Óðinn - 01.02.1907, Qupperneq 6
8fi
ÓÐINN.
senda meö öðrum skipum. í fyrra sumar reistu þeir
hús hjer í Reykjavík handa sýnishornasafni sinu, en
það safn höfðu þeir haft hjer nokkur undanfarin ár.
Húsið stendar við Hveríisgötu og fylgir hjer mynd af
því. Kftir þessum sýnishornum geta menn pantað vör-
urnar, og er þetta miklu kostnaðarminna en að geyma
heilar vörubirgðir. Reir komast smátt og smátt í ný og
ný verslunarsambönd og við það verður sýnisborna-
safnið stærra og fullkomnara. Verslunarstjóri þeirra
hjer er Gisli Helgason. Síðastliðið ár námu vörur þær
er þeir keyptu rúml. 700,000 kr., en vörur frá Færeyjum
og íslandi seldu þeir fyrir 300,000 kr.
Siguröur Pórólfsson, lýöháskólastjúri.
Maðurinn, sem hjer kemur mynd af, hefur með
mikilii elju unnið að því, að koma á fót fyrsta lýðhá-
skólanum hjer á landi,
og er hann þar nú
kennari og skólastjóri.
Skóli hans er með sama
sniði og Grundtvigs-
skólarnir dönsku og er
á Hvítárbakka í Borgar-
fjarðarhjeraði.
Sigurður Þórólfsson
er fæddur í Holti á
Barðaströnd 1869, sonur
Fórólfs Einarssonar
bónda þar. 16 ára gam-
all fór hann frá foreldr-
um sínum og var fyrst
í vist, en síðan i lausamennsku þar í átthögum sínum;
fór svo á búnaðarskólann í Olafsdal og útskrifaðistþað-
an 1892. Síðan fór hann á Flensborgarskólann og tók þar
kennarapróf; fjekst svo við barnakenslu næstu ár.
1896 giftist hann Onnu Guðmundsdóttur skipstjóra úr
Hafnarfirði og bjuggu þau nokkur ár hjer í Reykjavík,
en hún dó vorið 1901. Haustið eftir siglir Sigurður á
lýðháskólann í Askov og var þar næsta vetur, en kom
sumarið eftir aftur hingað til Reykjavíkur og hjelt hjer
skóla veturinn 1902-3. Kn frá 1903—5 hjelt hann skóla
í Búðardal. Sumarið 1905 stofnaði liann Hvitárbakka-
skólann, keypti þá jörðina Bakkakot og reisti þarskóla-
hús. Skóli hans er nú styrktur af landsfje með 1600 kr.
á ári. Bar eru í vetur 26 nemendur. Námsgreinar skól-
ans eru: Islenska, saga íslands og bókmentir, þjóð-
menningarsaga, náttúrufræði, liagfræði, heilsufræði,
landafræði, danska, dráttlist og söngur. Enska er og
kend sem aukanámsgrein þeim er þess óska. Kensla
fer fram 6 stundir iivern vírkan dag. Sagan, náttúru-
fræðin, hagfræðin og heilsufræðin eru kendar með fyr-
irlestrum og samtölum. Dálítið bókasafn á skólinn, um
800 bindi.
Jafnframt skólahaldinu rekur Sigurður búskap á
Hvítárbakka. Hann kvæntist í annað sinn,haustið 1904,
Ásdísi Porgrímsdóttur Jónatanssonar frá Kárastöðum í
Húnavatnssýslu.
Blýants-myndir
eftir Helga Valtýsson.
Lömh.
Um grœna grundu
svo Ijett í lundu
pau leika sjer,
að htaupa’ og hoppa
og skokka og skoppa
og skemla sjer.
Pan tifa’ á tá svo tjett
og taka harðan sprett;
pau hlaupa’ í krók og kring
í kálnm œrslahring.
Og móðuraugun af gleði glansandi
um grundina elta lömbin dansandi
vorbjört kvöld. —
Til vinar míns.
Littu’ i kring um pig, Sigurjón, Segðisfjarðarnótt!
pá síðustu ef lil vill að sinni.
Itún smýgur inn um glnggann pinn svohœgl og svo hljóll
og hverfur pjer aldrei úr minni.
Sko! Hálfmáninn siglir sinum silfurbleika knör,
svo sjógrœn fregða norðurljós á stafni,
að Strandarlindsbaki hann brunar úr vör,
en Bjólfsmegin lítur út hann hafni. —
Nóttin grœtur hrimi á liliðar og völl,
á himni uppi stjörnuaugun vaka,
en hrikafögru fjöllin skauta fannhvitri mjötl
og fjörðinn tggna í móðurarma taka.
ísbundin á rennur róleg að sjái
og reiðir sjer hvílu’ á hans barmi,
en fögur og há vefur haustnóttin blá
okkur hlgtt í sínum draummjúka armi.
— Nei, láttu’ augun aftur og flgllu pjer nú ftjólt,
svo fegurðina lokir pú inni;
pá leikur hún í huga pjer hverja nótl
og hverfur pjer aldrei úr minni. —
Ár í leysing.
Eins og hrgnjandi hár falla fosshvítar ár
niður fjöllin og hverfa i gljúfra svörtu djúpi,—
par sem straumurinn er knár og hamarinn hár,
pœr hlaupa í fangbrögð og úða-skrúða-hjúpi
svifta í sundur, og hringiðuhvíta,
heiftsterka kroppana stœla í móti.