Norðurljósið - 05.09.1893, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 05.09.1893, Blaðsíða 3
99 Meðan samgöngurnar eru ekkikomnar í fastari skorð- ur en enn þá er. og reynslan er ekki búin að kenna mönnum hvar helzt sje von að fá vinnu á ymsum tímum árs, er heppilegast að nota sjer hægt og hægt þá rjettarbót sem fólgin er í lögum þessum. Lög þessi hljóða þannig eins og þau voru loks samþykkt frá þinginu: »1. gr. Hverjum þeim manni, sem er 22. áraaðaldri, er heímilt að leysa sig undan vistarskyldunni, með því að taka leyfisbrjef hjá lögreglustjóra. Fyri'r leyfisbrjef skal karlmaður gjalda 15 kr., enn kvennmaður 5 kr. Rennur það fje i styrktarsjóð handa alþýðufólki í þeim hreppi eða bæjaríjelagi, er hann var síðast vistfastur í. Sá, sem er fullra 30 ára að aldri fær leyfisbrjefið ókeypis. 2. gr. Sá er leyfisbrjef vill fá, skal, taka það í síð- asta lagi 1. dag maímánaðar það ár, er hann gengur úr fastri vist. 3. gr. Skylt er hverjum manni, er þannig verður laus, að hafa fast ársbeimili, og skal hann tilkynna hlutaðeigandi hreppstjóra og bæjarfógeta ávorihverju, eigi síðar en 20. júní, hjá hverjum húsráðanda heimili hans er og sanna það með skírteini frá húsráðandan- um, ef hreppstjóri eða bæjarfógeti krefst þess, verði ella sekur um 4—20 kr., og renni þær sektir í fátækra- sjóð. 4. gr. Rjett er, að lausamaður greiði þar lögboðin gjöld, sem ársheimili hans er. Kú greiðir hann eigi gjöld þessi á rjettum gjalddaga, og er þá húsráðandi sá, er lausamaður á heimili hjá,- skyldur að greiða gjöldin íyrir hann, nema hann geti vísað á eignir, er lausamaður á, og teknar verða lögtaki til lúkningar gjöldunum. 5. gr. Með lögum þessum er numin úr gildi 2. og 4. gr. í tilsk. um lausamenn og húsmenn á Islandi 26. maí 1863 og 15. gr. í sömu lögum, að því er snertir leyfisbrjefsgjaldið. Um brot gegn 1. gr. í lögum þessum gilda sömu ákvarðanir, sem um brot gegn 2. gr. i nefndri til- skipun. 6. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. apr. 1894.« Háskólasjóður íslands heitir sjóður, sem stofn- aður var hjer í bænum næstu dagana eptir að þingi •var slitið af 17 þingmönnum, kennendum lækna- og prestaskólans og nokkrum kaupmönnum hjer í bænum alls 30 mönnum fyrir forgöngu sýslumanns og alþingis- forseta Benidikts Sveinssonar. Hafa þessir menn allir bundizt því heiti, að safna samskocum bæði utanlands og innan til að styðja að því, að háskóli geti sem fyrst orðið stofnaður hjer á landi og eru þegar gefnar um 1000 kr. í því skyni, og hefur Tryggvi Gunnars- son bankastjóri iofað að sjá um geymslu þess sjóðs, er safnað verður. Lýsir þetta mjög svo lofsverðum áhuga forgöngu- mannanna, og er vonandi, að samskot þessi fái sem beztar undirtektir hjá öllum íslendingum, og að sem flestir láti eitthvað af hendi rakna, því einmitt það, að landsmenn vilja eitthvað vinna til, að háskólinn komist hjer á fót, er betur en allt annað lagað til að hrynda málinu áfram. Að sönnu má búast við, að stofnun þessi verði nokkuð frumbýlisleg í fyrstu, en því fremur er knýandihvöt til að reisa hana sembezt á fætur, og enn fremur er aimennur áhugi á þessu máli, sem þannig er sýndur í verkinu, betra meðmæli en nokkurt annað, til þess að stjórnin samþykki lög um stofnun háskólans, og þess má því fyr vænta, sem samskotin verða öflugri og almennari. Ávarp til konungs samdi neðri deild alþingis rjett fyrir þinglokin og óskar í því, að Hans Hátign svari nú hinni samþykktu stjórnarskrá öðruvísi en í stjórn- brjefi 2. nóv. 1885 og að lögin um af'nám hæstrjettar sem æðsta dóms í íslenzkum málum og stofnun háskóla hjer, mætti fá góðan og greiðan byr. -----3se------- • Herra ritstjóri! I seinasta númeri af blaði yðar, þar sem þjer talið um «slátrun á sauðfje» farið þjer svofelld- um orðum, um helgrímuna. cEnnfremur var byrjað að brúka helgrímuna við eina verzlun hjer í bænum, og heppn- aðist hún mjög vel á sumum kindunum, en mistókst á öðrum», og ennfremur segið þjer, að ástæðan til þess haíi einkum verið sú, «að vanrækt var að spenna hana á í hvert sinn mátulega á hverja kind» o. s. frv. Maður skyldi nú halda að þjer hafið sjálfur verið við þegar helgríman var reynd og sjeð þessa «vanrækslu» sem eptir yðar dómi átti sjer stað, en mjer vitanlega komuð þjer þar ekki nærri, svo jeg finn ástæðu til að biðja yður að leiðrjetta þetta jafnvel þótt áður hafi verið skýrt rjett og satt frá hvernig hún reyndist í þetta umrædda skipti, því mjer finnst í orðinu ' «vanræksla> felast aðdróttun um skeytingarleysi og trassaskap til þeirra er brúkuðu hana. Eins og áður hefur verið tekið fram mistókst slátrunar- aðferðin á umræddu fje ekki nema á sárfáum kindum, enda var einmitt nákvæmlega gætt að spenna grímuna mátulega á hverja kind. Þeir sem við slátrunina voru tóku eptir þvi, að helst mistókst á fullorðnum sauðum, enda var næst- um strax hætt að brúka hana við þá. Nokkrum dögum seinna kom líka grein í Isafold eptir herra Einar á Hraun- um, þar sem hann skýrir frá, að sjer hafi líka mistekist, eða ekki tekist eins og skyldi, að rota fullorðna sauði með grímunni, ekki samt af þeirri ástæðu að hann vanrækti að spenna hana rjett á, heldur af því, að rotgaddurinn var of stuttur, og einmitt þetta var ástæðan til þess, að mistókst hjer á fleiri kindum en annars hefði þurft og átt að vera. Nú er ráðin bót á þessu með því að helgrímur þær, sem hr. Tr. Gunnarsson hefur látið smíða, eru með dálítið lengri rotoddi, en þær, sem Einar sjálf'ur smiðaði fyrst, og er þvi engin hætta að mistakist að rota með þessu, ef gríman er sett rjett á. Vonandi er, að margir verði til þess, að reyna helgrím- una í haust og hætti ekki strax við hana þótt mistakist á einni eða tveimur kindum. Þeir sem slátra með henni ættu, ef mistekst á fyrstu kindinni, að skera upp hausinn og setja nákvæmlega á sig, hvar höggið á að koma því bletturinn, sem höggið á að koma á, er svo lítill að mjög litlu má muna. Jeg skal taka það fram að jeg álít bezt að hamar sá, sem rotað er með. sje úr hörðum við t. d. eik og nokkuð stór um sig, því það gefur að skilja, að eptir því sem hausinn er stærri á hamrinum, því síður er hætt víð að hitta ekki hausinn á gaddinum, en á hinn bóginn er járnhamar með stórum haus nokkuð þungur. I sambandi við þetta vil jeg leyfa mjer að benda herra Eiríki á Brúnum á nokkur orð, eptir frægan lækni, sem jeg las nýlega í dönsku blaði, þau hljóða svona: >Mörg dæmi haf'a sannað, að það hlæði betur úr skepn- unni ef hún er dauðrotuð, áður en hún er skorinc o. s. frv. og færir hann þá ástæðu fyrir því, að hjartað haldi áfram að slá og haldi þannig blóðrásinni um líkamann áfram, eptir að skepnan er rotuð svo langa stund, sem nægir til þess að skepnunni geti blætt út, og ennfremur tekur hann fram, að ef skepnan verði hrædd áður en henni er slátrað, þá stöðvist blóðrásin miklu fyr og blæði þannig ver úr skepnunni. Þetta, sem hjer er tekið fram, vona jeg að sje rothögg á þá kenningu »meistara« Eiríks, að það blæði ver úr kind- pnni, ef helgríman er brúkuð, en annars. J. L.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.