Óðinn - 01.02.1907, Qupperneq 7

Óðinn - 01.02.1907, Qupperneq 7
Ó Ð I N N . 87 regnbogabellið í búla pœr slíta og bgltast og veltast, svo dgnur i grjóti. Sninlavísur. Mjer pgkja nú fjöllin blessuð best, pví hvergi nokkurstaðar er himininn eins víður, og hvergi nokkurstaðar er sólin eins heit, og hvergi nokkurstaðar er heimurinn eins fríður og hlíðin mín grœna — með blessaðar œrnar ú beit. Sminudagur á slættinum. Frásög'n lióiidn í svoit. Jeg kvarta ekki yfir lilutskifti mínu í lífinu. Reynd- ar er jeg gæfumaður og lief þcss vegna ógildar ástæður til umkvörtunar. Og þó ætla jeg nú að segja örfá orð af örðug- leikum minum. Jeg geri það eigi fyrir þá sök, að jeg sje þurfandi fyrir að barma mjer. Jeg geri það til þess að svala forvitninni, gömlu konunni, sem býr handan við íjallið og fjörðinn og aldrei verður fullsödd af frjettum. Jeg sagðist vera gæfumaður í raun rjettri. Sú skoðun mín livílir á þessum grundvelli: Jeg á góða konu, —konu, sem jeg get treyst í hverju efni, sem fyr- ir kemur og kann að koma fyrir, Jeg er búinn að reyna þetta — reyna liana að þessum kostum, í nær- veru minni og fjarveru. Börn okkar eru mörg og virð- ast vera efnileg. Þessar gáfur eru góðar og einliverjar allra bestu, sem fallið geta í skaut umkomulausum alþýðumanni. Jeg hei því ástæðu til að fagna, lremur en kvarta, yíir kjörum mínum. Ró get jeg ekki varist þeirri hugsun æði oft, að harður sje bardaginn fyrir líli minu 365 daga af ári hverju, því að svo oft er barist á lieimili okkar fyrir fötum og fæði, og stendur hver orusta yfir 16—lSklukku- stundir. Svefntíminn er stuttur og hægindin hörð, því að við sofum á heysængum. Jeg og kona mín gerum það, og börn okkar, svo að vinnufólk og kauþahjú geti haft dúnsængur undir sjer, — þessar sem við eigum. Og við giöldum fólkinu hærra kaup fyrir vinnu sína, held- ur en búskapur okkar þolir, og fáum þó ekki vinnu- krafta, svo að jörðin verði sæmilega setin. Jeg vaknaöi á sama tima, sem jeg var vanur að liafa að rismáli, sunnudagsmorguninn í 16. viku sumars. Jeg klæddist hljóðlega, því að jeg vildi ekki vekja lconu mína. Hún hafði sofnað loksins kl. 1 um nóttina. Bú- verk og barnafóstur höfðu skift tíma hennar og kröft- um milli sín fram yfir miðnætti. Ingsta barnið okkar svaf við brjóstið og hjelt um geirvörtuna. Jeg hafði sagt henni kvöldið áður að jeg ætlaði þennan morgun í kaupakonuleit. Reyndar var við því að búast, að sú leit mundi verða álíka löng og allrar veraldar vegur, eða litið styttri, því að kaupakonur voru þá flognar úr dyngjum sinum fyrir löngu. Sumar voru farnar í sumarvist, til sveita, en hinar búnar að renna sjer fótskriðu norður og niður til Norðmannanna í Síldar-seli. Jeg gerði mjer þess vegna litlar vonir um árangur farar minnar. En þó var einsættað freista hamingjunn- ar. Mjer kom i hug að reyna fundvísi mína í þessu efni á þeim stað sem kallaður var Krókurinn. Hann var fiskimannaþorp út með flrðinum, sem jeg bjó inn- an við, og hatði þar safnast saman fóllt úr dölunum, innan við fjörðinn, síðustu árin, og tekið sjer þar ból- festn. Jeg smalaði ánum minum þetta sumar —jeg sjálf- ur. »Smala« hafði jeg reyndar, dreng sem var á 16. ári. En svefnhöfgur var hann og rúmlatur, svo að jeg kaus heldur að smala ánum sjálfur, en róa honum á fætur, og var þó smalagangan um fjöll og firnindi, langar leiðir. Kominn var jeg heim með ærnar þegar klukkan var átta. Pá var konan min að strokka rjómann, en vinnukonan okkar var.að klæða sig. — Nú fór yngsta barnið mitt að hrína og tók jeg þá við stroknum, svo að kona mín gæti sint hljóðabelgnum oltkar. Jeg vakti drenginn og bað liann að sækja hestana. En sú atlaga bar lítinn árangur. Hann velti sjer við i rúminu og' umlaði og fjell aftur í fastasvefn. Pá fór jeg með strokkinn að rúminu hans og Ijet bulluskvaldr- ið fæla frá honum svefninn —■ þótt seint gengi. Hann var klæddur og kominn á ról klukkan í) og' þá fór vinnukonan á kviarnar. Pað var liennar fyrsta verk þann morguninn. Jeg komst af stað klukkan 10, hafði tvo hesla lil reiðar og var kvensöðul! á öðrum. Jeg átti langa leið fyrir höndum — fjögra tima ferð, þegar liðugl var riðið. Jeg bað »smalann« fyrir ærnar, að hafa þær sam- an um kvöldið og koma þeim lieim í tæka tíð. Hann tók þvi vcl og líklega, Nú fór jeg af stað og reið eins og leiðin liggur. Vegurinn var góður, í þetta sinn. Landssjóður hafði lagt liann og lleygt þar niður miklu gulli og varð það alt að for og leðju, þegar rigningar gengu. En nú voru þurkar og rauk þá moldin upp eftir og áleiðis til stjórn- arvalda árstíðar og vcðráttu. Alt í einu reið maður fram á mig ofan af leiti, sem var á veginum, og varð liestunum minum svo mik- ið um, að þeir tóku snöggan viðbragðskipp. Reiðskjót- unum var vorkunn, því að maðurinn var undarlegur í sjón. Hann var í vængjakápu og flöksuðu herðaspeld- in og læralöfin ákaflega, þegar maðurinn þandi sig á reiðinni og sótti í sig veðrið. Hann lamdi fótastokkinn og bar til handleggina eins og móðnr hrafn á llugi. Maðurinn leit út svo sem angalúða, en hesturinn más- aði og froðufeldi og varð af þessu öllu saman fáránleg sjón og hávaði.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.