Norðurljósið - 25.03.1893, Blaðsíða 2
34
töluvert borið á henni lika í Svíþjóð og á Eng-
landi.
Páíinn. 19. febr. voru 50 ðr síðan Leo páfi 13.
var vígður til biskups. Yar dagur þessi haldinn há-
tiðlegur um allan hinn kaþólska heim og víðar til,
og margar þúsundir pílagríma streymdu til Róma-
borgar þenna dag, er sagt að peningar þeir, er þeir
færðu páfa hafi numið hálfri sjöundu millíón kr. að
minnsta kosti.
Bankasvík á ítaiiu. Það komst upp í vetur að
banki einn (Banca Romana) hafði geflð út yfir 60 milli-
ónir í seðlum fram yfir það, sem hann hafði leyíi til
með þvi að gefa út tvo seðla með sama númeri, og
bankastjórarnir síðan dregið sjer fje þetta. Þeir báru
það fyrir sig, að þeir hefðu neyðst til að múta þing-
mönnum og jafnvel stjórnarlierrum til þess, að fá ýms
einkarjeltindi fyrir bankann, og að þeir, þegar þeir
einusinni voru komnir á spenann, hafi þvingað þá
forstjórana til þess, að ausa peningum í þá. Leit þann-
ig út fyrir, að menn þar hefðu fengið aðra útgáfu af
Panamamálinu, þó í smærri stíl væri, og fjöldi af vitn-
um voru yfirheyrð, en aðeins á móti einum þing-
manni var mál höfðað og dó hann áður en það var
tekið fyrir; lítur nú helzt út fyrir að ekki verði meira
af og að forstjórar bankans verði þeir einu, sem
sðkinn bitnar á.
Panamahneykslið. í öndverðum febrúar fjell
dómur i Panamamálinu; voru þeir feðgarnir Ferdín-
and og Charles de Lesseps dæmdir til 5 ára fangelsis
og í 3000 franka sekt, Fontane og Cottu 2 ára fang-
elsi 3000 franka sekt og Eiffell 2 ára fangelsi og
20,000 franka sekt, allir fyrir svik og misbrúkun trún-
aðartrausts; tekið fram í dómnum að Ferdínand de
Lesseps frá upphafi hafi dregið menn á tálar með því
að leyna hinu sanna ástandi fjelagsins. Um sama
leiti fjell úrskurður í seinna málinu (mútumálinu), og
var ákærunni gegn Rouvier, Devés, Grévy, Regnault
Cottu vísað frá; þar á móti málinu móti Antonin
Proust, Béral, Dugué de la Fonconnerie, Ba'íhaut,
Sansleroy, Gobron, Blondin, Arton, Charles de Lesseps
og Fontane vísað til kviðdóms; er prófinu þar ekki
lokið enn og lítið nýtt komið fram við það til þessa;
próf þetta fer fram í heyranda hljóði og þykir sumum
þar fremur fylgt máli stjórnarinnar en sannleikanum.
Ýmislegt hefur líka heyrst af hinum undanfarandi
rannsóknum. Rouvier hótaði að ljósta ýmsu óþvegnu
upp um þá, sem nú sitja að völdum, Ribot, Bourgeois
og Carnot sjálfan ef honum væri ekki sleppt, og það
hreif, en ekki þótti almenningi það uppbyggilegt;
prófdómarinn, Fanquevilles, fann honum það til af-
sökunar, að hann ekki notaði mútur þær, er hann
fjekk, i eigin þarfir, heldur til þess aptur að múta
blöðunum í þarfir stjórnarinnar og með vitund hennar.
Þar á móti þykir mörgum stjórnendur fjelagsins hafa
orðið nokkuð hart úti í fyrrá málinu (nema Eiffel,
sem ekki litur út fyrir að neinn kenni í brjósti um),
vegna þess þeir að vissu leiti hafi verið þvingaðir
til að fara að eins og þeir gjörðu, en einkum þegar
nú sjest að sumir af stjórnarherrunum sleppa,' sem
þó hafa makað krókinn á því að svik og óráðvendni
hafa gengið fjöllum hærra, í stað þess að aptra því.
Arton hefur ekki fundizt enn þá og Herz er á Eng-
landi, veikur að sagt er, en margir halda, að þar sjeu
líka einhver brögð í tafli. Seint í f. m. sagði Seroyer
af sjer formennsku í öldunga-þinginu og var Jules
Ferry kosinn í hans stað; sýnir það umbreytingu 1
skoðunum manna, því eptir ófarirnar í Tonkin, sem
honum var kennt um, varð hann að hætta öllum af-
skiptum af stjórnarmálum, og hjeldu menn þá, að
hann aldrei mundi ná til metorða framar, enda mun
hinum framgjarnari vera lítt um hann gefið enn þá.
Þingnefndin heldur enn áfram starfi sínu að sagt er,
en iítinn árangur þess sjá menn. Af ótta fyrir nýjum
hneykslissögum hafa þó vinstrimenn reynt til að fá
nefndina afnumda. Þar á móti hefur Andrienx sagt,
að hann ætli að nafngreina hina mannorðsmeiddu
þingmenn, sem sjeu þriðjungur þeirra, á sínum tíma,
nefnilega við næstu kosningar, en hvorki þeir nje
blaöamennirnir verða dregnir fyrir dóm, því lögin
leggja að eins hegningu við að múta embættismönn-
um og að embættismenn þiggi mútur. Nú er heldur
ekki lengur talað um málshöfðun á móti öðrum,
hvorki Freycinet nje Floquet, sem þó eru uppvísir að
mútuþágu með meiru, nje heldur Clémenceau, sera
var Herz önnur hönd og foringi hinna framgjörnu
þjóðvaldssinna, þegar Herz var »stórkjörfursti« þeirra,
en nú hefur neyðst til að leggja niður forustuna.
Mannalát. 27. jan. dó Blaine fyrrum »ríkisritari«
Bandaríkjauna og sá sem mestu hefur ráðið um utan-
ríkismálefni þeirra hin seinni ár. — 2. febr. Andræ
leindarráð, fyrrum stjórnarherra í Danmörku; stóð
lengi iyrir landmælingunum í Danmörku og kom
fyrstur á hlutfallskosningu, sem nú meðal annars er
fylgt við nefndarkosningar í ríkisþinginu. — 14. febr.
Toil greifi, sendiherra Rússa í Kaupmannahöfn. —
5. marz dó í París Hyppolyte Adolphe Taine heim-
spekingur og sagnaritari, einkum frægur fyrir rit sitt
um stjórnarbyltinguna miklu á Frakklandi, aðdrag-
anda hennar og afleiðingar.
Slysfarir. í byrjun f. m. urðu jarðskjálptar miklir
á Grikklandseyjum, einkum á Zante (Zakyntos) og
náiægum eyjum, fjöldi húsa hrundi, meir en helmingur
eyjarskeggja á Zante urðu húsviltir og margir fórust.
— Um sama leyti gengu ákafar rigningar í Astralíu.
og urðu stórskemdir að, einkum á Queenslandi sunn-
anverðu; svæði stærra en Island allt var vatni hulið,
fjöldi af húsum og • brúm eyðilagðist og margir
drukknuðu; í höfuðgötunum í Brisbane var vatnið
yfir 20 fet á dýpt. Vatnagangur hefur annars víðar
gjört skaða, meðal annars í Miðameriku. — I stormi
drukknuðu í öndverðum f. m. 123 fiskimenn við Lo-
foten í Noregi, en þar eru fiskiveiðar mest stundaðar
á opnum bátum.
Póstskipið »Laura« kom hjer loks árdegis í morg-
un. Hafði farið frá Höfn 10. þ. m. og var þá ísinn
nýleystur þar frá landi. Bi’jefin með Waagen komu
til Hafnar 7. þ. m.
Verzlunarútlit betra en áður, kornvara heldur að
lækka í verði og fiskur fer dálítið hækkandi.
Aflabrögð. Þilskipið «Agnes» kom hingað inn á
höfnina fyrir fáum dögnm með 1500 fiskjar. A Eyr-
arbakka var hæst í hlut um 250 um síðustu heigi, og
fyrra laugardag var aflinn frá 50—160 um daginn.
Líkur ágætisafii á Loptsstöðum, Stokkseyri og Þor-
lákshöfn, en þessa viku mun ekki hafa verið róið
þar sakir brims. Fiskilaust hjer á innmiðum, afli í
Garðsjó.