Norðurljósið - 30.11.1891, Page 2
86
NOÉÐmUJÓSIÐ.
1891.
Undir það þyiíti nærfelt öll tamin hross úr öllunr Eyja-
firði fyrir framan Akureyri !
Ef vér metum smérpundið á 60 aura er það 48,000
krónur.
það er um 3000 kr. m e i r a fé. en það sem gengur
til eptirlauna á ári af landsié, og sem menn sjá mest eptir,
sem von er, en 2000 kr. m i n n a en öll vor læknaskipuu
kostar!!
Væri ekki ráð að fara að drekka kaffið s v a rt o: rjóma-
laust, er menn hafa glöggvað sig á þessu atriði, ekki sízt ef
kaffið skyldi vera míklu hollara að drekka það þannig?
Og það mun það lika vera.
Ypsilon.
Hvar og livenær ort?
Úr því mönnum ber ekki saman uili hvenær Jónas
Hallgrímsson skáld orti erfiljóðin eptir Bjarna viil sinn
Thorarensen, skal eg bæta þar við þriðju írásögunni,
sem ekki mun þykja ósennilegri en hinar. Systursonur
Jónasar, Hallgrímur Tómasson, faðir frú Laxdal á Akur-
eyri, var þá í uppvexti með íoreldrum sínum á Steins-
stöðum, er Bjarni amtmaður lézt 24. ágúst 1841. J>á var .Tónas
á ferð vestnr í Skagafirði og mun hafa verið í Glaumbæ
(eins og Hannes Hatsteinn segir frá), þegar andlátsfregn-
in barst honum. Hvarf hann þá aptur norður til mágs
sins og systur. J>egar ekkja amtmannsins frétti aptur-
komu Jónasar, sendi hún honum orð, að hann kæmi og
finndi hana. J>egar þau boð komu til hans, var hann
staddur á Bakka gagnvart Steinsstöðum; var Hallgrímur
með honum sem optlega var vant. J>egar hann hafði
setið þar um stund og hjalað við Egil bónda, riðu þeir
heim, og lagði Jónas sig fyrir í rúmi þar í stofunni.
Hann bað fp|enda sinn að taka blað og penna og skrifa
það, sem hann læsi honum fyrir. Rétt eptir byrjar hann
á fyrstu hendingum kvæðisins, og þegar þær voru búnar,
leit hann á skript piltsins og sagði: ,.Skrifaðu ekki
>svanninD« strákur, heldur »svaninn«“. Síðan
segir Hallgrímur að Jónas hafi haldið áfram að lesa fyrir,
en þó með þögn á milli. Hann segir og að Jónas muni
hafa byrjað á kvæði þessu þegar á leiðinni frá Bakka
yfir ána.
TJm það hvenær Jónas orti hið fræga kvæði sitt
„Gunnarshólmi“, hefir sami frændi hans sagt mér allgreini-
lega sögu. Jf>að var einn fagran sumardag á slætti, að
Jónas reið til fundar við Bjarna á Möðruvelli, og Hall-
grimur með honum. J>egar þar kom, fagnaði Bjarni hon-
um vel eg leiddi með sér til stofu, en Hallgrími var
fylgt til herhergis þar fram af; mátti hann glöggt heyra
hvað þeir töluðust við; man hann vel, að Bjarni ræddi um
íornsögurnar, einkum Njálu, og kvað það minnkun þeim
skáldunum, að þeir tæki sér ekki optar yrkisefni úr þeim,
en einkum man hanp að nefndur var „Gunnarshólmi“ og
þótti honum sem Bjarni skoraði á Jónas að yrkja um
hann. Eptir langa viðstöðu riðu þeir frændur þaðan um
kvöldið inn á Akureyri ; var þá tunglsskin og blíða mikil.
A leiðinni talaði Hallgrímur eitthvað til fræuda síns, sem
lengst af' reið þegjandi. jpá sagði Jónas: „Tala þú nú
sem minnst, frændi, nú skálda jeg“. Ura nóttina var þeim
báðum vísað til sængur í loptsherbergi, og háttaðí Hall-
grimur og sofnaði skjótt, en ekki varð hann þess var, að
frændi hans færi úr fötum eða svæfi, heldur sat hann við
borð þar og samdi eitthvað eða orti. Næsta dag hélt
hann sama starfi fram. Og er áleið daginn, bað hann
Hallgrím að hverfa heim og skilja sig eptir, en lokað
bréf fékk hann honum og bað hann sjálfan færa það amt-
roanni á heimleiðinni. Siðan kvöddust þeir, og er Hall-
grímur kom að Möðrúvöllum, spurði ámtinaður urn ferð
Jónasar, færði Hallgrímur honum þá kveðjú hahs og skil-
aði bréfinu. Hann heyrði þá að í bréfinu var kvæðið
„Gunnarshólmi", og man Hallgrímur enn eptir rúm fimmtíu
ár ýms lofs- og undrutrarorð, meðal annara sviplík og þau
sem séra Páll sál. Jónsson í Yiðvík sagði mér frá, en þá
var hann ritari Bjarna amtmanns. ,.Nú er mér bezt“ —
eða „nú er mér mál að hætta að kveða", hafa báðir Sagt
að hann hafi þá mælt, — eins og enginn þarf að efa.
Ymsar fleiri athugasemdir um Jónas eða kveðskap
hans mætti tilfæra eptir þessurn náfrænda hans, en eg
sleppi þeim þó að sinni.
Matth. Jochumsson.
----------3-^-C-----—---
Oddeyri.
(Aðsent).
Bygging og ræktun Oddeyrar er eihs og fleiri framfara-
verk hér á landi, ekki eldri en hin nýja stjórnarskrá íslands,
enda er hinn verulegi viðgangur eyrarinnar ekki meira en
til hálfs svo gamali. Fyrir 1884 voru þar einungis þrír
blettir ræktaðir, sem sé tún þeirra Jensens gestgjafa, Erið-
bjarnar Steinssonar og Jakobs Havsteens. Nú er búið að
breyta i tún nálega helmingi þessa gamla grýtta sandflæmis.
Sumarið sem leið var talið meðal grassprettu ár; gaf eyrin
in þá af sér fulla 600 hesta af hreinní töðu og fullu bandi,
eða nál. 20 kúa fóður. Afþeirri töðu föllu allc að 350 hestar af
lóð og útræktun Gránufélagsverzlunarinnar, enda hafa af henn-
ar völdum flestar framkvæmdir þar stafað. En einkum eiga
þó hinir prír menn, sem íy'rstir byrjuðu að rækta þar sín
fögru umgirtu tún, opinbera viðurkenning skilið; kosta slík
tún frá upphafi stórfé, enda geyma öldutn og óbornum mik-
inn arð og atvinnu; átta eða fleiri kýrfóður grípa menn ekki
upp úr grjótinu án fyrirbafnar. J>ó er það Tryggvi
G u n n a r s s o n, hans ráð og hans menn, sem mest hafa
komið upp byggð og blómguri eyrarinnar, gjört hanaaðsnotr.
um og álitlegum kauptúnsbæ, skipað hana 20 íbúðarhúsum
með 240 manns og ræktað út frá þeim hinar frjóu og fögru
túnbreiður. Eiukum hafa túnin margfaldast síðan Tryggvi
stofnaði gufubræðslu félagsius og lét gjöra 2 stórar stein-
límdar grafir, er lýsissorinn (grúturinn) er látinn
renna í og er hann síðan borinn á eyrina. Síðan bættist við
gul'ubræðsla ITöepfners og styrkir hún jafnframt þá sömn stefr.u.
Annars má telja þessar bræðslur, einkum Tryggva, með
mestu mannvirkjum þess kyns á landi hér — eins og Odd-
eyrin öll ber svip og vaxtarlag nýbyrjaðrar aldar. A
þessi hluli Akureyrarbæjar án alls efa mikla framtíð fyrir
höndum, litur og helzt út fyrir að móðurbærinn muni smá-
saroan ætla að færa alveg sína bækistöðu og setjast í ,.horn-
ið“ lijá dóttur sinni Oddeyri. Akureyri má teljast lóðariaus,
nema hún byggi sér hússtæði fram á fjöruleiruna, sem apt-
ur vex árlega og færir lengra og lengra út marbakka „Polls-
ins“ ; geta nú kaupskip varla legið innar en utarlega frain
undau búðum þeim, sem nú eru. Oddeyrarbyggð aptur á
móti takmarkar enn hvorki land né sjór. Fáa staði getur
fegri á landi hér en Oddeyri, einkum um fögur vor- og
sumar-kvöid; munu fáir, sem auga hafa fyrir náttúrufegurð,
nokkru sinni gleyma, liaíi þeir þar horft á sólarlag eða
sólaruppkomu fagran júnídag.
X.
----------#------------
I) ó iu u r.
-- OOO -
J>ann 7 nóveinber var dómur uppkveðinn í héraði af
sýsluinaiini Kl. Jónssyni með meðdómsmönnum porgr. lækni
Jolinseu, skólastjóra J. A. Hjaltalín, kermara St. Stefánssyni