Norðurljósið - 09.11.1893, Síða 4

Norðurljósið - 09.11.1893, Síða 4
124 niður allt sullaieingað slátur (enda er það skylda); þá niyndi öðruvísi fara. Þetta og þvílíkt ættu allir að gjöra, enda er það sú áreiðanlegasta lækning og sem allir geta veitt sjer; þá er vonandi, að liinn ósóminn leggist niður. S. J. -----3se----- Veitt prestakall. Eyvindarhólar undir Eyja- fjöllum kand. Gísla Kjartanssyni samkvæmt yflrlysingu safnaðarins. Prestvigður var kand. Gísli Kjartansson sunnu- daginn 5. þ. m. Síra Þórhallur Bjarnarson lýsti vígslunni. Skölar. í barnaskólanum i Þykkvabæ í Rangár- vallasýslu eru nú milii 20 og 30 börn. Barnaskóli þessi var stofnaður í fyrra og er Nikulás Þórðarson realstúdent kennari þar eins og í fyrra. í barnaskólann á Eyrarbakka kominn um 30 börn, og yfir 20 á Stokkseyri. Skip komið, »Jason«, tii Brydesverzlunar 7. þ m., eptir rúmra 20 daga ferð frá Skotlandi. Lagði frá Höfn snemma í sept., fjekk iliviðri og laskaöist undir Færeyjum og hraktist svo til Skotlands. Kola- skip til W. Christensens, sem lagði út 16. ágúst, var komið til Stormoway apturreka í annað sinn. Fleiri skip vantar hingað, svo sem til Fischers og KnudtzonSj hvort sem þeim skilar fram eða ekki. --------38©---------- Evaða gagn má hafa af því að auglgsa. Hinn alkuuni klæðasali Herzog, í Berlín, kostar 360,000 kr. í auglýsingar á ári hverju. Heíir hann farið þessum orðum um gagn það, er hafa má af því: »Meðan jeg auglýsti ekki, hafði jeg svo litla verzlun, að jeg var nærri hættur við allt saman. Asetti jeg mjer þá, að gjöra tilraun með auglýsingar. Fyrsta árið kostaði jeg 1,000 mörk í auglýsingar, og verzlun mín óx um 100,000. Nú er jeg orðinn miljónaeigandi. Ailt, sem jeg á, mitt alkunna nafn, verzlun mín í miljóna-tali o. s. frv. eru ekki einungis þeirri frumreglu minni að þakka, að verzla með ráðvendni, heidur einnig, sem mest er í varið, auglýsingum mínum í blöðunum. Jeg er því farinn að sjá það, að nú á dögum er ekki hægt að koma nokkru fyrirtæki á fót, nje láta það gefa góðan arð, nema með blaða-auglýsingum«. Slæm skript. Einu sinni var manni sendur skrif- aður miði, sem enginn gat lesið. A endanum fór mað- urinn með miðann á lyfjabúð eina, en lyfsalinn hjelt að það væri »reeept« og fór að brugga meðul eptir því —, en seinna fengu þeir að vita, að það hefði verið skraddarareikningur. í brúðkaupsveizlu í sveitaþorpi íVestfalen á Þýzka- landi varð bóndi nokkur, einn af buðsgestunum, svo drukkinn, að hann reikaði í óráði út í fjósið, og valt þar út af sofandi. Tók hann þá að hrjóta svo hátt, að kýrnar fóru að reisa eyrum. Naut, sem laust hafði verið af hendingu, gekk til bóndans af forvitni og fór að sleikja á honum andlitið. Komu þá nokkrir af boðsgestunum, og sáu þeir þá bóndann sofandi reyna að verjast nautinn, og heyrðu hann segjö við nautið í auðmjúkum róm : »Farðu hægt, herra Möller, hnífurinn er svo sár«. Sagt er, að lengi hafl það setið í Möller, rakaranum í þorpinu, hve bóndinn hafi tekið hrapar- lega hausavíxl. --------sse---------- Nefið á honum Pippo. eptir Gasparo Gozzi. Einu sinni var málari, sem var svo dutlungasamur, aö enginn annar málari komst í neinn samjöfnuð við hann; duglegur og leikinn var hann í íþrótt sinni, en svo hvik- ^yndur, að Joh gamli mundi jafnvel hafa þreyzt a honum, þótt þolinmóður væri. Málari þessi var einkum afbragðs- góður til að mála mannamyndir og voru myndir hans svo náttúrlegar, að svo var, sem þær væru lifandi. Hetði hann ekki orðið svo hræðilega dutlungasamur, mundi hann hafa fengið mest að starfa af öllum málurum horgarinnar, en í þess stað vildi enginn eiga neitt saman við hann að sælda. Sleppum því, að hann, málaði að eins einn dag í senn og var svo iðjulaus í hálfan mánuð, þvi slíkt er al- mennt einkenni allra listainanna; en það sem verst var af öllu var þó, að þeir, sem ljetu hann gjöra myndir af sjer, urðu að setja andlit sitt i þær stellingar, er dutlungar hans kröfðu i það og það skipti. Væri hann í góðu skapi ljet hann þá sitja á móti sjer með bros á vörum, unz hann hafði hálfgjört myndina, en þá gat honum sárnað í skapi á einu vetfangi. Þurkaði hanu þá alla myndina út aptur og hauð gesti sínum að láta sjer síga hrýrnar. Að svo mæltu tók hann að mála á ný. Hann lauk aldrei við neina mynd án þess að hafa breitt henni marg-sinnis á fáum dögum, svð nærri virðist óskiljanlegt, að hann skyldi geta lokið nokkurri mynd og leyst hana svo vel af hendi, sem raun var á. Má geta nærri hvílik skapraun var að láta hann mála sig, því annan dagiun tók hann ofur kurteislega móti mönnum, en hinn daginn var hann kominn á flugstig með að kasta hæði litnum og málarapenslinum framan í þá og fitjaði þá upp á nefið sem grimmur hundur. Var hann því jafnkunnur af íþrótt sinni sem dutlungum, enda var enginn sá maður í allri borginni, sem ekki þekkti hann. Svo bar til einn dag, er samkvæmi nokkurt var haldið í borginni að meðal annars, er þar kom á góma, var farið að tala um málarann. Meðal þeirra er viðstaddir voru var maður nokkur, er Pippo hjet, óbreyttur borgari, en glaðvær i skapi, fyndinn og æringi mikill, sem hvervetna var velkominn. Þegar Pippo hafði heyrt skringilegu sög- urnar, er sagðar voru af málaranum, mælti hann: »Herrar mínir! Mjer þætti gaman að hefna allra þeirra, sem hafa orðið að kenna á dutlungum hans, ef einhver yðar vild- ljá mjer hefðarmannsgerfi svo sem tvær stundira. »Já. já« kölluðu allir upp í einu hljóði og lofuðu að Ijá honum bún- ing, er konungi mætti sæma. (Niðurl.) Nýprentaðir Barnasálmar eptir Valdimar Briem fást hjá öll- um bóksölum og kosta í bandi 50 aura. Sigurður Kristjánsson S m á s ö g u r handa unglingum. nýprentaðar á nkureyri, er Ólafur Ólafsson í Dakota í Ameriku hefur safnað, kostar 80 aura, og fást í Reykjavik hjá Sigurði Kristjánssyni. Stígvjelaöi kötturinn, ný útgáfa, með 6 litmyndum. Bók þessi var fyrir nokkr- um árum gefin út, og seldist þá upplagið á skömmum tima, svo að jeg hefi sjeð ástæðu til að gefa hana út á ný, með því að hún er ein hin skemmtilegasta og snotrasta barnabók. Bókin kostar í bandi 75 aura. Rvík 7/u 1893. Kristján Þorgrímsson. Stafrófskver eptir Eirík Briem fæst hjá öllum bóksölum. Kostar 25 aura. Sigurður Kristjánsson. Nýprentað: Dauðastundiu, kvæði eptir Bjarna Jónsson, stúd. mag. í Kaupmannahöfn, fæst hjá öllum bóksöl- um. Kostar 25 aura. Sigurður Kristjánsson. Ritstjóri: Hjálmar Sigurðarson realstúdent. Prentsmiðja ísafoldar 1893.

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.