Norðurljósið - 07.02.1893, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 07.02.1893, Blaðsíða 1
Kemur út þrisvar i mánuði (5.—15.-25.), 86 blöð á ári. Verð 2 kr. (erlendis 8 kr.). Gjalddagi 15. júlí. NORÐURL JÓSIÐ. Afgreiðslustofa Þingholtsstr. 3 Uppsögn skrifleg, bundin vib áramót, ógild nema hún sje komin til ritstjórans fyrir 1. október. VIII. ár. Reyk.javík þriðjudaginn 7. febr. 189:í. 4. blað. Sjáfarutvegurinn. II. Þegar vjer lesum manntalsskýrslur lands vors sjá- um vjer þegar, að þeir, sem stunda sjálíir útveginn hafa fjölgað afarmikið á hinum síðustu áratugum. Árið 1860 lifðu 6,200 manns af sjáfarafla eða nál. 93 af hverju þúsundi landsmanna yfir höfuð, en 1890 eru þeir orðnir alls 12,401 eða belmingi fleiri og nál. 175 af hverju þúsundi af ibúum landsins, eða með ■öðrum orðum að nú stundar 5—6 hver maður á land- inu sjáfarafla, Þegar þessa er gætt verður auðsætt, að nauðsyn krefur, að styrkja sjáfarútveginn með öll- um þeim hjálparmeðulum, sem efni vor leyfa. Vjer viðurkennum fúslega, að einstakir menn hafa gjört mikið til eflingar sjáfarafla, en fjöldinn stendur enn í sömu sporum, og ekki er teljandi það, sem þingið heflr styrkt atvinnuveg þenna. Fje það, sem veitt er til stýrimannaskólans, er ekki þungt, á metunum enda mun ekki af veita, að hreyta ýmsu í reglugjörð hans til þess hann geti komið að tilætluðum notum. Ein- stakir menn nyrðra hafa komið á fót ábyrgðarsjóð fyrir þilskip þau, sem ganga frá Eyjafirði, en ekki heflr þingið styrkt það fyrirtæki svo vjer vitum til. Þilskip þau, sem komið heflr verið á fót vestanlands og hjer við Faxaflóa hafa enn ekki komið sjer upp neinum ábyrgðarsjóð, þótt síðasta þingið veitti 4000 lcr. til vátryggingarsjóðs vestanlands, og má telja slíkt óheppilegt, því meðan standa þau einmana og á völt- um fótum. Heppilegast myndi ef hægt væri, að stofnaður yrði einn almennnr vátryggarsjóður fyrir öll þilskip landsins. Auðvitað er í því efni mest kom- ið undir samtökum og fjelagsskap allra núverandi þilskipaeigenda, en á hinn bóginn virðist ekki ósann- gjarnt, að landið tæki að sjer nokkurn hluta ábyrgð- arinnar fyrst í stað. Undir eins og vátryggingarsjóður væri kominn á fót væri kominn tími til fyrir hina efnaminni sjáfar- bændur, að bindast samtökum um, og slá sjer saman 1 að eignast eina og eina haffæra fleytu, en fyr er lítt hngsanlegt, að efnalitlir menn þori að leggja mik- ið í sölurnar. Opin skip, sem ganga til fiskiveiða, munu enn þá víðast hvar án allrar vátryggingar að undanteknum flestum skipum í Árnessýslu og á Vestmannaeyjum, því þar eru vátryggingarsjóðir komnir á fót af sam- tökum skipseigenda yflr höfuð. Yirðist einnig bráð- nauðsynlegt, að eigendur opinna skipa um land allt stofni einn vátryggingarsjóð í mörgum deildum, því eptir því semhannnæði yfir stærra, svæði, mætti ætla, að hann gæti staðizt betur þótt slys bæri að höndum Tjónið, sem einstakir menn bíða þegar skip farast, virðist nógu þungbært, þegar opt drukkna margir menn af sama heimili, þótt ekki bætistþar á ofan, að skipið sje einnig algjörlega misst endurgjaldslaust. Veiði á opnum skipum er að sönnu þannig háttað, að-brýn nauðsyn virðist, að snúa sjer meira að þil- skipaveiðinni en ennþá heíir verið gjört, — en þrátt fyrir það má enginn ætla, að opin skip geti algjör- lega dottið úr sögunni, og er því auðsætt, að alla út- gerð þeirra þarf enn að vanda, eins og kostur er á og umbæta það í henni og umbreyta, sem reynzlan og skinsemin sýna, að gallar eru á. Yæri meira en meðal fásinna, að binda sig við forna venju, og skeyta ekki skinsamlegum bendingum í því efni, þar sem bæði líf og atvinnuvegur margra manna er kominn undir. Vjer skulum leyfa oss að minnast síðar á nokkuð af því helzta í því efni, sem reyndar ætti að vera flestum Ijóst, en gefa öðrum færari rúm til að minn- ast á ýmislegt annað. Grænlendingar og siðir þeirra. (Framh.). Fyrir utan föt Grænlendinga, sem nefnd eru áður, er eitt, sem einungis er notað af konum, sem hafa börn á brjósti. það er nefnt »Amaut« og ereins og almennar skinn- kápur nema að þessi er svo víð á bakinu að ofan- verðu, að konurnar geta stungið í hana börnum sín- um og borið þau þannig á bakinu við vinnu sína. Hún er fóðruð bæði utan og innan með hreindýra- eða selaskinni, svo ekki er að óttast að barninu verði kalt. Áður voru skinnkápur hinna grænlenzku kvenna öldungis eins og karlmannanna, en þegar kvennfólkið hafði lært af Norðurálfumönnum að vera í ljerepts- skyrtum, þóttí þeim skyrtan of fögur til þess, að hvergi mætti sjá í hana. Tóku þær því það ráð, að sníða skinnkápurnar miklu styttri, og sjezt því á þver- handarbreiða ræmu af skyrtunni um mittið, en bux- urnar ná ekki nema upp undir mjaðmirnar. Á austurströndinni eru Grænlendingar, bæði eldri og yngri, allsberir þegar þeir eru inni í tjöldum sín- um eða kofum, nema þeir hafa að eins mjótt belti eða gjörð um lendarnarog nefna þcir það ,>alias«. Kristni- boðarnir hafa komið þessum sið af á vesturströndinni, en efasamt er, að slíkt haíi haft nein betrandi áhrifá siðferði Grænlendinga, en fyrir heilsuna er auðvitað miklu hollara, að geta farið úr skinnfötunum þegar inn er komið, svo rakinn geti óhindraður gufað út frá börundinu. Hár þeirra er svart, strýhært og sljett og láta karl- mennirnir það vaxa eptir vild sinni, og Austur-Græn- lendingar skera það aldrei, því þeir álitu hættulegt að missa það, heldur binda það að eins upp frá andlit- inu. — Stundum er hárið þó skorið af börnum, en þá verður að gera það alla þeirra æfl og með ýmsum »serimoníum«. Þannig má t. d. ekki skera það með járni heldur hákarlskjálka og eyrun verður að skera af hundunum þeirra meðan þeir eru hvolpar. Kvennfólkið bíndur hárið upp í strók í hvirflinum, á austurströndinni er það gjört með skinnreim, en á vesturströndinni með mislitum voðarborða. Ogiptar stúlkur hafa til þess rauðan borða — en grænan sje þær búnar að eignast barn — konurnar hafa bláan borða en ekkjurnar svartan, en langi þær til að gipt- ast á ný, láta þær hann vera dálítið rauðröndóttan; gamlar ekkjur, sem búnar eru að missa alla von um

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.