Norðurljósið - 05.09.1893, Side 2
98
w
veita Irum sjálfsforræði, þó hann láti svo, enda litlar
likur til að takist. Róstulaust hefur það heldur ekki
gengið, því áflog og barsmíðar hafa verið af irska
málinu i parlamentinu, eins og nú er orðið alltitt á
hinum löggefandi þingum víðsvegar um heim. Eng-
lendingar hafa kastað eign sinni á Salomonseyjar, um-
svifalaust, því þar búa villimenn einir; eyjarskeggjar
eru á að gizka 350,000 að tölu og mannætur, eyjarnar
eru 800 □ milur að stærð, og sagðar frjósamar mjög.
Bandaríkin þóttust eiga selveiði alia i Beringshafi, en
Englendingar (Canada) mótmæltu og hefur allmikil
þræta orðið út af þvi nokkur ár; loksins var málið
lagt í gjörð, og nú er dómur uppkveðinn; selveiði frjáls
hverri þjóð sem vera skal utan landhelgi (3 mílur
enskar undan landi); Beringshaf alltaf talið hluti af
útsænum og Bandaríkjunum beri því engin sjerstök
rjettindi yfir því.
Dáinn er 17. þ. m. Jean Martin Charcot, hinn frægi
yfirlæknir við spitalan la Salpetriére í París, hann var
fæddur 1825 og þótti hinn mesti atkvæðamaður í öllu
er snerti taugaveiklun og geðveiki.
Landalcönnun. Nansen lagði af stað frá Vardö 21.
júlí á skipi sínu »Fram«, og byrjaði þar með norður-
ferð sina; hafði farið af stað frá Kristianiu 24. júní.
ís sagður í hvíta hafinu og Karahafi, en Nansen þó
vongóður um að komast apstur undir Nýju-Síberíu í
sumar. Peary lagði af stað trá St. Johns á skipinu
Falcon 15. júlí til þess að rannsaka betur norðurströnd
Grænlands; hann hafði með sjer nokkra asna, en þeir
króknuðu fyrstu dagana, sem hann var á sjónum; varð
því að halda til Upernivik til að fá sjer hunda í stað-
inn. Garde löitinant, kunnur af ferðum sínum með
Holm meðfram austurströnd Grænlands fyrir nokkrum
árum, kannar nú í sumar suðurhluta vesturstrandar-
innar. Hann gekk með tveimur mönnum á jökul austur
frá Frederikshaab, alls 37 mílur, og var 12 daga á
ferðinni (16—28 júní); komst miðja vega inn í landið,
eða þangað til tók að halla austur af, og ferðaðist
mest um nætur, því þá var færð bezt. Hann hefur í
sumar fyrstur manna það menn vita farið kringum
eyjuna Nunarzuit, og mælt og dregið upp suður og
vesturströnd hennar. Nunarzuit er ey eigi allítil hjer
um bil mitt í Grænlendingabyggð hinni fornu, og sýnir
þetta hvað landið enn er ókunnugt jafnvel vesturstönd-
in, sem menn þekkja þó bezt.
Tmislegt. Kólera af og til að gjöra vart við sig á
ýmsum stöðum, Spáni, Frakklandi, Þýzkalandi (Berlín),
Rússlandi (Moskva), Ítalíu og víðar, en hvergi skæð
í seinni tíð.
Blóðug uppreist í Argentínu og veitir uppreistar-
mönnum betur. Óeyrðir annars svo víða, að oflangt
yrði upp að telja.
Ekkert afgerandi enn frjetzt af þingi Bandaríkjanna,
sem eins og til stóð var kallað saman 7. þ. m. til að
ráða bót á peningasökum ríkjanna, sem fara dagversn-
andi.
•------------------
Nýjar kosningar.
Samþykkt hinnar nýju stjórnarskipunarlaga fyrir
Island gjörir það að verkum, að augljóst er, að nýjar
kosningar hljóta að fara fram næstkomandi ár og má
búast við, að það verði á næstkomandi vori. Er því
ekki að eins eðlilegt, heldur sjálfsagt, að kjósendur
spyrji, hvernig þingmenn þeir, er hafa setið á síðasta
þingi hafa fullnægt þeim kröfum, er kjósendur gjörðu
til þeirra er þeir kusu þá. Kjósendumir hljóta að-
gjöra sjer far um, að kynnast því, hvernig þingmenn-
irnir hafa beitt því umboði, er þeim var fengið í hend-
ur. Kjósendurnir mega ekki láta það ráðast eins og
verkast vill hver eða hverjir taka sæti á næstkomandx
þingum, og fyrst og fremst riður á því, að þeir látí
ekki ginnast af fortölum annara til að gefa þeim at-
kvæði sitt, er þeir eru ekki sannfærðir um, að líklegir
sje að vinna eitthvað þarft á þingi. Hjer má ekki
ráða vinátta, hvorki við þingmannsefnið nje formæl-
endur hans. Hver kjósandi á að hafa einurð á, að
hafna enda nánasta vini sínum, sje hann sannfærður
um, að annar honum betri bjóði sig fram. Sjerstak-
lega er varhugavert að gefa vin sínurn atkvæði, þvx
hætt er við, að margur kunni að láta vináttuna blinda
augu sín fyrir því, sem áfátt kann að vera í fari þing-
mannsefnisins. I hverju landi ríður á, að allrar var-
úðar sje gætt frá kjósenda hálfu en þó einkum hjer á
landi, þar sem svo fáir skipa sæti á þingi og atkvæði
hvers eins þingmanns hefur því margfalt meiri þýð-
ingu heldur en þar, sem eru 5—600 manna á þingi.
Hjer getur einn óheppilega valinn þingmaður valdið
ef til vill, ærnu tjóni. Að því má ekki eingöngu spyrja,
hvort þingmannsefnið hafi góða hæfileika og eru það
þó þeir kostir, sem meðal annars eru nauðsynlegir til
að geta unnið gagn. Þingmaðurinn þarf að vera þann-
ig, að hægt sje fyrir aðra að vinna saman við hann^
Veri hann svo fróður og skynsamur sem vera vill, sje
hann stirður og þrætugjarn, koma hæfileikar hans og
kunnátta að litlu haldi. Hæfilega sparsamur þarf þing-
maður og að vera, en sönn sparsemi er það ekki að
neita fje til eins fyrirtækis en vilja ausa því út tií
annars sem er jafn vafasamt, hvort landinu verði að
notum. Enn fremur þarf þingmaðurinn að vera stað-
fastur í skoðunum, svo hann láti ekki leiða sig í gön-
ur af öðrum, en á hinn bóginn er líka viðsjárvert, að
þýðast aldrei annara skoðanir. Höfuðatriðið er ekki
að eins að vinna sem mest sjálfur, þótt gott sje, hekl-
ur að vinna þannig, að geta látið hæfileika sína koma
að sem beztum notum og að geta þannig samþýðst
öðrum, að þeir vinni sem mest og bezt í sama anda.
En síðast og ekki sízt, er nauðsynlegt, að þingmað-
ur sje góður drengur, sem ekki vilji vamm sitt vita,
þvi hreinskiini, valmennska og drengskapur hefir ekki
síður þýðingu á þingmannabekk þeldur en hvervetna
annarstaðar.
-----------------
Lausamennskulögin
svo kölluðu, eru án efa þau lög er út hafa komið frá
þinginu í sumar, er einna mestur gaumur mun verða
gefinn af almenningl, enda eru þau þess eðlis, að þau
hafa án efa töluverð áhrif á ýmislegt í búnaðarhátt-
um manna ef margir kaupa sjer lausamennskuleyfi.
Vjer höfum áður látið í ljósi þá skoðun, að eðlilegt
væri, að aðgangur að lausamennsku væri rýmkaðurv
en þar á móti er allt annað, hvort heppilegt sje fyrir
vinnuhjú, að hlaupa nú þegar að ári almennt í að
kaupa sjer lausamennskuleyfi. Að minnsta kosti getur
hver og einn, sem hefir verið í góðri vist og siðar
lausamaður, borið vitni um, að ekki sje til fagnaðar
að flýta sjer. Á sama hátt er ekki heldur ráðlegtfyr-
ir bændur að byggja búskap sinn nú þegar á dag-
launafólki og láta því undir höfuð leggjast að ráða
sjer hjú, því búast má við, að lausafólk verði ekki jafn-
an til taks hvervetna, sem á þarf að halda fyrstu árin.
I