Norðurljósið - 18.10.1893, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 18.10.1893, Blaðsíða 1
Kemur út þrisvar mánuði '5.,—15.,—25.), 36 blöt) á ári. Verð 2 kr. (erlendis 3 kr.). Gjalddagi 15. júlí. NORÐDRLJÓSIÐ. Afgreibslustofa Þingholtsstr.S Uppsögn skrifleg. bundin viö áramót, ógild nema hún sje komin til ritstjórans fyrir 1. október. VIII. ár. Útlendar frjettir. Kaupm.h. 2. okt. 1893. Danmörlc. í dag tekur ríkisþingið til starí'a; for- menn eru kosnir sömu og Aður, Högsbro og Liebe. Tekjur ríkisins síðasta fjárhagsár hafa verið 56 milj. útgjöldin 63 milj.; í sjóði eru nú ekki eptir nema 20 milj. — 5. sept. dó Vilhjáhnur prins. bróðir Kristjáns 9. Hann var fæddur 19. apr. 1816, gekk ungur í her- þjónustu í Austurríki og varð »general«, barðist móti ítölum 1848 og Prússum 1866, en hefir búið í Kaup- mannahöfn síðan 1869. — 27. sept. andaðist lögfræð- ingurinn dr. jur. Andreas Frederik Krieger, fyrrum stjórnarherra og hæstarjettardómari, fæddur 1817. — Dáinn er lika Niels Hendrik Volkersen, f. 1820, sem hefir leikið Pjerrot í bendingaleikjum á hinum nafn- lcunna skemmtistað Kaupmannahatnar, Tivoli, síðan hann var stofnaður, og orðið frægur fyrir. Tivoli hjelt 50 ára afmæli sitt í sunar 15. ágúst, og lifði Vol- kersen það að eins fáa daga. Svíþjóð og Norvegur. Oskar konungur hefir uú -ákveðið, að ekkert skuli g.jört í konsúlamálinu; fje það, sem stórþingið veitti til þess að koma skiln- -aðinum á, skuli álíta sem óveitt, og laun konsúl- -anna talin til óvissra útgjalda, að svo miklu leytí kon- súlaafgjöld skipa ekki hrökkva til; má nærri geta að Norðmönnum þyki miður. Kosningar til 2. málstofu hafa farið fram í Svíþjóð í haust; hafa mótstöðumenn verndartoils á korni orðið ofan á, 145 á móti 83 toll- áhangendum; annars vai hlutfallið nokkuð likt þessu áður. — Aptur skriðuhlaup í Veradal; mannskaði ekki, en afarmikið tjón að öðru leyti. — Nansen var kominn í Jugorsund seinast í júlí og lagði inn í Karahaf 3. ágúst; sást seinast tii hans það frjettst hefir 6. ág. á siglingu milli íss og lands við Jalmal. England. Umræðunum um stjórnarskrá íra var lokið í neðri málstofunni 2. sept., og var hún samþykkt með 301 atkv. móti 267. í efri málstof. var hún felld, eins og vita mátti, eptir 4 daga umr., 9. s. m. með 419 atkv. móti 47. Blöð, sem annars eru elcki Gladstone mót- fallin, hafa spurt, hvað stjórnin, neðri málstofan og þjóð. in í heild sinni mundi hafa gjört, ef efri málstofan hefði verið svo meinleg, að samþykkja frumvarp Gladstones, eins og það kom frá neðri málstofunni. — Verkfall kolanámumanna hjer um bil á enda; hefir verið nokkru róstuminna en vant er við þess háttar tæki- færi. Námumönnum hefir áunnist það, að kol hafa hækkað svo í verði, að námueigendur ekki þykjast þurfa að lækka laun þeirra fyrst um sinn, en haldið að það verði skammgóður vermir, því kol muni bráð- um lækka í verði aptur og iaunin með; 18 miij. 'króna er sagt að verkfallið hafi kostað í Wales ein- göngu. — Skipaskurðurinn til Manchester er svo að segja búinn; hann er 7‘/2 niíia (dönsk) á lengd, 26 fet á dýpt og 120 feta breiður í botninn ; með öllu til- heyrandi, þar á meðal 7 járnbrautarbrúm og 6 brúm öðrum, hefir skurðurinn kostað 270 milj. króna. Þýzkaland. 22. ágúst dó Ernst Carl Johan Leopold Alexander Edward, bertogi af Sachsen-Coborg Gotha, || 29. blað. fæddur 1819, bróöir Alberts, manns Viktoríu drottning- ar á Englandi. Hann var barnlaus, og hefir þvi bróð- ursonur hans, Alfred hertogi af Edinburgh tekið við ríki eptir haun. Er Þjóðverjum iítt gefið um, að fá útlendan höfðingja í iandið. enda þótt hann sje móð- urbróðir keisarans, og ekki bætir það úr skák, að Alfred hertogi á Maríu systur Alexander 3. Rússa- keisara. — Bismarck hefir verið hættulega veikur í haust. en er nú sagður á batavegi. Það varð til þess, að kveðjusendingar fóru á milii kcisara og hans, og lítur helzt út fyrir, að keisari vildi helzt ná sáttum við hann, ef þess væri kostur, en Bismarck er ekki sjerlega sáttgjarn. Frakkland Þingnefndin í Panamamálinu gaf út rannsóknarskiöl sin í sumar, 3 stór bindi; var lítið í þeim, sem ekki var áðnr kunnugt, nema ef vera skyldi nákvæmari upplýsingar um hið afarmikla fje, sem blöðin höfðu látið borga sjer. Rjett fyrir kosn- ingarnar gaf Dupas, sá sem stjórnin sendi í vetur að leita að Arton, út pjesa, og segir þar frá því, sem allir vissu reyndar, að hann fann Arton og reyndi til að kaupa af honum skjöl þau, er hann hafði viðvíkj- andi Panamamálinu, en Arton vildi ekki selja. Seinna hefir Dupas ekki þótt sjer frammistaðan launuð sem honum líkaði, og ætlaði sjer því að hefna sín á stjórn- inni með uppljóstri þessum. Dupuy ætlaði líka að höfða mál á móti honum fyrir, en hætti við, og er Panamamálið að öllum iíkindum úr sögunni. Líklega höfðar hin nýia stjórn Panamafjelagsins mál móti Eifíel til endurgjalds þess, sem hann hefir dregið sjer af fjelagspeningum, og sömuleiðis móti peningastofn- unum þeim, er með hlutabrjefa-útgáfuna höfðu að gjöra og tóku ríflega borgun fyrir. A kosningarnar hafði Panamahneyxlið þau áhrif, að Floquet og Cle- mencau voru ekki kosnir aptur, og þykir skaðinn bættur, þar sem hinn síðarnefndi á í hlut. Hinir Pa- namamennirnir, sem sæti hafa átt í fulltráaþinginu, náðu ailir kosningu aptur, en Frakkar eru heidur ekki vandlátír, er aðrir eins menn og Wilson, hinn alræmdi tengdasonur Grevys forseta, geta orðið þing- menn. Annars fjölgaði þjóðveldismönnum hinum í- haldssamari enn að mun við kosningarnar, og þar við bættist, að allmargir, sem áður hafa verið einveldis- menn, Ijetu að áskorun páfa, og voru nú kosnir sem þjóðveldismenn. Þar á móti fækkaði flokkum vinstri- manna (Clemencau«) og sócialista, sem vanalega fylgj- ast að á þingi; sömuleiðis flokkur einveldismanna og Boulangersliða sem má heita að nú sjeu úr sögunni. — 12. sept. dó Marie Frangois Miribel hershöfðingi, eptir byltu; hann var fæddur 1831, og þótti sjálfkjörinn til að verða æðsti hcrforingi Frakka, ef ófrið bæri að höndum. — 13. þ. m. er von á rússneskum herskipa- flota til Toulon til þess að heimsækja Frakka og svara með þvi komu frakkneska flotans til Kronstadt fyrir tveimur árum; búast Frakkar við, að taka á móti Rússum með afarmikium hátíðahöldum, svo ekki verði minna um dýrðir en þegar þeir heimsóttu Rússa; fyrst ætlaði Carnot til Touion, en nú er ákveðið, að hann taki á móti flotaforingjanum og fylgd hans í París; bæjarstjórnin í París hefir veitt 350,000 franka til há- Reykjavík? miðvikudaginn 18. október 1893.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.