Norðurljósið - 05.01.1893, Blaðsíða 4
4
Þessir kunna að auglýsa. Amerikani nokkur í New
York heíir iátið reisa á ýmsum stöðum í borginni töflur,
sem eru 80 feta háar og 60 feta breiðar, og raðað utan á
hverja þeirra 1457 rafmagnslömpum með ýmsum liturn.
Lömpunum er þannig raðað, að ljósin líta út eins og 3
álna háir bókstalir. TJr öllum ljósunum verða sjö línur,
og má þar lesa vörutegund þá, er eigandinn heíir á boð-
stólum. Ljósin eru látin leika fram og aptur, blossa upp
og hverfa til skiptis, og eykur slíkt ekki lítið aðsókn fólks
til að horfa á þessa nýstárlegu sjón.
Hinn 11. allslierjar lœknafund á að halda í Rómaborg
að hausti komanda dagana 24. september til 1. október.
Hár aldur. I haust dó í Mexico spánversk kona Mar-
garita Rivera að nafni, er var 133 ára gömul. Hún hafði
verið ekkja í 74 ár og sjeð afkomendur sína í sjötta lið.
Sje þetta rjett, helir hún fæðst 1760, meðan stóð á miðju
sjöárastriðinu, um það leyti, er þeir Eggert Ólafsson og
Bjarni Pálsson voru að ljúka við feröir sínar hjer á landi
og verið komin undir fertugt, er Jörundur Hundadaga
konguf var hjer á landi sællar minningar.
Í ráði er, að haldin verði sýning í Rómaborg árin 1895
__96 í minningu þess, að þá eru liðin 25 ár síðan Róma-
borg var gjörð að höfuðstað Italíu á ný. því eins og kunn-
t
| ugt er, tók Viktor Emanúel Italiu konungur hana úr hönd-
um Píusar páfa níunda meðan stóð á styrjöldinni milli
Prússa og Prakka, í sept.mán. 1870. Sýning þessi á ein-
göngu að ná yíir Italíu hvað iðnað og afurðir landsins
snertir. Hvað snertir alls konar listaverk, málverk, mynda-
smiði ög byggingarlistaverk, ásamt alls konar rafurmagns-
vjelum, á sýning þessi að verða fyrir allar þjóðir.
4 -----------------
Samtiningur.
Að láta skipa sjer allt, sviptir oss allri sjálfstæðri fram-
kvæmd; að skipa öðrum allt, sviptir oss öllu manneðli
voru, en að geta skipað sjálfum sjer, veitir siðferðislegt
þrek.
Viljirðu gera öðrum gagn, þá vertu fyrsf sjálfur sjálf-
bjarga maður; viljirðu verða þjóðkær, þá náðu fyrst hylli
hjá þínnm nánustu náungum.
Gleðin lengir líflð, en sorgin er seinverkandi sjálfsmorð.
Sjertu kominn til vits og ára og getir ekkert treyst á
sjálfan þig, er þýðingarlaust að treysta öðrum.
Sá sem veit hvað kærleikur er, leitar unz hann finnur
hann eins vandlega og maurapúkinn að gullpeuingi.
Lotterí
fyrir kvennmenntasjóðinn á Ytriey.
Hinir háttvirtu útsölumenn að lotteríseðlunum, sem eigi enn hafa gjört skilagrein fyrir útsölu þeirra,
eru hjer með vinsamlega beðnir að gjöra það sem allra fyrst, og senda mjer hina óseldu seðla, og andvirðl
hinna seldu, að frá dregnum sþlulaunum. Drátturinn í Lotteríinu getur eigi farið fram fyr en allir þeir, sem
seðlana hafa fengið til útsölu, hafa gjört skilagrein fyrir útsölunni á þeim og endursent hina óseldu.
ÖLLUM ÞEIM, konum og körlum, sem þegar hafa gjört skilagrein fyrir útsölu lotteríis-seðlanna, og
öðrum, sem á einhvern hátt hafa stutt þetta fyrirtæki, votta jeg fyrir hönd hlutaðeigenda virðingarfyllsta
þakklæti.
Reykjavík, 3. janúar 1893.
Sigurður Kristjánsson.
Manschettskyrtur, hálstau
af öllum stærðum með öllu, er þar
til heyrir.
Hanzkar margsTconar, hattar
fallegir og vandaðir eru seldir hjá
undirskrifuðum.
Sumt selt að eins með
hálfvirði.
Karlmannafatnað sauma jeg
bæði fljótt og með bezta verði um
þettá leyti.
H. Andersen.
16 Aðalstræti 16.
Miklar byrgðir
af allskonar nauðsynjavöru heflr
W. Christensens verzlun.
Jíærsveitamenn geta vitj-
að Norðurljóssins íW.Chri-
stensens verzlun í líeykja-
vík, að undanteknum Hafn-
flrðingum, sem mega vitja
þess í verzlun Björns G.
Leví Skólastr. 6 iijá Matt-
I híasi A. Matthíesen.
j Blautur og sáltaður flskur
er keyptur fyrir peninga í
W. Christensens verzlun.
íslenzkar þjóðsögur og æíintýri
með registri eru til sölu í
bókaverzl. Sigfúsar Eymundssonar.
Kosta 12 krónur.
Brúkuð, íslcnzk frímerki
eru keypt í
W. Christensens verzlun.
Til vesturfara!
Nú síðast með »Laura« kom frá
Winnipeg herra Bj'örn Klemensson
og fór nú norður til átthaga sinna í
Húnavatnssýslu og dvelur þar í vet-
ur. Hann verður túlkur alla
leið til Winnipeg með Allanlinu-
farþegum. Það væi'i mjög nauð-
synlegt fyrir þá, er ætla að fara að
ári, að fá upplýsingar um Ameríku
hjá honum. Hann er sannorður mað-
ur og heflr enga hvöt til að segja
fóiki annað en hið sánna og rjetta
um hagi Islendinga þar, og mega
menn því reiða sig á það sem hann
segir þeim. Þeir, sem vilja skrifa
til hans, til að fá nauðsynlegar upp-
lýsingar um Ameríku og ferðina
þangað, geta skrifað hann á Blöndu-
ós. Jeg fer iíka sjálfur eða ein-
hver at agentum mínum með fólk-
inu alla leið til Winnipeg næsta
sumar. Þegar fólkið kemur þang-
að, hafa Canada og Manitoba stjórn-
ir vissa og áreiðanlega menn til að
taka á möti því og útvega því vist-
ir eða vinnu og lönd þeim, er þess
öska.
Sigfús Eymundsson,
útflutningsstjóri.
Ritstjóri:
Hjálmar Sigurðarson, reaistúdent.
Prentsmiðja ísafoldar 1893.