Norðurljósið - 06.07.1889, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 06.07.1889, Blaðsíða 3
1889 N ORÐURL JÓSIÐ. 47 varð fundarfall í báðum þingdeildum og fánar blöktu á liálfri stöng um allan Reykjavíkurbæ. Girasvöxtiir er í bezta lagi um allt Suðurland, en votviðri eru svo mikil, að illa lítur út með nýtingu á heyi. Varla heíir komið þur dagur um langan tíma. Loptið er þokufullt og drungalegt. Afialítið er hér innfjarða, á opnum skipum, en sum- ar fiskiskútur haía fengið allgóðan afla. Embættispróíi við læknaskólann luku 28. f. m.: Sigurður Sigurðsson með II. eink. 66 stig. Björn Gf. Blöndal — III. — 58 — Latínuskólanum var sagt upp 29. f. m. Útskrifuð- ust þá úr skólanum þessir stúdentar • . Eink. stig 1. Sigurður Pétursson............................I 98 2. Bjarni Sæmundsson . . ....................I 97 3. Magnús Torfason...............................I 95 4. Ólafur Thorlacius................................193 5. Sæmundur Eyjólfsson ..........................I 93 6. Þorlákur Jónsson............................... 193 7. Sigurður Sivertsen ..............................191 8. Vilhjálmur Jónsson............................I 91 9. Friðjón Jensson ..............................I 89 10. Ole Steinbach................................II 76 11. Sigurður Magnússon (utanskóla)...............II 73 12. Jón Jónsson (utanskóla) .....................II 71 13. Oddur Gíslason ..............................II 69 14. Jóhannes Sigurjónsson........................II 68 15. Helgi Skúlason...............................II 67 16. Magnús R. Jónsson (utanskóla)...............III 55 17. Iugvar Nikulásson ..........................III 45 Nýsveinar hafa 16 gengið inn í latínuskólann í f. m., þar af 13 í 1. bekk, 2 í 2. bekk og 1 í 3. bekk. Synodus var haldin í Reykjavík 4. þ. m. ÝMISLEGT. Þorkell Ólafsson, síðasti stiptprófastur á Hólum. fæddist 1. ágúst 1738 í Odda á Rangárvöllum. Foreldrar hans voru þau Ólafur biskup Gíslason og Margrét Jakobs- dóttir. Árið 1747 fluttist liann með foreldrum sínum að Skálholti. Þar andaðist faðir hans, og 1756 dó móðir hans, er þá var í Bræðratungu. „En þá hennar og sona hennar eigur urðu svo ítarlega gjörkrafðar í álag á bisk- upsstólinn, að þeir einustu silfurhnappar, sem Þorkell átti, voru til þess skornir úr peisu hans og oll hans lærdóms- kver í álagið tekin, varð liann að læra með öðrum piltum á þeirra lærdómskver, hvar hann þetta gat fengið“. í Skálholtsskóla reyndist hann þvílíkur námspiltur, „að hann í leksíu kverum lærði 8 eða 10 blöð á dag, og mælt er, að hann einusinni hafi leikið sér að 8 blaða leksíu lær- dómi í Nucleo Latinitatis“. Vorið 1757 var hann útskifaður úr skóla og var þá settur djákni í Þykkvabæjarklaustri í Veri. En eptir sandfallið mikla úr Mýrdalsjökli 1755 hélzt hann þar ekki við. Nokkru síðar varð hann skrifari hjá Finni biskupi. En árið 1761 sigldi hann til Kaupmannahafnar háskóla, og nam þar guðfræði. 1764 kom hann út hingað, og varð þá enn skrifari hjá Finni biskupi. 1766 fékk hann veitingarbréf fyrir Hvalsnessþingum í Gullbringusýslu. Árið 1769 voru honum veitt Seltjarnarnesþing. Hafði hann fengið veitingarbréfið, „þegar annar attestatus, Árni Þór- arinsson, er síðar varð biskup á Hólum, sótti um sama prestakall. Lét þá stiptamtmaður í ljósi við Þorkel prest, að Árni mundi klaga, hlyti liann ekki brauðið, þar eð liann hefði tillögur ens konunglega danska Cancellíis um frama, og leitaðist því eptir, hvort Þorkell prestur vildi ekki afstanda veitinguna við hann. Þetta undirgekkst Þorkell prestur“. Eptir fráfall dómpirkjuprests Halldórs Jónssonar 1769 varð Þorkell dómkirkjuprestur á Hólum. 1774 kvæntist hann, en missti konu sína ári síðar. Árið 1781 ferðaðist hann á Suðurland „skikkaður að mæta í þeirri af konungi skipuðu biskupsstólanefnd“. 1785 var hann settur prófastur í Hegrauessýslu, og sama ár falin á hendur umsjón skólans á Hólum. „Kom þá og dómkirkjan með töluverðu henni til inntekta og viðurhalds tillögðu jarðagóssi undir hans umsjón“. Umsjón skólans hafði hann um 4 ár. Þegar Árni biskup dó, 1787, var Þorkell prófastur settur stiptprófastur Hólastiptis og hélt hann því embætti til 1789. Árið 1798 var hann á ný settur stiptprófastur á sama stað unz biskup Geir Vídalín tók við „embættis- verkum í Hólastipti“. Þegar jarðir Hólastóls voru seldar og skólinn fluttur burtu 1802, rataði Þorkell prestur í þau ókjör, „sem dæmafá eru og eptirminnileg munu þykja, að verða allt í einu, fyrir utan nokkurt vitanlegt afbrot, sviptur sínum árlegu kostpeningum, 65 rd. 60 sk., sem var allt hans lífs- brauð, að undanteknum fáeinum lambseldum, dagsverkum og tíundum, er falla í Hólasókn.........Stóð hann þá uppi slyppur og snauður, bjargarlaus og húsviltur........En með því ósýnt var hvort nokkur yrði til, að honum frágengn- um, að þjóna því af sér gengna og lénsjarðalausa Hóla- prestakalli, þó liann væri sem á fiæðiskeri staddur, skutu Hólaábúendur skjóli yfir hann, og veittu honum vökvun til skiptis, móti hans litlu inntekt af sókninni". „Frá prófastsembætti fékk hann lausn árið 1803,.... en 1808 skilaði liann Hólakirkju og henni tilheyrandi, þá- verandi Hólaeigenduin; hafði hún þá tapað miklum hluta eigna sinna, og var ekki skilavon af honum þá bersnauð- um. Dvaldi hann þá optast mjög einmana og í einhýsí í nýju timburstofunni á Hólum í mörg ár við staklegt mun- aðarleysi og stundum skarpan kost.........Optar en sjaldn- ar við bar, að hann hafði ekki annað til miðdagsverðar að nærast á en eldhúsreyktan hákall, er hann keypti blautan, og það af svo skornum skamti, að 5 lóð sagðist hann ætla sér til miðdagsmáltíðar, og kvað sællífi ef brauðbita hefði með. Pensíon fékkst ekki, né bót á inntektamissi hans þó beðið væri.......Var þá í tilgátum og ekki annað sjá- anlegt, en þessi góði öldungur mundi veslast upp í harð- rétti og annari vesöld. Þótti nú æfi Þorkels stiptsprófasts mjög umskiptileg orðin og amhugsunarverð og hörmuðu hana margir, einkum af kennilýðnum, sem alljafnt elskaði hann og virti og hryllti við þessu dæmi. Var í ráðagjörð, að þeir fáu, er skárst megnandi væru af nálægum prest- um, legðu saman í einhvern Iítinn forða handa lionum, en það lenti þó í tómri ráðagjörð“. „Árið 1815 þann 4. júlí inngaf lierra Conferensráð Thorarensen skarpa klögun til biskups G. Vídalíns um forsómun stiptprófasts Þorkels í embættisverkum, einkum ungdómsins uppfræðingu. Bauð biskup Jóni prófasti Kon- ráðssyni að rannsaka það málefni, og reyndist ungdómur- inn betur uppfræddur en vænt var; en til húsvitjana og annara ferða í sókninni sýndist hann, þá 78 ára gamall, ekki fær, þar hann átti enga hestnefnu, ekki reiðtýgi og ekki nauðsynlegan klæðnað til að skýla kroppnum með“. Árið 1816 sagði hann sig algjörlega frá kallinu. Eptir það veitti konungur honum 50 rd. laun árlega. Skömmu síðar var bætt við hann 100 rd. og eptir það lifði hann „við allbærilega hagsmuni og heilsukjör“, þar til hann andaðist 1820. Stiptprófastur Þorkell Ólafsson er sagt að hafi verið maður tígulegur ásýndum, með hærri og þreklegri mönn- um á vöxt, kurteis, blíður og glaðsinna í umgengni og ramur að afli. „Mun þó sálarstyrkleiki hans engu minni verið hafa“......Við harðindi þau liann leið frá 1802

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.