Norðurljósið - 15.02.1893, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 15.02.1893, Blaðsíða 3
19 mæli sitt með mestu dýrð 27. des. síðastliðinn. Há- tíðin var lialdin með mestu dýrð og viðhöfn ogstreymdu að honum fagnaðarkveðjur frá fjölda vísindamanna víðsvegar um heim. Hersveitir Frakka í Dahomey vinna meira og meira undir sig af landinu og taka hverja borgina á fætur annari. England. Sprengivjel fannst á aðfangadagskvöld- ið hjá löggæzluhúsinu í Dyflinni er sprakk og drap mann þann, er reyndi að koma henni á burtu þaðan, auk þess urðu skemmdir á næstu húsum. Torýar kváðu þetta að kenna eptirlátssemi Gladstones við íra, er versnuðu því meir, sem rýmkað væri um frelsi þeirra. Ítalía. Nýlega komið upp um ýmsa landa þar, að þeir hafi ausið út tj'e í mútur við þingkosningar, og mikil ærsl i ræðum og ritum út af því. Egyptaland. Nýiega var nærri hlaupin á snurða milli Engla og Egypta, vegna þess að Abbas E- gyptajarl, tók sjer mann þann fyrir forsætisráðherra, er var fjandmaður Engiendinga. Hafaþeir kraflzt að ráðherranum væri vikið úr völdum og aukið herafla sinn á Egyptalandi að til ógna jarlinum og heflr hann ekki þorað annað en verða við áskorun þeirra. Flateyjarbók, sem Brynjólfur biskup Sveinsson gaf Friðriki III. Dana konungi og sem geyrmd er í konungsbókhiöðunni í Kaupmannahöfn, þykir kon- ungsgersemi ailmikil og er allra íslenzkra skinnbóka stærst. Er hún rituð að undiriagi þeirra Yíðidals- tungufeðga, Hákonar Gissurarsonar (d. 1381) og Jóns Hákonarsonar laust fyrir Svartadauða, og eru á henni mest Noregs konunga sögur en auk þess er á henni Færeyinga saga, sem hvergi er til annarsstaðar, og svo merkilegasta frásögnin um fund Vínlands góða (Vesturheims) og ferðir Leifs heppna og íslendinga þangað. Var bókin öll fyrir nokkru gefln út af Guð- brandi Vigfússyni og Unger prófessor í Kristjaníu, (1860—68). En nú þykir Vesturheimsmönnum svo mikið varið í bók þessa, að þeir hafa beðið um að Ijá sjer hana til þess að hafa hana á Chicagosýning- unni miklu í ár, og er nú af ráðið, að bókin verði send vestur, en tryggja skal hana með 75,000 krón- um. Ætlar stjórn Bandaríkjanna að senda skip gagn- gjört eptir henni, frá New-York á hermanna sveit að fyigja henni til Chicago og þar eiga varðmenn stöð- ugt að gæta hennar í einum sýningarskálanum. Er svo til ætlazt, að maðurfylgi bókinni frá Höfn: hafði kennslumálastjórnin fyrst boðið yfirbókaverði safnsins, justisráð Bruun að fara för þessa, en hann færzt und- an, þá var kjörinn prófessor L. Wimmer, en hann lagöi til, að Dr. Valtýr Guðmundsson væri sendur í sinn stað, og mun af ráðið, að hann takist þessa sæmdarför á hendur. (Sumpart eptir Sunnanfara). íslenzkt stúdentafjelag er nýstofnað í Höfn sam- kvæmt samþykkt á fundi íslenzkra stúdenta þar 23. desember síðastliðinn. Nikulás Runólfsson cand. mag., var nýkominn heim til Hafnar aptur eptir eins árs dvöl á Frakk- landi, og hafði honum verið veittur styrkur til farar- innar úr ríkissjóði. ^yrirlestra um landfræðUÍslands heflr herra Þorvaldur Thoroddsen haldið í vetur í landfræðisfje- laginu danska, í Stokkhólmi og við hinn nýja háskóla Svía í Gautaborg. Með vorinu er í ráði, að hann haldi fyrirlestra í Kristjaníu og Berlín. Gufuskipið »Wágen«, eignstórkaupmanns Wathne, kom hingað 11. þ. m. frá Stafangri í Noregi, eptir 8 daga ferð með salt til Brydes verzlunar, og seldi þar að auki bjer nokkuð af rúgmjöli og kartöflum. Skipið kom við á Færeyjum og Eskifirðí á leiðinni hingað og komu með þvi brjef frá Höfn, er póststjórnin hafði sent til Noregs, þar eð Laura lá frosin inni í Kaup- mannahöfn. Líklegt þykir, að Laura verði send hingað jafnskjótt og færi gefst, hvað sem áætlunardeginum líður. Stokkseyrarprestakallið veitt af konungi 5. f. m. síra Ólafi Helgasyni í Gaulverjabæ, samkvæmt kosningu safnaðarins. Eldhús með toæjardyrum brann á Klöpp hjer í bæn- um árla morguns 10. þ. m. ásamt skinnklæðum og mat- björg húsráhendanna og mundu fleiri hús er áföst voru haf'a brunniö líka, ef slökkvilihsstjórarnir hefðu ekki ver- ið eins samhentir og þeir voru, slökkvilið vel æft og slökkvivjelaslöngurnar loptþjettar, enda hafa sumir hjer þá tröllatrú, að hjer geti ekki kviknað í kof'a nema í logni, og má vel vera að það sje meðfram vegna þess, að stór- skemmdir hafa ekki orðið hjer að eldsvoðum. Saga, sem aliir kunna. Eptir Mána. (Framhi.). Þegar kirkjan var opnuð, streymdi fólkið inn með ærnum hávaða og hrynti hver öðrum áfram til að komast sem fyrst inn og fá sjer sæti, en óp og veinan unglinga og gamalmenna, sem ekki voru sjálfbjarga í þrengslunum, heyrðist hvaða- næfa og gaf enginn gaum að því. »Ja, drottinn minn sæll og góður, að komast hingað! — Mikill bölvaður troðningur er þetta!« var orðtak um allan söfnuðinn. »Þær eru ekki sóttar með sitjandi sælunni, þess- ar blessaðar hjónavígslur hjerna í bænum», sögðu sumar konurnar, þegar þœr loksins voru búnar að fá sjer sæti. »Biðjum sannan fyrir okkur og svo verða ef- laust önnur eins þrengslin að komast út aptur. Það er alveg eins og fólkið ætli að ganga af göfl- unum, þegar einhver er að gipta sig. Jeg vildi bara að jeg hefði aldrei farið þetta, en mig lang- aði til að sjá hana Olöfu og hvernig það færi á henni skautið». Þegar múgurinn sem úti hafði verið, var búinn að troðast inn, kom boðsfólkið og var þar margt af heldra fólki bæjarins. Svaramaður bruðgumans var amtmaðurinn sjálfur; leiddi hann brúðurina við hönd sjer inn eptir kirkjugólfinu og tóku þeir sjer sæti í innsta bekknum aðsunn- anverðu. Organistinn Ijek »brúðarmarsch»,áhljóð- færið og hringjarinn sló sitt vanalag á klukkurn- ar ding-ding-dang og voru þeir báðir þreyttir orðn- ir í handleggjunum, þegar assesorinn loksins kom með brúðurina og leiddi hana til sætis í prest- konustólnum að norðanverðu í kirkjunni. Brúð-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.