Norðurljósið - 05.01.1893, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 05.01.1893, Blaðsíða 3
3 áfram með slíkum undrahraða, að hún fer 100 þús. fet á braut sinni kring um sólina á sama tíma. Þegar vjer ríðum fljótum hesti á hraðaspretti, verð- um vjer varir við eins og dálítill andvari blási i móti oss, og værum vjer komnir á hraðskreitt gufuskip eða rækjum höfuðið út um glugga á járnbrautarvagni, þegar hann er á hraðasta skeiði, myndum vjer verða varir við ailsnarpan mótvind og þó fara liinir hröð- ustu gufuvagnar að eins 70 fet á sekúndunni eða 14 þús. sinnum hægara en jörðin. Yæri nú loptinu þannig varið, að það fyllti út allan himingeiminn og jörðin rynni braut sína í því eins og flskurinn syndir í vatninu, yrði mótstaða loptsins svo mikil, að á jörðunni væri stöðugur felliibylur, marg- falt sterkari, en nokkru sinni á sjer stað. Hann myndi sópa haflnu freyðandi út í himingeyminn, róta öllum flöllum niður tii grunna, og gjöra þau að rykdusti einu, og á jörðunni gætu þá hvorki lifað plöntur nje dýr. En því er ekki þannig varið. (Framh.). Prófastaskipti. Síra Magnús Andrjesson á Gils- bakka heflr beðizt lausnar frá prófastsstörfum í Mýra- prófastsdæmi, er hann hefir gegnt i tæp 10 ár. I hans stað er settur til bráðabyrgða síra Einar Friðgeirsson á Borg. Ný kosning fer bráðum fram. Ný kristileg smárit segir Kirkjublaðið eigi að koma út 4—5 nr. á næsta ári, að tilhlutun biskupsins og fylgja Kirkjublaðinu ókeypis. Lestrarfjelög. Fjelag verzlunarmanna hjer í bæn- um stofnaði lestrarfjalag handa sjer í haust og á það þegar orðið um 100 bindi; ennfremur er í ráði, að Seltirningar og nemendur við Flensborgarskóiann stofni sjer lestrarfjelög og voru haldnar tombólur til styrkt- ar því á báðum stöðunum 29. f. m. Utlendar frjettir. Ráðherra skipti á Frakklandi. Panamaskurðarfjelagið allt í rústum. Er sagt, að svik hafl komizt upp um ýmsa heldri menn, er við það •voru riðnir og Lesseps formaðurinn sjálfur jafnvel að minnsta kosti grunaður um, að vera kunnugt um sumt af því. Er skipuð sjerstök rannsóknarnefnd til að komast að b'inu rjetta í því máli. Bismark á í vök að verjast. Dróttað að honum skjalafölsunum, undir nafni gamla keisarans frá ófriðar- áruunm milli Frakka og Prússa og mikið uppnám og úlfaþytur út af því. Látnir eru í Höfn: Skáldið Jens Christian Hostrup, fæddur20. maí 1818, alkunnugt gleðileikjaskáld og eru sum leikrit hans tjölmörgum Islendingum kunnug, t.d. »Æflntýri á Gönguför«. Ennfremur Iversen, frægur sáralæknir á bezta aidri. Landsyfirrjettardómur. Guðmundur Jónsson frá Úifá. sá er gat barnið með dóttur sinni, heflr verið dæmur í 10 ára hegningarhússvinnu, (í undirrjetti í 9 ár) en stúlkan sýknuð. íslenzkir munir á Chicago-sýningunni verða að líkindum fáir og smáir. — Eitt af því fáa, er þang- að mun sent, er hreinsaður æðardúnn og væri æski- legt, að það gæti orðið til þess, að honum opnaðist markaður þar vestra, þar eð hann mun fremur sjald- gæf vörutegund í Bandaríkjunum. Mannalát. Með seglskipinu »Söormen« er nýlega er komið til Knudtzons verzlunar í Hafnarfirði, hefir frjetzt lát Hannesar Finsens stiptamtmanns í Rípumi sonar Olafs assessors Finsen og frú Maríu dóttur Ola kaupmanns Möllers í Reykjavík, en bróður þeirra Vii- hjálms sál. Finsens hæstarjettardómara, Ola Finsens póstmeistara og þeirra systkyna. Hannes sálugi var fæddur hjer í Reykjavík 13. maí 1828, útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1848, tók lögfræðispróf við háskól- ann 1856 með 2. einkunn. Var fyrst í ynrskoðunar- skrifstofu hinnar íslenzku stjórnardeildar í Höfn, land- fógeti í Færeyjum 1858, amtmaður þar 1871 og loks stiptamtmaður í Rípum nokkur ár. Var sæmdur kan- selliráðsnafnbót 1868 og riddarakrossi 1874. — Dáinn aðfaranótt 18. nóv. síðast iiðinn. Margraddaður samsöngur á fjórum tungumálum, var haldinn hjer í bænum kvöldin 17., 18. og 23. f. m. af söngfjelagi með 30 manns, er stofnað var hjer í fyrra vetur nndir forustu herra cand. theol. Stein- gríms Johnsens, og á milli leikið á horn af lúður- þeytarafjelagi herra Helga Helgasonar. Ætti að miða við fótastappið og lófaklappið hjá áheyrendunum, mundi óhætt að fuilyrða, að aldrei hefði slíkur söngur heyrzt fyr hjer á landi, og yrði þá ekki lengra farið. Lát- um þó nægja, að viðurkenna, að fjelagið hafl leyst starf sitt all-laglega af hendi, — en ekki er hægt að -láta ónefnt, að þjóðlegra og skemmtilgra virðist, að sungið hefði verið meira af íslenzkum textum en gjört var, þegar kveðandi er ekki þvi til fyrirstöðu. Enn fremur er óviðkunnanlegt að heyra Sænskar vís- ur bornar stöðugt fram með dönskuin framburði. Söngfjelag þetta má heita kornungt enn, tæplega árs- gamalt, og má því telja víst, að því muni fara stór- um fram, undir forustu jafn-söngfróðs manns og herra Steingrímur er. Sjónleikir voru haldnir í G.-Templarahúsinu hjer í bænum 5 kvöld í röð á milli jóla og nj''árs, af nokkr- um iærisveinum latínuskólans. Leikrit þau er leikin voru, voru þessi: Hrekkjábrögð Scapin’s eptir Moliere, Hin skammvinna jungfrúrtign Pernillu, eptirHolberg og Nei eptir Heibcrg. Síðasti leikurinn mátti heita furðu vel leikinn, þegar þess er gætt, að leikendurnir eru unglingar, sem lítt eða ekkert hafa sjeð af nokk- urri leikmennt, — og karlar leika auk þess í stað kvenna. Öllum aðgöngumiðum útbýtt gefins. — í þakklætisskyni fyrir þessa kurteisi skólasveina við bæjarbúa, skutu nokkrir áhorfendanna saman nokkr- um krónum, og færðu leikfjelaginu að gjöf á gamla- ársdag. Tíðarfar. Eptir rósturnar og illviðrin í fyrri hluta desembermánaðar brá veðurátt mjög til batnaðar undir jólin, og síðan má heita að haldizt hafi stöðug blíð- viðrishláka, og hlýtur jörð að vera komin töluvert upp hjer sunnanlands. Aflabrögð eru afbragðsgóð sunnanvert við Faxa- flóa, i Garðsjó. Sumir komu með 100—130 í hlut eptir 3 daga útivist, er föru bjeðan þangað suður milli há- tíðanna.—Hjer innar í flóanum fiskilaust. Samningurinn um toll á íslenskum fiski er nú loks samþykktur milli dönsku og spönsku stjörnarinnar, samkvæmt allra nýjustu frjettum frá útlöndum.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.