Norðurljósið - 01.04.1893, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.04.1893, Blaðsíða 1
Kemur út þrisvar i mánut)i (5-15.—25.), 36 blö'b á ári. Verð 2 kr. (erlendis 8 kr.). Gjalddagi 15. júlí. NORÐURLJÓSIÐ. Afgreiðslustofa Þingholtsstr. Uppsögn skrifleg, bundin vib áramót, ógild nema hún sje komin til ritstjórans fyrir 1. október. VIII. ár. | Líkamsíþróttir. Eins og því mun naumast neitandi, að sjerhver maður sje hæfari til að leysa hin líkamlegu störf af hendi hafi skilningur hans og andlegir hæíileikar ver- ið æfðir og glæddir, eins mun ekki hægt á hinahlið- ina að inótmæla því, að sá sem inna þarf andleg starf af hendi, sje hæfari til þessa starfa hafi hann braust- an líkama, og að nauðsyn beri til, að æfa einslíkam- ann og sálina í uppvextinum eigi unglingurinn síðar að verða nýtur maður. Þessi óræku og óbrygðulu sanninndi voru þegar þelckt af Grikkjum í fornöld, og mun mega. telja víst, að hinar andlegu framfarir þeirra og yfirburðir yfir aðrar nágrannaþjóðir þeirra á þeim tímum, hafi að nokkru leyti átt rót sína að rekja til hinnar líkam- amlegu menningar, er þeir veittu börnum sínum. Og á sama hátt mun mega telja víst, að hinar líkamlegu •íþróttir, er numdar voru hjer á landi í fornöld, hafi ekki átt lítinn þátt í andlegum og efnalegum þjóð- þrifum íslenda á þeim tímum. En smátt og smátt hefir líkamlega menningin orðið að lúta i lægra haldi bæði hjer sem annarsstaðar, og það svo mjög, að líkaminn hefir verið vanræktur jafnframt og allt kapp hefir verið l'agt á, að ofþyngja anda þeirra, er settir hafa verið til náms. Erlendis er tekin að komast svo mikil breyting á þetta, að þeir eru sífellt að fjölga, er vinna að því með kappi, að koma samræmi á milli andlegs og lík- amlegs uppeldis, sem er sú eina rjetta stefna til þess, að allir hæfileikar nemandans geti komið að sem bezt- um notum. Aptur á mótl hafa líkamsíþróttir verið látnar sitja á hakanum í lærða skólanum, hinni einu allsherjar inenntastofnun, sem til skamms tíma hefir verið hjer á landi. Á hinum síðustu árum hefir þó dálítið rofað til í þessu máli, svo sundkennsla hefir verið reynd 'á nokkrum stöðum og þar á meðal hafa nokkrir lærisveinar latínuskólans tekið þátt í henni tvö síðastliðin vor. En í baust sem leið var Rvík og skólinn fyrir því óhappi, að missa sundkennarann, ungan og efnilegan mann, sem hafði getið sjer bezta orðstír við starfa sinn. En á nú að nema hjer staðar? Á að hætta við hálfbyrjað verk ? Hvað hefir verið gjört til að þess, að sundkennslan haldi áfram framvegis ? Oskandi væri, að hjer yrði ekki látið staðar nema, heldur yrði unnið að því með kappi, að koma sam- ræmi á menningu sálar og líkama ekki aðeins í lærða- skólanum heldur einnig í öðrum skólum vorum. Panamahneyxliði. Það sem helzt þykir hafa orðið með tíðind- um í vetur, er Panamamálið, og enda þött það sje ekki enn á enda kljáð og að öllu leyti ó- víst, hvernig það lyktar, þá hefur það þegar sýnt, i) Ritgjörð þessi er rituð í Höfn í jan. en kom loks hingað nú með póstskipínu. 10. blað. hvílíkt hyldýpi spillingar og samvizkuleysis helztu málsmetandi menn hinnar frakknesku þjóðar eru sokknir í, og þó það, ef til vill, ekki ráði þjóðveldinu að fullu, þá hefur það að minnsta kosti rírt álit þess að mun í augum annara Evróþuþjóða, Saga málsins er í fám orðum þessi. I nóv.bermán. 1869 var Suezskurðurinn vígður með mikilli viðhöfn, og orðstír sá, er þá fór af höfundinum, Ferdinand de Lesseps, og gengi það, er hann þá var í, var óvið- jafnanlegt. Landar hans kölluðu hann »binn mikla*; sjálfum treysti hann sjer meira en góðu hófi gengdi, og áleit sig nú færan í fiestan sjó. # Vildi hann nú vinna annað enn meira frægðarverk, og grafa skurð gegnum Panamaeiðið. Tíu árum seinna var hann búinn að gjöra áætlun yfir fyrirtæki þetta, lagði hana fram á verkfræðingafundi, og fjellust þar allir á hana; líklega hafa þeir all-flestir ekki vitað mikið um, hvernig til hagar á eiðinu. Þá hafði Lesseps fjóra um sjötugt, en með svo miklu fjöri og áhuga, sem hann væri orðinn ungur í annað sinn, gekkst hann fyrir því, að hlutafjelag yrði stofnað til að fram- kvæma áform hans. 1881 var Panamafjelagið sett á laggirnar. Hefir naumast nokkru sinni verið gjört annað eins til að gylla fyrir mönnum nokkurt fyrirtæki sem þetta, til þess að fá menn til að leggja fje fram og taka hluta- brjef fjelagsins, enda flugu þau út á svipstundu. Menn sem þekktu til, álitu að skurðurinn myndi kosta 800 til 1000 milliónir franka að minnsta kosti, en Lesseps færði upphæðina niður í 512 milliónir, til þess menn því heldur skyldu láta ginnast. Brátt kom það í ljós, að þessar 512 mill. hrukku ekki til, og á árunum 1882 til 1887 gaf fjelagið smátt og smátt út skuldabrjef upp á 700 mill. franka til samans. Það voru einkum bændur og smáborgarar, sem höfðu látið ginnast af hinum fögru loforðum og lagt sumir hverjir svo að segja aleigu sína í fjelagið; innan fárra ára áttu þeir sem sje að fá það margfaldað til baka. Þettavarekkinógað heldur,ognú fór að ganga erfiðara með að fá peningalán. Slæmur orðrómur fór aðber- ast út af fjelaginu og athöfnum þess, þótti lítið unn- ið að skurðinum fyrir jafn mikla peninga, og jafnvel beinzt mest að Lesseps sjálfum, sagt að sóunarsemi hans keyrði fram úr öllu hófl og að hann hefði keypt miklar jarðeignir á Frakklandi fyrir peninga þá, er ganga áttu til Panamaskurðarins. Trjenuðust menn því upp við að leggja meira í fyrirtækið, sem þar að auki þótti meira en vansjeð, hvort nokkurn tíma yrði lokið. Ástandið á Frakklandi var líka umþess- ar mundir allt annað en glæsilegt í peningalegu til- liti; hver peningakaupmaðurinn og bankinn fjell um koll á fætur öðrum; kenndu sumir þetta aðgjörðum Panamafjelagsins, en ekki fór það í hámæli. Orða- sveiniurinn um óskilsemi frá fjelagsins hálfu þagnaði skjótt og blöðin þögðu eins og steinn —nú vitamenn hvernig á því stóð. Lesseps hafði raunar dregið menn á tálar frá upphafi fyrirtækis þessa, en nú var það fyrst, að fjelagið í vandræðum sínum komst almenni- lega inn á rekspöl þann, er nú heflr ráðiðþvíað fullu, Beykjavík laugardaginn 1. apr/1 1893.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.