Norðurljósið - 29.08.1893, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 29.08.1893, Blaðsíða 2
94 fullorðinna karlmanna, sem á eyjunum eru. — Frá Frakklandi eru hjer fjöldi fiskidugga ár livert. — Norðmenn stunda hvalveiðar við Yestfirði og kosta þangað gufuskip. — Amerikumenn, meira að segja, fiska hjer, einkum heilagfiski. Vjer getum ekki álitið þjóðir þessar svo heimskar, að þær kostuðu til þessa árlega stórfje og hefðu svo ekki nema skaða af öllu saman, Hvað gjöra nú Islendingar ? Þeir horfa standandi hissa á menn þessa, rneðan þeir draga gull úr greipum þeim. Skyldu ekki veiðar horga sig fyrir þá, sem geta stundað þær svona heima hjá sjer, þar sent öðr- um fjariægum þjóðum þykir borga sig að kosta hingað menn og skip, og hafa svo sízt minni kostnað við þær hjer en ísiendingar þyrftu að hafa ? Skyldi ekki vera rjettara af Alþingi að spara fje landssjóðs með afnámi eptirlauna og fækkun embætta, en rjetta svo möunum heldur hjálparhönd, sem af dugnaði vildu stunda hina helztu atvinnuvegi ? Ef vjer viljum athuga lítið eitt vetrarvinnuna, þá getum vjer sjeð, að hún er ekki mikil; fjárgeymslan, það er það mesta, tóvinna litil nema á stöku heimili, sumstaðar varla teljandi. Allir sjá þó að mikill hag- ur væri að tæta ullina í landinu og selja svo vaðmálin og aðra tóvöru, sem menn mættu án vera. Þótt menn sjái nú þetta, þá er það ekki gjört, heldur er ullin seld í verzlanirnar óunnin á hverju vori, sem búast er við, þar tóvinnuvjelar eru svo litið notaðar. Hvað fáum vjer svo fyrir þessa óunnu ull? Kramvöru ým- iskonar og kaffi. Kramvara þessi eða álnavara, sýnist í fijótu bragði ógn þægileg. Ekki þarf annað en klippa hana niður og sauma svo. Föt úr þessari út- lendu álnavöru líta optast vel út fyrir því auga, sem einungis lítur á yfirborðið. En heilhrigðisfræðin segir oss, að íslenzku ullarfötin sjeu oss hollari. í staðinn fyrir að hafa vora ágætu ull sem mest í föt, fer hún óunnin burt úr landinu. Ágæta ull, sagði jeg, því það getur hún verið, ef hún er vel með farin, og um það hafa menn víðar en í einum stað fengið bend- ingu. Furðanlega hefur oss Islendingum farið fram með kaffidrykkjnr og ýmsa eyðslusemi bæði í mat og drykk og klæðaburði. Áherzlan er almennt mest lögð á það, að sýnast maður, og ekki það einungis, heldur sýnast »fínn« maður; það er lífsspursmál! Þeir eru sára fáir, sem kunna að sniða sjer stakk eptir vexti. Aðal undirrót þessarar eyðslusemi og aumingja- skapar er hálfmenntunin, sem er aðal einkenni þessa tíma. Hún veldur því, að flestir þykjast svo fínir, að þeir hreint ekki geta unnið mörg hin »grófari« verk, sem fyrir koma, en sem þó ekki má vanrækja fremur en annað. Nú má það heita mesta nýjung, að sjá strák halda sig skarplega að vinnu, en það almennasta að sjá þá hálf sofandi og kvartandi við það sem þeir eiga að gjöra, þótt ekki sje nema að víkja sjer eitthvað fyrir kindur. Má búast við að þetta leiði til þess, að bændur megi hætta að hugsa til að hafa ær í kvíum, það verður ómögulegt að smala þeim. Z. Þótt hinn heiðraði höf. líti nokkuð svörtum augum á ástand vort og vjer sjeum honum engan veginn sam- dóma í ýmsum atriðum, álítum vjer skaðlaust þjóðinni að fá stöku sinnum slíkar hirtingarræður. Ritstj, --------------------- Alþingi. VI. Alþingi var slitið 26. þ. m. kl. 472 e. h. Málatalan á þinginu (frumvörp, þingsályktanir og fyrirspurnir) 120. Lagafrumvörpin hafa verið 93, þar af 46 samþykkt, 23 felld, 21 óútrætt (sum haí'a aldrei verið tekin á dag- skrá) og 3 tekin aptur. Stjórnarfrumvörpin voru 22, þar af 18 samþykkt og- 4 felld. Þingsályktanir 25. þar af 14 samþykktar, 9 felldar og 2 óútræddar. Ennfremur haí'a verið bornar~upp ? fyrirspurnir. Lög afgreidd frá aiþingi, sem ekki haf'a verið talin áður: 26. Fjárlögin 1894—1895. 27. Fjáraukalög 1892— 1893. 28. Skaðabætur fyrir gæzluvarðhaid að ósekju. 29. Um aukatekjur, dagpeninga og ferðakostnað sýslu- manna og bæjarfógeta. 30. Lausamennskulögin (þann- ig breytt frumv., að leyfisbrjef fæst keypt fyrir þá, sem eru 22 ára að aldri, 15 kr. fyrir karlmenn og 5- kr. fyrir kvennmann. Sá er ekki hefur víst ársheim- ili 20. júní, greiði 4—20 kr. í einhvern fátækrasjöð). 31. Lög um atvinnu við siglingar (þýðingarmikil rjettarbót, sem miðar einkum til að tryggja, að ó- reyndir og ólærðir menn stýri haffærum skipum hjer við land). 32. Lög um aukatekjur sem renna í land- sjóð. 33. Lög uin fuglaveiði samþykkt á Vestmanna- eyjum. 34. Lög um að ieggja jarðirnar Laugarnes- og Klepp undir bæjarfjelag og lögsagnarumdæmi Keykjavíkur. 35. Lög um vegi, (langur og þýðingar- mikiil lagabálkur). 36. Lög um gæzlu- og viðhald á brúm yfir Ölfusá og Þjórsá. 37. Lög um eptirlaun, (þýðingarmikil lög, er lækka eptirlaun þeirra, er hjer eptir komast í embætti um nálægt helming upp og ofan). 38. Lög um breyt. á 1. gr. í lögum um skipun prestakalla (þess efnis, að frá Staðarprestakalli á Reykjanesi sje að eins goldið 200 kr. árgjald í stað 400 kr. er áður var). 39. Lög um bæjarstjórn á Seyðisfirði. 40. Lög um breyting á útílutningsgjaldi af fiski og lýsi. (Rjettara sögð viðaukalög við þau: um gjald af kola, hvalskíði og síld). 41. Viðaukalög um lausafjártíund (hvernig gufubátar skuli lagðir í tiund). 42. Lög um breyting á 3.—5. gr. yfirsetu- kvennalaganna. 43. Lög um breyting á 3. gr. á lög- giltum reglugjörðum sýslunefnda. 44. Lög um að- selja salt eptir vigt, nema kaupandi óski mælis. 45. Lög um löggilding verzlunarstaðar við Reykjatanga við Hrútafjörð út frá Borðeyri. 46. Lög um stofnun háskóla, afgn idd frá ef'ri deild síðasta þingdaginn. Texti helzm laganna kemur ef til vill smátt og smátt síðar í blaðinu. Fallin lagafrumvörp. Fyrir utan þau, sem áður hafa verið nef'nd, má geta þessara meðal hinna helztu: um eyðing sels á laxveiðiám; um friðun á laxi, og þó sjerstaklega kirkjulaga frumvarpið, er loks fjell í efri deild, eptir að búið var að gjöra þær breytingar á þvi, að kirknasjóðurinn skyldi vera aðskildur fyrir hverja kirkju fyrir sig. Gjöra má ráð fyrir. að frum- varp þetta verði tekið fyrir bráðlega aptur. Óútrædd lagafrumvörp eru alls 21 að tölu og mörg þeirra allmerk, t. d. um fjárráð giptra kvenna, um úrskurðarvald sáttanef'nda, rjettarf'ar og aðför í minni skuldamálum (dagaði uppi í nefnd í neðri deiid),.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.