Norðurljósið - 25.01.1893, Blaðsíða 3
11
hægt er að fá. Utan yflr kragann hengir það men
úr allavega litum gierperlum, og utan er yflrhöfn
þeirra fóðruð með gulum, rauðum, grænum og blðum
hómullarvoðum. Að neðanverðu er yfirhöfnin hrydd
með mislit.um bómullarborða, en þó helzt með silki.
Kvennfólkið er i brókum úr flekkóttu selskinni en
stundum úr hreindýrsskinní. Eru þær töluvert styttri
en brækur karlmannanna og ná vanaiega lítið niður
fyrir knje, en eru skreyttar utan með lituðum laufa-
skurðaleggingum úr skinni eða hvítum reimum úr hund-
skinni eða hreindýrsskinni. Kamikarnir eða stigvjelin
ná upp fyrir knje og eru þeir litaðir rauðir eða biáir,
hvítir eða fjólubláir, skreyttir utan með skinnlegging-
um eins og brækurnar. (Framh.).
-------Í=3$I===----
Mannalát. Hinn 20. þ. m. andaðist hjer í bænum.
Torfi Þorgrímsson prentari, fæddur hjer í bænum 24.
jan. 1828. Nálega 18 vetra gamall tók hann að læra
prentara iðn hjá Helga Helgasyni, þáverandi forstjóra
iandsprentsmiðjunnar og stundaði Torfl sál. iðn þessa
til dauðadags eða i nál. 50 ár. Hinn 10. október 1853
kvæntist hann Sigríði Asmundsdóttur, tómthúsmanns
frá Grjóta hjer í bænum, sem lifir hann ásamt 6 börn-
um þeirra uppkomnum: Siggeir verzlunarstjóra í Þor,
lákshöfn, Asmundi núíNew-York í Ameriku, Þorgrími
sem um nokkur ár heflr verið í flota Bandaríkjanna-
Þóru, ekkju eptir Einar sál. Tómasson bóndaíVarma-
hlíð undir Eyjafjöllum, Guðbjörgu, sem er gipt Sig-
mundi prentara Guðmundssyni hjer í bænum og Maríu
núíAmeríku giptri James Robb, syniHans Robb fyrv.
kaupm. hjer í Rvík.
Torfi sál. var stakur iðjumaður, sparneytinn og um-
hyggjusamur heimilisfaðir.
Hinn 15. þ. m. andaðist Sveinbjörn Þórðarson óðals-
bóndi í Sandgerði á Miðnesi, fyr hreppstjóri og hrepps-
nefndarmaðar, 75 ára að aldri.
Sveinbjörn sál. mun hafa verið búandi um 50 ár,
þar af mjög lengi í Sandgerði, en oss er ekki kunn-
ugt hvort hann byrjaði búskap þar.
Hann kvongaðist fyrst 7. júlí.1842 Margrjeti Guð-
mundsdóttur og í annað sinn 10. júlí 1870 Guðrúnu
Þórðardóttur, sem einnig dó á undan honum. Alls varð
lionum 15 barna auðið og eru að eins 4 þeirra enn á lifl.
Sveinbjörn sál. var dugnaðarmaður, og auðsæll, einn
hinn efnaðri bænda á Suðurlandi, og að ýmsu talinn
einn hinna merkari bænda á Suðurnesjum.
----3se-------
Landsyflrdómar þessir voru kveðnir upp hinn
23. þ. m.:
1. Hið opinbera gegn Þorsteini Helgasyni bónda
frá Presthúsum á Kjalarnesi, er heldur ofanskrifaða
jörð yfirstandandi fardagaár og heldur nú hjú á henni
til að hirða skepnur sínar, en heflr flutzt hingað í
liaust til sjóróðra og með 4 börn sín til náms vetrar-
langt ásamt móður þeirra, til að þjóna þeim og mat-
reiða fyrir þau. Var hann kærður af hinu opinbera
fyrir ólöglega húsmennsku hjer í bæ og dæmdur með
lögreglurjettardómi Reykjavíkur 18, nóv. f. ár í 10 kr.
sekt, að hálfu til bæjarsjóðs Reykjavíkur en að hálfu til
fátækranefndar Kjalarneshrepps og ennfremur til að
greiöa allan málskostnað.
Yfirdómurinn heflr aptur á móti ekki álitið sannað,
að hinn ákærði væri hjer í neinni húsmennsku, held-
ur að eins.um stundarsakir, og hefir því dæmt hann
sýknan af ákæru hins opinbera, en að málskostnaður
greiðist af almannafje.
2. Einar Jónsson, Sæmundur Jónsson, Eiríkur Ket-
ilsson og Magnús Magnússon forsvarsbændur Járn-
gerðarstaðatorfunnar gegn síra Oddi V. Gíslasyni á
Stað í Grindavík. Afrýjendurnir voru með aukarjetti
Kjósar- og Gullbringusýslu 7. febr. 1892 dæmdir til að
greiða hinum stefnda, er hóf málið fyrir undirrjetti
nokkurn hluta úr hval, er róinn hafði verið að landi á
Járngerðarstöðum í Grindavík 26. ág. 1890, er hinn
stefndi kvað hafa fundizt í rekhelgi og bæri því nokk-
ur hluti hans kirkjunni á Stað, og nokkuð sjer sem
ábúanda jarðarinnar á Stað. Ennfremur voru áfrý-
endurnir dæmdir til að greiða 100 kr. í málskostnað.
Yfirdómurinn álitur ekki sannað, að hvalur þessi
hafi fundizt í rekhelgi og heflr því dæmt áfrýjend-
urnar sýkna fyrir kærum og kröfum hins stefnda.
Málskostnaður falli niður.
3. Vísað frá yfirdómnum máii Vigfúsar Þórarins-
sonar bónda á Sólheimum í Mýrdal gegn skiptaráð-
anda Kjósar- og Gullbringusýslu og hreppsnefndunum
í Hvamms og Dyrhólahreppum í Skaptafellssýslu út
af skiptum í dánarbúi Sveins Árnasonar á Krókskoti
í Gullbringusýslu, er áfrýjandinn Vigfús Þórarinsson,
skuldheimtumaður dánarbúsins, heflr kraflzt að dæmd
yrðu ógild, þar eð sannað er, að áfrýjandinn hafl
eptir að skiptin fóru fram, tekið á móti og kvittað
fyrir öllum þeim peningum, er hann átti hjá búinu
án þess að breyfa þá neinum mótmælum.
Slysfarir. Hinn 16. þ. m. fórst bátur á Skerjafirði
með 4 karlmönnum og 1 kvennmanni allt frá Breiða-
bólsstöðum á Alptanesi. Veður var allhvasst á útsunn-
an og sást það síðast til bátsins, að hann hafði fellt
segl undir útsynningsjel, en er jelinu stytti upp var
báturinn horfinn, en ekki er þess getið, að neinum, er
varð þess var, hafl hugkvæmzt að gæta þess nákvæm-
ar, bvort ekki tækist að bjarga neinum með lífi. — Má
telja hraparlegt slys, þegar bátar farast á jafn örmjó-
um fjörðum. Ber ekki ósjaldan við, að bátar, sem
notaðir eru til smáflutninga eru ýmist oflitlir og þar
af leiðandi ofhlaðnir og þar að auki lekir og ijelegir
að öllum útbúnaði, þótt ekki sje fullyrðandi, að svo
hafl verið í þetta sinn.
Nýtt blað. Með Norðanpóstinum barst hingað hið
nýja blað, sem nú er tekið að gefa út á Akureyri og
kallað er »Stefnir«. Er það stofnað af hlutafjelagi
með 60 hlutabrjefum og hljóðar hvert þeirra 10 krón-
ur. I stjórn hlutafjelagsins eru: Klemens Jónsson
bæjarf'ógeti á Akureyri, Stefán Stefánsson, kennari á
Möðruvöllum og síra Jónas Jónasson, prestur á Grund
í Eyjafirði. — Ritstjóri »Stefnis« er Páll Jónsson kenn-
ari, fyrsti ritstjóri Norðurljóssins. »Stefnir« á að koma
út tvisvar í mánuði eða 24 sinnum á ári og kostar ár-
gangurinn 2 krónur.
-----3se------
Andrúmsloptið.
Brot úr íyrirlestri.
(Meira). Þar eð höfundur náttúrunnar hefir hver-
vetna hagað því þannig, að þau efni eru útbreiddust,
sem hafa mesta þýðingu fyrir tilveru alls hins lifanda,
hljótum vjer þegar að sjá, að súrefnið hljóti að vera
eitt af hinum allra nauðsynlegustu efnum í náttúr-
unni.