Norðurljósið - 18.10.1893, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 18.10.1893, Blaðsíða 2
114 tíðahalda þar og fyrir sitt leyti á ekki að verða minna um dýrðir i Toulon, Marseille, Lyon og öðrum stöð- um. sem Rússar koma við á. — í ráði er, að dýpka og rjetta Signu svo, að hafskipum verði gengt til Parísar- borgar; er áætlað, að það muni kosta 135 milj. franka. Spánn. Þar lítur allófriölega út, hvað sem úr kann að verða. Illur kur í mönnum út af nýjum sköttum (neyzlutolli), ekki einungis vegna þess að verða að borga þá, heldur öllu fremur vegna þess, að verða að gjöra það eptir skipun stjórnarinnar í Madrid. Sum bjeruð og bæir hafa sjálfstjórn að nokkru leyti og þeim þykir rjetti sinum traðkað, því eptir gömlum vana, og sumstaðar eptir skýlausu loforði stjórnarinn- ar, verði ekki nýir skattar lagðir á án samkomulags við þau. Karlistar hafa nýlega átt fund með sjer í San Martin, náiægt Barcelona, og þykir ekki ugglaust um, að þeir hugsi sjer til hreyfings og noti óróaþann, sem í mönnum er, og sem heizt lítur út fyrir að kvenn- fólkið sýni bezt i verkinu. Þar við bætist að óaldar- menn hafa látið töluvert á sjer bæra í sumar með sprengingum og öðrum óskunda bæði í Madrid og öörum hinum stærri borgum; í Valencia brenndu þeir tolibúðina, og í Barcelona köstuðu þeir nýlega sprengi- kúlum að Martinez Campos hershöfðingja, sem særðist ásamt nokkrum af fylgdarmönnum hans, þó ekki hættu- lega, en tveir sem fram hjá gengu særðust til ólííis. Ovenju margir eldsvoðar á Suður-Spáni líka eignaðir óaldarmönnum. Austurriki. í Bæheimi hafa verið töluverðar róst- ur í haust; eru það Czechar, sem eru óánægðir með yfirráð Þjóðverja, og vilja gjöra ‘Bæheim að konungs- ríki með Austurríkiskeisara sem konung, en óháð Aust- urríki að öðru. í Prag hefir herlið orðið að skerast í leikinn. og eptir uppþot, sem urðu á afmælisdag keis- arans, 18. ágúst, er sett herstjórn í borginni. Nýlega eru nokkrir óaldarmenn teknir fastir í Vínarborg; fannst hjá þeim töluvert af sprengikúlum og sprengi- efnum, og skjöi sem sýna að þeir stóðu í sambandi við óaldarmenn á Englandi og í Ameriku. Rússland. A leiðinni hingað lagði Rússakeisari grunn stein ti! nýs herskipalægis við Libau; er þar auður sjór lengri tíma árs en við herskipahafnir þær er Rúss- ar hafa áður átt í Eystrasalti; í ráði er að byggja aðra herskipahöfn við„Hvíta hafið, skammt frá landa- mærum Noregs. Annars auka Rússar herútbúnað sinn til sjós og lánds, ef til vill meir tiltölulega en önnur ríki Norðuráifunnar- Herskipafloti sá, sem sendur er til Toulon og áður er getið, er ráðgjört að haldi til framvegis í Miðjaröarhafi, og !ízt þrivaldasambandinu en þó einkum Englandi illa á. Englendingar eru hrædd ir um. að hann muni ætlaður þeim til farartálma á leiðinni til Indlands ef eða þegar i hart f'er, og flnnst þeim ef til viil f'ara að kreppa að þeim á Indlandi, er Rússar eru allt af að þoka landamærunum austur á bóginn i Asíu, og nú nýiega sagt, að þeir áður langt um liði muni klóf'esta Herat, en að nafninu tii er Afganistan skjólstæðingur Englendinga, en að hinu leytinu eru bandamenn Rússa, Frakkar, að ná f'ótfestu i Síam og ekki ugglaust að þá f'ari að þrengja að Indlaudi að austanverðu líka. Seint í sept. fórst rúss- neskt herskip, Runalka að nafni, með 160 manns í stormi á leiðinni frá Reval til Helsingf'ors. Norðurameríka. 29. ágúst samþykkti fuiltrúaþing- afnám Shermaniaganna með 239 atkv. gegn 110, öld- ungaþingið hefir enn ekki lokið umræðunum um þau. Til þess að draga tímann hefir meðal annars verið stungið upp á því, að hefja lögsókn móti Cleveland I forseta, fyrir að hafa brotið móti anda grundallarlag- anna, með því að viija neyða þingið til, að afnema. Shermaniögin; náttúrlegu verður ekkert af því, en nokkurn tíma má treina sjer til að ræða um lögsókn þessa, og í hverjum mánuði, sem líður án þess lögin verði numin úr gildi, verða námueigendurnir af með 2551451/2 pund af silfri fyrir hjer um bil helmingi hærra verð en silfrið er annars í. 27.—20. ágúst geys- aði f'ellibylur meðfram austurströndinni; einkum stór- tjón f North- og South-Caroline og Georgia. í Savannah fórust 30 skip og yfir 100 manns druknuðu; bænum Augusta í Georgia sópaði flóðið bortu; Charleston !á i rústum eptir storminn og mörg skip fórust þar einn- ig. í South Carolina druknuðu alls yflr 1000 manna mest svertingjar. A Jamaica fórust nýlega yflr 1000' manna í fellibyl, en það er lika sagt, að það hafl ver- ið sá harðasti, sem þar hefir komið nokkru sinni. Suðurameríka. Borgarastyrjöldin í Argentína held- ur áfram og veitir ýmsum betur, að því er ráða má af frjettum þaðan. í Brasilíu heflr Custodis di Mello sjómálaráðherra inifið uppreist gegn Peixoto forseta. Sagt er að megn óánægja hafi verið meö stjórn Peix- otos, sem eingöngu miðaöi til þess, að auðga hann og ættingja hans og vildarmenn og eyðileggja landið. Uppreistarmenn, sem hafa flotann á sínu vaidi, hafa skotið á höfuðborgina Rio de Janeiro í þrjá daga sam- fleytt 16.—18, sept., eptir aðhafanáð á sitt vald virkj- um þeim, sem verja áttu innsiglingar á höfnina. Ann- ars mjög óijósar sagnir um hvað gjörzt hefir, en út. lítur fyrir að uppreistarmenn hafi liingað til borið sig- ur úr býtum. Surnir halda, að uppreistin verði til þess, að innleiða einveldið aptur í Brasilíu. Kólera hefir breiðst út um a!la Európu seinni hluta sumars að Norðurlöndum einum undanteknum. Einkum hefir hún verið allskæð víðsvegar á RússlandL Fyrir nokkrum dögum kom liún til Hamborgar, en er þar aptur í rjenun. ------------------- Þingrof og nýjar kosningar. Með konungs- brjefum 29. sept. er alþingi leyst upp og eiga nýjar kosn- ingar til 6 ára taldar f'rá 1. júií 1894 að fara fram dagana 1.—10. júni s. ár. Lög staðfesí af konungi 16. sept.: 1. Lög Hm samþykkt á landsreikningunum 1890—1891. 2. Lög um brúargjörð á Þjórsá. 3. Lög um iðnaðarnám. 4. Lög utn sjerstaka heimild til að afmá veðskuldbindingar úr veðmálabókum. 5. Lög um að Austur-Skaptafells- sýsla skuli að því er sveitarstjórn snertir skilin frá Suðuramtinu og lögð til Austuramtsins. 6. Lög um breyting á lögum 27. febr. 1880 um stjórn saf'naðar- mála. 7. Lög um haf'nsögugjaid í Reykjavík. 8. Lög um sjerstök eptirlaun handa Páli sögukennar Melsteð^ Heiðursmerki. Dr. med. J. Jónassen gjörður riddari af dannebroge. Farþegar með »Laura«. Sigf'ús Eymundsson agent, frú Þóra Thooddsen með dóttur, Sigurður Hjör- leifsson cand. med. & cliir., Pjetur Hjálmsson cand. phil.* frk. Kirstín Sveinbjörnsson. Gufuskipið »Ernst«, skipstjóri Randúlff, kom tií Þórshafnar á Færeyjum sunnudaginn 24. sept.með 200- Færeyinga. Sveifin á aðalganghjóli vjelarinnar hafði brostið á leiðinni frá Austfjörðum 18 mílur frá Færey- um en skipið^bjargaði sjer með seglum til Ilaldersvig., Þar var gert að sveifinni til bráðabyrgða, en skipiö

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.