Norðurljósið - 01.04.1893, Qupperneq 2

Norðurljósið - 01.04.1893, Qupperneq 2
38 að beita svikum, mútum og undirferli til þess, að velta ekki um koll. 1886 sótti fjelagið um leyfi tii að taka lotterilán, en því var tekið dauflega; að láta fyrirtækið fara á höf- uðið þótti þó þjóðarminnkun og til þess að rannsaka hvað gjört var og hvað gjöra skyldi, sendi stjórnin verkfræðinginn Rousseau til Panama; skýrsla hans kom aldrei fyrir almennings sjónir og málið datt niður. Tveimur árum seinna fór fjelagið þess sama á leit og nú lagði stjórnin lagafrumvarp viðvíkjandi iáninu fyrir þingið, en í fyrstunni gaf því ekki byrvænlega; brátt komust þó þingmenn á aðra skoðun, stjórnar- ráðsskipti urðu, hið nýja ráðaneyti var málinu enn hlynntara, og 8. júní 1888 samþykkti fulltrúaþingið lögin, sem veittu fjelagínu hið umbeðna leyíi. Þeim, sem kunnugt var um ástand fjelagsins, þótti þetta reyndar nokkuð undarlegt, og dylgjur gengu um það manna á miili, að ekki myndi allt vera með felldi, en blöðin voru samtaka í því, að bera það jafnharð- an til baka. Þetta hjálpaði samt fjelaginu lítið; nú vildu menn ekki lengur láta gera sig að ginningarfíflum með svo hægu móti; Lesseps reyndi til enn á ný að gylla fyr- irtækið á allar lundir og lofaði hátíðlega að innan ársloka 1890(!) skyldi verkinu vera lokið; blöðin tóku í sama strenginn og gumuðu fjarskan allan af því, hvern hag menn hefðu af að leggja fje í skurðinn, en það kom fyrir ekki, þegar hið nýja lán var boð- ið út í des. 1888 voru ekki margir, sem glæptust á því. Arið eptir fór fjelagið á höfuðið; var þá farið að rannsaka allar ástæður þess, og var þessari rann- sókn fyrst lokið í nóvembermánuði i vetur. Meðan á þessum rannsóknum heflr staðið, hafa skuldunautar fjelagsins látið æ hærra og hærra til sín heyra; margir af þeim eru fátæklingar, sem settu alla sína aleigu í hlutabrjef fjelagsins, og komust við það á vonarvöl; einkum hafa þeir verið æíir þegar það heflr borizt út öðru hvoru að nú væru menn hættir við rannsóknina og að fjelagsstjórarnir myndu sleppa hegningarlarrst, sem iíka lá við sjálft. Fyrir tveimur árum stungu hægri menn upp á því, að mál væri höfðað móti fjelaginu, og fjellst þá ver- andi innanríkisráðherra Falliéres á það, en stjórnin þrumaði það fram af sjer. Nú þegar fjárhagsrann- sókninni var lokið, vildi stjórnin láta málið detta nið- ur; varð þá almenningur afaræfur og heimtaði hefnda yflr Lesseps og fjelaga hans. Ricard dómsmálaráð- herra ljet þá undan og upp á sitt eindæmi skipaði hann ríkissóknaranum Quesney de Beaurepaire að höfða mál á móti öllum, sem bendlaðir eru við Pa- namafjelagið; 20. nóv. rjettum 23 árum eptir vígslu Suezskurðarins, voru þeir Ferdinand de Lesseps, Char- les sonur hans, verkfræðingarnir Fontane og Eiffel og peningakaupmennirnir Cottu og Reinaeh kallaðir fyrir rjettinn fyrir sviksamleg skuldaþrot og aðra peninga- óreiðu. Nóttina eptir dó Reinach snögglega, og vakti það eptirtekt. Meiri hluti ráðaneytisins, var sem sagt á móti þessari málshöfðun. Þeir ákærðu áttu að mæta 20. nóv. en svo var málinu jafnskjótt skotið á frest til 10. jan. til þess dómarinn og málsfærslumennimir gætu kynnt sjer málsskjölin, sem voru ekki minni en 17 stór vagnhlöss. Yið fjárhagsrannsókina komst það npp að fjelagið heflr alls eytt 1,329,693,098 fr. 74 ’ct. Það, sem búið er að vinna, er metið á 450 míll. franka; það er ekki nema liðugur þriðjungur af því, sem fjelagið hefir geflð út, en öll reikningsfærsla þess er þannig að ómögulegt er að sjá með vissu, til hvers hitt hefir- verið notað ; naumast fimmti partur af skurðinum er búinn enn, og maskínur þær, sem notaðar hafa ver- ið til skurðgraftarins eru nú lítils eða einkis virði; þær hafa legið og ryðgað í eða í kringum skurðinn síðan 1889, að hætt var við hann, og enginn skeytt, um þær. Öll blöð, sem nokkurt tillit hefir verið tekið til, hafa látið borga sjer fyrir meðmæli sín meðfyrir- tækinu, jafnvel svo skiptir milliónum franka. Þeir- Fontanes og Eiffel hafa dregið undir sig margar mill. þannig hafði Eiffel, sem varð nafnfrægui' fyrir hinn 1000 feta háa járnturn, er hann byggði í París 1888 —89, látið borga sjer 33 milliónir fram yfir það sem honum bar fyrir vinnu við skurðinn. Þeir Cottu og Reinach höfðu haft á höndum mikið af peningasökum, fjelagsins og fengið það ríflega borgað. Þessa sömu dagana koma blöðin Cocarde og Lan- terne með dylgjur um það, að það sjeu víst fleiri en blöðin, sepi hafi látið fjelagið borga sjer aðstoð sína; að hálft annað hundrað þingmannna hafi fengið borg- að atkvæði sitt með lotterilögunum með 20—25. þús. franka hver, og að stjórnarherrarnir hafi heldur ur ekki farið varhluta, því þeir hafi fengið hver fyrir sig 200—300 þús. franka; að þetta hafi þó verið smá- ræði móti því, sem bankarnir hafi grætt á okurlánum til fjelagsins. Arton nokkur, sem áður var erindsreki fyrir annað fjelag og nú er stokkinn úr landi fyrir óreiðu í peningasökum þess fjelags, á að hafa staðið fyrir útbýtingunni á mútunum, því hann þekktimanna bezt hverja var að fá til kaups (Meira). Kirkjubyggingar. Herra ritstjóri ! í blaði yðar «Norðurljósinu« VIII. 4. tbl. 7. febr., þ. á. getið þjer um 5 kirkjur, sem byggðar hafi ver- ið hjer á landi árið sem leið, og virðist næst liggja að skilja ummælin svo, að fleiri kirkjur en hinar upp- töldu hafi árið 1892 ekkí verið byggðar. En þetta þarf leiðrjettingar, því að auk hinna töldu 5 hafa þessar kirkjur verið byggðar af nýju: að Setbcrgi á Snæfellsnesi, Breiðabólstað í Vesturhópi, Holtastöðum í Langadal, Hvammi í Laxárdal, Mœlifelli í Skaga- firði, Kviabekk í Ólafsfirði, (þar fauk og brotnað ný byggð kirkja 21. jan 1892), Ljósavatni í Ljósavatns- skarði, Kálfatjörn á Vatnsleys.uströnd, að Tjörn í Svarfaðardai, og ef til vill einhverjar fleiri. En eigi hafa allar þessar kirkjur verið fullgjörðar fyrir síð- ustu áramót. Að meðaltali voru á 20 ára tímabilinu 1869—1888 byggðar af nýju 5 kirkjur árlega hjer á landi; má af því sjá, að kirkjubyggingar hafa árið sem leið verið með langflesta móti, og stendur það efalaust í sam- bandi við vaxandi tilfinningu manna fyrir því, að hafa guðshúsin fögur og samsvarandi hinni helgu ákvörð- un þeirra; menn sætta sig ekki lengur við mjög lítil- fjörlegar, óásjálegar og illa byggðar kirkjur. Rjettara hefði verið að geta þess í nefndri grein yðar, að kirkjan áSauðárkrók kemurekkieinungisi stað Sjáfarborgarkirkju, heldur og Fagranesskirkju, og að hin nýja kirkja í Ólafsvík kemur í stað hinnar niður felldu,Fróðárkirkju. Meb virbingu. Hallgrimur Sveinsson. —--------------

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.