Norðurljósið - 07.02.1893, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 07.02.1893, Blaðsíða 4
16 þeirra íslendinga, er dvelja í sveitunum norður og Vestur af Winnipeg: Skýrslur þessar munu hal'a verið sendar út viðsvegar hjer á landi. Er nú líklegt, að höfundur skýrslna þessara haíi haldið, að með þessu væri hann búinn að sanna og sýna, hversu glæsilegt væri íýrir Islendinga að fara til Canada, því nærfelt að endingu fræðir hann oss á því, að »skuldlausar eigur hvers búanda að jafnaði í öll- um íslenzku nýlendunum í Canada sje 5,273 kr. og meðal- ársgróði þeirra að jafnaði haíi verið 1881 kr. En stundum er óþægilegt þegar reíkningar eru endur- skoðaðir, og svo fór í þetta sinn. Hagskýrslur þessar eru naumast hlaupnar af stokkun- um fyr en »ísafold« birtir það eptir manni vel kunnugum vestra, að ýmsar smávillur megi iinna í skýrslunum, þar á meðal sjeu þar taldir auðugir menn, sem að fáum mán- uðum liðnum eigi ekki fötin utan á sig, og annað eptir því. Hefði nú mátt ætla, að við þetta befði mátt láta sitja, þegar búið var að sýna, að Baldvin var þó ekki allskostar óskeikull reikningsmeistari. En ekki var þar með búið. Nú fyrir fáum dögum er búið að gefa út athuga- semdir við hagskýrslur þessar eptir Halldór Jónsson banka- gjaldkera. Er þar tekið eitt dæmið eptir annað til að sýna villurnar hverja á fætur annari. Haíið þjer ekki heyrt, að »opt má satt kyrt liggjac, og hvernig er hægt að imynda sjer, að Baldvini verði við að sjá þetta ritsmíði sitt vegið og ljettvægt fundið og óhæft til annars en í uppkveikju? Er nokkuð til fárast út af því, þótt hann segi t. d., að nr. 25 í Alptavatnsnýlendunni eigi 1 uxa, enga kú, ekkert ungneyti og það sje sama sem 2 nautgripir, og hann reikni svo þennan ósýnilega nautgrip á 10 dollara? í Nýjads,- landi segist hann reikna hverja kú 30 dollara, en er það nokkuð tiltökumál, þótt haun reikni að eins eina kú hjá nr. 216 á 50 dollara? Það sem gengur eins og rauður þráður gegn um allar skýrslurnar, er, að hann varast að reikna of lítið, en þjer vitið, að það er ekki ameríkanskt að »berja sjer«, þótt það sje allvíða siður hjer á landi. Væri Baldvin fenginn til þess að búa til bagskýrslur frá Islendingum á íslandi og hann hefði sömu reglu og hann virðist hafa haft vestra: reiknaði hverja horbykkju í hæsta verði, gjörði tvær kýr úr einni, reiknaði dálítinn óyrktan lyngmóa eða grjótholt fyrir 2—3000 krónur, og bætti þar við því, sem búandinn hefði átt, þegar hann hefði komið á jörðina, og bætti þó kannske enn þá dálitlu í ofanálag, til þess talan endaði á núlli — skyldu þá íslendingar hjer ekki líka verða talsvert efnaðir á pappírnum? Það er annars mein, að við höfum misst hann Baldvin. Ætti hann að telja fje manna hjer, þyrfti naumast að óttast að vantalið yrði til tíundar, og væri hann í fjár- hagsnefnd á alþingi, myndi hann manna bezt vita, hvar fje væri að fá í hitt eða þetta fyrirtæki, og þá væri ekki margt að því, að fá hann fyrir prófessor í stærðfræði, þegar búið er að koma upp háskólanum hjerna: honum, sem helir gjört þá ómetanlegu uppgötvun hjá nr. 35íAlpta- vatnsnýlendunni, að 3 kýrhöfuð 2 uxahöfuð og 2 ungneytahöfuð sje sama sem 10 nautpeningshöfuð. Hann skyldi þó ekki hafa talið sjálfan sig þrisv- ar sinnum! — En því mun ekki að fagna, að hann dvelji hjá oss til langframa. Næsta vor mun hann þjóta vestur ylir haf með vesturfarana í halarófu eins og víga- brandur dregur eldslóða eptir sjer, og hamingjan má vita, hvort vjer fáum að sjá jafn »baldvindska« skýrslu frá honum í annað sinn, úr því vjer viljum hvorki sjáandi sjá nje ,heyrandi heyra í þetta sinn. »íslands óhamingju verður allt að vopni«! -----3se------ Saga, sem allir kunna. Eptir Mána. Það var hjerna í bænum fyrir nokkrum árum síðan, seint í nóvembermánuði. — Það var búið að lýsa í fyrsta, annað og þriðja sinn með brúð- hjónaefnunum, Ingimundi á Barði og Ólöfu i Höll og föstudaginn næstan eptir þríhelgar hafði brúð- kaupið verið ákveðið. Það var bjart veður þann dag, frost mikið og stinnings kaldi á norðan. Klukk- an var .nærri orðin 6, hringjarinn var kominn upp í turninn og klukknahljómurinn ómaði um allan bæinn. »Eigum við ekki að skreppa snöggvast ofan í kirkju», sögðu þær ungu stúlkurnar, sem farnar' voru að hvarfla með hugann burt frá æskustöðv- um sínum út í einhvern enn þá fegri og sælli heim, sem skuggsjá timans hafði opnað fyrir þeim. »Megum við ekki skreppa snöggvast ofan í kirkju?» spurðu þær foreldra sína. »Það á að fara að gefa þau saman, hann Ingimund á Barði og hana Ó- löfu i Höll. Það verður gaman að sjá, hvernig þau taka sig út í brúðkaupsfötunum. Það er eins og jeg sjái hana Ólöfu, »flakatrússið» það fyrir framan altarið við hliðina á honum Ingimundi, blessuðu logninu. En við verðum nú að flýta okkur, það er farið að hringja». Og múgur og margmenni streymdi að kirkju- dyrunum, ekki aðeins af unga fólkinu, heldur og af gömlum, giptum konum og körlum, sem aldrei þreytast á að heyra blessaðar hjónavígslurnar og þau hjartnæmu og huggunarríku orð ritningar- innar, sem þulin eru yfir öllum brúðhjón- um. Það var búið að kveykja ljós um alla kirkj- una og þegar klukkan var 6, opnuðu lögreglu- þjónarnir dyrnar. Fólkinu var farið að leiðast að bíða fyrir utan og mörgum, sem. yztir stóðu í hópnum, var orðið nístandi kalt, en þó máttu þeir ekki Víkja frá til að berja sjer, ef verða kynni, að einhverstaðar opnaðist hlið, þar sem þeir gætu smeygt sjer inn í hópinn. Þar á móti lá þeim við að kafna af hita og loptleysi, sem inui voru í þrönginni og þó var enn verra það, að þeir ætl- uðu þá og þegar að þeir mundu merjast sundur af troðningnum, en víkja til hliðar máttu þeir þó ekki, því þá var voninni sleppt um að geta náð sæti í kirkjunni, þaðan er sjá mætti bruðhjónin og boðsfólkið. Bezt voru þeir komnir, er gátu haldið sjer uppi á öxlum þeirra, er næstir voru, því bæði höfðu þeir þá andrúmslopt betra og svo var heldur ekki að óttast fyrir, að þeir mundu reka tærnar í tröppusteinana, því þeir voru born- ir á örmum safnaðarins yfir allar torfærur. (Frh.) Reglusamur og duglegur maður getur fengið vist í Bernhöfts bakaríi frá 14. maím. næstk. Urania eptir Camille Flammarion, kaupir ritstjóri þessa blaðs. Forngripasafnið opið bvern miðvikud. og laugard. kl. 11-12 Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl. lÞ/s—2*/2 Landsbókasafnið opib bvern rúmbelgan dag kl. 12—2 útlán mánudag, mibvikudag og laugardag kl. 2—3 Málfiráðarstöðvár opnar í Keykjavík og Hafnaríirði bvern rúmbelgan dag kl. 8—9, 10—2 og 3—5 Söfnunarsjóðurinn opinn 1. mánudag í bverjum mánuði kl. 6—6. ftitstjóri: Hjálmar Sigurðarson, realstúdent. Prentsmibja Isafoldar 1893.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.