Norðurljósið - 28.10.1889, Qupperneq 2
70
NOHÐtmLJÓSIÐ.
1883
sem áfátt er og um þrrf nð bæta. Og rit þeirra bera
með ser, *að þeir vilja víst og liklega hugsa líka að þjöðiii
geri Verið betri en hún er. Torfhildar sögur virðast mér
fara meðalveg í þessu efni. En hér hefir líka verið reynt
til að mála betri hliðar þjóðlifsins. J>að hefir verið reynt
til að sýna sjálfstæða, stórhuga og einbeitta andans menn.
gamla og heiðvirða menntabændur, unga og stórvirka
framfarabændur, skáldmælta og sögufróða alþýðumenn,
vitrar og göfgar konur o. s. frv., en þjöðin hefir enn þá
ekki viljað kannast við þetta málverk af sér, ef til vill af
þvi, að hún er núna á iðrunar og apturhvarfsstigi og er þvi svo
auðmjúk, að hún þolir ekki að sér sé hælt og er þetta bless-
aður framfara boði, ef eg get rétt til. Orsakirnar til
þcssa eru og ef til vill aðrar, en, „vogum góðs að
vænta 1“
En eg vil nú segja álit mitt um óð vorn i
heild sinni, urn efni, anda og form hans. J»ótt vér
eigum nú fremur fátt af skáldsögum, söguljóðum og sjónar-
leikjum, þá eigum vér samt sjálfsóð (lyrik) líktog aðrar þjóðir
og í honum stöndum vér á baki mjög fárra, ef nokkurrar
þjóðar annars. Einkum er sálmakveðskapur vor ágætur
og í honum hygg eg fáar þjóðir geta boðið oss út.
Yfir höfuð að tala er eini óðs vors þolanlegt. Samt óska eg
að söguskáld vor máluðu ekki of mikiðaf heimskingjum, fá-
bjánum, mauraköllum, óregluseggjum. siðleysingjum og
alls konar mannræflum, og lúalegum persónum. Yér höf-
um að sönnu allt þetta til, en vér höfum líka hið gagn-
stæða.
Yér eigum í þjóðlífi voru marga menntaða og fram-
farasama sómabændur, marga gestristna, hjálpsama og
göfga mannvini, marga sanna dyggðamenn. Vér höfum
forsjála feður, ástríkar mœður, vandaða og duglega trú-
fasta og elskuverða unglinga, góð og efnileg börn og margt
annað háleitt og göfugt ef vel er leitað. J>etta eiga skáld-
in að mála, ekki síður, nei, öllu fremur en hið gagnstæða,
því eg vil trúa að menn batni meira við að skoða hið
góða og fagra heldur en hið gagnstæða. Vér höfum lika
fagra og fjölbreytta náttúrn. Eldfjöllin og jöklarnir, liraun-
in og hverarnir, árnar, fossarnir og vötnin; er þetta ekki
stórkostlegt og fagurt? Yér höfum lika grösugar heiðar,
blómfagrar hlíðar, dali og grundir, holt og mela, prýdda
ótal fjölskreyttum blómnm, er þetta ekki fagurt og yndis-
legt? Nóg er til að mála. —
„Alnóg englalíf
er á jörðu,
ei þarf i draumheim.
að þvi leita“.
Andi óðs vors er opt viðunanlega góður; samt sýnist
mér honum sé áfátt í ýmsu. Hann ætti að verða sjálf-
stæðari og fylgja betur með heimsmenntuninni. J>að mun
þykja örðugt að vera sjálfstæður og eiga þó samt að fylgja
með. En þetta má takast með því að skáldið skoði og
þekki aðalhugsjónir heimsmenntunarinnar , láti þær hrífa
sig og verða eitt með anda sínum og birti þær síðan um-
myndaðar í sjálfstæðri skoðun og á sjálfstæðu ruáli. Einnig
þyrfti óður vor að hafa meira af sjálfstæðum hetjukraptb
sem sýnir sig í göfugu og stórbrotnu framfaralífi, líka þarf
meira af blíðu og barnslegu hjartalagi, sem sér og elskar
fegurð blóma og barnalífsins. Einnig þarf meira af fjöri
og gleði í óð vorn, gleði, sem getur nieira en glott liálf -
kalt að hversdagslegum smágöllum.
Andi skáldanna þarf loks að verða úthaldsbetri. J>að
sýnir ekki mikla andagipt, þótt menn um tvítugsaldurinn
þjóti upp með nokkur fögur og háfleyg ljóð, en hætti síð-
an að yrkja, eða staðnæmist við meir eða minna daufan
tækifærisóð, eins og hætt er við að sum skáld vor hafi
gjört og ef til viil gjöri (Samanber fyrirlestur G. Pálss-
Reykjavík). Andríkið sanna fellst ekki í því, að geta ort
vel snöggvast, heldur í því, að halda áfram með að yrkja
vel og koma þó með eitthvað nýtt og taka heldur fram-
förúm enn láta sér fara aptur. Orsok þessa úthaldsleys*
is og er.da fleiri andlegra galla, sem eg hefi talið, er sjálf-
sagt meðfram sú, að skáldin vita ekki nœrri altént hvað
skáldköllun er, álita enga skyldu eða gagn að yrkja,
J>ekktu þeir skáldköllun sina, þá myndu þeir varla spyrja
um það þótt alþýðan eins og áður er ávikið, metti skáld-
skapinn litils.
Eg get ekki minnst á efni og anda óðs vors
án þess að drepa dálitið á það, sem eg tel hinn
ljótasta blett á öllum óðritum vorum. Eg
meina níðkvæðin. Líti maður í ljóðabækur skálda
vorra, t. d. ,T. J>orlákssonar, Bjarna, Kristjáns, Hjálmars,
að eg ekki nefnl ljóðabækur St. Olafssonar og aðrar það-
anaf verri í þessu efni! Hvilíkur urmull af óhróðri og
lasti og erm þá verra sorpi er ekki hrúgað saman í bœk-
ur þessar. Og þó eru þetta „smekkmenn“, sem hafa út-
gefið þær. Eg skil ekki i hvað þeim hefir getað gengið
til að blanda þessu sorpi saman við svo mikið andlegt
gull og perlur eins og eru til dæmis kvæði Bjarna og
Kristjáns. Menn fá sér það til,* að andalausar og smekk-
lausar rímur og önuur léleg óðrit sé gefin út, og er það
líka opt rétt. En þess er að gæta, að þvílík rit lifa ekki
lengi séu ekki skammir í þeim. En skammavísur lifa
lengi og þnð þó ljótur leirburður sé. J>ær lifa og fæða
af sér nýjar skammir. Hvílikt dæmi gefa ekki nefndar
Ijóðabækur unglingum, sem eru að reyna til að yrkja! Eg
skal taka mig sjálfan sem dæmi upp á þetta. Eg man
hvað eg lieyrði menn hæla J. J>orlákssyni og öðrum fyrir
hvað „miklir“ þeir hefðu verið i að skammast. Mig fór
að langa til að verða „mikill“ líka. Og svo fór, að eg
orti níðkvæði einkum þegar eg var á Seltjarnarnesi og í
Borgarfirði. Orti eg þau um fólk, ýmist fyrir litlar eða
engar sakir. Af því nú að allur óþverrinn er gefinn út
eptir menn þótt lítið nafn hafi, þegar þeir eru dauðir (t.
d. ruslið úr kvæðum Jóns á Yíðimýri og Sigvalda) þá er
eigi loku fyrir skotið, að svo kun.ni að verða farið með
raig. Samt vona eg, af því þessi mín nefndu níðkvæði
voru hinn argasti leirburður og upptugga úr öðrum leir-
burðarníðkvæðum, að engum heilvitamanni detti í hug að
gefa þau út. Entil vonar og vara fyrirbýð eg
öllumað pre nta nokkuð níð eða hnjóðkvæði
e p t i r m i g f y r e ð a s í ð a r!
Og ráð mitt til allra þeirra, sem útgefa ljóðabækur
er þetta; Gangið í reglulegt „níðkvæðaútgáfu-bindindi“
Og eins vil eg ráða öllum skáldum og hagyrðingum :
Gangið í „níðkveðskapar-bindindi"!
Hvað nú form óðs vors snertir, þá eru gallar þess
enn þá einkum þessir: reglulítil niðurskipun efnisins, ó-
samkvæmni í hugsuninni, óljósleiki í frásögninni, óeðlileg
orðaskipun, þungyrði, ofmikill íburður af lýsingarorðum,
ofmikið málskrúð, útlend orðtæki, skukk áherzla og rím-
gallar í kvæðunum o. s. frv. Eg segi ekki að gallar þess-
ir séu almennir, en til eru þeir.
J>á er að minnast lýðskáldskap vorn. Bímurnar, Ijóða-
bréfin, hestavísurnar, bæjavisurnar, formannavísurnar. Eg
held að oflítið liafi verið gjört úr rímunum. J>ær eru þó
skáldskapartegund söguljóðunum skyld. En þæreruþeim
einkum ólíkar í því, að þær fylgja sögunni nákvœmt án
þess að sleppa úr og bæta inní efnið eins og söguljóðin
gjöra. Ennfremur eru það kenningarnar, sem að gjöra
rímurnar svo einkennilegar. Sumir hafa sagt, að kenn-
ingarnar væri vottur um andlega fátækt og væru þræl-
dómshlekkir andans, en eg vil heldur kalla þær skraut
hans, sem reyndar varð opt ofmikið og sem þýngdi hann
líkt og hlekkir. En stundum lypti þó skáldaandinn sér
með leik á flug með öllu þessu þunga skrauti likt og
Gunnar er hann hóf sig á lopt í öllum herklæðum sínum
(S Breiðfjörð). Kenningar rímnanna og eins hinir dýru
bragir og hljómmiklu hendingar, er skraut, sem getur
orðið ofmikið, en eins og allt skraut vitnar þó um fagur-