessum
vandasama starfa. Loks mundu menn þó eptir því, að kamarmokari
þorpsins hafði stundum við hátiðlegustu hringinga-tækifæri verið feng-
inn gamla hringjaranum til aðstoðar. Þótti hann þvi liklegastur til
að þekkja eitthvað i hringjara-kúnstinni. Með megin þorrra atkvæða
hinna ráðandi manna var hann þvi kosinn fyrir hringjara þorpsins, og
boðin svo ríileg borgun, að árleg laun hans mundu nema allt að 50
krónum i vorum peningum. Maðurinn tók feginshendi við þessu virðu-
lega embætti og bjóst við að geta nú lifað það sem eptir var æfinnar
eins og hálaunaður embættismaður, því fyrri atvinnu sinni ætlaði hann j
ekki að sleppa fyrir þetta nýja embætti. En hann varaði sig ekki á þvi, |
að enginn maður, æðri né lægri, i öllu þorpinu, mátti hafa nema einn
starfa á hendi i einu, og að þorpsbúar voru þá orðnir svo sárfínir, að
þeir vildu að hringjarinn léti sér allt óhreint óviðkomandi. Yar hin-
um nýja hringjara því bannað að moka kamra, róa á sjó o. s. frv., og
ekkert mátti hann vinna annað en hringja. Mannauminginn, sem var |
mjög kappsfullur og iðjusamur og aldrei slapp verk úr hendi, hélt að
það væri þá bezt að reyna að standa vel í þessari einu stöðu og
hringja nú einu sinni guði til dýrðar. Síðan byrjaði hann að hringja,
og hringdi svo ákaft, að flestöll húsin hrundu. Hann hringdi bókstaf- !
KIRKJUSÖNGSBÓK
MEÐ FJÓRUM RÖDDUM
EPTIR
JÓNAS HELGASON
er út kominn. Fæst í Reykjavík hjá
Sigurði Kristjánssyni.
Ritstjóri PÁLL JÓNSSON.
Prentsmiða Sigfúsar Eymundssonar.