Norðurljósið - 29.08.1893, Blaðsíða 1
Kemur út þrisvar i mánuði
"5.,—15.,—25.), 36 blöð á ári.
Verð 2 kr. (erlendis 3 kr.).
Gjalddagi 15. júlí.
NORÐDRLJÓSIÐ.
Afgreibslustofa Þingholtsstr.S
Uppsögn skrifleg, bundin við
áramót, ógild nema hún sje
komin til ritstjórans fyrir
1. október.
VIII. ár.
Reykjavík, þriðjudaginn 29. ágúst 1893.
| 24. blað.
Heiðraðir kaupendur Norðurljóssins
eru beðnir að borga blaðið sem fyrst.
Slátrun á sauðfje.
Hvervetna, þegar svo ber undir, að menn tala sam-
an um dauðdaga þann, er þeir murduviija óska sjer,
-ef þeir mættu sjálfir ráða, þá heyrist aldrei neinn
•óska sjer öðruvísi æfiloka, en að geta skilið við lífið
á sem rólegastan og þjáningaminnstan hátt: t. d., að
þeir fái að deyja í svefni, öngviti eða. öðrum meðvit-
nndarlausum dauðdaga.
Eðlilegt væri, að allir þeir, er óska sjálfum sjer
-slíks dauðdaga, vildu unna skepnutn þeira, er þeir
tækju af' lífi, hins sama, því enginn roun þora að
neita því, að húsdýrin hafi álíka næmar tilfinningar
fyrir líkamlegum þjáningum eins og maðurinn.
Helgríma sú, sem herra Einar B. Guðmundsson á
Hraunum hefir fundið upp og sem lýst er í Isafold í
fyrra og síðan nákvæmar í Dýravininum í ár, gefur
•oss tækifæri til að slátra hverri skepnn, smárri og
stórri, án neinna kvala, ef æfður og laghentur mað-
ur á í hlut. — Verkfæri þetta mun hafa verið notað
á allmörgum stöðum í Norðurlandi í fyrra, þar á með-
al á sumum helztu verzlunarstöðunum, þarsem sauð-
fjárslátrun er einna mest, og auk þess einnig á sum-
um bæjum í Borgarfirði. Enn fremur var byr|að að
nota helgrímuna við eina verzlun hjer í bænum, og
heppnaðist hún mjögvel á sumum kindurtum, en mis-
tókst á öðrum, og mun það einkum hafa verið vegna
þess, að vanrækt var að spenna hana í hvert sinn
mátulega á hverja kind og kom þá rotgaddur hel-
■grímunnar ekki ætíð á rjettan stað á höfuð kind-
anna.
Risu þá upp nokkrir menn hjer í bænum, og álitu
þessa nýju slátrunaraðferð engu betri en áður hafði
'tíðkazt, eðajafnvel verri; sögðu skepnurnar enga kvöl
líða, þótt þær væru skornar á háis með fullri með-
vitund, ekki blæddi úr skepnunum eptir að þær
hefðu misst meðvitundina og annað eptir þessu, og
blaðagreinir voru ritaðar til þess að styrkja menn í
þessari trú. Það þarf ekki að taka það fram, að
þetta átti ekki við önnur rök að styðjast, en að mis-
beppnast hafði að rota sumar kindurnar, vegna þess,
að ekki liafðiverið gætt að spenna helgrímuna mátu-
lega á þær.
Það er vonandi, að þetta verði síðasta haustið, sem
þarf að hvetja fólk til að beita þessari mannúðlegu
slátrunaðferð, og enginn telji eptir sjer nje sjái í,‘ að
breyta dálítið út af fornri venju í þessu efni. — En
sjerstakiega leyfum vjer oss þó að æskja þess, að
kaupmenn, er taka fje til sláturs, bæði lijer í bænum
og annarstaðar, afmái nú þegar í haust þá hrylli-
legu slátrunaðferð, sem -áður hefir tíðkazt — Þá munu
•bráðlega fleiri á eptir fara.
-----sæ----------
Hljóð úr horni.
íslendingar eru nú smátt og smátt farnir að fá orð
á sig fyrir leti og ómennsku, og mun þeim þykja það
leitt, því þau orð láta ekkert vel í eyrum, en versta
við þau er þó það, þegar þau eru töluð í sannleika,
og það álít jeg að sje, hvort sem ræða er um land-
búnað eða sjáfarútveg. Með landbúnaðinn sýnir það
sig, nærri að segja í hverju sem er, þótt auðvitað sjeu
til heiðarlegar undantekningar. Jarðyrkjan og garð-
yrkjan sýna ljóslega deyfð og áhugaleysi manna, það
er svo áþreifanlegt, að þeim, sem vill gefa því gætur,
getur ómögulega blandast þar um hugur. Lítum á
túnræktina; hún er það, sem hver bóndi landsins
hefur þurft að leggja. mesta alúð við síðan það byggð-
ist. Hvað eru framfarirnar þar miklar ? Á stöku bæ
garðspotti kringum túnin, og nokkrir ferh. faðmar
sljettaðir, en sumstaðar hefur verkið verið unnið svo,
að það hefði eins vel mátt vera ógjört.
Á garðyrkjuna þarf varla að minnast; þar eru nú
framfarirnar engar, alveg engar. Hver dugandi maður
" gæti þó af sjálfsdáðum komizt upp á að rækta kart-
öfiur og rófur. Kartöflurnar, sem ræktaðar eru um
allan hinn menntaða heim, og fluttust fyrst frá Brasi-
líu til Evrópu, hafa lagað sig eptir loptslagi og eðli
hvers lands, flutzt þannig á vort »ka]da« ísland, og
reynzt þar allrífleg tekjugrein þeirra fáu, sem reynt
hafa með alúð að rækta þær. Menn hljóta að játa,
að rófur geti víðast vaxið hjer á landi, en samt eru
menn svo áhugalausir með ræktun þeirra.
Þá er að minnast lítið eitt á fjárræktina, þar tekur
lítið betra við, mikið er talað um kynbætur fjárins,
en minna verður í framkvæmdinni, og nálega á hverj-
um vetri heyrast heyleysiskvartanir einhversstaðar að,
ef ekki í þessum staðnum, þá í hinum, og við hor-
dauða má búast þar og þar. Ásetningur er víst lítið
að færast í lag, sem ekki er að búast við, þegar ekki
er meir hugsað um hann en gjört er, og það ekki
fyr en á haustin, og þykir mörgum þá leitt að skera,
sem vonlegt er. Ef menn hefðu allt af í huga, á
hverjum tíma árs sem er, að sjá sjer og skepnum
sínum borgið, þá er líklegt, að hjer færi fljótt að koma
lag á. Aðminnstakostiætti hver maður að fara að hugsa
um heybirgðir sínar til næsta vetrar, ekki seinna en
í sláttarbyrjun. Að húsbændur og hjú, konur sem
karlar, leggist á eitt með að reyna að ná upp sem
mestum heyjum, það er aðalundirstaðan til að ásetn-
ingurinn færist í lag.
Um sjáfarútveginn þarf ekki að fara mörgum orð-
um til þess að sjá, hvernig þar er ástatt. Færeyingar
koma nú á hverju ári með fiskibáta sína og veióa
hjer á ýmsum fjörðum landsins, einkum Vestfjörðum
og Austfjörðum. Flutningur fyrir þá tíl og frá nemur
þó að líkindum ekki svo litlum kostnaði, leggjast þeir
þó ekki undir höf'uð með það. Stunda þeir fiskiveiðar
hjer kappsamlega og setja svo heim með ágóða sinn.
Ekki kæmu þeir hingað ár eptir ár, eins og þeir gjöra,
ef þeir þættust haf'a aðra betri atvinnuvegi. |Sjósókn
þeirra hingað til lands, f'er allt í vöxt og nú er það
orðið svo, að hingað koma allt að helmingi þeirra