Norðurljósið - 25.01.1893, Blaðsíða 1
Kemur út þrisvar i mánuöi
(5.—15 —25.), 36 blöð á ári.
YerÖ 2 kr. (erlendis 3 kr.).
Gjalddagi 15. júlí.
NORÐDRL JÓSIÐ.
Afgreiðslustofa Þingholtastr. 3
Uppsögn skrifleg, bundin vib
áramót, ógild nema hún sje
komin til ritstjórans fyrir
1. október.
VIII. ár.
Reykjavík mánudaginn 25. jan. 1893.
;í. blaö.
Hvaö á að gjöra á næsta þingi?
Eptir doðann og deyfðina, sem er vanalega yflr
öllum landsmálum árið miili þinga, væri líklegt að al-
mennt væri farið að rakna við og hugsa um eitthvað,
er hreyfa þarf á næsta þingi, nú, þegar ekki eru orðnir
nema rúmir flmm mánuðir þar til þing kemur saman.
En svo er að sjá, eins og bæði kjósendurnir og hinir
kjörnu þingmenn sje ekki enn búnir að átta sig á,
hvaða málefni eigi að taka til umræðu á næsta þingi,
og yflr öllu landinu hvíli eitthvert svefnmók eptir
kosningarnar í haust.
Kjósendunum ætti þó að vera Ijóst, að enginn þing-
maður er svo algjör, að hann hefði ekki gott af að
heyra dálítið rætt og ritað opinberlega um þau mál-
«fni, er ættu að vera efst á dagskrá næsta þings og
ef vel væri að gætt, er það beinlínis skylda allra
hugsandi manna, að leggja, á zneðan tími er til, eitt-
hvað til þeirra mála, er eiga að komast undir fullnað-
arúrslit löggjafarvaldsins þegar á þessu ári.
Samgöngurnar eru ekki svo greiðar, að svo búið
megi lengur standa, að engu sje hreyft ef til vill f'ram
yflr fardaga. Nú er tími til að hugsa, tími til að tala,
tími til að rita og koma sjer niður á hinum helztu at-
riðum. Kjósendarnir mega eins vel kenna sjer sjálf-
um um, eins og’þingmönnunum, verði úrslit málanna
•ekki sem heppilegust, hafl kjósendurnir þagað meðan
þeirra var að birta þingmönnum vilja sinn.
En hvað gjöra þingmennirnir?
ímynda þeir sjer, að málin verði of undirbúin, þeg-
ar frumvörpin taka að drífa inn á næsta þing? Allir
þeir, er áðurhafa setið á þingi, munu þó muna eptir
þvi, að betra hefði verið opt og einatt, að frumvörp
þau, er hafa komiö inn á þingið, hefðu verið dálítið
betur undir búin. Þingtíminn er svo stuttur, að ekki
er hægt annað en flýta hverju máli sem framast er
unnt, eigi það fram að ganga, og af því leiðir eðli-
lega, að margopt iilýtur að sjást yflr ýmsa snurðu,
sem hefði þurft að gæta að í fíma, en sem kemur
fyrst í ljós, þegar frumvörpin eru orðin að lögum og
farið er að beita þeim. Yæri rangt, að kenna slíkt
hroðvirkni, orsakirnar eru einkum, að þing er ekki
haldið nema annað hvort ár, svo flest mál eru lögð á
hylluna þegar þingi er slitið, þar eð svo langur tími
liður unz þingið getur farið að fjalla um þau á ný,
og að þegar þingið kemur loksins saman, er þingtím-
inn svo stuttur, að ekki er að búast við, að þingmenn
geti almennt verið kunnir hverju máli svo til hlýtar,
að þeir geti lagt með því eða mót af ljósri þekkingu
og sannf'æringu.
Geti þeir, er hafa reynslu fyrir sjer í þessu efni
ekki borið á móti, að þetta sje rjett, mun þeim þá
blandast hugur um, að nú megi ekki lengur dragast,
að taka að hreyfa því, sem næsta þingi er ætlað að
gjöra að lögum fyrir alda og óborna ?
-----3SS-----
Fólkstala á íslandi 1890
er nýlega gefin út í smábæklingi á dönsku, sem er
sjerprentuð úr alríkisskýrslum Danmerkur og reiknað
út af hinni konunglegu landhagsskýrsluskrif'stofu í
Kaupmannahöfn og mun hún áður langt um líður
verða prentuð í Stjórnartíðindunum.
Samkvæmt skýrslum þessum heflr allur mann.
fjöldi landsins 1. nóv. 1890, þegar síðasta mann-
tal f'ór hjer f'ram verið 70,927. Þar af í Suður-
umdæminu 27,671, Yesturumdæminu 17,110 og í Norður-
og Austurumdæminu 26,146. Árið 1880 voru hjer á
landi alls 72,445 manns og hefir því fólki fækkað hjer
um 1518 manns í 10 ár, eða um 21 af hverju þúsundi.—
Þar af heflr mest fækkað í Vesturumdæminu um 61
af 1000 og í Norður- og Austurumdæminu um 41 af 1000,
en aptur á móti fjölgað í Suðurumdæininu, um 44 af
1000. Hvergi hefir þó fólki fækkað jafn mikið og i
Húnavatnssýslu: um 24,9 og þarnæst í Dalasýslu um
18,8 af 1000. Aptur á móti hefir hvergi fjöigað jafn
mikið og í Gullbringu- og Kjósarsýslu með Reykja-
víkurbæ um 24,7 af 1000 og þar næst í Suðurmúla-
sýslu um 11,6 af' 1000.
Fólksflesta sókn landsins 1890 var Reykjavíkur sókn
með 4,450 manns (þar af í sjálfum bænum 3,886) og
þar næst Eyrarsókn í Skutulsfirði (ísafjarðar) með
1227. Auk þess var í 4 sóknum öðrum yflr 1000
manns, nfl. Garða á Alptanesi, Útskála, Garða á Akra-
nesi og Stokkseyrar í Árnessýslu.
Fólksfæstu sóknir landsins voru: Yiðeyjarsókn með
18 manns, og Ábæjarsókn í Skagaflrði með 30 manns.
Auk þess voru í 30 sóknum öðrum fyrir innan 100
manns.
Á 10 ára tímabilinu frá 1. okt 1880 til 1. nóv. 1890
hafa fæðst alls hjer á landi 22,821 bam eða að meðal-
tali 2,264 á ári, og dáið alls 18,037 eða að meðaltali
1,789 á ári. Á þessum 10 árum hafa því fæöst 4,784
fleiri en dáið hafa á sama tíma, en f'ólki hjer heflr
þö samt sem áður fækkað um 1518 manns. Sje fækk-
unin lögð saman við fleiri fædda en dána, vantar til
alls 6,302, sem lítur út fyrir, að flestir hafl flutt af
landi burt, þar af flestir til Canada og þar næst til
Bandaríkjanna.
Á árunum 1870—80 fluttust hjeðan af landi 3,274,
eptir því, sem næst verður komizt, en þar á undan
sárfáir að tiltölu.
Hefði enginn útflutniugur átt sjer stað síðan 1880,
mætti teija víst, að nú væri orðnir 80 þús. íbúar á
landinu.
Árið 1890 voru á landinu 33,689 karlar og 37,238
konur, eða 1,105 konur móti hverjum 1000 körlum (í
Danmörku 1000 karlar móti 1051 konu). Svo er að
sjá, eins og körlum sje heldur að fjölga hægt og hægt
í samanburði við konur, 1801 voru 1000 karlar móti
1192 konum og getur verið að slíkt stafl að nokkru
leyti af betri aðbúnaði á sjó og landi.
Island er talið, samlcvæmt nýustu mælingu 1903
ferh. mílur og hafa því 1890 verið að jafnaði 36,27
menn á hverri ferhyrndri mílu af landinu yflr höfuð
eða 91 á hverri ferhyrningsmílu af byggðu landi, eða
165 menn á hverjum 100 ferh. kílómetrum. Sama ár
voru í Danmörku 5670 mehn á hverjum 100 kílómetr-
um. Strjálbyggðast var í Norður- og Austurumdæm-
inu (110 á 100 kílómetrum), þá í Vesturumdæininu